Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Með minni rödd „Jóel klikkar aldrei“ segja gæjarnir í djass- geiranum um Jóel Pálsson saxófónleikara, sem á morgun gefur út fyrsta geisladiskinn , með eigin tónlist. Hildur Loftsdóttir hlust- aði á Prím með höfundinum. „PRÍM er draumur að rætast. Það hlýtur að vera draumur allra tón- listarmanna að spila sína eigin tón- list með frábærum hljóðfæraleikur- um. Prím hefur margvíslega þýðingu; nýtt tungl, morgunsöngur, svo er ég líka að ýja að orðinu „primal“; það fyrsta í röðinni," segir Jóel um nýja diskinn sem inniheld- ur tíu lög leikin af Jóel og hópi snjöliustu djassleikara sem landið á. Flestir ættu að hafa heyrt Jóel einhvern tímann spila, en hann hef- ur leikið með flestöllum djassleikur- um á Islandi, í poppi, leikhúsi, með sinfóníunni, Milljónamæringunum og hefur alls spilað inn á um þrjátíu íslenskar hljómplötur. Sterkar rætur „Mér fmnst að núna sé rétti tíma- punkturinn fyrir mig að gefa út disk. Það tekur tíma að fínna sinn eigin karakter sem tónlistarmaður. Ég hef hlustað á alls konar tónlist og er búinn að stúdera gamla og nýja djasssnillinga, og er núna að gera hlutina með minni eigin rödd. Ræturnar þurfa að vera sterkar tii að greinarnai- nái að vaxa,“ segir Jóel og vitnar í gamalt máltæki en heiti margra laganna á Prím eru einmitt máltæki. „Fyrst flutti ég hluta laganna á djassklúbbnum Múlanum í vetur. Eg fékk mjög jákvæð viðbrögð og margir hvöttu mig til að taka upp þessi lög sem ég og gerði. Það er frábært að hafa aðgang að öllum þessum stórgóðu tónlistarmönnum sem voru meira en til í að vera með. Við tókum allan diskinn upp á tveimur dögum og öll lögin eru „læv“. Yfirleitt var hvert lag bara tvær til þrjár tökur. Við spiluðum það snemma um daginn og svo aftur Söngprufur Söngprufur fyrir rokksöngleikinn RENT verða mánudag og þriðjudag. 28. og 29. sept. í æfingasal Þjóðleikhússins Lindargötu 7. frá kl. 16.30. Leitað er að söngvurum og leikurum sem einnig geta dansað, á aldrinum 18 tit 35 ára. Skráning á staðnum. hlÓÐLEIKHÚSIÐ IfjSÍA&HM Full búð af nýjum vörum SKÓVERSLUN KÓPAVOGS IAMRABORG 3 * SiMI SS4 17S4 Morgurttilaðíð/Árni Sæberg JÓEL Pálsson er að gefa út geisladiskinn Prím með djasslögum eftir sjálfan sig. seinna. í millitíðinni hafði margt gerst og lagið varð allt öðruvísi. Svo valdi ég það sem mér fannst best. Það er einmitt þetta sem er svo skemmtilegt við djassinn." Allt í einu í laginu Hland fyrir hjartað heyr- ist í hjartalínuriti og það er eina hljóðið á disknum sem er sett inn á eftir á. Lagið túlkar smá- reynslu sem ég varð fyrir á giörgæslunni í vor. Ég fékk hjartsláttartruflanir, og það var mjög erfitt að sannfæra læknana um að ég tælri ekki kókaín, það var dálítið fyndið. Ég var sem sagt með hljóðið í hjartalínuritinu stöðugt í eyrunum og þannig kviknaði hugmyndin að laginu. Lögin eru öll eftir mig nema eitt þjóðlag „Það mælti mín móðir“. Ég fékk Matta Hemstock á slagverk og Hilmar Jensson gítarista til að spila það með mér, og það var mjög skemmtilegt. Eg kom með hljóma- grind sem við studdumst við en ákváðum ekkert annað fyrirfram. Þetta varð ein taka og lagið er átta mínútur. Hilmar galdraði fram hin ótrúlegustu hljóð á gítarinn, Matti lamdi sín tól og ég blés yfir og þetta kom vel út. Sumir sem heyrt hafa spyrja hvort Hilmar hafi tekið upp aftur ofan í en hann gerði þetta allt í einu.“ ,myn^trh^; Snemma beygist krókurinn Það var líka frábært að hafa Sigga Flosa, gamla læriföðurinn, með. Við djöfluðumst þarna saman hver ofan í annan. Eins og í laginu GISP! eru tveir saxófónar og líka tvö trommusett, eða alls sjö manns. Það voru þvílík læti við að taka þetta upp, allir á útopnu. I Bakþankar spilar hann á bassaklarinett á móti mér, en það er meira svona stemmningarlag eins og maður myndi kalla það. Svo var sérstak- lega gaman að hafa Eyþór Gunnarsson píanóleikara með, enda löngu orðinn þekktur fyrir snilli sína. Við áttum andríka stund þegar við tókum upp dúett- inn_7undi himinn. Útgáfutónleikarnir verða ekki fyrr en í desember, þvi ég vil hafa með mér tónlistarmennina sem voru í upptökunum, en bæði Einar Scheving trommuleikari og Gunn- laugur Guðmundsson bassaleikari búa í Haag. Við þrír erum búnir að spila saman síðan við vorum pollar, og stofnuðum djassband, m.a. með Móeiði og Páli Óskari, áður en við vissum nokkur hvað við vorum að gera. Mér finnst þess vegna sér- staklega gaman að hafa þá tvo með mér á disknum, fyrir utan það hvað þeir eru frábærir tónlistarmenn." arsdóttú- Útsölustaðir: Líbia Mjódd, Dísella Hafnarfiröi, Háaleitisapótek, Grafarvogsapótek, Egilsstaðaapótek, Apótekiö Hvolsvelll, Apótekið Hellu, löunnar apótek, ísafjaröarapótek, Borgarnesapótek, Regnhlffabúöin, Apótekið Suðurströnd, Apótekiö löufelli, Apótekiö Smáratorgi, Vesturbæjarapótek, Hafnarapótek, Höfn, Akureyrarapótek, Hraunbergsapótek. Dreifing: KROSSHAMAR. S. 5888808. NYTT FRA SVISS Swíss-O'Par* Dreifing; KROSSHAMAR, simi 588 8808 Ekta augnhára- og augnbrúnalitur með c-vítamíni. Allt í einum pakka, auðvelt í notkun og endist frábærlega. Kanntu að syngja? Á MORGUN, mánudaginn 28. september og á þriðjudag verða opnar söngprufur fyrir rokksöngleikinn RENT sem Þjóðleikhúsið hyggst frum- sýna í félagi við Loftkastalann næsta vor. Leitað er að söngv- urum og leikurum sem geta líka tekið sporið á aldrinum 18-35 ára. Söngprufurnar fara fram í æfingasal Þjóðleikhúss- ins, Lindargötu 7, og hefjast kl. 16.30. Skráning fer fram á staðnum. RENT er bandarískur söngleikur sem var frum- sýndur á Broadway árið 1996 og hefur verið sýndur við miklar vinsældir bæði í New York og London og hlotið fjölda verðlauna. Baltasar Kormákur leikstýrir söng- leiknum og tónlistarstjóri er Jón Ólafsson. Gera lífið skemmti- legra TVEIR ungir menn eru að setja á fót klúbb sem kennir sig við ár drekans og mun bera nafnið Aldamótaklúbbur- inn. Mennimir era Jón Gunn- ar Geirdal og Jóhann Meuni- er, og er hugmyndin að klúbbnum sú að koma saman 200 manns sem einbeita sér að því að gera lífíð skemmtilegra og auka aðgang klúbbmeðlima að því nýjasta sem er að ger- ast í menningarlífinu. Gert er ráð fyrir að meðlimir hittist einu sinni í mánuði á skemmtun sem boðuð verður bréfleiðis. Mis- munandi glaðningur verður í boði hverju sinni, en það nýjasta úr heimi lista (jafnvel óbirt verk) verður í aðalhlut- verki. Einnig er áætlað að kynna framandi matargerð og vín. Hin mánaðarlega veisla verður ekki haldin á neinum skemmtistað í borg- inni, enda ætluð einungis félögum Aldamótaklúbbsins, heldur mun mikil leynd hvíla yfir staðsetningu og því sem í boði verður hverju sinni. Einnig verður klúbbfélög- um boðið upp á sérstakar sýn- ingar á kvikmyndum, áður en þær birtast á almennum sýn- ingum, og ferðir í leikhús og óperuna eru einnig ráðgerðar. Ævintýraferðir eru einnig á döfinni og er ráðgert að halda upp á áramótin í New York í fyrstu ferðinni. Þeir sem hafa hug á að kynna sér starfsemi Áldamótaklúbbsins geta farið í kjallara Fálkahússins á milli ki. 17-19 í dag. Fyndinn Sveinn SVEINN Waage var valinn fyndnasti maður Islands á Astró á fimmtudagskvöld í keppni þar sem þátttakendur sýndu fæmi sína í sviðsspaugi. Hann atti þar kappi við Bryndísi Ásmundsdóttur og Rögnvald gáfaða í úrslitum og hafði betur, en þau þrjú höfðu haft sigur á þremur undanúr- slitakvöldum. Fjölmargir fylgdust með herlegheitunum á Astró og var mikið hlegið. Jón Gnarr var kynnir kvölds- ins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.