Morgunblaðið - 27.09.1998, Page 43

Morgunblaðið - 27.09.1998, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SIGURÐUR JAKOB MAGNÚSSON + Sigurður Jakob Magnússon fæddist í Ólafsvík 10. ágúst 1927. Hann lést á heimili sínu á Seltjarnar- nesi 19. september síðastliðinn. For- eldrar hans voru Magnús Kristjáns- son, f. 12.8. 1895, d. 31.12. 1929, og Hólmfríður Agnes Helgadóttir, f. 25.10. 1905, d. 27.12. 1975. Sigurð- ur Jakob átti eina systur, Magneu Hólmfríði Magnúsdóttur, f. 28.7. 1929. Hennar maður var Örn Albert Ottósson, f. 26.11. 1932, d. 12.5. 1993. Hinn 23. desember 1961 kvæntist Sigurður Brynhildi Hjálmarsdóttur frá Bjargi í Bakkafirði, f. 12.11. 1932. Fyrstu sex ^ búskaparárin bjuggu þau í Ólafsvík, en um haustið 1967 fluttust þau á Sel- tjarnarnesið og liafa búið þar síðan, ellefu ár á Miðbraut 5 og tuttugu ár á Skólabraut 12. Þau eignuðust fjóra syni. Þeir eru: 1) Magnús, f. 19.10. 1962, sonur hans er Anton Númi, f. 25.1. 1993. 2) Hjálmar, f. 21.3. 1965, sambýliskona lians er Christel Aarts. 3) Víðir, f. 2.8. 1968. 4) Svanur, f. 16.11. 1971. Auk þess gekk Sigurður Jakob dóttur Brynhildar í föður- stað, Bylgju Schev- ing, f. 10.11. 1956. Sambýlismaður hennar er Helgi Þór Ingason. Börn Bylgju eru: Nína Dögg Filippusdótt- ir, f. 25.2. 1974, og Andri Snær Helga- son, f. 26.6. 1992. Sigurður Jakob nam húsasmíði við Iðnskólann í Reykjavík veturna 1948-50 og hlaut meistararéttindi 1958. Að loknu námi starfaði hann í nokkur ár við húsasmíð- ar. Arið 1953 réð hann sig til starfa hjá Vita- og hafnamála- stofnun ríkisins sem verkstjóri og vann við hafnarframkvæmd- ir víða um land. Frá 1975-83 starfaði Sigurður Jakob við verkstjórn hjá ístaki, m.a. við byggingu Járnblendiverksmiðj- unnar við Grundartanga. Síðan starfaði hann í eitt ár hjá ís- birninum á Seltjarnarnesi við smíðar. Sumarið 1983 færði hann sig til Reykjavíkurhafnar og starfaði þar sem yfírverk- stjóri þar til hann lét af störfum á síðasta ári. títför Sigurðar Jakobs fer fram frá Seltjarnarneskirkju á morgun, mánudaginn 28. sept- ember, og hefst athöfnin klukk- an 13.30. Níu ár eru liðin frá fyrsta jóla- boðinu þar sem ég snæddi hangi- kjöt í boði Sigurðar Jakobs og Brynhildar, tengdaforeldra minna. Slíkar veislur á jóladag hafa orðið fastur liður í tilverunni, ásamt fjöldamörgum heimsóknum á heim- ili þeirra á Skólabrautinni við form- leg og óformleg tækifæri. Sigurður Jakob var góður maður, hreinlynd- ur og traustur. Hann var sem snið- inn í afahlutverkið, enda sótti ungur sonur minn til hans og þótti návist hans góð. Mér er ljúft og skylt að minnast tengdaföður míns með nokkrum orðum. Minnisstæð er mér þekking og áhugi Sigurðar Jakobs á öllu því er viðkom sjávarútvegi. Hann var þaulreyndur bryggjusmiður og vandfundnir eru þeir menn sem hafa álíka þekkingu og reynslu og hann hafði í þeim efnum. Sumarið 1997 bauð ég Sigurði Jakobi og Brynhildi með mér til Ólafsfjarðar. Þar var Sigurður Jakob ráðgjafi við endurbætur á Kleifabryggju sem lá undir stórskemmdum. Ráð hans reyndust heilladrjúg og með sam- eiginlegu átaki tókst að verja biyggjuna. Eitt helsta áhugamál Sigurðar Jakobs var sjósókn. Hann átti litla trillu og hafði unun af því að róa á henni frá Seltjarnarnesinu með ýngri og eldri fjölskyldumeðlimi. Ég naut góðs af þessu áhugamáli því Sigurður Jakob hafði gaman af að gefa ættingjunum fisk í soðið. Oft spjölluðum við saman um trillu- útgerð og sótti ég til hans ráð í þeim efnum því mig langaði að koma mér upp trillu í Ólafsfirði. Þegar þessi mál voru rædd Ijómaði Sigurður Jakob af áhuga og ég vissi að ráð hans myndu duga mér vel. Nú er Sigurður Jakob fallinn frá og fráfall hans er ótímabært og afar óvænt. Ég er þakklátur fyrir þær stundir sem ég naut í návist hans, þakklátur fyrir dagana í Ólafsfirði í fyrrasumar og þakklátur íyrir fjöl- margar minningar um traustan og góðan mann. Síðast en ekki síst er ég þakklátur fyrir að sonur minn mun alltaf eiga ljúfar minningar um afa sinn á Skólabrautinni. Á lifsleiðinni kynnist maður margs konar fólki. Minnisstæðust eru jafnan kynni af því fólki sem auðgar tilveruna og gefur henni aukið gildi. Sigurður Jakob tengda- faðir minn var slíkur maður. Blessuð sé minning hans. Helgi Þór Ingason. Kynni okkar Sigurðar voru ekki löng. í rauninni svo stutt að ég ætti alls ekki að þekkja hann. Samt finnst mér ég hafa þekkt hann lengi; svo eftirminnilegar eru sögumar sem hann sagði mér, þær vikur sem hann var við smíðar hér úti á Laug- amestanga. Á þeim vikum endur- nýjaði hann og bætti hjá mér bryggjupallinn við húsið og fegraði umhverfið af einstakri smekkvísi og næmi. Það var Sveinn Guðmunds- son sonur Guðmundar heitins bónda í Skáleyjum sem kynnti okkur Sig- urð. Fyrir það verð ég honum ævin- lega þakklátur. Ég hafði spurt Svein hvort hann vissi um smið sem gæti átt við sæbarða rekaviðardrumba og tjörusoðin bryggjuborð. Sveinn kvaðst ætla að senda mér mann sem ætti engan sinn líka. Nokkrum dög- um síðar stóð maður á hlaðinu, nokkuð aldurhniginn, en tröll að vexti og eftir því hnarreistur. Þótt stór og mikilúðlegur væri hann, stafaði strax frá honum mikilli mannlegri hlýju. Þegar ég fór að fylgjast með handbragði hans opn- aðist fyrir mér óvæntur heimur. Hann kunni að beita handverkfær- um, sem nú eru nánast horfin út úr verkmenningunni af slíkum hagleik, að ekki gat dulist að þar var lista- maður að verki. Að horfa á Sigurð handleika öxi við smíðar var hrein unun. Hann gat breytt úfnum trjá- drumbi í listaverk á örskammri stund. Sigurður hafði slíkt hand- bragð, að ósjálfrátt kemur upp í huga minn, setning sem búdda- munkur í Víet-Nam sagði eitt sinn við mig, þegar ég spurði hann, hvað væri átt við með almætti búdda. Svarið var: „Öll verk sem lofa meist- ai-a sinn eru hluti af hinu göfuga al- mætti búdda.“ Ekki er þetta sagt til að tengja Sigurð við búddatrú, enda á það ekki við, hins vegar finnst mér sjálfum eins og ég sjái brot af þeirri göfgi sem búddamunkurinn talaði um þegar ég virði fyrir mér þær smíðar sem Sigurður skildi eftir hér á Laugamestanganum. Vertu sæll og þakka þér afar ánægjuleg kynni. Konu þinni, börn- um og ættingjum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Hrafn Gunnlaugsson. SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1998 43, , Morgunblaðið/Gugu SLOÐAR voru sundurskornir af rigningu og þurfti sums staðar að aka yfír verstu skorningana á stigum. A Toyotajeppum um ár og eðjubakka A hverju ári heldur ✓ Toyota á Islandi jeppa- dag þar sem eigendur slíkra farkosta fara í dagsferð á óvenjulega staði. Að þessu sinni lá leiðin að Langavatni og slóst Guðjón Guð- mundsson með í för. KÖNNUN sem gerð var í Banda- ríkjunum fyrir nokkrum árum leiddi í ljós að yfir 90% jeppaeig- enda þar í landi nota bílinn sinn aldrei utan bundins slitlags. Hlut- fallið er alveg áreiðanlega ekki jafnhátt hérlendis en þó er víst að fjölmargir íslenskir jeppaeigendur hafa lítið sem ekkert reynt á bíl sinn í torfærum. Toyota á íslandi hefur skipulagt jeppadaga fyrir sína viðsltíptavini, þar sem þeim gefst kærkomið tækifæri til að prófa fjórhjóladrifna farkosti sína í urð og grjóti, ám og eðju, og ferð- ast auk þess á staði þar sem marg- ir hafa aldrei komið áður. Toyota- dagurinn var haldinn um síðast- liðna helgi og vora þátttakendur hátt á fjórða hundrað manns á um 160 bílum, náttúrulega fjórhjóla- drifnum af Toyota gerð. Það er í raun dálítið sérstakt að umboðsaðili fyrir vissa vörategund standi að skipulagningu á fjallaferð fyrir viðskiptavini sína þeim að kostnaðarlausu. Ekki hefur um- bjóðandi Pfaff saumavéla á íslandi skipulagt saumadag svo vitað sé eða umbjóðandi Kitchenaid hræri- véla deiggerðardag. Tilgangur Toyota, og annarra bílaumboða, sem standa að slíkum ferðum, hlýt- ur að sjálfsögðu að vera sá að ýta undir tryggð viðskiptamanna sinna við vörumerkið. Þetta er líka vel til fundið frá sjónarhóli bíleigenda sem fá leiðsögn reyndra ökumanna í fararstjóminni hvernig þeir ná hámarksnotagildi út úr ökutækjum sínum. Með í för vora einnig félag- ar í Hjálparsveit skáta í Kópavogi sem eru alvanir því að rétta þurf- andi hjálparhönd. Sjöundi Toyotadagurinn Það er komin talsverð hefð fyrir jeppaferðum af þessu tagi hjá Toyota því þetta var í sjöunda sinn sem fyrirtækið skipulagði slíka ferð. Jeppaeigendur voru mættir við höfuðstöðvar Toyota í Kópavogi upp úr kl. 8 þar sem þeim var boðið upp á rjúkandi kaffi og meðlæti. Margir tóku alla fjölskylduna með og jafnvel hundinn. Starfsmenn Toyota afhentu helstu ferðagögn, þar á meðal skemmtilega leiðarlýs- ÞESSI vel búni aðstoðarbíll festist á bökkum Langavatnsár. TJALDBtíÐIR í Langavatnsdal þar sem grillað lambakjöt beið ferðalanga. ingu þar sem slegið var á létta strengi og vitnað í gamla annála. Einnig var í farteskinu einnota myndavél í hvern bfl og ætlar Toyota að birta myndir og ferða- lýsingar þátttakenda á alnetinu. Kvígindisdalur og Langavatnsmúli Ekinn var hringur um Vestur- land sem er ekki í alfaraleið og fæstir hafa raunar nokkurn tíma ekið. Fyrsti áfangi leiðarinnar lá vest- ur í Borgarnes, að sjálfsögðu um Hvalfjarðargöngin nýju. í Borgar- nesi áður sumir fyrsta sinni en aðr- ir beygðu inn Stykkishólmsaf- leggjarann og óku að afleggjaran- um að Grímsstöðum eins og fyiir- mæli sögðu til um. Annar áfangi lá að gangna- mannakofa undir Lambfelli í Hraundal. Ekki hafði reynt veru- lega á færni ökumanna ennþá, að- eins litlar lækjarsprænur og stór- grýttir vegaslóðar, en þetta átti eftir að breytast. Frá gangnamannakofanum var ekið inn í Kvígindisdal að Langa- vatnsmúla. Allan tímann gekk á með dimmum skúrum og ferða- langar nutu því ekki sem skyldi út- sýnisins sem ku vera sérlega til- komumikið á þessu slóðum. Vatns- veðrið breytti vegaslóðum á löng- um köflum í leðjufor og litlar lækj- arsprænur runnu í hjólfórum í stórgrýttum og bröttum brekkum. Sums staðar vora slóðarnir sund- urskornir af vatni. Þama reyndi á rétta notkun fjórhjóladrifs og fimi ökumanna. Þeir sem voru á bílum með driflæsingu nýttu sér hana til að koma sér upp úr eðjunni. Vatns- veðrið spillti veralega færðinni og gerði að verkum að sumir festu sig og urðu samferðamennirnir að sýna biðlund meðan aðstoðarmenn losuðu bíla. Fjórði áfangi leiðarinnar var um brattar brekkur í Langavatnsmúla þar sem mikið er af hvössu og lausu grjóti. Múlinn skilur að Langavatnsdal og Kvígindisdal. Ekki náðu ferðalangar að njóta út- sýnis frekar en fyiT um daginn vegna skúra. Að var í skjóli Trambu í Langa- vatnsdal þar sem starfsmenn Toyota höfðu reist tjaldbúðir og buðu grillað lambakjöt undir ber- um himni. Þegar menn höfðu matast síðla dags var ekið af stað meðfram sandbökkum Langavatns í stór- brotnu landslagi. Þarna spreyttu ferðalangar sig á akstri yfir nokk- uð vatnsmiklar ár, þar á meðal Langavatnsdalsá. Þar við bakk- ann stóðu starfsmenn Toyota og köstuðu kveðju á mannskapinn því leiðin lá eftir þetta um tiltölu- lega hættulausar slóðir út að þjóðvegi til móts við veitingastað- inn Baulu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.