Morgunblaðið - 27.09.1998, Síða 64

Morgunblaðið - 27.09.1998, Síða 64
•o*. - T|N|T| Express Worldwide 580 1010 íslandspóstur hf Hraðflutningar MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Jörundur á hvíta tjaldið ÁGÚST Guðmundsson leikstjóri hef- ur ákveðið að gera kvikmynd byggða á sögu Jörundar hundadagakonungs. Hún verður tekin upp hérlendis, a.m.k. að mestu leyti, leikin á ensku og tökur fara fram á næsta ári eða því þarnæsta. Kostnaður við fram- leiðslu myndarinnar, verður a.m.k. 15 milljónir dollara, eða sem svarar einum milljarði króna. Englendingurinn Andy Paterson, framkvæmdastjóri Oxford Film Company, verður framleiðandi myndarinnar en hann var meðfram- leiðandi að Dansinum, sem Ágúst leikstýrði og frumsýnd var á mið- vikudaginn. Paterson útilokar ekki að þekktir leikarar komi við sögu. Ágúst segir hugmyndina þá að segja, í gi'undvallaratriðum, frá því sem gerðist hér á landi sumarið 1809, þegar Daninn Jörgen Jörgen- son - Jörundur - tók sér konungs- tign um tíma. „Við höfum reyndar ákveðið að fara ekki nákvæmlega eftir sögunni; halda okkur ekki ná- kvæmlega við sagnfræðilegar stað- reyndir," segir Ágúst í samtali við Morgunblaðið í dag. Fullkomin saga Paterson hreifst af sögunni um Jörund. „Mér finnst þetta nefnilega fullkomin saga,“ segir framleiðand- inn. Paterson segir að gerð myndar- innar muni kosta a.m.k. 15 milljónir dollara, um einn milljarð króna, en það yrði langdýrasta kvikmynd sem framleidd hefur verið á Islándi. ■ Saga hundadagakonungs/B4 Björn Bjarnason menntamálaráðherra Aukið fé veitt í endurmenntun BJORN Bjarnason menntamálaráð- herra greindi frá því við upphaf framhaldsskólaþings í gær að menntamálaráðuneytið hefði við undirbúning fjái'laga fyrir árið 1999 lagt áherslu á auknar fjárveitingar til endurmenntunar kennara og til að gera námsefni í samræmi við kröfur nýrra aðalnámskráa fyrir grunn- og framhaldsskóla. Það kæmi í ljós eftir fáeina daga hve miklum fjármunum yrði varið til þessara verkefna. Endurskoðun hafin Björn sagði að endurskoðun námskrár fyrir starfsnám væri hafin. „I þessari vinnu leggur ráðuneytið almenna áherslu á stuttar starfs- menntabrautir, sem miða að fjöl- breyttara námsframboði og koma til móts við þarfir þeirra, sem ekki hyggjast stunda lengra starfsnám eða skortir til þess forsendur. Þannig ætti að vera unnt að koma til móts við þarfir atvinnulifsins fyrir menntað starfsfólk og stemma stigu við brottfalli úr framhaldsskólum. Þá leggur ráðuneytið einnig áherslu á námskrá fyrir vinnustaðanám, það er að starfsgreinai'áð skoði sérstak- lega starfsþjálfunarþáttinn úti í at- vinnulífinu." Menntamálaráðhen'a vék að sam- starfi atvinnulífs og skóla og sagði það koma sér á óvart hve erfitt væri að sameina þessa tvo heima. Hann sagði að sú tilraun sem gerð hefði verið í Borgarholtsskóla undir merkjum Fræðslumiðstöðvar bíl- greina hefði ekki tekist sem skyldi. Ekki væri komin niðurstaða um framtíðarskipan námsins, en bæði skólinn og bílgreinamenn væru óá- nægðir með óbreytt ástand. Skóla- húsnæðið væri hannað og innréttað til að sinna þessu námi og það væri mikil sóun á fjármunum ef námið þyrfti að fara fram annars staðar. Morgunblaðið/RAX Gervigígar við Mývatn SKÚTUSTAÐAGÍGAR heitir þyrping gervigíga hafi menn verið skírðir að fornu þegar heiðinn sið- sem ganga út í Mývatn við Skútustaði. Voru þeir ur var aflagður og kristni tekin upp. Efst á mynd- friðlýstir sem náttúruvætti. Þar við er einnig Þang- inni má sjá Dritey úti á Mývatni en sunnan við gíg- brandspollur og segir í íslandshandbókinni að þar ana, neðst á myndinni, er Stakkhólstjörn. Interpol í Reykjavík árið 2000 ÁKVEÐIÐ hefur verið að árs- fundur þefrra 45 Evrópuríkja, sem eiga aðild að alþjóðalög- reglunni Interpol, verði haldinn í Reykjavík árið 2000. Þetta var ákveðið í opinberri heimsókn Þorsteins Pálssonar dómsmálaráðherra til fram- kvæmdastjóra Interpol í París á föstudag, að sögn Smára Sig- urðssonar, aðstoðaryfírlög- regluþjóns hjá ríkislögreglu- stjóra. Islendingar hafa verið aðilar að Interpol síðan 1971 en Þ.or- steinn Pálsson varð fyrstur ís- lenskra ráðherra til að heim- aækja höfuðstöðvarnar í París, að sögn Smára Sigurðssonar. I föruneyti Þorsteins við heim- sóknina voru Þórhallur Ólafs- son, aðstoðarmaður ráðherra, og Haraldur Johannessen, rík- islögreglustjóri, auk Smára. OZ f samstarfí við tölvufyrirtækið Intel og listasafn í New York OZ í 420 milljóna verk- efni í Bandaríkjnnum H UGB ÚNAÐARFYRIRTÆJýlÐ OZ og banda- ríska tölvufyrirtældðTntel hafa samið um sam- starf við Whitneý-listasafnið í New York um að koma yfirlitssýningu um bandaríska myndlist á tuttugustu öld á Netið og á einkatölvur. Intel leggur fram 6 milljónir Bandaríkjadala í verkefn- ið, um 420 milljónir íslenskra króna, og sér um dreifingu efnisins en OZ á að sjá um alla hönnun og myndgerð efnisins á tölvuformi sem verður í þrívídd. Sjón, sem starfar hjá OZ og er einn þeirra sem þróað hafa þessa hugmynd, segir samstarf Intel og OZ hafa byrjað fyrir nokkru en Intel hafi fyrst beint sjónum sínum að OZ fyrir um þremur ár- um. Intel hefur sérhæft sig á sviði smíði ör- gjörva. Nú hafi samstarf fyrfrtækjanna leitt til þessa verkefnis, sem hann segir það stærsta sinnar tegundar. Forráðamenn Intel hafi viljað beina sjónum sínum að listinni og hvernig koma mætti henni á Netið og valið OZ til þessa verk- efnis. Segir Sjón meðal annars þrívíddartækni fyrirtækisins liggja til grundvallar því vali. Verk- efnið verður unnið af hönnuðum OZ hér á landi en markaðsdeild fyrirtækisins er í Bandaríkjun- um. Myndlist tuttugustu aldarinnar á Netið og í einktölvur Umrædd sýning Whitney-listasafnsins spann- ar aila 20. öldina með verkum allra helstu lista- manna Bandaríkjanna og segir Sjón að auk verk- anna sjálfra verði kynnt margvíslegt annað efni með viðtölum og annarri umfjöllun. Segir hann með þessu hægt að stórauka möguleika almenn- ings til að kynnast myndlist. Tómas Gíslason, yfirmaður hönnunardeildar OZ, og Andy Grove, stjórnarformaður Intel, kynntu samstarfið við Whitney-listasafnið á blaðamannafundi í New York fyrir helgina. Sjón segir frekari verkefni sf svipuðum toga þegar í sjónmáli. Andy Grove notaði meðal annars OZ sem dæmi þegar hann kynnti hugmyndir sínar um framtíðarsýn. Eins og fyrr segir er framlag Intel 6 milljónir Bandaríkjadala sem Sjón segfr' að sé stærsta framlag einkafyrirtækis til listastarfsemi. Fyrir- tækið ráðgerir að hefja dreifingu efnisins með nýjustu einkatölvum sínum á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.