Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1998 41 sumrin og vann að búi foreldra sinna á Vatnsskarðshólum, þá fór hún í kaupavinnu í nokkur sumur, var m.a. tvö sumur í Odda á Rang- árvöllum hjá sr. Erlendi og Önnu konu hans. Þá fór hún eitt sumar í kaupavinnu að Bergþórshvoli með vinkonu og sveitunga, Sigurlínu Guðbrandsdóttur frá Loftsölum. Þar mynduðust vinatengsl sem sum entust til síðustu stundar. Það urðu stór þáttaskil í lífi frænku minnar þegar hún gerðist ráðskona hjá Gunnari Ólafssyni, útgerðarmanni í Vestmannaeyjum, þá með dóttur sína barnunga. Því hlaut starf ráðskonunnar að vera margþætt og gestagangur mikill og stórt hús að hugsa um. Ver- mennimir héðan úr Mýrdalnum sem héldu til heima hjá Gunnari á þessum árum minntust Guðnýjar með miklu þakklæti. Svo vel vakti hún yfir velferð þeirra og aðbúnaði öllum. Það var til þess tekið hversu mikla alúð Guðný lagði í að hjúkra Gunnari eftir að hann lagðist rúm- fastur og þurfti orðið fulla aðhlynn- ingu, hvernig þessi smágerða kona réð við að hreyfa og hagræða þess- um stóra manni, ekki síst vegna þess að hún var aldrei heilsusterk, var m.a. alla tíð böguð af kviðsliti. En henni tókst að hafa Gunnar heima og hjúkra honum nánast til hinstu stundar, en hann hafði þráð það mjög að fá að vera heima sem lengst. Gunnar Ólafsson lést 26. júní 1961, komin á 98. árið. Um haustið 1961 fluttu þær mæðgur svo aftur til Reykjavíkur, fyrst á heimili Rögnu og Nikulásar á Hringbrautinni og síðar í Ból- staðarhlíðina. Þaðan fluttu þær síð- an 1979 í Álfheima 3, þar sem fjöl- skyldan hefur búið síðan. Fyrsta minningin um þessa kæru frænku mína er frá þeim tíma þegar hún dvaldi hér á Skeið- flöt, þá með Sigrúnu dóttur sína barnunga. Það voru einhverjir nýir ferskir straumar úr borginni sem fylgdu henni, ýmislegt sem hún hafði meðferðis sem ungur sveita- drengur hafði ekki áður augum lit- ið. Gleði mín var mikil þegar Guð- ný saumaði handa mér tjald úr lé- reftspokum (hveitipokum), ná- kvæma smækkaða eftirlíkingu að tjöldum frá þeim tíma. Það var eins og allur saumaskap- m’ léki í höndum hennar, hvort sem það voru viðgerðir eða nýsaumur, og allt var jafnvandað, fallegt og vel frá gengið og þolinmæði hennar við hvers konar vandasöm verkefni í prjóna- eða saumaskap var tak- markalaus. Guðný átti sterkar taugar hing- að í Mýrdalinn og hún reyndi að halda tengslunum við með því að fylgjast með mönnum og málefn- um hér austurfrá. Hér átti hún margt vina og kunningja og hing- að austur í Mýrdal kom hún oftast á hverju sumri meðan heilsan leyfði. Með Guðnýju er gengin einstök sæmdarkona til orðs og æðis, ég minnist þess aldrei að hafa heyrt hana hallmæla nokkrum manni og ef hún heyrði slíkar orðræður reyndi hún ætíð að bera blak af þeim umrædda. Ekki minnist ég þess að hafa nokkru sinni séð hana skipta skapi, þó var hún ákveðin í skoðunum og gat verið fóst á sínu ef því var að skipta. Ötal sinnum lenti Guðný inni á sjúkrastofnunum en aldrei kvart- aði hún. Eg held að þetta einstaka lundarfar hennar og bjartsýni á líf- ið og tilveruna hafi ætíð hjálpað henni til að komast til heilsu á ný. Að lokum viljum við bræðurnir á Skeiðflöt þakka Guðnýju einstaka vináttu og velvilja frá fyrstu tíð. Hún gleymist okkur seint fórnfýsi hennar þegar móðir okkar lá bana- leguna, þá kom hún austur til að aðstoða okkur við að hjúkra henni. Við sendum Sigrúnu, Sigur- grími, Þórunni, Guðnýju Ósk, Vid- ar og börnum þeirra dýpstu sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning okkar kæru frænku. Eyþór Ólafsson. Eiginmaður minn, bróðir, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, JÓN ÞÓRIR JÓNSSON, Réttarholtsvegi 33, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 29. september kl. 13.30. Blóm og kransar afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á líknarstofnanir. Þórunn Vilmundardóttir, Stefán H. Jónsson, Unnar Jónsson, Stefán Hólm Jónsson, Vilmundur Jónsson, Jórunn Jónsdóttir, Gunnar Valur Jónsson, Þórir Jónsson, Hafdís Kristinsdóttir, Svava Guðnadóttir, Hrönn Andrésdóttir, Halberg Siggeirsson, Kristín Sigurðardóttir, Sigurbjörg Sigurðardóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐFINNA GÍSLADÓTTIR frá Krossgerði, Berufjarðarströnd, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju á morgun, mánudaginn 28. september kl. 13.30. Valborg Eiríksdóttir, Haraldur Lúðvíksson, Þóra Eiríksdóttir, Tryggvi Sveinsson, Elsa Eiriksdóttir Bird, Samúel F. Bird, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR FRIÐRIKSSONAR útgerðarmanns, Heinabergi 22, Þorlákshöfn. Friðrik Guðmundsson, Gitte Jakobsen, íris Friðriksdóttir, Kristín Friðriksdóttir, Guðmundur Friðriksson, Erna Marlen, Guðmundur Þorkelsson, Líney Magnea Þorkelsdóttir, Ólöf Þóra Þorkelsdóttir. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengda- móður, ömmu og systur, SIGRÍÐAR EINARSDÓTTUR frá Bakka, áður Grundartúni 2, Akranesi. Sérstakar þakkir til lyflækningadeildar Sjúkra- húss Akraness, Skátafélags Akraness og Lionsklúbbsins Eðnu. Birna G. Hjaltadóttir, Gísli H. Sigurðsson, Hjalti, Þorbjörg og Halldór, Halldór Einarsson. + Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför elskulegs sonar okkar, bróður og barnabarns, ÓLA GEIRS HÖSKULDSSONAR, Hlíðarhjalla 68, Kópavogi. Höskuldur Pétur Jónsson, Teódóra Óladóttir, Signý Höskuldsdóttir, Dagný Ásgeirsdóttir, Óli Geir Þorgeirsson, Ása Þorgeirsdóttir, Kristrún Magnúsdóttir. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, ÞÓRU ÞÓRÐARDÓTTUR frá Miðhrauni, Skriðustekk 14, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Reykjalundi og Vífilsstöðum fyrir ómetanlega umönnun. Kristján A. Kjartansson, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Ingþór Kjartansson, Elísabet G. Árnadóttir og barnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR ÁRNADÓTTUR, Arnarbæli, Grímsnesi. Elín Guðmundsdóttir, Jósef Skaftason, Kristín Erna Guðmundsdóttir, Jónas Elíasson, Guðrún Erna Guðmundsdóttir, Árni Guðmundsson, Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, Guðmundur Arnar Kristínarson. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, ÖLMU TYNES, Austurströnd 8, Seltjarnarnesi. Guðmundur Rúnar Einarsson, Ragnar Páll Einarsson, Sverrir Einarsson, Elín Guðrún Einarsdóttir, Anna Sigríður Einarsdóttir, Norma Einarsdóttir og fjölskyldur. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, ÞÓRMUNDAR ERLINGSSONAR, Holtsgötu 19, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á Landakoti fyrir hlýja og góða umönnun í veikindum hans. Oddný Kristjánsdóttir, Jónatan Þórmundsson, Sólveig Ólafsdóttir, Þórmundur Jónatansson og fjölskylda, Sigurður Freyr Jónatansson og fjölskylda. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts og útfarar móður okkar, tengda- móður og ömmu, ÁSLAUGAR GÍSLADÓTTUR, Hæðargarði 35, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild A-5 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fyrir hlýju og góða umönnun. Sóknarnefnd og samstarfsfólki í Bústaðakirkju þökkum við kærleik og virðingu. Árný Valgerður Ingólfsdóttir, Kolbeinn Guðmundsson, Sigríður Ingólfsdóttir, Pétur Stefánsson, Ólafía Ingibjörg Ingólfsdóttir, Sigurður Óli Gunnarsson, Áslaug Pálsdóttir, Ingólfur Kolbeinsson, Helga Kolbeinsdóttir, Ólafur Kolbeinsson, Elsa Kristín Sigurðardóttir, Jóhannes Ingi Sigurðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.