Morgunblaðið - 27.09.1998, Page 18

Morgunblaðið - 27.09.1998, Page 18
18 SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR HÚS OG LANDSLAG MYNDLIST LisUiúsið Fold MÁLVERK/OLÍUPASTEL GUNNAR BJARNASON Opið virka daga frá 10-18, laugardaga, 12-17 sunnudaga 14-17. Aðgangur ókeypis. PAÐ sem skoðandinn tekur íyrst eftir í myndum Gunnars Bjarnasonar, er hinn sér- staki ferskleiki sem frá þeim stafar og eru höf- uðeinkenni vinnubragða listamannsins á af- mörkuðum myndfleti. Þetta, ásamt vand- virkni, hefur svo verið mjög áberandi þáttur allra gjörninga Gunnars á sýningarvettvangi, og er þessi engin undantekning. Annað sem telst gegnumgangandi, er angi sígildra vinnu- bragða sem hann hefui- verið að þróa með sér um langt skeið, sækir skyldleika í móderníska íslenzka myndlistarhefð, eins og hún birtist helst í vinnubrögðum þeirra Sverris Haralds- sonar og Hrings Jóhannessonar. I fyrra fallinu eru það stílfærðar húsamyndir, en þær teljast þó engan veginn uppfinning Sverris, heldur er leitað á mið ákveðins geira kúbisma er byggist á sértækum en hnitmiðuðum vef ljósbrota, eins konar prisma, strendingslitrófi þar sem grunnformin virka gagnsæ í þessu tilfelli í afar efnismiklum litastiga er leiðir hugann að inn- verfu útsæi. Þetta eru atriði sem margur málarinn hefur glímt við og hér skiptir máh sem alltaf að brjóta þau undir persónuleika sinn. Gunnar nær því helst í myndunum, Um nótt, (20) og, Húsin á hæðinni, (30), í báðum þeirra nemur skoðandinn persónulega lifun frá umhverfinu. Það sem Gunnar sækir svo að- allega til Hrings, markast af tærleika og mikl- um víðáttum í forgrunni, þannig að hann sýn- ist skynjaður og nær huglægur, en í bak- grunni koma fram afmörkuð og hlutlæg lands- lagsform. Myndheildirnar vega þá salt á milli þessara andstæðna, en á stundum verða skilin nokkuð fljótandi og óljós, þannig að um tvær sjálfstæðar myndheildir virðist að ræða. Áhrif- in frá Hring eru einna greinilegust í myndinni, YMIS verk Ingibjargar Styrgerðar í Krmglunm. GUNNAR Bjarnason, Við gjána, olía á Frá Vestmanneyjum, (16). Hér er Gunnar enn að þreifa fyrir sér og þótt formrænn skýrleik- inn sé hvað mestur virðast þessi tvískiptu vinnubrögð hins vegar ekki eiga allskostar við hann. Allt öðru máli gegnir um myndir sam- þjappaðra heilda eins og olíumálverkið, Við gjána, (1) og olíukrítarmyndina, Á Mosfells- heiði, (5) en þar skynja ég mest af Gunnari sjálfum, þeirri tilhneigingu hans til að vinna út frá afmörkuðum fyrirbærum í náttúrunni. Hér koma fram grunneigindir náttúrunnar, sem er fæðingin, sjálfur birtingarkraftur sköpunar- innar. Helst má finna að hógværðinni sem svíf- ur yfir vötnum á þessari sýningu, er þó í bless- unarlegri andstæðu við hyglissýki tímanna og brenglað gildismat. Sakleysið, síst má án þess vera, en of mikið má af öllu gera... Listhúsið Fold er meira en lítið framkvæmdaglatt um þessar mundir og hefur með eftirminni- legum hætti fært út kvíamar. Bæði með sérstakri kynningu listamanna á tölvuskjá á höfuð- stöðvunum og sýningum í Kringlunni. Kynn- ingarsýningar af þessu tagi eru nokkuð al- gengar úti í heimi eins og ég hef áður vikið að, og undanfarið hefur ein helguð hvalnum verið í gangi, að sjálfsögðu vegna komu Keikós. Til- efnið bæði nærtækt og langsótt í senn, því hvalurinn hefur frá ómunatíð synt úti fyrir ströndum landsins og merkilegt hve lista- menn hafa lítið leitað á þau gjöfulu mið nema til að brauðfæða sig og sína nánustu, er fisk- urinn þó afar gott myndefni, malerískur, með afbrigðum. Engin er þetta þungaviktarsýning en hugmyndin fullgild og sýnu jarðbundnari öðru sem tengist komu þessa fræga kvikindis. Þá hanga nokkur ofin teppi hins góðkunna vefara Ingibjargar Styrgerðar í gangi efri hæðar, á flekum sem haldið er uppi með fest- ingum frá rjáfri byggingarinnar. í einfald- leika sínum og mjúkum hægum litrænum stígandi bláleitra millitóna bera þau í sér ein- kenni listakonunnar, þar sem leitast er við að fanga nútímann með því að víkja aðeins af leið hins hefðbundna og sígilda forms. Verkin hafa að vísu vissa útgeislan á staðnum, og eru þannig ávinningur fyrir hið kommiersiella, umhverfi, en hins vegar njóta þau sín engan veginn þar sem innsetningin er úr samhengi, skortir alla nálgun. Ég segi ekki að þetta sé misþyrming, en að blanda á þennan hátt ekta handverki við margs konar fjöldaframleidda verslunarvöru og yfirborðslegar auglýsingar er afar hæpinn gjömingur, einkum þá hnit- miðaðan slagkraftinn skortir. Hér hefur taumlaus málunarhátturinn í málverki þannig Tolla helst haft erindi sem erfiði og fallið að anda þess tíma, rými og andrúms sem staður- inn er undirlagður. Bragi Ásgeirsson Fallega, ríka og greinda fólkið ERLEJVDAR BÆKLR Spennusaga LAGTÁ RÁÐIN „THE BEST LAID PLANS“ eftir Sidney Sheldon. Harper CoIIins 1998. 344 síður. BANDARÍSKI metsöluhöfund- urinn Sidney Sheldon mun vera skráður í Heimsmetabók Guinness sem „mest þýddi rithöfundur" heimsins. Eftir hann liggur fjöld- inn allur af afþreyingarbókmennt- um en þær eru kannski betur þekktar hér á landi sem smáþátt- araðir í sjónvarpi og á mynd- bandaleigum eins og „The Master of the Game“ og „The Wind- mills of the Gods“. Bækur hans eru eitt- hvað um fimmtán tals- ins og að auki hefur hann skrifað á þriðja tug kvikmyndahand- rita og eitthvað komið nálægt sjónvarps- þáttagerð. Nýjasta sagan hans kom fyrir skemmstu út í vasa- broti hjá HarperColl- ins útgáfunni og heitir „The Best Laid Pl- Sidney Sheldon ans“, sem kannski má þýða Lagt á ráðin. Þar er allt þetta fallega og ríka Sheldon-fólk mætt eina ferðina enn í spennusögu um morð, hefnd, pólitík og fréttamennsku í höf- uðborginni Was- hington. Dæmigerð Sheldonsaga Sheldon má eiga það að hann er leikinn í að búa til söluvöru og vin- sældir höfundarins sýna að formúlan virk- ar sem slík. Hann er kannski einna mest áberandi fulltrúi af- þreyingariðnaðarins. Fyrir þá sem vilja amast við lág- kúrunni er hann mjög auðvelt skot- mark. „The Best Laid Plans“ er dæmigerð Sheldon-saga um ríki- dæmi og valdamenn með rétt hæfi- legu magni af spennu. Hún er ein- staklega þunnildisleg og einfeldn- ingsleg að allri gerð, fljótlesin mjög og auðmelt og gersamlega auvirði- leg. Ekld er hægt að hugsa sér betri söluvöru. Sagan hefst á því að ung kona verður ástfangin af ungum manni sem hyggur á frama í pólitík. Kon- an er sérstaklega falleg og gáfuð og hann ekki síður nema að auki fylgir honum það orðspor að hann sé dæmalaus kvennamaður. Þau ætla hreinlega að gifta sig eftir stutta stund þegar hann yfirgefur hana fyrir aðra og sár og svekkt hyggur konan á hefndir. Fyrst þarf Þessi frábæri franski gamanieikur sýndur þriðja árið í röð sýmngar Næstu sýn. 3.09 9. október hún að verða rík svo hún giftist í einum grænum gamalmenni með lungnaþembu, sem arfleiðir hana að auðæfum sínum þegar hann geispar golunni. Núna er hún því bæði falleg og gáfuð og moldrík að auki. Á meðan hún safnar völdum í fjölmiðlaheiminum verður hann með tímanum forseti Bandaríkj- anna. Hann er svolítið eins og Clinton nema í stað þess að skil- greina kynferðislegt samband mjög þröngt á göngum Hvíta húss- ins fær þessi sér íbúð úti í bæ. Svo vill til að ungar stúlkur tengdar honum deyja eftir að hafa drukkið fljótandi alsælu og hefndin sæta konunnar sem hann sveik í tryggð- um forðum, og er nú ein af ríkustu og valdamestu konum heimsins, er að klína morðunum á sjálfan for- seta Bandaríkjanna. Barnaleg pólitík Allt í „The Best Laid Plans“ snýst á einhvern hátt um fegurð og völd. I huga Sheldons eru hugtökin óaðskiljanleg. Ein af greindarlegri persónum sögunnar hugsar sig vel um þegar hann íhugar boð frá hinni hefnigjörnu ekkju: hún var ung og falleg og greind en samt grunaði hann hana um græsku. Sagan er einnig pólitísk spennu- saga en allt sem við kemur pólitík er sérstaklega barnalegt. Þá fjallar Sheldon um stríðið í fyrrum Jú- góslavíu því mikið púður fer í hlið- arsögu um unga og fallega og greinda sjónvarpsfréttakonu í Sarajevó, sem kemur að öðru leyti sögunni ekkert við, og þar er sann- arlega ekki verið að kafa ofan í hlutina. Sagan er eins og beinagrind af sögu sem aldrei er fyllt upp í. Sheldon leggur sem betur fer ofur- kapp á hraða frásagnarinnar, að koma lesendunum í gegnum sög- una á mettíma. Satt best að segja er það eini greiðinn sem hann gerir þeim. Arnaldur Indriðason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.