Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 34
f 34 SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJAN í Árnesi, Reykjaneshyrna í baksýn (gamla kirkjan). ÁRNESSTAPAR í TRÉKYLLISVÍK Kroisneslaug y Krossnes Trékyllisvík Utla-Ávílp'^A i--- L /usM / ' A.Ríýkjarfjörður1 irvogur fi ö r íolbeinsvík -tiiídgf Tré kylli she iði 'l kaWhaksdalur' Kaldbaksvik Brímnes •Djangaskörö HÓlsfjall Asparvík Bjarnarjjörður v_-1Caldrananes Urriðavötn Bjamamcs HÓLMA\ í Veiðileysu var oft margbýlt, en jörðin fór í eyði 1961. Nafnið mun þannig til komið á firði þessum.: „Kráka hét kerling, sem bjó með sonum sínum í Krákutúni í Veiði- leysu, sem er við Krákuá. Synir hennar sóttu sjó af kappi, en urðu eitt sinn uppiskroppa með beitu. Hjá Kráku var kerling ein niður- setningur. Þeir skáru stykki úr lærinu á kerlingu til að nota í beitu. Ekki segir af fiskiríi þeirra, en þegar þeir komu að landi, þá drukknuðu þeir í lendingu. Kráka lagði það þá á, að engan fisk yrði framar að fá í Veiðileysu og enn fremur að enginn myndi drukkna þar í lendingu." VI. Reykjarfjörður er næsti fjörður norðan Veiðileysufjarðar og var þar fyrr á öldum verslunarstaðurinn í Kúvíkum, sem um hálfa þriðju öld var annar af tveim verslunarstöð- um við Húnaflóa. Hinn var Skaga- strönd eða Höfðakaupstaður, aust- an flóans. í Kúvíkum voru selstöðu- kaupmenn danskir og fóru þeir að sigla þangað um 1600 og var svo til 1820, að þeir tóku sér þar fasta bú- setu. Kúvíkur fóru í eyði 1949, enda hafði þá öll verslun flust í Djúpuvík. vn. Þar sem engan morgunverð var að hafa í Hólmavík vorum við orðin sársvöng, þegar við renndum í hlað í Djúpuvík, en þar reka myndarhjón Hótel Djúpuvík. Morgunverðar- hlaðborð er aftur til reiðu, eingöngu fyrir okkur og urðum við mat okkar fegin. Á Djúpuvík var fyrst atvinnu- starfsemi árið 1917. Þá var reist þar síldarsöltunarstöð og hét sá Elías Stefánsson (1878-1920), sem hana reisti og stendur enn eitt húsanna, sem hann byggði. Eftir verðhrun saltsíldarinnar (Krakkið) 1919 var þama engin starfsemi fyrr en sum- arið 1934, að Djúpavík h.f. reisir þama fullkomnustu sfldarbræðslu í Evrópu. Hlutafélagið var stofnað 22. september 1934. Vélar vora keyptar frá Myrens verksted í Osló, en lán fengið í Solborg Bank a/b í Stokkhólmi að upphæð sænskar krónur 400.000.00 gegn ábyrgð Landsbanka íslands með veði í eignum félagsins í Djúpuvík. Fram- kvæmdir stóðu yfir árin 1934-1935. Þorleifur Helgi Eyjólfsson (1906- 1995) var byggingameistari, en Guðmundur Guðjónsson (1903- 1966) arkitekt teiknaði verksmiðj- una og sá um byggingu hennar með Þorleifi Helga. Fyrsti verksmiðju- stjóri var norskur, Óskar Ottesen, en árið 1936 tók Guðmundur Guð: jónsson við verksmiðjustjórn. í stjóm Djúpuvíkur h.f. vora kosnir: Ólafur H. Jónsson, Ólafur Tr. Ein- arsson og Kristján Einarsson. Ólafarnir vora einnig framkvæmda- stjórar. Garðar Þorsteinsson, sem lokið hafði prófi í fisktækni (fishtechnology) við háskóla í Hali- fax árið 1933, var fenginn til þess að setja upp sfldarverksmiðjuna. Hann varð síðar stórkaupmaður í Reykja- vík. Fyrsta sumarið, sem verk- smiðjan var tilbúin til að taka sfld til Strandaferð svíkur engan, segir Leifur Sveinsson, sem lét gamlan draum rætast og fór á Norðurstrandir. hans fas. Okkur streituhröktu föng- um malbiks og múra fannst þetta merkilegt í fari Bjama, en kannske skil ég þetta betur eftir að hafa komið í Ásparvík. Synir Bjama era m.a. Jón skólastjóri að Hólum í Hjaltadal og Hildibrandur hákarla- bóndi í Bjamarhöfn. III. Næst liggur leiðin framhjá Kald- bakshomi og er þá komið í Kald- baksvík. Þar sem bergveggurinn nær lengst niður, sunnan við Kald- baksvík, heitir Kaldbakskleif. í Ár- bók Ferðafélags íslands frá 1952 eftir Jóhann Hjaltason segir höf- undurinn um veginn fyrir Kald- bakskleif: „að hann hafi frá ómuna- tíð verið mjög hættulegur vegur, þó eigi hafi að slysum orðið, svo menn viti“. Síðan 1952 hefur verið lagður bflvegur fyrir kleifina og bflfært mun hafa orðið allt til Trékyllisvík- ur árið 1967. Mælt er að Guðmund- ur góði Arason (1160-1237) hafi vígt Kleifina á ferðalagi sínu um Vest- fjörðu. Kaldbakur er hin forna landnámsjörð Önundar tréfóts eins og fyrr segir og er hann norðan vík- ur, en Kleifar að sunnan. IV. Þá liggur leiðin framhjá Spena og að Kolbeinsvík, sem nú er í eyði, en víkin er milli Byrgisvíkurfjails að norðan og Skreflufjalls að sunn- an. Enn kemur Guðmundur góði við sögu á Ströndum og er þessi frásaga um hann, er hann gisti Kol- beinsvík: „í Skreflufjalli ofan við bæinn bjó tröllkerling með tveim bömum sínum og þótti bóndi þrengja að aðdráttum sínum og vildi hann brott. Um morguninn eftir lætur kerling til skarar skríða og spymir spildu fram úr fjallinu og steyptist hún niður og stefndi á bæinn. Guðmundur góði kemur í þann mund út á hlaðið og sér hvað verða vildi. Hann breiðir faðminn út á móti framhlaupinu og mælir: „Hjálpa þú nú drottinn minn, eigi má vesalingur minn“ og við það stöðvaðist það rétt við bæjarvegg- inn. Eitthvað fát hefur komið á kerlingu, þvf hún uggði ekki að sér og varð að steini ásamt börnum sín- um, sem enn sjást á hillu ofarlega í fjallinu. Þar er drangur, sem Kerl- ing heitir og nefnast börnin Dverg- ar og eru sitt hvoram megin við hana. Framhlaupið er bölti sá mikli, sem er ofan við bæjartóftina í Kol- beinsvík. GREINARHÖFUNDUR f Munaðarnesi, Drangaskörð í baksýn. V. Nú liggur leiðin norður í Veiði- leysufjörð fyrir Byrgisvíkurófæru. Séra Þorsteinn Björnsson (1909-1991) síðar fríkirkjuprestur í Reykjavík var á árunum 1936-1937 aðstoðarprestur sr. Sveins Guðmundssonar í Árnesi (1869-1942). Sr. Sveinn var þá nokkuð við aldur og hafði att í erf- iðleikum að komast fyrir Ófæruna. Varð hann því feginn að geta sent hinn unga aðstoðarprest til prest- verka fyrir sig handan ófærunnar. Strandabréf i. ÞORVALDUR Ásvalds- son nam Drangaland og Drangavík til Enginess og bjó að Dröngum alla ævi. Hans sonur var Ei- ríkur rauði, er byggði Grænland. Herröður hvítaský var göfugur maður. Hann var drepinn að ráðum Haralds konungs, en synir hans þrír fóra til íslands og námu land á Ströndum. Eyvindur Eyvindarfjörð, Ófeigur Ófeigsfjörð, Ingólfui- Ing- ólfsfjörð. Þeir bjuggu þar síðan. Ei- ríkur snara hét maður, er land nam frá Ingólfsfirði til Veiðileysu og bjó í Trékyllisvík. Hann átti Olöfu dóttur Ingólfs úr Ingólfsfirði. Þeirra sonur var Flosi, er bjó í Vík, þá er aust- menn bratu þar skip sitt og gerðu úr brotunum skip það, er þeir köll- uðu Trékylli. Á því fór Flosi utan og 4 varð afturreka í Axarfjörð. Önundur fréfótur sonur Ófeigs burlufótar, ívarssonar beytils, Onundur var í móti Haraldi konungi í Hafursfirði og lét þar fót sinn. Eftir það fór hann til íslands og nam land frá Kleifum til Ófæra, Kaldbaksvík, Kolbeinsvík, Byrgisvík, og bjó í Kaldbak til elli. Björn hét maður, er nam Bjamaríjörð, hann átti Ljúfu. Þeirra sonur var Svanur, er bjó á Svanshóli. U. Kl. 8.45 fóstudaginn 28. ágúst leggjum við hjónin af stað frá Gisti- heimilinu í Hólmavík og er ferðinni heitið á Norðurstandir, en þangað höfðum við aldrei komið. Leiðin yfir Bjarnafjarðarháls sóttist vel og brátt komum við að gistihúsinu að Laugarhóli, en út með Bjamarfirði hefjast hinar eiginlegu Norður- strandir, þar sem heitir á Bölum. Síðan er ekið framhjá Asparvík, sem nú er í eyði, en áður bjó þar Bjami Jónsson (1908-1990) er síðar fluttist að Bjamarhöfn í Helgafells- sveit. Bjarni beitti sér fyrir endur- reisn kirkjugarðsins í Bjamarhöfn og hafði þar m.a. samvinnu við okk- ur Völundarbræður, en langamma f okkar Soffia Emilía Einarsdóttir (1842-1902) var jarðsett í Bjarnar- höfn, en hún var prófastsfrú í Stykkishólmi, þar sem langafi okk- ar Sigurður Gunnarsson (1848- 1936) varð prestur 1894 og síðan prófastur (Helgafellssókn) frá 1895- 1916. Við Bjami urðum allvel kunn- _ ugir og dáðist ég að því fullkomna ■ jafnvægi og ró sem einkenndi allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.