Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1998 31 Morgunblaðið/Ásdís AUÐUR íris í fangi móður sinnar Gerðar Guðjónsdóttur og Ólafur Rafnsson heldur á syninum, Sigurði Eðvarð. Stórl verkefni sem þarf að leysa „Það er vitað um ákveðin áhættugen, en það er mjög lík- legt að þau séu ekki öll fundin og rannsóknin beinist meðal annars að því. Niðurstaðna er ekki að vænta strax, því rannsóknin er mjög flókin.“ viðamest er svokölluð tengsla- rannsókn, sem beinist að því að finna gen sem gæti verið or- sakaþáttur sykursýkinnar. „Það er vitað um ákveðin áhættugen, en það er mjög líklegt að þau séu ekki öll fundin og rannsóknin beinist meðal annars að því. Niðurstaðna er ekki að vænta strax, því rannsóknin er mjög flókin.“ Svipuð genasamsetning og hjá Norðmönnum Árni tekur ennfremur fram, að það veki athygli vísindamanna er- lendis hversu miklu færri börn greinast með sykursýki á íslandi en annars staðar. „Okkur hefur fundist sérstaklega áhugavert að bera okkur saman við Norðmenn, því við erum sögð vera náskyld þeim. Þeir hafa mikið rannsakað gen í sykursjúku fólki, en sambæri- legar rannsóknir hafa ekki verið gerðar hér á landi. Við tókum okk- ur því til og höfum í samvinnu við íslenska erfðagreiningu verið að kanna nákvæmlega sömu erf- iðaþætti og Norðmennirnir. Fyrstu niðurstöðurnar birtum við á ráð- stefnu í Sviss í síðustu viku. Þær sýna engan marktækan mun á milli erfðaþáttta íslendinga og Norð- manna, sem staðfestir skyldleika þjóðanna. En þá vaknar spurning- in, hvort það séu einhverjir um- hverfisþættir í Noregi sem örva sjúkdóminn eða eitthvað hér á landi sem er verndandi." í fyrra kom nýsjálenskur læknir fram með þá tilgátu að hugsanlega mætti skýra mismun á nýgengi milli Norðurlandanna og íslands með samsetningu kúamjólkurinnar sem er öðruvísi hér á landi en annars staðar. Ámi segir að enn sem komið er hafi ekkert frekar komið út úr þeirri rannsókn, þótt hún hafi að vissu marki verið áhugaverð. Mikil röskun á daglegu lífi Þegar böm eða unglingar grein- ast með sykursýki má segja að dag- legt líf snúist gjörsamlega við í byrjun. „Þau dveljast hér sjaldnast minna en viku eða 10 daga, þar sem foreldrarnir, fjölskyldan og bamið fá fræðslu. „Þetta er ekkert smáræði,“ segir Ami og dregur fram tvær þykkar bækur sem farið er í gegnum. „Einnig höfum við búið til fræðsluefni, því það þarf að kenna þeim út á hvað sjúkdómurinn gengur og hvemig á að meðhöndla hann. Það sem flestir era hræddir við í sambandi við sykursýkina er blóð- sykursfall, því það getur gerst skyndilega og komið aftan að fólki. Blóðsykursfall getur valdið meðvit- undarleysi og krömpum. „Það sem er vandasamt við stjómunina á sykrinum er að halda honum niðri en láta hann samt ekki fara of langt niður. Bilið er því þröngt sem halda þarf sig á. Það er til dæmis ekkert auðvelt hjá 10 ára dreng, sem er á fullu í fótbolta og brennir upp sykrinum, að muna eftir því að fara heim og fá sér að borða. Hann gleymir stund og stað í ákafanum." Arni segir að yfirleitt þegar blóð- sykursfall verði sé eitthvað sérstakt um að vera. Hann kveðst til dæmis muna eftir tveimur dæmum sem tengjast jólum og áramótum. „í öðra tilfellinu var 6 ára strákur sem hlakkaði mikið til jólanna þannig að hann varð lystarlaus og borðaði ekki eins og venjulega án þess að AUÐUR íris Ólafsdóttir, sem ný- lega er orðin sex ára, greindist með sykursýki fyrir fjórum mán- uðum. Pabbi hennar, Ólafur Rafnsson lögmaður, segir að miklar breytingar hafi orðið á högum fjölskyldunnar í kjölfarið. Nú sé bara einskær hollusta á heimilinu en barnaafmæli og önnur tilefni sætinda geti verið svolítið erfiðari viðfangs. „Auður hefur þó verið mjög dugleg og tekið því ótrúlega vel að mega ekki borða hvað sem er. Ég held að hún hafi jafnvel tekið því mik- ið betur en við í upphafi." Sprauta þarf Auði tvisvar á dag og finnst henni það versti hluti sjúkdómsins, því stundum hittir sprautan á „vondan stað“. Ólafur segir að þau hafi þó aidrei lent í neinum vandræðum með hana eins og stundum sé. Blóð- sykurinn mælir hún sjálf og finnst það vera „ákveðið sport“ eins og pabbi hennar lýsir því. Hún fær að vejja puttann sem stungið er í og sér um mæling- una í skólanum lfka. Allir tillitssamir - En þegar hún er með vinum sínum úti eða heima hjá þeim og þeir eru að fá sér eitthvað sem hún má ekki. Er það ekki erfítt? „Það er eitt af vandamálunum. Annars hafa allir brugðist stór- kostlega við. Foreldrar vina hennar hafa jafnvel hringt og spurt hvað bjóða eigi upp á í bamaafmælum, hvernig eigi að baka kökur með minni sykri, hvar fáist sykurlaus ís og svo framvegis. Menn hafa lagt mikið á sig til að koma til móts við þarfir Auðar.“ Þá segir Ólafur, að göngu- deildin á Borgarspítalanum hafi haldið mjög vel á málum, meðal annars félagslega þættinum. „Til að mynda er mælt með þvf að Dæmigerð „ÞETTA er hraustur strákur, mikill íþróttamaður. Fyrir 3-4 vikum fór hann að finna fyrir miklum þorsta og skilaði vökvan- um jafnharðan frá sér. Hann hef- ur einnig megrast. Heimilislæknir fann sykur í þvagi og hann er lagður inn. Eftir rannsókn fara fyrstu 1-2 sólarhringarnir í það að koma líkamanum f lag, þvf mikið ójafnvægi er komið í sykur- og saltbúskap og hann hefur tapað miklum vökva, er orðinn þurr. Hann fær insúlfn. Sfðan byrjar fræðsluferlið, sem er fólgið í því að fara í gegnum eðli sjúkdómsins, af hverju hann stafar, hvað er vitað um hann, hverjar eru afleiðingar þess að insúlfn vantar og hvað gert er f því. Hjúkrunarfræðingur kemur líka inn í fræðsluþáttinn. Sjúk- dómnum fylgja ýmis tæki og tól og prófa þarf blóðsykurinn oft á dag. Insúlfn er gefið í sprautu- formi minnst tvisvar á dag en hún fái áfram páskaegg en bara minna og borði minna af því. Sama á við um barnaafmæli, að hún fái bara litla sneið af af- mæiiskökunni. Sfðan er hægt að undirbúa hana með auka insúlrn- skammti eins og fyrir afmæli, þannig að stundum er hægt að bregðast við aðstæðum." Olafur kveðst ánægður með þá þjónustu sem fjölskyldan hafi fengið á Borgarspítalanum sfðan sjúkdómurinn uppgötvaðist. Þeg- ar kom að þvf að Auður mátti fara heim hafi verið búið að létta rniklu fargi af íjölskyldunni. „Það er eingöngu að þakka starfsfólkinu og aðferðunum sem það beitir við fræðsluna, því það er auðvitað áfall í fyrstu þegar 5 ára barn fær ólæknandi sjúk- dóm,“ segir hann en kveðst núna varla líta á sykursýkina sem sjúkdóm heldur stórt verkefni, sem fjölskyldan verði að sjá um að leysa í sameiningu. Hjá þeim hafi þetta gengið ótrúlega vel. Hugsjónastarfsemi Hann tekur fram, að göngu- deildin virðist vera byggð á ákveðinni hugsjónavinnu. „Þar er ekki verið að vinna einhveija klukkutíma á stimpilkorti. Arni V. Þórsson er alveg einstakur og sömuleiðis aðstoðarfólk hans. Hann virðist vera reiðubúinn að gera allt fyrir þessi böm og ung- linga, sem mér finnst hann reynd- ar vera ákveðin föðurímynd fyrir. Ef hann sinnir öllum 70 böm- unum eins og hann hefur sinnt okkur, sem ég dreg ekki í efa, þá er það gríðarlegt álag, því hann gefur okkur fyrirmæli til að hringja hvenær sem er og gefiir sér alltaf tíma til að tala við okk- ur. Sama á við um Elfsabetu Kon- ráðsdóttur hjúkrunarfræðing. Þetta fólk hefur unnið stórkost- legt starf.“ sjúkrasaga sumir þurfa það 4-5 sinnum á dag. Þetta tekur allt heilmikinn tíma og á meðan er verið að reyna að stilla sykurinn með insúlfnskömmtum. Síðan fara krakkarnir smám saman í leyfi heim um miðjan dag og sfðan lengist það, þar til þau fara að sofa heima. Við emm yfirleitt í stöðugu sfmasambandi fyrstu dagana, þvf fólk er óömggt. Það er daglegt brauð um kvöldmatarleytið að vera í sfmasambandi við einhvern sem er nýkominn heim. Til dæmis geta niður- og uppgangspestir komið af stað vandamálum, því börnin verða að borða reglulega. Þau þurfa að fá insúlínið með, því ef þau fá insúhn og borða ekki getur verið hætta á að blóðsykur- sfalli. Blóðsykursfall er eitt af því sem við reynum alltaf að varast eins og við getum, því það getur valdið meðvitundarleysi og krömpum, sem er hið versta mál,“ segir Árni V. Þórsson. fólkið hans veitti því athygli. Snemma á jóladagsmorgun var hringt heim til mín og mamma hans sagði að hann væri eitthvað annar- legur. Ég benti henni á að gefa hon- um strax sætan ávaxtasafa og mikið af honum. Þar sem við voram að tala saman fékk hann krampa og lenti inni á spítala. Nokkrum dögum seinna, eða snemma á nýársdags- morgun, var hringt til mín vegna unglingsstúlku, sem hafði verið úti á brennum allt kvöldið og ekki borðað eins og hún átti að gera og var rétt komin í krampakast." Annað að vera barn en fullorðinn Árni segir að mikill munur sé á að vera barn eða fullorðinn og greinast með sykursýld. Sá fullorðni, sem lif- ir yfirleitt reglubundnu líferni, get- ur sjálfur stillt skammta sína, passað upp á að borða reglulega og slíkt. „Þetta er tiltölulega auðvelt. Krakkarnir era að vaxa og þurfa mismunandi mikinn mat á mismun- andi tímum. Börnin era kannski ekki alltaf til í að borða það sem er lagt á borð fyrir þau. Ef litil börn greinast með sykursýki, sem nokk- ur dæmi eru um, era þau nánast í gjörgæslu foreldra sinna. Það er ekki hægt að fara frá slíku bami og getur haft heilmikil áhrif á atvinnu, að minnsta kosti tímabundið. Oft hefur leikskólafólk verið tilbúið að taka að sér umsjónina, þannig að foreldrar hafa ekki þurft að hætta alveg að vinna. Við erum með alls konar varúð- arráðstafanir í skólum, hjúkranar- fræðingur fer yfirleitt alltaf í skól- ana og leikskólana og rætt er við kennara og sérstaklega íþrótta- kennara. En svo era einnig dæmi úti á landi um að foreldrar hafa þurft að leita sér atvinnu í eða við skóla til að fylgjast með bömum sínum.“ Hann segir að sérstaklega á vorin þurfi að passa vel upp á bömin því þá hreyfi þau sig mun meira en venjulega og það þurfi að laga mat- aræðið að því. Sumlr unglingar hafna sjúkdómnum Þá bendir hann á að unglingsárin geti verið mjög erfið fyrir þá sem haldnir era sykursýki, því rétt mat- aræði og regla á máltíðum sé nauð- synleg. Það henti ekki alltaf innan hópsins og því komi fyrir að ung- lingar afneiti sjúkdómi sínum og sleppi jafnvel sprautum. „Dæmi era um meðvitundarleysi vegna blóð- sykursfalls af þessum sökum, en sem betur fer era þau fá. Það er meira um að unglingarnir gleymi einni sprautu og taki þá næstu seinna, en það þýðir að sykurinn er orðinn hár. Það er aldrei hægt að segja að líf fólks með sykursýki sé algjörlega eðlilegt, því það þarf alltaf að passa upp á eitthvað. Markmið okkar með meðferðinni er að börnin verði félagslega aðlöguð, þau fari í hvaða nám sem þau hefðu annars farið í og geti tekið þátt í hvaða leikjum og íþróttum sem þau hefðu annars gert. Sömuleiðis að þau geti gegnt næstum því hvaða starfi sem er í þjóðfélaginu. Mikilvægast í öllu þessu er þó að algjör íylgni er á milli þess hvemig fólki tekst að stjórna þessum sykri og seinni tíma aukakvillum, svo sem blindu, nýrnaveiki eða blóðrásartruflun- um. Þegar hlutirnir ganga vel og era komnir í jafnvægi þá er hægt að venjast sykursýkinni eins og öðram hlutum daglegs lífs,“ segir Ámi V. Þórsson í lokin en bætir við að á meðal sykursjúkra ungmenna á ís- landi séu afreksmenn á ýmsum sviðum íþrótta, svo sem golfi, skák og körfubolta. „Þú hefur kannski heyrt um ungrú Ameríku núna?“ spyr hann svo brosandi. „Hún er með sykur- sýki og náði samt þessum árangri." Nicorette• innsogslyf Þegar tíkaminn saknor nikótíns og hendumar sokna vanans. NICORETTE Vtð stöndum meðþér Nicorette® innsogslyf samanstendur af munnstykki sem í er sett rör sem inniheldur nikótín. Nicorette® innsogslyf er œtlað til að auövelda fólki að | hœtta aö reykja. Algengur skammtur er a.m.k. 6 rör á dag en þó ekki fleiri en 12 á dag í a.m.k. 3 mánuði og venjulega ekki lengur en 6 mánuöi. Nicorette® innsogslyf getur valdiö aukaverkunum eins og hósta, ertingu í munni og hálsi. Höfuöverkur, brjóstsviöi, ógleöi, hiksti, uppköst, óþægindi í hálsi, nefstífla og blöörur í munni geta einnig komiö fram. Viö samtímis inntöku á gestagenöstrógen lyfjum getur, eins og viö reykingar, veriö aukin hætta á blóðtappa. Nikótín getur valdiö bráöum eitrunum hjá bömum og er efnið þvf alls ekki ætlaö bömum yngri en 15 ára nema í samráði viö lækni. Gæta skal varúöar hjá þeim sem hafa hjarta- og æöasjúkdóma. Þungaðar konur og konur meö bam á brjósti ættu ekki að | nota lyfiö nema í samráöi viö lækni. Lesið vandiega leiðbeiningar sem fylgja hverri pakkningu lyfsins. Markaösleyfishafi: Pharmacia & Upjohn AS, Danmörk. Innflytjandi: Pharmaco hf., Hörgatúni 2, Garöabær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.