Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaöið/Golli SIGRÍÐUFt Anna Þórðardóttir: „Góð menntun er undirstaða þess að þjóðin sé samkeppnisfær og þess að við getum búið tll öflug fyrir- tæki þar sem starfar hámenntað, vel launað fólk.“ Svigrúm fyrir sjálfstæðar skoðanir Kosningaþing er framundan í vetur og má búast við að flokkarnir noti ræðustólinn vel til að efla ímynd sína og sérstöðu. Kristján Jónsson ræddi við Sigríði Onnu Þórðar- dóttur, sem tók við starfí formanns þing- flokks sjálfstæðismanna í vor. BÚAST má við fjörugu þingi í vetur, kosningar verða á næsta ári og gerjun hefur verið í flokkaskipan að undan- fomu, klofningur og sambræðsla á víxl. Sigríður Anna Þórðardóttir var í maí kjörin formaður þingflokks sjálfstæðismanna, fyrst kvenna, og ljóst að hún þarf ekki að óttast verkefnaskort. Þingflokksfor- mennska er ein af helstu ábyrgðar- stöðum sem þingmenn er ekki sitja í ríkisstjórn gegna og hefur oft verið stökkpallur þeirra sem stefna á ráð- herrastól. Að sögn Sigríðar hefur öll starfs- aðstaða þingmanna batnað geysi- lega á þessum áratug, allir hafa nú sína eigin skrifstofu og tölvu. Ritar- ar sjá nú um að skrifa fundargerðir þingnefnda, ekká þarf að fara langt aftur í tímann til að sjá nefndar- menn fyrir sér párandi fundargerð- ir og álit. Sigríður er með háskólapróf í ís- lensku, sagnfræði og grísku og var árum saman grunnskólakennari. Hún var með mikla reynslu þegar hún tók við embætti þingflokksfor- manns, hafði setið í stjóm þing- flokksins frá því að hún var kjörin á þing fyrir Reyknesinga árið 1991 og var varaformaður hans áður en hún tók við stjórninni. -Hverjar verða helstu áherslur flokksins á næsta þingi? Getum við búist við samstöðu um stóru málin, fiskveiðistjóm, gagnagrunn, nýt- ingu hálendisins, bankasölu og einkavæðingu almennt? Nú hafa verið raddir í þingflokknum um breytta stefnu varðandi kvótakerfið og fleiri mál. „Okkur hefur nú yfirleitt auðnast að ná samstöðu um málin og ég tel að sá góði árangur sem við erum bú- in að ná á þessum síðustu tveimur kjörtímabilum sýni að okkur gengur vel að ná saman í einstökum málum. Það er ekki nema eðlilegt í svona stómm flokki að þar séu ólíkar skoð- anir og ég tel að það sé gott og hollt. Sett var á laggimar níu manna nefnd á vegum þingsins síðastliðið vor um auðlindagjald og við vonum að hún skili hugmyndum um ára- mótin. Skipun nefndarinnar sýnir að Sjálfstæðisflokkurinn er fús að skoða þessi mál heildstætt og í mik- illi alvöm. Fulltrúar okkar í nefnd- inni era þekktir fyrir að hafa mis- munandi skoðanir á þessum málum. Ég vil ekkert segja um niðurstöð- una en bind miklar vonir við að hún verði eitthvað gagnlegt sem við get- um byggt á. Fiskveiðistjórnunar- kerfíð hefur verið gagnrýnt mikið. Skoðanakannanir sýna að fólk er misánægt með kvótakerfið en eng- inn hefur getað bent á hvað eigi að koma í staðinn, einhverja lausn sem hægt verði að sættast á. Það er eng- inn ágreiningur um að það verður að stjóma veiðunum og takmarka sóknina. Við emm að sjá mikinn ár- angur af því sem við höfum verið að gera en þetta var mjög erfitt og sársaukafullt á síðasta kjörtímabili þegar kvótaniðurskurður var í há- marki. Það er í auðlindagjaldsmálinu sem brýtur á flokknum og hann er fús að skoða þessi mál með opnum huga, finna einhverja viðunandi lausn. Við munum þó alls ekki fara að brjóta niður kerfi sem hefur reynst ágætlega eða fara að leggja auknar álögur á sjávarútveginn sér- staklega, einhver íþyngjandi gjöld. Sumir hafa verið að nefna svo háar tölur í þessu sambandi að það er útilokað að þær nái fram að ganga.“ Sigríður vill ekki viðurkenna að framsóknarmenn hafi knúið sitt í gegn í hálendismálunum. Hún segir að full samstaða hafi verið í báðum þingflokkunum um þjóðlendufmm- varp forsætisráðherra. Umræður um þessi mál í þjóðfélaginu hafi ver- ið á villigötum. Stjórnsýslulega séu sveitarfélögin sá aðili sem fari með skipulagsmál og síðan bætist við svæðisskipulag sem Jeysi þau mál sem út af standi. Óeðlilegt hefði verið að láta ekki aðliggjandi sveit- arfélög halda utan um skipulagsmál hálendisins, þeim sé fullkomlega treystandi fyrir því. Ef einhver sveitarfélög misstíga sig í þessum efnum verður það hins vegar mjög alvarlegt mál.“ Hún er spurð hvort hún sé ánægð með þá lendingu sem náðist í bankasölumálunum. „Já, miðað við aðstæður er ég þokkalega ánægð en hefði sjálf verið tilbúin að ganga lengra. Ég held að þetta hafí verið viðunandi lausn og ljóst sé að við munum halda áfram á braut einka- væðingar. Þetta er aðeins spurning um það hversu hratt á að fara. En það er búið að marka stefnuna, bankarnir era orðnir að hlutafélög- um og verið er að selja hlut í Lands- bankanum og Búnaðarbankanum. Viðbrögð almennings sýna að fólk vill eignast hlut i bönkunum og það er mjög mikilvægt. Sparnaður í landinu eykst og tryggt er að eign- araðildin verði mjög dreifð." Elnkavæðlngarstefna sjálfstæðismanna skýr - Hvernig fmnst þér að stefna flokksins eigi að vera í þessum mál- um í næstu kosningum? Er nóg að nota almennt orðalag um að halda skuli áfram á braut einkavæðingar, þ.á m. að bankarnir verði seldir, eða fínnst þér að setja þurfí ákveðin tímamörk? „Stefna Sjálfstæðisflokksins er alveg Ijós, við viljum einkavæða bankana. Við erurh núna í samvinnu við annan flokk og þar verða menn að ná samkomulagi en stefna okkar er skýr. Ef við réðum ein værum við kannski búin að einkavæða bank- ana. Og auðvitað viljum við einkavæð- ingu á fleiri sviðum, það er ekkert launungarmál og vildum að hún gengi hraðar fyrir sig. Upp á síðkastið hafa heyrst sterkar raddir úr heilbrigðiskerfinu sem benda á að ástæða sé til að skoða meira en gert hefur verið aukna einkavæð- ingu þar. Ég teldi það mjög skyn- samlegt að hlusta á þessar raddir. Við sjálfstæðismenn höfum ekki verið með heilbrigðisráðuneytið lengi og ég tel einsýnt að þessi mál verði rædd á næsta landsfundi." - Nú er það Ijóst að hugmyndir framsóknarmanna um sölu á hlut í Landsbankanum til SE-bankans sænska komu sjálfstæðismönnum á óvart. Er samstarfíð við þingflokk framsóknarmanna nógu gott? . „Ég tel að umræðan um sölu bankanna hafi farið mjög bratt af stað og farið fram úr því sem menn voru raunvemlega að gera. En sam- starfið milli stjómarflokkanna er mjög gott, það ríldr gagnkvæmt traust og tillitssemi. Samstarfið milli þingflokksformannanna hefur verið mjög gott og verður það ör- ugglega áfram í vetur. Auðvitað koma öðm hverju upp einhverjir núningsspunktar, annað væri óeðlilegt. Þá em málin rædd og leidd til lykta. Ef til vill má segja að bankamálin séu dæmi um þetta.“ - Stundum er sagt að Sjálfstæðis- flokkurinn sé með fjöldafylgi eins og krataflokkarnir á hinum Norður- löndunum vegna þess að hann hafí fylgt svipaðri stefnu í velferðarmál- um og þeir. Telurðu að einkavæðing í heilbrigðis- og menntamálum geti haft í för með sér allt annað samfé- lag hér en við þekkjum nú, eitthvað sem minni á Bandaríkin og myndir þú vilja ganga svo langt? „Ég myndi ekki vilja kerfi eins og notað er í Bandaríkjunum. Við eig- um alltaf að sníða kerfið að okkar þörfum og nota okkar aðferðir. En ég er ekki sammála því að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi tekið upp ein- hverja kratastefnu frá Norðurlönd- um. Flokkurinn er einstakur í flokkaflóru Norðurlandanna og hef- ur algera sérstöðu. Hugsjónir hans hafa átt mjög greiðan aðgang að þjóðinni og stefnan átt djúpan sam- hljóm hjá henni. Flokkurinn hefur svo sannarlega verið að taka til í ríkiskerfinu. Búið er að gerbreyta mörgu í rekstri þess og koma á betri vinnubrögð- um. Við sjáum þetta meðal annars á fjárlagatillögunum fyrir næsta ár, við emm í fyrsta sinn um langt skeið að skila afgangi og borga verulega niður skuldir. Flokkurinn hefur sýnt það og sannað að honum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.