Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ „HAMINGJAN ER í HANSTHOLM“ HÖFNIN í Hanstholm er lífæð bæjarins. Morgunblaðið/Sigrún Davíðsdóttir íslendinganýlendan í Hanstholm spratt upp fyrir um fjórum árum. Fyrir þremur ......... ...........................j>-- árum heimsótti Sigrún Davíðsdóttir Is- lendingana í Hanstholm. Hún brá sár þangað nýlega í aðra heimsókn, ræddi við Dani og Islendinga þar og fékk að heyra að þar væri allt með kyrrum kjörum. En líf Islendinganna þar vekur jafnframt spurn- ingar um lífíð á Islandi. Hamingjan er í Hanst- holm,“ segir Hrafn- hildur Porsteinsdóttir spaugandi. Eins og aðrir landar í Hanst- holm á Norður-Jótlandi veit hún fullvel að hamingjan hefur ekki fast aðsetur í Hanstholm frekar en ann- ars staðar. Helsta skýring hinna að- fluttu er að það er hægt að lifa mannsæmandi lífi á dagvinnunni einni. Það breytir öllu. Margir nefna einnig að þeir smitist af nægjusemi Dana og hætti að gera sömu kröfur til veraldlegra gæða og áður, meðal annars af því líf með skaplegri vinnu gefi færi á að njóta lífsins betur en áður. Og það vakna með þeim spumingar um af hverju íslenskur vinnumarkaður sé svo ólíkt uppbyggður og sá danski og af hverju dagvinnulaun séu svo lág á íslandi, þegar meðaltekjur á mann þar eru með því hæsta sem gerist. Meðal viðmælenda í Hanstholm er gjarnan bent á að eins og oft gildi um aðstreymi fólks þá hafi í hópi íslendinganna verið eitthvað um lukkuriddara, sem ætluðu kannski ekki að leggja hart að sér, heldur höfðu heyrt af danska allsnægta- og bótaþjóðfélaginu. En lukkuriddaramir eru horfnir á braut og það ríkir stöðugleiki í ís- lenska samfélaginu í Hanstholm, þar sem nú búa um 140 íslending- ar. Þeir sem hverfa þaðan fara fæstir til íslands, heldur flytja sig aðeins um set í Danmörku. íslenskur verkalýður gerir ekki uppreisn - hann bara fer Það var árið 1993 að athygli ýmissa Islendinga beindist að Han- stholm og árið eftir má segja að fólk hafi streymt þangað. Á stuttum tíma fluttust um 200 Islendingar þangað, bæði fjölskyldur og ein- staklingar. Fólk flutti frá atvinnu- leysi á Islandi, en það kom spánskt fyrir sjónir að þrátt fyrir atvinnu- leysi í Danmörku var samt hægt að fá vinnu þar. Skýringin var sú að þrátt fyrir atvinnuleysi vantaði fólk ' í einstök störf, til dæmis í fisk- í vinnslu. Þegar íslendingar í Hanstholm era spurðir af hverju þeir hafi flutt þá er svarið yfirleitt það sama: Þeir höfðu spurnir af laununum, sem ekki væru aðeins góð miðað við íslenska launataxta, heldur væra lífsskOyrði þannig að hægt væri að lifa af dag- vinnunni. Það var aðalmunurinn. Ýmsir nefna einnig til atvinnu- og menntunarmöguleika þvi þótt Han- stholm sé „Raufarhöfn eða Kópa- sker“ þeirra Dana eins og einn sagði, þá er aðeins um klukkustundarakst- ur til Álaborgar og heldur lengra til Árósa, svo borgir og borgarmenning era stutt undan. En flestir Islend- inganna sækjast ekki eftir stórborg- arlífi. Smábæjarlífið og það sem því fylgir á ágætlega við þá. I vor var stórverkfall í Dan- mörku. Ýmsir íslenskir viðmælend- ur Morgunblaðsins höfðu orð á að sú samstaða, sem hefði verið meðal verkfallsmanna hefði haft mikil áhrif á þá. Svona samstöðu hefðu þeir aldrei kynnst á ísiandi, þar sem menn væra hver í sínu horni að nöldra, en það vantaði alla sam- stöðu til samhæfðra aðgerða um bætt kjör. Og af hverju skyldi hana vanta? Svarið var að þeir verst settu á Islandi skömmuðust sín. Verkalýðinn vantaði það stolt, sem sá danski hefði. Og hvers vegna líka að berjast fyrir hækkunum, sem alltaf eru prósentuhækkanir, svo þeir lægst launuðu bæru hvort sem er alltaf minnst úr býtum, benti einn á. í Danmörku tíðkast krónu- hækkanir og það er mikill munur, bætti hann við. í þessu samhengi má líta svo á að íslenskt verkafólk geri ekki upp- steyt, en miðað við fólksflutningana undanfarin ár má segja að ýmsir hafi einfaldlega gripið til þess ráðs að hafa sig á brott. Það gæti kannski verið íslensku verkalýðs- hreyfingunni umhugsunarefni. Með sér taka útflytjendumir verk- kunnáttu, sem hefur gagnast þeim vel í nýju heimahögunum. Frá hverju er horfið - eftir hverju er sóst? Það hafa gengið ýmsar sögur af því að margir þeirra, sem íluttust til Hanstholm hafi verið að flýja skuld- ir. Vísast á það við í einhverjum til- vikum, en hin hliðin á því er að með Hanstholm DANMÖRK ) \ ÁrósarV<!f T' yr á ‘X'-'"' Kaupmanna-1 ' - nöfn v ,-.i Óðihsvé hýSKALAND Á, --V' Landsframleiðsla á mann í Danmörku 1997 var 212.089 danskar krónur, en á Islandi var hún 1.946 milljónir ís- lenskra króna. (Heimildir: Statistisk Árbog, Þjóðarbú- skapurinn.) Samkvæmt tölum frá Kjararannsóknarnefnd frá 2. ársfjórðungi 1997 voru meðalmánaðarlaun verka- karls 151.900 krónur og meðalfjöldi unninna tíma var 51,4 klukkustundir. Sambærilegar tölur fyrir verkakonur voru 100.100 krónur og íjöldi unninna tíma 43 klukkustundir. _ Árið 1994 fluttu 990 ís- lendingar til Danmerkur, 1995 1719, 1996 1658 og 1997 1328. Á tímabilinu janúar-júní í ár fluttu 388 Islendingar til Danmerkur. lágum launum er lítið upp á að hlaupa, svo ef eitthvað kemur upp á er erfitt að bregðast við með öðra en lánum og það býður upp á víta- hring mikillar vinnu og skulda. Al- mennt nefna Islendingamir í Hanstholm að bankinn fari varlega í lán og það henti þeim vel. Ekki sé aðeins litið á launin, heldur einnig hugað að því að fólk geti staðið und- ir afborgunum ef það fer á atvinnu- leysisbætur. Eftir að hafa spurst fyrir í bönk- um í Hanstholm um viðskiptin við Islendinga kemur í ljós að reynslan af íslensku viðskiptavinunum er al- mennt góð. íslendingar séu ekki öðruvísi viðskiptavinir en Danir. Bankinn hjálpar til að gera greiðsluáætlun. Verkafólk fær út- borgað á tveggja vikna fresti og launin eru greidd inn á bankareikn- ing. í samræmi við greiðsluáætlun- ina dregur bankinn af laununum og leggur inn á sérstakan afborgunar- reikning, sem tekið er af fyrir öllum fostum kostnaði, svo sem hita, raf- magni og síma, auk afborgana af húsinu. Eftir kynni af Islendingun- um álíta bankamennirnir í Han- stholm að dönsku bankamir sýni meira aðhald en íslensku viðskipta- vinirnir hafi átt að venjast að heim- an. Um leið hafi Islendingarnir tekið því vel að varlega væri farið í að veita lán. Hanstholm hefur orð á sér í Dan- mörku fyrir að vera með svolitlum gullgrafarabrag, því þar getur verið mikla vinnu að fá. Ýmsir Danir í Hanstholm álíta einmitt að þessi andi hafi dregið íslendingana að, líkt og til dæmis Færeyinga, sem einnig hafa sótt þangað. En þegar á hólminn er komið og hversdagslífið tekur við þá eru uppgripin kannski ekki eins mikii og búist var við, líka af þvi að í danskri fiskvinnslu er yf- ir- og helgarvinna undantekning og sumarfríið er ekki hægt að vinna af sér. En bankarnir hafa einnig brennt sig. Meðal íslendinga í Hanstholm heyrist því fleygt að eitt eða tvö dæmi séu um Islendinga, sem hafa stungið af frá lánum og öllu saman. Því séu bankarnir orðnir enn gætn- ari en áður. Heimildarmenn blaðs- ins í bönkunum í Hanstholm hafna þessu ekki, en undirstrika að slíkt gerist ekki aðeins með íslendinga. I bönkunum hafa menn einnig á til- finningunni að það eigi við um ýmsa íslendingana að þeir komi til Hanstholm til að hefja nýtt líf í agaðra umhverfí, til að losna úr vítahring mikillar vinnu og skulda. En freistmgarnar leynast þó í Danmörku. Ýmsar búðarkeðjur eru með greiðslukort og bjóða lán út á þau. Allir þeir, sem ekki eru á van- skilalistum geta fengið Joessi kort og um leið lánin ef vill. Áhætta fyrir- tækjanna er varin með vöxtunum, sem eru á bilinu 20-30 prósent, sem era okurvextir í samanburði við 6-7 prósent vexti af til dæmis fasteigna- og bílalánum. Starfsemi kortafyrir- tækjanna liggur utan við sjóndeild- arhring bankanna, en vanskilavand- inn við þessi gylliboðafyrirtæki kemur inn á borð bankanna, ef við- skiptavinirnir láta glepjast af þeim án þess að vera borgunarfólk. Ýmsir íslendinganna nefna að þeim þyki verðlag hæri'a á Islandi, þó kannanir bendi til álíka verðlags. En það er erfitt að marka lífsaf- komu af verðsamanburði einum, því lífshættir hafa líka sitt að segja. Nánari kynni af Dönum hafa leitt íslendingunum fyrir sjónir hve Danir eru afslappaðir og lítt hel- teknir af lífsgæðakapphlaupinu. Þetta hugarfar leiðir til hófsamara lífs og um leið til betri fjárhagsaf- komu. Duglegt og dugandi fólk íslendingamir hafa komið sér vel í dönsku fiskvinnsluhúsunum, því þeir hafa það fram yfir marga Dani að þeir kunna til verka. Reynsla þeirra kemur sér einnig vel og ekki ósenni- legt að hún muni með tímanum hafa áhrif á fiskvinnsluna. íslenskir feðg- ar í Hanstholm era til dæmis farnir að gera út sinn bátinn hvor, að hluta með íslenskum áhöfnum. Axel Ólafsson, framleiðslustjóri hjá Taabbel fiskvinnslufyrirtækinu, segir að þeir Islendingar, sem ráðn- ir hafi verið til Taabbel hafi verið vel liðnir, kunni vel til verka og séu vanir vinnu. Axel segist heyi'a á ís- lenskum starfsmönnum að þeir séu flestir vanir að vinna í akkorði að heiman, en akkorð tíðkist til dæmis ekki hjá Taabbel og sé orðið sjald- gæft í danskri fiskvinnslu. Það breyti því þó ekki að hraðinn sé mikill og fólk þurfi að taka á við vinnuna. Almennt kunna Islendingarnir vel við sig á vinnustað, þar sem þeim finnst komið eins fram við alia og fólk leggi sig fram í vinnunni. Þeir taka sérstaklega fram að yfir- menn og eigendur gangi í öil störf hvar og hvenær sem þurfi, en séu ekki alltaf inni á skrifstofum. Og yf- irmenn og eigendur keyra ekki allir um á jeppum, eins og tíðkist á Is- landi, heldur berist almennt lítið á. Á dönskum vinnustöðum þykir sjálfsagt að yfirmenn gangi á undan með góðu fordæmi og sú skoðun uppi að vinnustaðurinn sé eins og úrverk, þar sem allir hlutar séu jafnmikilvægir. Ef spurst er fyrir meðal danskra íbúa Hanstholm þekkja margir Is- lendinga, bæði af vinnustöðum og eins sem nágranna. Það hefur ekki komið til neinna vandræða. Á þess- um slóðum eru óvenjumargir Dan- ir, sem hafa farið til íslands. Mos- fellsbær er vinabær Thisteds, næsta bæjar við Hanstholm. Sam- skiptin hafa verið mikil og hand- boltafélög, skólabekkir og skóla- hljómsveitir hafa skipst á heimsóknum. íslenskt samfélagsmynstur Þó Danir, sem kynnst hafa Is- lendingunum í Hanstholm hafí orð á samheldni Islendinganna, gera Is- lendingamir sjálfir lítið úr því, vís- ast af því þeim finnst það svo sjálf- sagt. Eitthvað er um íslenskt félagslíf. Á veturna eru haldin spila- kvöld. Þorrablót hafa einnig verið haldin. Aðspurðir segjast Islending- arnir ekki aðeins umgangast landa sína, heldur einnig Dani, þó þeir kvarti yfir að erfitt sé að kynnast þeim. Danir séu almennilegir í framkomu, en seinir til að bjóða fólki heim. En eins og einn íslensk- ur viðmælandi blaðsins segir þá eru íslendingarnir víða að, bakgrunnur- inn misjafn og fólk á fátt sameigin- legt annað en þjóðernið. Því sé varla von að úr verði mjög sam- stæður hópur. „Það er allt með kyrram kjöram meðal Islendinganna," segir einn íbúanna, „en ekki endilega sól og hamingja." Hvunndagurinn í Han- stholm er ekkert frábrugðinn hvunndeginum annars staðar. En fyrir þá sem hafa komið sér vel fyr- ir býr hamingjan í Hanstholm - eins og hún gæti einnig gert annars staðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.