Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1998 39 ' væri máttfarin í rúmi sínu, var þá eins og ætíð mikill kærleikur sem kom frá henni. Hún brosti til okk- ar, hélt í hendur okkar og kyssti þær. Hún sagði að sér liði vel, var sátt við að vera að fara í þá ferð sem bíður okkar allra. Hvílíkur friður sem fylgdi henni, enda hafði hún' lagt ríkulega inn hjá æðri máttai-völdum. Við fundum til gleði fyi-ir hennar hönd að fá nú að mæta Guði sínum á himnum. Viljum við í lok þessara fáu orða, þakka samfylgdina við þessa ein- stöku konu og óska henni Guðs blessunar á nýjum samastað. Jónína og Skúli. Hún elsku amma er dáin. Með örfáum orðum langar okkur að kveðja hana. Hugsanir og minning- ar þjóta í gegnum hugann. Pað var svo gaman að heim- sækja hana ömmu. Hún var svo ánægð að sjá okkur og tala nú ekki um að fá að sjá langömmubörnin sín. Hún ljómaði þegar hún sá þau. Alltaf vildi hún vera að færa okkur eitthvað. Ef það kom fyrir að við hrósuðum nýjum hlut hjá henni þá sagði hún iðulega „þið megið nú bara eiga þetta“. Hún var mjög falleg gömul kona. Augun brún og mjög góðleg, silfur- grátt hárið og húðin ótrúlega slétt þó árin væru að verða 95 þegar hún dó. Eitt af því sem amma hafði mjög gaman af, það var að syngja. Hún hafði hjá sér á Droplaugarstöðum ljósritað sönghefti þar sem textinn hafði verið stækkaður svolítið. Þegar við komum í heimsókn til hennar þá sungum við iðulega svo- lítið saman. Eitt af uppáhalds lög- unum var „í bljúgri bæn“ og það sungum við oft saman: í bljúgi’i bæn og þökk til þín sem þekkir mig og verkin mín ég leita þín, guð, leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Þó svo að amma sé dáin mun hún lifa áfram í minningum okkar. Blessuð sé minning hennar. Sólrún, Úlfur og börn. Hlýir sumai-vindar bjartar næt- ur og lykt af nýþurrkuðu heyi. Þessi tilfínning kemur upp í hug- ann þegár við minnumst þess tíma þegar Finna frænka kom í heim- sókn til okkar í Rrossgerði. Á þessum árum gekk hún alltaf undir Finnu frænku nafninu. Við systkinin höfðum svo mikið heyrt talað um föðursystkin okkar Finnu, Möllu og Steina. Þau bjuggu öll í Reykjavík og við sáum þau þess vegna sjaldan. Mikill var spenningurinn að fá að kynnast henni Finnu frænku. Og ekki urð- um við fyrir vonbrigðum. Okkur fannst hún sameina það tvennt að vera háttvís borgardama og glettin ung kona, þó var hún komin á sex- tugsaldur þegar við kynntumst henni. Hún ætlaði að dveljast nokkra daga hjá bróður sínum og mágkonu. Pabbi var svo ánæður að sitja á kvöldin og tala við systur sína og saman rifjuðu þau upp at- vik úr bernsku sinni. Og við fund- um fyrir samheldninni og væntum- þykjunni á milli þeirra. Og ekki fannst okkur lítið spennandi þegar hún dró upp úr pússi sínu pakka handa hverju okkar. Það ein- kenndi Guðfinnu frænku alla tíð að hafa sannkallaða ánægju af því að gefa. Seinna þegar við komum til Reykjavíkur var ekki lítis virði að eiga að þetta trausta frændfólk sem skaut yfir mann skjóli hvenær sem var. Og ekki var hún Finna eftirbátur annarra í því fremur en öðru. Þótt hún byggi ekki í stórum íbúðum þá var alltaf pláss hjá henni. Haustið 1971 bjó ég (Krist- borg) hjá henni í fimm vikur. Þá bjó hún inni í Safamýri. Það var góður tími fyrir mig. Við ræddum oft saman um lífið og tilveruna. Hún sagði mér ýmislegt frá þeim tíma sem hún var að alast upp í Krossgerði. Þá rifjaði hún gjarn- an upp það sem vakti gleði og kallaði fram hlátur. Við töluðum líka um það sem hafði verið erfitt og skilið eftir ör. Mér fannst hún frænka okkar hafa einstakt lag á því að sjá það jákvæða við lífið og fólk. Og vinamörg var hún. Á þessum árum var hún í vináttu- sambandi við fjöldann allan að fólki, bæði Austfirðinga búandi í bænum, gamla vinnuféiaga og marga aðra. Finna frænka átti góða og sam- heldna fjölskyldu. Stelpurnar hennar, eins og hún kallaði þær alltaf, Stella, Þóra og Didda voru hennar fjársjóður. Þær ól hún upp ein eftir að hafa misst eiginmann sinn í sjóslysi. Tengdasynirnir reyndust henni vel svo og barna- börnin öll. Hún var svo sannarlega rík hún frænka okkar og það fannst henni líka. Við frænkurnar, börn þeirra Krossgerðissystkina, stofnuðum saumaklúbb árið 1980 sem gengur undir nafninu frænkuklúbburinn. I honum voru þær systur Guðfinna og Málfríður aldursforsetar ásamt Rósu, ekkju Björgvins bróður þeirra. Klúbburinn hefur orðið til þess að böndin hafa hnýst fastar en ella og samstaðan sem hefur alltaf verið mikil milli þessa frænd- garðs er enn meiri. Yfir þessu gladdist Finna og fylgdist með klúbbnum þó ekki kæmist hún mikið með síðustu árin. Hún gladdist þegar hún vissi að við skemmtum okkur. Þannig var hún. Við ættingjarnir hittumst mörg í hófi sem við héldum í Sunnuhlíð í Kópavogi síðastliðið haust. Það var haldið til heiðurs Finnu og Aðal- steini sem ekki komust á ættar- mótið sem við héldum í Krossgerði síðastliðið sumar. Þangað kom Finna fallega klædd með glampa í brúnum augunum, geislandi eins og alltaf. Við vottum ættingjum Guðfinnu frænku okkar dýpstu samúð okkar og þökkum Guðfinnu ógleymanlega samfylgd. Rósa mágkona, Fjóla Margrét, Kristborg, Einar og Sigurður. Enginn þarf að óttast síður en Guðs bama skarinn fríður, fugl í laufi innsta eigi, ekki stjarna á himinvegi. Hann vor telur höfuðhárin, heitu þerrar sorgartárin, hann oss verndar, fatar, fæðir, frið og líf í sálum glæðir. Svo er endar ógn og stríðin, upp mun renna sigurtíðin, oss þá kallar heim til hallar himna Guð, er lúður gjallar Friðrik Friðriksson Elskuleg föðursystir mín er lát- in. Mig langar til að minnast frænku minnar með nokkrum orð- um. Það var alltaf mikils virði fyrir föður minn að geta haft samband við systur sína hér í Reykjavík. Og frá því að ég var lítil, fékk ég oft að fylgja með í heimsókn til frænku, en því nafni kallaði ég hana alltaf. Þá tók hún okkur opnum örmum, full af hlýju og umhyggju. Æsku- stöðvarnar austur á Berufirði voru ofarlega í hugum systkinanna. Margs er að minnast og þau áttu margar dýrmætar minningar frá gömlum tíma. Nú er aðeins faðir minn eftirlifandi af systkinahópn- um. Guðfinna var búin að lifa langa ævi, var 94 ára er hún lést en ung að árum fékk hún að kynnast sorg- inni. Hún varð ekkja aðeins 37 ára gömul, árið 1941, þegar Eiríkur eiginmaður hennar drukknaði. Þá voru dætur hennar þrjár aðeins níu, sjö og fjögurra ára. Það er erfitt að gera sér í hugarlund hvað þetta hefur verið erfitt tímabil en frænku minni tókst með undra- verðum hætti að yfirstíga alla erf- iðleika. Það sem einkenndi hana var viljastyrkur, bjartsýni og trú á lífið. Eftir þetta fór Guðfinna að vinna utan heimilis, Hún var ein- staklega dugleg og ósérhlífin kona. Guðfinna lagði mikla rækt við fjölskyldu sína, ættingja og vini og á nú stóran hóp afkomenda. Það má því segja, þrátt fyrir fráfall eiginmanns síns, hafi hún orðið mjög lánsöm í lífinu. Hún naut virðingar og velvildar samferða- manna alla ævi. Umhyggja ætt- ingja og vina fyrir velferð Guð- finnu síðustu æviár hennar var líka aðdáunarverð. Fyrir það ber að þakka. Á kveðjustund þakka ég elsku frænku minni fyrir góð og hugljúf kynni sem ég mun ávallt varðveita í hjarta mínu. Ég bið góðan Guð að geyma hana og ástvini hennar um alla framtíð. Vilborg Aðalsteinsdóttir. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, minn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Pýð. S. Egilsson) Elsku frænka. Nú þegar þú hef- ur fengið hvfldina langar mig að þakka þér þær samverustundir sem ég hef átt með þér. Margs er að minnast, en þó aðallega hversu ljúf og gjöful manneskja þú varst. Eg man ætíð þá stund er ég var á mínum unglingsárum og ákvað að fara af landi brott í nokkra mán- uði. Þú varst sú eina sem ég sá ástæðu til að kveðja sérstaklega, hringdi ég í þig og þú tókst mér svo hlýlega og bauðst mér til þín í kjötsúpu. Mér hafði aldrei þótt kjötsúpa neitt sérstaklega góð, en hún Guðfinna frænka mín, hún kunni nú að elda kjötsúpu, og átt- um við yndislega stund saman. Fór ég því södd og sæl í hjarta frá þér í Safamýrinni í mína ferð. Ég vil þakka þér hversu umhug- að og vænt þér þótti um hana syst- ur þína, móður mína. Meðan hún var veik varst þú óþreytandi í því að hringja í okkur systkinin til að sjá til þess að við hugsuðum vel um hana, því að fóður okkar látn- um vissir þú best hvers hún þarfn- aðist helst. Hún var litla systir þín, þú hafðir oft þurft að hafa áhyggj- ur af henni, en við börnin hennar aldrei. Ometanlegur er sá langi tími sem þú gast verið með okkur í „frænkuklúbbnum". Þar hittumst við allar saman nokkrum sinnum yfir veturinn. Alltaf tókstu mér ásamt öllum öðrum hlýlega eins og þér var einni lagið. Ég þakka fyrir allar þær stundir. Ég votta dætrum þínum, tengdasonum og öllum þínum af- komendum mína dýpstu samúð. Guð geymi þig elsku frænka. Þóra Gunnarsdóttir. Mín kæra frænka Guðfinna Gísladóttir er látin í hárri elli, tæp- lega 95 ára gömul. Hún tengist æsku minni sterkum böndum því núkill samgangur var milli heimilis foreldra minna og hennar og auk þess að vera náfrænka var hún eins konar stóra systir fóður míns. Margs er að minnast frá þessum árum en efst er mér í huga hvað gott var að vera nálægt henni því hún hafði svo róandi og þægileg áhrif á mann. Hún var svo prúð í fasi, hláturmild og jákvæð gagn- vart öðru fólki. Ekki var nú aðeins það að hún hefði góð áhrif á huga manns held- ur steikti hún þær bestur kleinur sem um getur. Að sitja við eldhús- borðið hjá henni með ískalt mjólk- urglas og háma í sig kleinurnar hennar jafnóðum og hún steikti þær er nokkuð sem ekki er auðvelt að ímynda sér án þess að upplifa það sjálfur. Ég var trúlega nánari henni en aðrir á mínu æskuheimili vegna þess að ég var skírður í höf- uð manns hennar og naut ég nafns á margvíslegan hátt. Svo lengi sem hún treysti sér til kom hún í af- mæli mín og gjafir hennar voru oftast annars konar en annarra, gjarnan ljóðabækur sem ég á og geymi. „Finna frænka“, eins og hún var alltaf kölluð heima, var ættuð af Austurlandi, frá Krossgerði á Berufjarðarströnd, en aðrir munu hér rekja ættir hennar nánar. Því miður fór hún ekki varhluta af mótlæti í lífinu. Ung missti hún tvo eldri bræður sína saman í sjó- slysi á Berufirði og rétt innan við fertugt missti hún svo einnig mann sinn í sjóinn og stóð ein uppi með þrjár ungar dætur þeirra. Eiginmaður hennar var Éiríkur Þorvaldsson frá Karlsstöðum á Berufjarðarströnd. Þrátt fyrir þetta mótlæti tel ég að Guðfinna hafi verið gæfumann- eskja því hið góða samband henn- ar við fólk sem hún starfaði með og umgekkst var henni og þeim mikils virði. Dætur hennar þrjár, sem allar menntuðu sig til starfa í heilbrigð- isgeiranum, hafa verið henni meira en venjulegar dætur því samband þeirra og hlýja er nokk- uð sem ekki var hægt annað en taka eftir og dást að og það sama á við um tengdasyni og barna- börn. Síðustu ár sín dvaldi Guð- finna á Droplaugarstöðum í Reykjavík, leið henni mjög vel þar og mér er til efs að aðrir hafi feng- ið jafntíðar heimsóknir sinna nán- ustu og hún og segir það sína sögu. Ég kom stöku sinnum til hennar og nú fyrir þremur vikum heimsótti ég hana, þá var dóttur- sonur hennar, milli tvítugs og þrí- tugs, að lesa fyrir hana ljóð og nú nokkrum dögum fyrir andlát hennar sá ég að mjög var af henni dregið en ánægjan og hlýjan var hin sama. Guðfinna öðlaðist það sem ég tel hvað eftirsóknarverðast, gott lundarfar. Að lokum vil ég ljúka þessum fáu orðum mínum með því að minnast þess hve fallega Guð- finna klæddi sig, gjarnan í fallega lit föt og meira í stíl við sér yngra fólk. Við fjölskylda mín kveðjum hér með þessa góðu konu og vott- um fjölskyldu hennar samúð. Eiríkur Hannesson. Elsku frænka. Þú varst til í lífi okkar systra allt frá því að við munum fyrst eftir okkur. Minn- ingarnar eru allar jafn ljúfar og góðar. Brosið þitt og faðmlag alla tíð þegar við hittumst er okkur ógleymanlegt. Að hafa fengið að þekkja þig teljum við forréttindi vegna gæða þeirrar persónu sem þú varst. Þú leitaðir ætíð eftir því góða í fari hvers einstaklings hverju sinni. Þar sem við sitjum og hugsum til þín er okkur efst í huga hversu mikil kona þú varst. Þér öðlaðist sú gæfa á þinni löngu lífsgöngu að gefa ótakmarkað af sjálfri þér til okkar allra sem þér yngri eru. Við þökkum þér, elsku frænka, samfylgdina og alla þá hlýju og væntumþykju sem þú hefur gefið okkur. Sofðu rótt. Þínar systurdætur. Vilborg, Guðfinna, Guðbjörg. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Okkar hjartkæri sonur, bróðir, barnabarn og frændi, ATLI SNÆR JÓNSSON, Borgarvík 15, Borgarnesi, lést á Barnaspítala Hringsins 25. september. Sædís Björk Þórðardóttir, Jón Heiðarsson, Ólafur Þór Jónsson, Þórður Á. Þórðarson, Ólafía Gestsdóttir, Heiðar Jóhannsson, Fanney Hannesdóttir og frændfólk. + Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLAFÍA JÓHANNSDÓTTIR, Álfhólsvegi 8, Kópavogi, sem lést sunnudaginn 20. september, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 30. september kl. 13.30. Karl Einarsson, Kristján Jón Karlsson, Petra Jónsdóttir, Dröfn H. Farestveit, Arthur K. Farestveit, barnabörn og barnabarnabörn. t Okkar ástkæri faðir, bróðir, afi og langafi, VALMUNDUR JÓN ÞORSTEINSSON, andaðist á Hrafnistu 18. þessa mánaðar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug. Elísabet Valmundsdóttir, Rannveig Valmundsdóttir, Valgerður Þorsteinsdóttir, Gunnfinna Þorsteinsdóttir Green.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.