Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Stormsveip- urinn Flo Jo Heimsmethafinn í 100 og 200 m hlaupi kvenna og þrefaldur ólympíumeistari, Florence Griffíth-Joyner, lést af völdum hjartaáfalls sl. mánudag, aðeins 38 ára. ---------------------------------------- Ivar Benediktsson hefur skoðað einstakan en stuttan feril hennar en á þriðjudaginn eru 10 ár síðan Joyner setti heimsmet í 200 m hlaupi sem enn stendur. Hún tók heiminn með trompi fyrir tíu árum með ótrúlegum hraða sínum og nýstárlegri fatatísku. Hraði hennar var slíkur að á 100 og 200 metra sprettum sáu andstæðing- arnir í hæla hennar og bak og gátu aðeins gert sér vonir um það eitt að hafna í öðru sæti, fyrsta sætið var frátekið fyrh- þá langfljótustu, Flor- ence Griffíth-Joyner. Ótímabært fráfall hinnar 38 ára gömlu Florence Griffíth-Joyner, eða Flo Jo, eins og hún var í daglegu tali kölluð, kom sem þruma úr heiðskíru lofti fyrir frjálsíþróttamenn og áhugamenn víða um heim. Pað hefur orðið til þess að stuttur en einstakur ferill hennar hefur verið rifjaður upp en víða hefur hann fallið í skugga af meintri notkun hennar á hormóna- lyfjum og af neyslunni hafí hún að lokum sopið seyðið. Dolorez Florence Griffith var fædd í Watts í nágrenni Los Angeles 21. desember 1959. Hún var sjöunda í röð ellefu systkina. Faðir hennar var rafvirki og móðirin kennari. Snemma komu íþróttahæfileikar hennar í ljós, hún var sterkvaxin og fljót á sprettinum, en bágur efnahag- ur fjölskyldunnar kom í veg íyrir að hún gæti ræktað þessa hæfileika sem skyldi á unglingsárum. Einnig bar snemma á þörf hennar fyrir at- hygli og að skara á einhvern hátt fram úr öðrum. Á tuttugasta aldur- sári varð hún að hætta í háskólanámi án þess að ljúka lokaprófí, fara út á vinnumarkaðinn og draga björg í bú fyrir stóra fjölskyldu. Hún réðst sem gjaldkeri í banka en hafði brennandi áhuga á spretthlaupum. Lakkaðar neglur Á þessum árum hitti hún sprett- hlaupsþjálfarann Bob Kersee og hann varð örlagavaldur í lífi hennar. Kersee sá hæfíleikana og aflaði henni styrkja til háskólanáms í skóla þar sem hann var á meðal þjálfara. Undir stjórn Kersees bætti hún fljótlega styrk sinn og keppti í fyrsta sinn á alþjóðlegum vettvangi á heimsmeist- aramótinu í Helsinki 1983. Þar varð hún í fjórða sæti í 200 m hlaupi á 22,46 sek. og varð ein bandarískra kvenna sem náði úrslitum í þessari grein. Árið eftir varð hún í öðru sæti í sömu grein á Ólympíuleikunum í Los Angeles á 22,04 sek. Mesta athygli vakti hún samt fyrir langar neglur á fingrum sem voru vandlega lakkaðar í ýmsum litum. Eftir að háskólanáminu lauk 1986 hóf hún aftur að vinna í bankanum, en var í aukastarfí sem snyrtifræðingur við litla ánægju Kersees þjálfara, en þar sem litlir peningar voru í frjálsiþróttum á þeim ái-um vai' henni nauðugur einn kostur að segja skilið við frjálsíþrótt- ir til þess að geta framfleytt sér. Kersee þjálfari hafði á þessum ár- um kynnst annarri ungri stúlku sem hann þjálfaði - Jacqueline Joyner, sem varð öðru sæti í sjöþraut á Ólympíuleikunum 1984 og hreppti fímmta sætið í langstökki á sömu leikum. Síðar giftust þau og hún tók upp Kersee-nafnið og varð ein fremsta íþróttakona sem fram hefur komið, margfaldur Ólympíu- og heimsmeistari og heimsmethafí í sjöþraut og langstökki. Bróðir Jacqueline, A1 Joyner, ólympíu- meistai'i í þrístökki karla 1984, kynntist hins vegar Florence Griffith í gegnum kunningsskap við Bob Kersee. Joyner og Florence rugluðu saman reytum og átti það stærstan þátt í að hún tók fram keppnisskóna á ný snemma árs 1987 og hóf æfíng- ar af meiri krafti en áður undir stjórn Bobs Kersees. Á heimsmeist- aramótinu í Róm 1987 keppti hún í 200 m hlaupi og varð í öðru sæti á 21,96. Líkt og á Ólympíuleikunum þremur árum áður vakti útlit hennar mikla athygli en auk langi-a og fag- urlitaðra fingurnagla hljóp hún í búningi með hettu sem var líkastur þeim er skautahlauparar klæðast. Stórstígar framfarir Pegar árið 1988 gekk í garð var hún eins og hver annar spretthlaup- ari í fremstu röð í heiminum. Það sem einkum vakti athygli á henni var sérstakur klæðaburðui' þar sem hún gaf hinni sígildu tísku, stuttbuxum og hlýrabol, langt nef. Marga rak í rogastans að sjá hana hlaupa í sund- bol, eða bikini, á síðum, þunnum nælonbuxum þar sem aðra skálmina vantaði ellegar í fyrrgreindum galla með hettu. Hún var ekki á lista yfír 20 bestu 200 m hlaupara frá upphafi og ekki á meðal 40 bestu 100 metra hlaupara þegar þarna var komið sögu, en sumarið 1988 varð breyting á. Hún náði að slá heimsmetin svo hressilega að enn í dag hefur enginn komist með tærnar þar sem hún hafði hælana. Á bandaríska meistaramótinu í Indianapolis 16. júlí kom hún sem stormsveipur. I undanúrslitum 100 m hlaupsins hljóp hún á 10,49 sek., og hafði þar með bætt sig um 47/100 úr sekúndu á einu ári og sett heims- met. Gamla metið átti landa hennar Evelyn Ashford, 10,76 sek., sett fjór- um ái-um fyrr. Ótrúlegar framfarir hjá konu sem var nærri 29 ára - menn vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. í úrslitum daginn eftir tryggði hún sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum um haustið með því að sigra á 10,61 sek., öðrum besta tíma sögunnar. Á sama móti sló hún bandaríska metið í 200 m hlaupi, hljóp á 21,77 og var aðeins 6 sekúndubrotum frá heimsmeti A- Pjóðverjanna Maritu Koch og Heike Drechsler. Áhugamenn um frjálsíþróttir stóðu á öndinni yfír þessari fótfráu konu sem engin bönd virfust halda. Hennar sérgrein var 200 m hlaup en nú var hún skyndi- lega orðin sú besta í 100 m hlaupi. Mikið var rætt og ritað um þessar stórkostlegu framfarir og töldu margir hana hafa óhreint mjöl í pokahorninu, en ekkert sannaðist þrátt fyi'ir að hún færi ítrekað í lyfjapróf. Stæltur líkaminn vakti einnig spurningar þar sem hver vöðvinn hnyklaðist um annan og oft minnti atgervi hennar frekar á karl- mann en konu. Áfram hélt hún sínu striki en efasemdarmennirnir héldu einnig sínu. Þeir efuðust ekki ein- göngu um að hún væri „hrein“ held- ur einnig að vindmælingar í 100 m hlaupinu í Indianapolis væru réttai' þar sem nokkur vindur var á vellin- um, en vindmælir hlaupsins sýndi logn. Pað var einkennilegt því í keppni í þrístökki karla, sem fram fór á sama tíma, var vindur að gera stökkvurum erfitt fyrir, fór upp í 4,3 m/sek. sem er 2,3 yfír leyfílegum mörkum. Hvað sem því líður var metið staðfest og það stendur enn. Eftir bandaríska meistaramótið tók eiginmaður hennar, A1 Joyner, við þjálfun konu sinnar fyrir Ólympíuleikana í Seoul en Bob Kersee einbeitti sér að þjálfun Jackie Joyner sem nú var orðin eiginkona hans. Keppni í 100 m hlaupi á ÓL í Seoul var á dagskrá á undan 200 m hlaupinu. í fyrstu umferð 100 m hlaupsins setti Flo Jo ólympíumet, 10,88. Hún bar höfuð og herðar yfír aðra í greininni og hampaði loks gull- verðlaunum eftir að hafa stungið aðra keppendur af í úrslitum, hljóp á 10,54 sek. Þá mældist vindur 3 m/sek. og tíminn því ekki löglegur, en gaf mönnum sem efuðust um fyrri árang- urinn byr í seglin. í 200 m hlaupinu var sama upp á teningnum, enginn hafði roð við þessari bandarísku stúlku, ekki einu Reuters FLORENCE Griffith-Joyner fagnar öruggum sigri í 100 m hlaupi á ÓL í Seoul fyrir tíu árum en yfírburðir hennar í hlaupinu voru einstakir - um þriðjungi úr sekúndu munaði á henni og silfurverðlaunahafanum. sinni a-þýsku spretthlaupararnir sem höfðu einokað þessa grein um tíma og nú hefur verið sannað að voru allar aldar upp á hormónalyfj- um frá unglingsárum. Enginn hafði séð annað eins og Flo Jo bauð upp á með hraða sínum í undanúrslitum 200 m hlaupsins er hún hljóp vega- lengdina á 21,56 sek., og bætti heimsmetið um 15 sekúndubrot. Eitt hundrað mínútum síðar bætti hún um betur og hljóp á 21,34 sek. í úr- slitum og var 38/100, nærri fjórum metrum á undan silfurverðlaunahaf- anum Grace Jackson frá Jamaíku sem var aðeins einum hundraðshluta frá gamla metinu. Fáir klöppuðu Áhorfendur trúðu ekki sínum eig- in augum og svo ótrúlega sem það kann að hljóma setti flesta þeirra hljóða, sárafáir klöppuðu. En Flo Jo fagnaði ákaft, markmið hennar var í höfn og eiginmaður hennar og þjálfari dansaði stríðsdans með hana í fanginu af fógnuði. Síðar bætti hún við einu gulli í safn sitt er hún innsiglaði sigur bandai'ísku sveitarinnar í 4x100 m boðhlaupi og var nærri þeim fjórðu er hún hljóp síðasta sprettinn í 4x400 m boðhlaupi fyrir Bandaríkin á 48,04 sek. Eins og venjulega vakti klæða- burður Flo Jo athygli og neglurnar löngu sem hún kom með málaði til Seoul. Á hægi'i hendi voru þrjár neglur málaðar í bandarísku fánalit- unum og hinar voru gulllitaðar. En fyrst og fremst var það einstakur árangur og spengilegur vöxtur sem „K0HL 0DER SCHE Bein útsending (live Ilbertragung) irá kosningavöku Þýska sjónva Brezel • Allianz • Bie Zeit • Llayd • Sanax • BMW • Wissall • Ííltje • Sauter • AEE • Beck's • Zwillinf, AÐGANGUR ÓKEYPIS k HAPPDRÆTTI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.