Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ vinnslu, 1935, þá brást sfldin alger- lega. Næsta ár var svo mjög gott, en síðan gekk á ýmsu, þar til sfldin hvarf alveg af Húnaflóa og var starfsemi hætt 1952. Samgöngur voru mjög erfiðar á landi, farin Tré- kyllisheiði á hestum upp úr Bjam- arfirði, sem var hin gamla póstleið, og komið niður í Kjósardal, en síð- asti kaflinn þar heitir „Skeifnabrjót- ur“, sem gefur hugmynd um þenn- an reiðveg. Fyrsta sumarið á Djúpuvík var gamla strandferða- skipið Suðurlandið notað til þess að hýsa fólkið. Endurnýjaði ég gömul kynni við skipið, þar sem ég hafði siglt með því til Borgamess fyrir 66 ámm, sumarið 1932. VIII. Hótel Djúpavík er rekið í Kvennabragganum, sem nefndur á sfldarárunum. Gamlar sfldarstúlkur frá þessum tíma hafa á síðari áram oft lagt leið sína norður í Reykjar- fjörð og rifjað upp gamla tíma. Eg spyr hótelstýrana, hvort karlmenn hafi haft nokkurn aðgang að kvennabragganum: „Að minnsta kosti hafa sum- ir þeirra komið hingað og sagt: Oft læddist maður nú upp þennan stiga“ (danssalur var þar sem nú er borðsalur hótelsins). Amor lætur aldrei að sér hæða, hvort sem er í Djúpuvík eða Hrísey. (Sænski braggi í Hrísey tók 200 stúlkur og þar í eyju varð til setningin: „Ég hefi aldrei verið giftur, en ég hefi verið tvö sum- ur í Hrísey“). Fyrir inn- an Djúpuvík stóð bærinn Kjós, er fór í eyði 1946. Þar bjó um langt skeið (1865-1915) Ágúst faðir Símonar Jóhannesar prófessors í forspjalls- vísindum við Háskóla Is- lands (1904-1976). Fátítt var á þessum tímum (1927) að ungir menn á Ströndum legðu út í langskólanám og var hann því kallaður Símon stúdent eftir að hann lauk menntaskólanámi. IX. gamla svo var boga sögu ramma, ef þeir vilja fræðast meira um hann, en í Árnes- hreppi hafa gengið sögur af Finn- boga ramma allt fram á þennan dag. Bær er stutta bæjarleið frá Finnbogastöðum. Bær er eina jörð- in í hreppnum, sem ekki á land að sjó og því engan reka. Reki er mikill á Ströndum og til marks um það getur Þoi’valdur Thoroddsen þess í Ferðabók sinni, að árið 1880 hafi bóndi einn komið í Trékyllisvík og séð þar rauðviðartré 27 álna langt (16,5 m.) og 1 'k feðmingur að um- máli rétt ofan við rótina (2,75 m.) Árnes er undir Amesfjalli að austan og var talin mjög góð jörð. Þar er nú tvíbýli auk þess að vera prestset- ur. Valgeir Benediktsson og kona hans í Árnesi II reka þar hand- verkshús, sem við hjónin höfðum ánægju af að heimsækja. Auk þess STUTT við „Suðurlandið". mesta íslending, sem uppi hefur verið, því á Dröngum var Eiríkur rauði upp alinn. Það var ekkert und- arlegt, þó sá maður væri sprottinn úr þessari náttúra, er fyrstur varð til þess að draga blæjuna fi-á hinum ókunna klakaheimi við heimskaut- in.“ Við hittum húsfreyjuna í Mun- aðamesi og spjöllum við hana um bók Páls Hersteinssonar, ,A-gga, gagg“, sem ég las fyiTi’ skömmu. „Hún Jensína, tófan hans Páls, hún er einmitt héðan“. Páll varði dokt- orsritgerð sína um íslenska refinn og háttu hans við háskólann í Ox- ford árið 1984. Við snúum nú við og ökum til Norðurfjarðar, framhjá Steinstúni í átt að Krossnesi. Skammt norðan við Laugarvík á Krossnesi, þai’ sem sundlaugin er, er Þijátíudalastapi í fjöranni. Fylgir sú sögn, að í fymdinni hafi maður klifið stapann og sett þai' niðm’ þrjátíu dali og sagt, að sá mætti eiga, sem klif- ið gæti stapann. Um eða eftir síðustu aldamót var stapinn klifinn af eyfirsk- um sjómanni, en ekki fann hann dalina. Kálfar hét vættur eða tröllkarl, sem bjó í Kálfatindum og era þeir við hann kenndir. í Krossnesfjalli er Kálfsæti, klettahögg, sem er eins og sæti í laginu. Þar átti hann að hafa hvflt sig, þegar hann var að koma af sjónum. Kálfar fól gullkistur sínar í tjöm, sem á að vera uppi á hærri tindinum, en hann var talinn flatur að ofan. Fyrstur, sem vitað er til, að gengið hafi á Kálfatinda, er Freymóð- ur Jóhannesson (1895- 1973) listmálari og var það skömmu fyrir 1920. Hann fór upp frá Munað- arnesi eftir svo nefndu Heydalagili, en fór niður gjá eina ofan við Steins- túnshamra og var þar hætt kominn. Menn höfðu áður talið tindana ókleifa og var uppátæki Freymóðs talið óðs manns æði. Nú eru að- eins eftir 80 íbúar í Ár- neshreppi, en um og eftir seinna stríð (1945) vora þeir um og yfir 500. 1 botni Reykjarfjarð- ar er samnefnd jörð, sem enn er í byggð. Næsti bær á norðurströnd Reykjarfjarðar miðri er Naustvík, sem fór í eyði 1967. Þaðan er gönguleið yfir í Árnes, nefnd Naustvíkurskörð, 3,5 km. Kjörvogur er utariega á norður- strönd Reykjarfjarðar og er enn í byggð. LitJu utar í Reykjai-firði er hin gamla verstöð Gjögm’, en þar var gríðarmikil hákai’laútgerð, er þær veiðar voru mikið stundaðar á 19. öld úr öllum nyrðri hluta sýsl- unnar, allt inn til Kollafjarðar. Þeg- ar mest var, þá vora 15-18 opnir bátar gerðir út frá Gjögri á hákarl- inn, og ýmist áttæringar eða tein- æringar, svo þarna hafa verið um 150 sjómenn samtímis. Skammt frá Gjögri er flugvöllur og er flogið þangað tvisvar í viku (Islandsflug). Af klettadröngunum við Gjögur er dregið nafnið Gjögur, sem merkir drangar, er skaga fram í sjó í mót- setningu við Ogur, sem þýðir vogur eða vík. Með tilkomu Djúpuvíkur h.f. gjörbreyttust kjör fólks við Reykjarfjörð, árin 1937-1945 voru mikil sfldarár og því stöðug vinna. Þá var góðæri í Árneshreppi og flestir, sem áður vora fátækir urðu vel bjargálna menn. Nú liggur leiðin fyrir Reykjaneshyrnu í átt að Litlu- Ávík, en þar er nú veðurathugunar- stöð. Opnast nú sýn til Trékyllisvík- ur og Norðurfjarðar, sem gengur inn úr víkinni. Finnbogastaðir era í miðri Tré- kyllisvík. Hún er í ábúð og þar hef- ur verið reistur skóli í landi jarðar- innar. Bærinn heitir eftir Finnboga ramma, sem öðru nafni hét Urðar- köttur og er mönnum bent á Finn- „VERÖLD sem var“, gamla bryggjan í Djúpuvík úti á Reykjarfirði. XII. Ferðalok að selja handunna muni, mest úr rekavið, þá er þarna vísir að minja- safni. Uti fyrir húsinu er gríðarstór steinn með gafi í miðju og er hann ættaður úr Ánesfjöra, þar sem Valgeir barg honum undan jarðýt- um vegagerðarinnar. í minjasafn- inu er einkennisbúningur Guðjóns Guðmundssonar, (1890-1971) hreppstjóra frá Eyri í Ingólfsfirði, en hann varð þjóðsagnapersóna þegar í lifanda lífi. Því miður vannst okkur ekki tími til þess að heim- sækja Eyri, eigum það vonandi eftir næsta sumar, því við höfum þegar ánetjast Norðurströndum. Ég hefi þekkt þrjá Árnespresta, sr. Þorstein Björnsson, sr. Björn H. Jónsson og sr. Einar Jónsson, nú á Kálfafellsstað. Séra Jón ísleifsson er núverandi prestur í Árnesi. Tvær kirkjur eru í Árnesi, gamla kirkjan frá 1850 og ný kirkja hönn- uð af Guðlaugi Gauta Jónssyni arki- tekt og tók hann mið af Reykjanes- hyrnu við hönnunina. XI. Stefnan er nú tekin á Munaðar- nes, sem er yst við Ingólfsfjörð að austan. Þaðan er einstaklega fagurt útsýni norður í Drangaskörð. Þannig lýsir Þorvaldur Thoroddsen Dröngunum á ferð sinni um Strand- ir sumai-ið 1886: „Hvergi á Islandi hefi ég séð jafnhrikalegt náttúra- smíði í þessari röð, eins og Drang- arnir era. Drangarnir sjást langt að norðan úr hafinu, þegar siglt er til Norðurlandsins. Þeir era eins og risavaxnir stólpar, sem benda norð- ur í Grænlands óbygðir. Drangarnir eru hið virðulegasta og heppilegasta minnismark yfir einn hinn þrek- SUNNUDAGUR2LSEPTEMBER 1998 3Í» Sólin skín alltaf á okk- ur þennan unaðsdag, en nú er mál að halda heim á leið. Við snæðum léttan málsverð í Hótel Djúpuvík og ökum síðan alla leið til Reykjaness við Isafjarðardjúp, þar sem okkur hefur verið tryggð gisting. Ogleym- anlegur dagur er að baki. Gamall draumur hafði ræst. Þetta er mér efst í huga að Strandaferð lokinni: 1) Vegii’nir era slæmir og væri best fyidr ferðamenn að vera á dug- legum bílum, helst jeppum. 2) Flestallar brýr ei-u ómerktar (heitir ánna vantar). 3) Engin náttúravætti eru merkt. 4) Spá verður vel í veðrið áður en lagt er af stað í ferð á Norður- strandir, því ónýt er ferð, ef vont er veður. Að lokum óska ég svo öllum góðr- ar ferðar, sem hyggja á Stranda- ferð, hún svíkur engan. Höfundur er lögfræðingur. HEIMILDIR A) Árneshreppur, sögur og sagnir, Haukur Jóhannesson tók saman, F.l. 1997 B) Árbók Ferðafélags íslands 1952 eftir Jóhann Hjaltason. C) Hrundar borgir, Djúpavík, IngólfsQörður og Gjögur, eftir Þorstein Matthíasson, Bókamiðstöðin 1973. D) Hafnarfjarðarjarlinn, Einars saga Þorgils- sonar eftir Ásgeir Jakobsson, Skuggsjá, Hafnarfirði 1987. E) Uppdráttur íslands, blað 32, Kúvíkur, 1:100000. F) Landnámabók, bls. 198-9, Hið ísl. fonirita- félag, Reykjavík, MCMLXVIII G) Þorvaldur Thoroddsen, Ferðabók II. bindi bls. 54-72, útgáfa 1959. H) Ferðabók ólafs ólaviusar, Bókfellsútgáfan, Reykjavík, 1964, bls. 237-270,1. bindi. I) Söguþættir landpóstanna, I. bindi, bls. 337- 354, Norðri, Ak. 1942. J) Páll Hersteinsson, ,Agga, Gagg“, Reykja- vík 1997, útgefandi: Rit\rerk. hk. t % * i [ j1 • FJARSKIPTANET MEÐ FRAMTÍÐARMÖGULEIKA Með því að tengjast breiðbandinu tryggirðu aðgang þinn að nýjum fjarskipta- og margmiðlunarmöguleik- um á hverjum tíma. Þú nærð um 20 sjónvarpsstöðvum og 20 útvarpsrásum og mun framboð þeirra aukast á næstunni og nýjungar bætast við. « • • « « • • • • • • SKYRARI MYND OG HRAÐARIINTERNETTENGING Myndgæði á útsendu efni eru skýrari en nokkru sinni fýrr. Flutningshraði Intemetsins verður einnig mim meiri með tengingu við breiðbandið, en það verður kynnt á næstu vikum. • EKKERT TAPAST VIÐ TENGINGU Með tengingu breiðbandsins verður loftnet óþarft en fýrir þá sem vilja einnig ná Stöð 2, Sýn eða Fjölvarpinu er mælt með að fagmenn sjái um að tengja saman breiðbandið og loftnet. • • • • • • * * • • FRITT VID TENGINGU Þegar þú tengist breiðbandinu fylgja frítt með tíu sérhæfðar útvarpsrásir sem senda út tónlist allan sólarhringinn, án auglýsinga og jtSm-fj kynninga. Á Music Choice getur hver og einn valið sína tegund tónlistar. Wl^' IRÍTT Hafðusamband g) 20.000 HEIMIU EIGA ÞESS NU KOST AÐ TENGIAST BREIÐBANDINU OG MUNU ÞÚSUNDIR HEIMILA BÆTAST VIÐ Á NÆSTU MÁNUÐUM. Hringdu strax OG KYNNTU ÞHR MÁLXÐ! H*I*|7474 Opið til kl. 22 á kvöldin og 17 um helgar BREIÐVARPIÐ SJÓNVASPSÞJÓNUSTA SÍMANS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.