Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1998 21 0 „Við erum núna í samvinnu við annan flokk og þar verða menn að ná sam- komulagi en stefna okkar er skýr. Ef við réðum ein værum við kannski búin að einkavæða bankana.“ 0 „Það er ljóst að þjóðin kann að meta það sem við erum að gera. Það ríkir efna- hagslegur stöðugleiki, lág verðbólga, aukinn kaupmáttur og næg atvinna.“ er hægt að treysta til að halda skyn- samlega á stjórn ríkisins og gæta þess að ríkisbáknið þenjist ekki of mikið út.“ Strangar kröfur til gagnagrunns - Hvernig er staðan í sambandi við frumvarpið um miðlægan gagnagi'unn á heilbiigðissviði? Nú er komið í ljós að málið er marg- þættara og flóknara en talið var í vor, vai• það kannski bráðræði að ætla að keyra það í gegn á síðasta þingi? „Mér fínnst ofsagt að það hafí staðið til að keyra frumvarpið í gegn í vor. Ég sit í heilbrigðis- og trygginganefnd og nefndin fór strax vandlega í saumana á málinu. Ég er mjög jákvæð gagnvart því, það vil ég taka fram strax. Frumvarpið var lagt fram og var unnið mjög ná- kvæmlega og vandlega í þingnefnd- inni en menn töldu sig einfaldlega þurfa meiri tíma. Þess vegna var málið ekki klárað síðastliðið vor, ákveðið var að skoða það betur. Miklar umræður hafa verið í gangi og ég tel að það sé mjög gott. Augu fólks hafa opnast fyrir því að við þurfum að vanda okkur í með- ferð persónuupplýsinga. Kröfurnar sem gerðar eru til miðlæga grunns- ins eru miklu strangari en við höf- um verið að gera annars staðar. Frumvarpið um gagnagrunn er gríðarlega stórt og mikilvægt mál. Við erum að fara ofan í ákveðnar grundvallarspurningar. Mér fínnst verkefnið óskaplega spennandi og það er stórkostlegt ævintýri að sjá hvernig Islensk erfðagreining hefur vaxið. Velmenntaðir Islendingar, sem hafa dvalið langdvölum erlend- is og séð fram á að fá ekki störf við sitt hæfí hér heima, hafa flykkst hingað heim. Eg hef undrast viðbrögð sumra, þau hafa verið mjög harkaleg gegn gagnagrunninum og ég hef spurt sjálfa mig hvernig á því standi. Mest furðaði ég mig á því í vor þeg- ar ýmsir sögðu: Það er allt í lagi að Háskóli íslands geri þetta en ekki einkafyrirtæki. Mér finnst þetta engin rök, þessi fyrstu viðbrögð voru sláandi og ég var mjög ósátt við þennan málflutning. Sumir gagnrýnendur frumvarps- ins segja að einstaklingurinn njóti ekki nægilegrar persónuvemdar í miðlæga grunninúm og vernda beri trúnaðarsamband læknis og sjúk- lings, það geti verið í hættu. Komið hafa fram ýmis önnur rök, bæði með og móti hugmyndinni. En ég tel að persónuverndin sé mjög vel tryggð með ákvæðunum um dulkóð- un í frumvarpinu eins og það er núna. Hins vegar hef ég sett spurn- ingamerki við sérleyfið en ég býst við að það sé mjög eðlilegt að ákvæði séu um tímabundið sérleyfi. Á þessari stundu er ég ekki tilbúin að segja hve langur tíminn á að vera, nú er gert ráð fyrir 12 árum. Við getum nýtt menntun og þekk- ingu þjóðarinnar á þessu nýja sviði. Að undanförnu höfum við verið að sækja svo mikið fram í nýjum grein- um, ég nefni líka upplýsingatækn- ina. Sjálf hef ég beitt mér mjög í menntamálum, það er málafiokkur sem ég tel að við höfum verið að vinna geysilega vel í undanfarin tvö kjörtímabil. Góð menntun er undir- staða þess að þjóðin sé samkeppnis- fær og þess að við getum búið til öflug fyrii-tæki þar sem starfar há- menntað, vellaunað fólk. Þetta gæti í framtíðinni orðið okkar stóriðja. Það er beint sam- band á milli menntunarstigs hverr- ar þjóðar og efnahagsins." Engar hópsálir - Nú er kosningaþing framundan. Oft er sagt að þingmenn verði frek- ir til fjörsins á kosningaþingi, vilji eyða hraustlega af ríkisfé til að sýna kjósendum að þeir láti til sín taka. Nú er talað um að draga þurfi úr þenslu ogrætt um aðjafnvei í vetur geti orðið að stíga á hemlana. Hversu öflugur er flokksaginn? „Ég held að það sé ekkert sér- stakt sem bendi til þess að við þurf- um að grípa til óþægilegra ráðstaf- ana í vetur þótt viðskiptahallinn sé auðvitað alvarlegur. En um flokksagann get ég sagt að við erum engar hópsálir í Sjálfstæðisflokkn- um og þess hefur aldrei verið kraf- ist. Skoðanir hafa fengið að njóta sín og menn hafa verið ófeimnir við það. Hjá okkur er alltaf svigi-úm fyrir sjálfstæðar skoðanir. Flokkur- inn er bæði víðsýnn og frjálslyndur en jafnframt umburðarlyndur.“ - Geturðu ímyndað þér hvað þyi-fti að gerast til að virkilega yrði lamið á fíngurna á þingmanni fyrír að stíga út aflínunni? „Já, en það hvarflar ekki að mér að fara að nefna dæmi um slíkt!" Staðan á þingi hefur breyst mjög síðustu mánuðina, gerjun er á vinstrivængnum og nýir þingflokk- ar hafa orðið til. Sigríður er spurð hvaða áhrif þetta muni hafa á störf- in á þingi. „Það á eftir að koma í ljós. Ég tel að lánleysi vinstrimanna í málefna- starfinu sem þeir hafa verið að vinna að síðustu vikurnar hafi verið ótrúlegt. Kostimir í pólitíkinni gætu orðið ennþá skýrari í vetur en verið hefur oft áður. Það ríkir upplausn til vinstri. Nýjasta uppákoman, þegar sameig- inlega framboðið var að kynna mál- efnavinnuna, var með ólíkindum. Þarna er um að ræða marklausan og óábyrgan loforðalista og menn voru hreinlega teknir í bólinu í kynningunni sem ég tel að hafi bæði verið klaufaleg og illa undirbúin. Það var eitthvert fum á fólki, búið var að byggja upp miklar væntingar hjá stuðningsmönnum en efndirnar reyndust síðan mistök á mistök of- an.“ - En má ekki segja að það geti verið óheppilegt fyrir Sjálfstæðis- flokkinn að hafa ekki burðugrí and- stæðing að kljást við en væntanlega vinstrífylkingu? Linast hann kannski og verður allt of sjálfum- glaður? „Það er mjög mikilvægt að kost- irnir séu skýrir og ég tel að þeir séu það. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki verið jafnsterkur lengi. Það er margt sem kemur til. Við erum með mjög öflugan foringja og flokkurinn hefur komið mjög vel út úr síðustu tveim kosningum og hefur haft rík- isstjórnarforystu í sjö ár. Það er ljóst að þjóðin kann að meta það sem við erum að gera. Það ríkir efnahagslegur stöðugléiki, lág verð- bólga, aukinn kaupmáttur og næg atvinna." Misvægi atkvæða Ákvæði eru í stjórnarsáttmálan- um um að dregið verði úr misvægi atkvæða. Sigriður er spurð hvort vænta megi þess að tillögur um aukið vægi atkvæða í Reykjavík og á Reykjanesi í samræmi við búsetu- þróun verði samþykktar fyrir vorið og þá bornar undir kjósendur í þingkosningunum á næsta ári. Hún segir þetta mál brenna mjög á þing- mönnum, ekki síst í tveim áður- nefndum kjördæmum og unnið sé að hugmyndum þessa efnis, sumum mjög róttækum. „Hugmyndirnar ganga m. a. út á að fækka landsbyggðarkjördæmum og ég tel að þessari vinnu verði að ljúka með lagabreytingu sem færi þetta í betra horf. Það er ekki hægt að verja það fyrir kjósendum hér í þéttbýlinu að málin verði áfram eins og þeim er háttað núna. Þröngir hagsmunir einstakra þingmanna mega ekki koma í veg fyrir breyt- ingar í þessu réttlætismáli.“ - Kemur til greina að kjósa tvisvar á næsta árí, eins og gert var 1959, til að breytingamar gangi strax í gildi en ekki þurfí að bíða til ársins 2003? „Ég tel að þessar breytingar séu svo veigamiklar að við þurfum að- lögunartíma og þess vegna rétt að kjósa ekki eftir nýju kerfi fyrr en 2003. Þá fá menn svigrúm til að laga sig að breytingunum og auðveldara verður að ná samkomulagi um þær. Þetta eru róttækar hugmyndir, kjördæmin verða gríðarlega stór ef þær verða að veruleika. Rætt hefur verið um að þingmenn fengju aukna aðstoð til að sinna starfinu, t.d. gætu þeir verið með starfsfólk úti í kjördæmunum.“ - Að síðustu, hyggstu bjóða þig fram til varaformennsku í Sjálf- stæðisflokknum á næsta lands- fundi? „Þessa dagana er ég meira að hugsa um prófkjör í mínu kjör- dæmi, Reykjanesi. Ég er formaður þingflokksins og formaður mennta- málanefndar, hef gegnt mörgum öðrum trúnaðarstöðum fyi-ir flokk- inn og er tilbúin að takast á hendur hvert það starf sem hann trúir mér fyrir.“ í dcigfrá kl. 14-17 mun Ingi Þór og starfsfóll{ Þórshallar taka á mótigestum og gangandi með léttum veitingum (líka fyrir börnin), ráðgjöf, myndum, matseðlum os brosi á vör. Vegleg hlaðborð fyrir hvers konar tilefni —---¥M ÞÓRSHÖLL Þóishöll - Veislusalir Brautarholt 20 Sími: 511-1919 Fux: 511-1920 #1 wkbrH £ / j m i ;|§É| i-iy -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.