Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1998 27 „Engin vandamál fylgja Islendingunum“ „ÞAÐ eru engin sérstök vanda- mál sem fylgja Islendingunum," segir Áse Jensen, bæjarstjóri Hanstholm, ákveðin og undir þau orð hennar tekur Hans Jorgen Ravnborg, félagsmálastjóri bæj- arins. Hins vegar viðurkenna þau fúslega að ákaft aðstreymi fs- Iendinga á stuttum tíma fyrir nokkrum árum hafi valdið bæjar- yfirvöldum áhyggjum og vanda, sem nú hafi verið leystur. „Það sem kom okkur mest á óvart,“ segir Áse Jensen, „var hve íslendingarnir áttu erfitt með að tala dönsku. Við héldum að það væri ekkert mál, þar sem danska er kennd í íslenskum skól- um, en það reyndist öðru nær.“ Áse Jensen, húsmóðirin sem gerðist bæjarstjóri við fádæma vinsældir, er hressileg í fasi. „Hún notar fremur skynsemina en lagagreinarnar," segir Ravn- borg, þegar hann lýsir henni og undir það tekur bæjarstjórinn Morgunblaðið/Sigrún Davíðsdóttir ÁSE Jensen, bæjarstjóri í Hanstholm, og Hans Jörgen Ravnborg, félagsmálastjóri. gjarnan. Það dugi vel til að stýra 500 bæjarstarfsmönnum. Höfnin er lífæð bæjarins Hin þijátíu ára gainla höfn er nú stærsta útgerðarhöfn Dan- merkur og Áse Jensen segir það hafa verið spennandi og skemmti- legt að fylgjast með uppbyggingu bæjarins og hún trúi á framtíðar- möguleika hans. „Hafnarstæðið er gott og um höfnina liggja leiðir í allar áttir. Bærinn er ekki nein útstöð, heldur þungamiðja alls ná- grannasvæðisins og á því er vax- andi skilningur." Frá bænum ganga ferjur til Noregs, að ógleymdum Smyrli, sem eftir nokkurra ára hlé siglir nú aftur til Islands, Færeyja og Skotlands og nú ekki aðeins vikulega allt árið, heldur stendur til að vera með tvær ferðir á viku. „Við lítum á okkur sem hlið Norður-Atlantshafsins,“ bætir Áse Jensen við, „enda sverjum við okkur í ætt fólks á norður- slóðum og það er vafalaust þess vegna sem íslendingum hefur fallið vel hér.“ Alls koma 80 prósent af tekj- um bæjarins frá sjávarútvegi og í bænum eru 45 fiskvinnsluhús. „Þetta mikla vægi einnar at- vinnugreinar er mjög óvenjulegt í Danmörku," segir hún. Ravnborg félagsmálastjóri bendir á að bæjarfélagið sé ungt og um leið sveigjanlegt samfélag. „Við miðum stundum við að það sé auðveldara að fá fyrirgefn- ingu en leyfi. Ætli það sé ekki kjarninn í Hanstholm-laginu.“ Skylda að læra dönsku En hvernig var það þá fyrir rúmlega sex þúsund manna bæj- arfélag að taka á stuttum tima við næstum 200 aðkomumönnum? Ekki alveg auðvelt, viðurkenna bæði Áse Jensen og Ravnborg. Bæjarstarfsmenn fóru fyrst að verða varir við aðflutning Islend- inganna 1993, en 1994 jókst hann til muna og þegar flest var bjuggu um 180 Islendingar í bæn- um. Utlendingar eru ekkert ný- næmi í bænum, þar sem fólk af 25 þjóðernum býr, en þessi mikli straumur á stuttum tíma var ný- næmi. Vandinn sem við bænum blasti var einkum að fá börnin til að samlagast í skólanum og yfirleitt voru samskiptin við Islendinga erfið vegna málaörðugleika. Tungumálið var tvímælalaust erf- iðasti hjallinn og bæjarstjórinn dregur ekki fjöður yfir að það hafi komið þeim á óvart, þar sem þau vissu að danska væri skyldu- námsefni í skólum á íslandi. í skólanum var kostað til auka- kennslu fyrir islensku krakkana og þeim fullorðnu var líka boðið upp á dönskunámskeið. „Þeir, sem ekki vildu læra dönsku af fúsum og fijálsum vilja, var settur stóllinn fyrir dyrnar," segir Ravnborg. „Engin dönskukunnáttta, engin opinber aðstoð. Svo einfalt var það.“ Hugsun að baki þeirrar ákvarð- anar var að sá sem ekki lærði málið væri heldur ekki sjálf- bjarga og engum væri greiði gerður með að viðhalda slíku ástandi. „Islendingarnir hafa líka skilið að það er ekki hægt að búa hér án þess að kunna málið,“ segir Ravnborg. Það fréttist af vinnu- stöðum, sem voru að gefast upp á að ráða Islendinga vegna tungu- málaörðugleika. Nú eru allar slíkar hindranir úr vegi. I fyrra var ráðinn félagsráðgjafí, sem sérstaklega hefur augu á vanda sem hlýst af erlendum málum al- mennt. í dönskum bæjarfélögum, þar sem mikið er um islenska náms- menn, hefur það vakið ergelsi að makar þeirra mæti á félagsmála- skrifstofur og telji sig eiga rétt til eins og annars í félagskerfinu. Ravnborg kannast ekki við slíka framkomu Islendinganna í Hanst- holm. „Þvert á móti sjáum við að á bæjarskrifstofumar kemur fólk, sem er að sækja skattkortið sitt. Það hefur þegar fengið vinnu og húsnæði án milligöngu okkar, en oft með hjálp annarra landa. Það er af og frá að við verðum varir við að íslendingar komi til Hanstholm til að reyna að lifa á kerfinu.“ fslendingarnir traustir í vinnu Eftir því sem þau Áse Jensen og Ravnborg sjá best ríkir nú al- mennt stöðugleiki í fslendinganý- lendunni. „Það stafa ekki fleiri vandamál af Islendingum en Dönum og þeir skera sig ekki úr á neinn hátt,“ segir Ravnborg. Hann segir að í byrjun liafi hins vegar nokkrir Islendingar átt við margvíslegan vanda að stríða, en þeir sem vandræði hafi stafað af séu fluttir. Áse Jensen nefnir einnig að bankarnir hafi orðið varir við að ýmsir íslendinganna virtust van- ir að taka út gleðina fyrirfram, lifa um efni fram, en slíkt sam- ræmist illa danskri forsjálni og á því hafi verið tekið af festu. Islendingarnir eru næstum undantekningalaust i vinnu og frá atvinnurekendum bæjarins heyra þau vel látið af Islending- um. Þeir þyki traustir og dug- andi til vinnu. Þeir eru líka kær- komin viðbót að því leyti að þeir bæði búa í bænum og vinna þar. Hvorki Áse Jensen né Ravn- borg hafa á tilfinningunni að ís- lendingarnir séu einangraðir. Þeir hafi smátt og smátt fundið sér vini og kunningja, bæði Is- lendinga og Dani og taki þátt í því, sem fram fari í bænum, til dæinis íþróttaiðkunum. Börnin hafi aðlagast vel í skólanum, eigi danska vini og oft tengist fjöl- skyldurnar í gegnum vináttu barnanna. Á bæjarskrifstofunum í Hanstholm er því allt hið besta af Islendingunum að segja. o4_ÆRÐU>—— L E T T A DANSSVEIFLU Á TVEIM DÖGUM! Áhugahópur F“™ f"" ™ LkJæstu námskeið um helgina 7700 dansþátttöku Netfang: KomidOgDansid@tolvusteli.is Heimasíða: wwwtolvusteli.is/KomidOgDansid/ Eins árs ábyrgó og FM. Mattsson af, í Mora, Svíþjóð stofnsett 1876 Hitastýrð blöndunartæki mi fyrir baðkör og sturtur. ryóvörn innifalin í verói Baðkarstæki kr. 13.860,- stgr. Sturtutæki kr. 10.470,- stgr. VERSLUN FYRIR ALLA Við Fellsmúla Sími 588 7332 Betri MUSSO - Betra verð 602 STD Verð frá kr. 2.265.000 Staðalbúnaður 602 ELX: Turbo m/millikæii ♦ Sjálfskipting ABS-hemlakerfi ♦ Loftpúði fyrir ökumann ♦ Rafstýrður millikassi Dana Spicer hásingar ♦ Gasdemparar ♦ Diskabremsur á öllum hjólum Álfelgur og 30“ dekk ♦ Rafmagnsrúður og rafstýrðir hliðarspeglar Útvarp, geislaspilari og þjófavarnarkerfi ♦ Viðarklætt mælaborð Leðuráklæði á sætum ♦ Stig bretti ♦ - og margt fleira 602 EL Verð frá kr. 2.665.000 602 ELX Verð kr. 3.198.000 Finndu muninn á buddunni Umboðsmaður j.Þ. bílar Selfossi, sími 482 3893 ; e Bílastúdíó hf. Faxafeni 14, 108 Reykjauík, sími 568 5555, fax 568 5554. Opið kl. 10-19 mán.-föst., ki. 11-14 laugard
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.