Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 44
^4 SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Bandarísk sápuópera „Auðvitað er það yfírmáta óskiljanlegt að forseti Bandaríkj- anna láti hanka sig í bólinu og það ekki einu sinni heldur oft,“ skrifar Ellert B. Schram. „Islensk stjórnmál finna smjörþefínn af því sem fjölmiðlafárið getur leitt yfír mannfólkið og þá er engum hlíft.“ HUGSAÐ UPPHÁTT FYRST fannst manni þetta fyndið. Svo var þetta ekki lengur hlægi- legt heldur blygðunarkennt. Nú hefur manni blátt áfram blöskrað og er farinn að hafa samúð með Clinton. Kynlífshneykslunarhellan er komið út í hreinar öfgar. Varla getur þetta nú ver- ið í fyrsta skipti sem háttsettur stjórnmála- maður stundar framhjáhald. Allir þekkja orðsporið af Kennedy, Roosevelt átti sér fasta hjákoiiu að sögn og jafnvel Eisen- hower var ekki við eina fjölina felldur. Það er helst Nixon blessaður sem var með hreinan skjöld í þessum efnum, enda var hann upptekinn við aðra og heldur óskemmtilegri iðju. Willy Brandt var maður fjöllyndur og Frökkum fannst ekki meira til þess koma hvernig Mitterrand hagaði sér í kvennamálum en svo, að laundóttir hans var í fylgd með ekkjunni og öðrum nánum ættingjum við útfór franska forsetans. En það hefur að vísu breyst, að þá áttu hjákon- urnar ekki neinar svo góðar vinkonur, sem tóku leyndarmálin upp á segulband, og þar var heldur ekki neinn sérskipaður saksókn- ari til að fylgjast með bólförum forsetanna. Ekki heldur myndbönd til útsendingar, þar sem forsetarnir voru teknir til yfirheyrslu um kynmök þeirra í smátriðum. Nei, ég hef ekki tiltækar upplýsingar um aðra forseta eða mikilsháttar stjórnmálafor- ingja og kynlíf þeiira, enda nokkuð sem manni kemur ekki við og vill helst ekkert vita um. Churchill drakk og Jeltsín drekk- ur, Stalín var haidinn ofsóknarbrjálæði og Hitler var geðklofi. Kóngarnir í gamla daga drápust úr sýfilis og allir þekkja söguna um Napóleon og Jósefínu. Upptalningar á göll- um og löstum og syndum þessara manna mundu æra óstöðugan, en eftir stendur hvað þeir gerðu og ________ skildu eftir sig í sögunni sem þjóðhöfðingjar og valdamenn. I kvikmyndaheiminum og poppbransan- um er það daglegt brauð að lesa frásagnir um framhjáhald og skilnaði og kynferðis- legt ofbeldi og enginn kippir sér upp við það. Nú er sagt að nær helmingur af banda- rískum þingmönnum hafi skilið við eigin- konur sínar eftir að þeir komu til Was- hington. Astæðan: framhjáhald. Eg las það nýlega að þrjú af hverjum fimm hjónaböndum í vestrænum löndum endi með skilnaði og allt þykja þetta eðlileg- ir hlutir í nútímanum. Langalgengustu ástæðurnar: framhjáhald. n svo ætlar allt vitlaust að verða þegar Clinton er staðinn að verki. ' Og þó aðallega fyrir það að hafa ekki játað á sig „glæpinn" af fúsum og frjálsum vilja. Menn standa grafalvarlegir og bein- stífir fyi'ir framan sjónvarpsvélarnar og lýsa því með dramatískum hætti, hvernig forsetinn hafi leyft sér að þvælast fyrir hinni alheilögu réttvísi, með því að neita að svara, eða draga það að svara eða gefa loðin svör ellegar svara með útúrsnúningum. Þama standa þeir sem segjast vera fulltrú- ar almennings, hinir skinheilögu menn, sið- gæðispostularnir ógurlegu, sem vilja koma því á framfæri, hvort forsetinn hafi komið við brjóst Móníku eða kynfæri og hvort hann hafi notað vindil sem kyntól! Hver er það í okkar vina- eða kunningja- hópi, sem vill lýsa því í smáatriðum hvernig hann hagar sér í kynlífinu? Jafnvel „bara“ með maka sínum! Jafnvel forhertustu og E kjaftaglöðustu strákarnir í genginu í gamla daga treystu sér ekki og vildu ekki lýsa at- höfnum sínum í kynferðismálum. Og engum kom það við. Ekki einu sinni þeirra nánustu, hvað þá heimsbyggðinni allri. Auðvitað er það yfirmáta óskiljanlegt að forseti Bandaríkjanna láti hanka sig í bólinu og það ekki einu sinni heldur oft. Kvensemi hans ríður ekki við einteyming. En kvensemi fer víst ekki í manngreinarálit og Clinton verður að gjalda fyrir lauslæti sitt í niðurlægingu, auðmýkt og sjálfsagt óbætanlegu áhrifaleysi það sem eftir er kjörtímabilsins, ef hann þá heldur þáð út. Það er nefnilega eitt að standa frammi fyrir synd sinni og iðrast, en annað að standa frammi fyrir umfjöllun fjölmiðla og viðbrögðum almennings. Almannarómur- inn er sá, að umfjöllunin sé viðurstyggileg, en almenningur er um leið búinn að missa virðingu og tiltrú á forseta sínum, sem er flettur klæðum í orðsins fyllstu merkingu. Það er það sem Bandaríkjamönnum hefur tekist, með þessu grátbroslega og sorglega ferli saksóknar, kjaftasagna, niðurlægingar og opinberunar á nákvæmum lýsingum á kynmökum þess manns, sem þjóðin valdi til forystu. Hver skyldi nú vilja takast það á hendur í framtíðinni að gefa kost á sér til æðstu metorða? Finnast menn með hreinan skjöld í einkalífi sínu? Og hvers konar menn Reuters eru það? Trúboðar, hræsnarar, skírlífspost- ular, syndlaus dusilmenni, sem annaðhvort þekkja engar freistingar eða eru svo tilfinn- ingalaus og siðvædd að líf þeirra er fiekk- laust í vernduðu umhverfi smáborgarans. Vakúmpakkaðir og gerilsneyddir. Eru slíkir menn þeir hæfustu til að veita heimsveldum forystu? Og verið viss, þessi faraldur mun breiðast út og berast til íslands, eins og flest annað sem er til miska og skaða í heimi æsifregna og hneykslismála. Því hærra sem þú ert settur 1 þjóðfélags- stiganum, því meir er um þig talað og tínt til, bæði satt og logið. íslensk stjórnmál finna smjörþefinn af því sem fjölmiðlafárið getur leitt yfir mann- fólkið og þá er engum hlíft. Skrumskælingin í þessari bandarísku sápuóperu er sú, að allt er þetta gert í nafni réttvísinnar. Réttur er settur yfir einkalífinu og fulltrúa réttvísinn- ar dugar ekki að fá upplýsingar og játning- ar um kynmök. Hann vill að þeim sé lýst af nákvæmni og verst var að vinkona Móníku skyldi ekki hafa fengið tækifæri til að festa kynlífssenurnar á mynd! Þá hefði réttlætinu verið fullnægt og ákæruvaldið getað sýnt myndbandið í beinni útsendingu með öllu hinu kláminu. Það væri í samræmi við annan ósóma í þessu bandaríska sjálfskaparvíti. Á Fótboltavef Morgunblaðsins finnur þú alla réttu takkana www.mbl.is/boltinn Hverjir skora Nýjustu fréttir, innlendar og erlendar Beinar útsendingar Staðan og næstu leikir Tölfræði Fótboltavefur mbl Þar sem þú getur fylgst með boltanum í sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.