Morgunblaðið - 27.09.1998, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 27.09.1998, Qupperneq 12
12 SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ t ! I I landbúnaðarráðuneytinu og úr varð að samþykkt var að styrkja 100 bændur til framleiðslu á lífrænt ræktuðu lambakjöti í fimm ár. Bændumir fá ákveðinn styrk til að skapa aðstæður til framleiðslunnar og er einna erfiðast að mæta kröf- unni um að enginn tilbúinn áburður sé borinn á tún. Annars skilst mér að framkvæmdaáætlun með nánari útlistun á verkefninu verði auglýst fljótlega." Bergþóra viðurkennir að ein aðal- ástæðan fyrir því að jafn mikill áhugi sé fyrir lífrænt ræktaða lambakjötinu í Bretlandi og raun ber vitni sé að breski kjötmarkaður- inn hafi orðið fyrir umtalsverðu áfalli á dögunum. Ekki verður held- ur beðið boðanna og byrjað að senda nokkur tonn af tiltæku líf- rænt ræktuðu lambakjöti til Bret- lands í ár. „Smám saman er svo gert ráð fyrir að hægt verði að auka útflutninginn og hefur verið gælt við að hægt verði að senda 100 tonn af íslensku lífrænt ræktuðu lamba- kjöti á breskan markað eftir fimm ár. Ég á í sjálfu sér ekki endilega von á að okkur takist að ná því tak- marki. Hins vegar er ágætt að stefna hátt og Bretarnir setja í sjálfu sér ekkert hámark á innflutn- inginn. Hvað verðið varðar er ljóst að greitt er talsvert hærra verð fyr- ir lífrænt ræktaða kjötið en hefð- bundna lambakjötið. Ég get nefnt að núna er verið að greiða 15-20% hærra verð.“ Hjá Steinþóri Skúlasyni, for- stjóra Sláturfélags Suðurlands, kemur fram að Sláturfélagið hafi verið að ná mjög góðum árangri með ferskt lambakjöt í loftskiptum pakkningum á markaði í Danmörku og Ítalíu síðustu þrjú ár. „Útflutn- ingsskylda fyrirtækisins hefur verið 130 til 140 tonn á ári. Megnið áf því kjöti fór til þessara tveggja landa á síðsta ári,“ segir hann og horfir bjartsýnn fram á við. „Fyrri hluta næsta árs er áætlað að setja upp framleiðsludeild í Danmörku með það markmið að ná að hækka enn frekar verð til bænda fyrir útflutn- ing.“ Ferskir bændur til móts við neytendur Eins og Aðalsteinn tæpti á hafa breyttir neysluhættir haft mest að segja í tengslum við hnignandi gengi lambakjöts á innanlands- markaði. Tölur frá framleiðsluráði landbúnaðarins sýna að lambakjöts- sala minnkaði úr 43,4 kg í 24,8 kg á MEIRI AHERSLA Á REKSTUR OG STJÓRNUN BÚA BÆNDASKÓLINN á Hvanneyri hefur komið til móts við nýjar þarfir í sauðfjár- og nautgripa- rækt með auknu námsframboði innan greinanna að sögn Snorra Sigurðssonar kennara í naut- gripadeildinni. Snorri segir að greina megi ákveðna áherslubreytingu í náminu. „Núna er lögð meiri áhersla á rekstur og stjórnun búa s.s. með auknu vægi hag- fræðitengdra greina og fleiri þátta sem gera tilvonandi bænd- ur hæfari til að stunda búrekst- ur. Einn þeirra þátta sem vaxið hafa í kennslunni undanfarin ár er forritanotkun. Þessi kennsla hefur mælst vel fyrir enda tölvu- notkun í landbúnaði snar þáttur í hinum daglega rekstri bú- anna.“ Snorri minnir á að með auk- inni menntun nemenda Bænda- skólans hafi endurmenntun stór- aukist hin síðari ári. Hann nefnir því til stuðnings að rúmlega 10% kúabænda og um 5% sauðfjár- bænda hafi tekið þátt í nám- skeiðahaldi árið 1997. „Sem liður í auknu námsframboði verður í janúar 1999 tekin upp fjar- kennsla þar sem starfandi bænd- um og öðrum verður boðið upp á sérnám við Bændaskólann á Hvanneyri. Þar er komið til móts við þá bændur sem erfitt eiga með að víkja frá búum sínum og geta þeir þannig lagt stund á nám án þess að þurfa að setjast á skólabekk. Þessari nýjung hefur verið vel tekið frá því hún var kynnt og útlit fyrir góða aðsókn að þessu námi á komandi vor- önn.“ Tölvuöld í sveitum Ekki þarf að sækja heim marga bændur til að gera sér grein fyrir því að tölvuöldin hef- ur haldið innreið sína bæði í sveit og borg. Jón Baldur Lor- ange, forstöðumaður tölvudeild- ar Bændasamtakanna, segir að bændur hafi verið mjög áhuga- samir um hina nýju tækni. „Hlut- verk okkar hefur verið að hanna forrit og hvefja bændur til að nýta sér tölvutæknina. Miðað við að allt að helmingur notendanna hefur ekki notað tölvu áður hef- ur árangurinn verið ótrúlega góður,“ segir hann. Hann segir að tvö forrit hafi verið mest notuð í nautgripa- og sauðflárrækt undanfarin ár. „Annað forritið heitir Fjárvís og hefur verið notað í sauðfjárra;kt- inni í um fjögur ár. Bændur færa inn upplýsingar um bústofninn á cinkatölvuna heima, gögnin eru send í tölvutæku formi hingað og héðan fer uppgjörið aftur til baka. Forritið hefur verið í þró- un og á að geta lesið inn slátur- húsupplýsingar frá því í haust,“ segir hann og nefnir að notend- um forritsins Qölgi stöðugt. Nú noti um 300 bændur um landið allt Fjárvís. Enn fleiri eða á bil- inu 700 til 800 hafa nýtt sér bók- haldsforritið Búbót. Þar með er heldur ekki allt upp talið þvf hjá búnaðarsamböndunum hefur með aðstoð forritsins verið fært bókhald fyrir bændur sem ekki eiga sjálfir tölvur. Um þessar mundir er tölvu- deildin að þróa forrit í naut- griparæktinni hliðstætt Fjárvís. „Landsambandið óskaði eftir samstarfi okkar við að gera Windows-útgáfu af forritinu Búrektor í júní í sumar. Vinnan er hafin og er verið að ljúka við kröfulýsingu og greiningar- skýrslu fyrir forritið. Forritið á að vera skrefi fullkomnara en Fjárvís því að gert er ráð fyrir því að bændur geti látið forritið hringja sjálfvirkt inn upplýsing- ar, þ.e. mjólkurskýrslur í hverj- um mánuði. Uppgjörið komi svo sjálfvirkt til baka. Kerfi hjá okk- ur haldi utan um hverjir séu búnir að senda og hverjir eigi eftir að senda inn upplýsingar,“ segir Jón Baldur en stefnt er að því að koma fyrstu útgáfu for- ritsins út í aprfi á næsta ári. Að lokum sagði Jón Baldur að héraðsráðunautar væru að taka í notkun nýtt forrit frá Bænda- samtökunum. I forritinu væru samkeyrðar upplýsingar úr skýrsluhaldi hvers bónda að við- bættum sláturhúsaupplýsingum. Með því fengi bóndinn strax yfir- sýn yfir hvernig sláturlömb röð- uðust í nýja kjötmatinu og gæti t.d. séð hvemig lömb einstakra lirúta kæmu út. mann á ári frá 1985 til 1997. Á sama tímabili jókst sala á nautgripakjöti úr 10,7 kg í 12,7 kg, svínakjöti úr 6,6 kg í 14,5 kg og alifuglakjöti úr 6,3 kg í 7,6 kg. Hópur fjárbænda tók sig til og stofnaði Félag ferskra fjárbænda í því skyni að koma til móts við neyt- endur með fersku lambakjöti utan hefðbundins sláturtíma. Eyjólfur Gunnarsson, bóndi á Bálkastöðum í Hrútafirði, er formaður félagsins. „Auðvitað felst töluverð fyrirhöfn í því fyrir bóndann að bjóða ferskt kjöt utan hefðbundins sláturtíma. Bóndinn verður að hleypa fyrr til kinda og láta oftar slátra. Nú byrjar slátrun í júlí og stendur yfir til ára- móta. Slátrun hefur svo farið fram eftir óskum markaðarins og ástandi lambanna á veturna. Oft er slátrað tvisvar til þrisvar sinnum í mars og aprfl og jafnvel fram í maí. Núna þurfum við að afsetja svona 500 til 1.000 skrokka á viku. Smám saman verður þróun í átt til enn lengri slát- urtíma neytendum í hag. Bændur hafa talið sig koma ágætlega út úr framleiðslu á fersku lambakjöti. Ein ástæðan felst í því að með beinum samningum við Hagkaup hefur milliliðum fækkað. Yfírborgunin hefur verið allt að 50% í júlímánuði. Verðið hefur farið stiglækkandi fram að sláturtíð aðra vikuna í sept- ember. Eftir að hefðbundin slátur- tíð er yfirstaðin fer verðið aftur hækkandi til jóla.“ Eyjólfur lítur svo á að framleiðsl- an sé lýsandi fyrir hvernig bændur séu að losna úr ákveðnum viðjum sem þeir hafi lengi búið við. „Að reka fé í kaupstað og hafa ekki hug- mynd um hvað gerist fyrr en ávísun berst til baka. Svona gengur auðvit- að ekld. Framleiðendur verða að vera meðvitaðir um hvað markaður- inn vill og hegða sér samkvæmt því.“ Sláturkostnaður lækki Á næstu árum er fyrirséð að verð á kjöti fari lækkandi vegna sam- keppni milli kjöttegunda og sér- staklega vegna fyrirséðrar verð- lækkunar á svína- og alifuglakjöti og vegna áhrifa frá vaxandi inn- flutningi kjötvara, að sögn Stein- þórs Skúlasonar. Hann segir að til að lágmarka áhrif þessarar verðlækkunar á verð til bænda sé mjög mikilvægt að hægt sé að lækka sláturkostnaðinn. Auðveldasta leiðin til þess sé að fækka sláturhúsum. „Sláturhús á landinu eru of mörg. Að hluta til er ástæðan arfur frá liðnum tíma þeg- I ar sauðfé var fleira, samgöngur og f samgöngutækni verri. Nú er öldin önnur og því til stuðnings get ég nefnt að Sláturfélagið hefur komist að því að hagkvæmt sé að flytja sauðfé allt frá svæðinu frá Skeiðar- ársandi til Blönduóss til slátrunar á Selfossi. Miðað við afköst ætti að vera hægt að fækka sláturhúsunum úr um 20 í 4 til 6 á landinu öllu. Sú . fækkun ætti að getað skilað því að slátur- og sölukostnaður lækkaði umtalsvert eða úr um 100 kr. í 60 til I 70 kr. fyrir kflóið.“ Aðalsteinn segist sammála Stein- þóri um það að lækka verði slátur- kostnað. Leiðin geti m.a. falist í þriggja lína sláturhúsi, þ.e. fyrir nautgripi, svín og sauðfé. „Með því móti myndi væntanlega byggjast upp stétt slátrara eins og víða í Evr- ópu. Fastur mannskapur myndi starfa í sláturhúsinu og hægt væri að slátra sauðfé hluta dags og svo nautgripum og svínum eftir þörfum I aðra hluta dagsins. Með breyttu skipulagi væri ekki aðeins stuðlað að hagkvæmni í rekstrinum því að þriggja lína sláturhús þjónar ekld síður lengingu sláturtímans. Ein af- leiðing hagkvæmninnar yrði vænt- anlega að sláturhúsum fækkaði. Hins vegar tel ég ekki skynsamlegt að fækka sláturhúsum niður í 4 eins og Steinþór stingur upp á og minni á að aðrar leiðir er hægt að fara til að ná fram hagkvæmni. Ég get nefnt að sami sláturleyfishafi reki fleiri en eitt sláturhús.“ Að ofan hefur verið reynt að draga upp mynd af því hvað hefur verið að gerast í íslenskri sauðfjár- rækt og mjólkurframleiðslu síðustu 10 ái-in. Litið hefur verið um öxl og velt upp möguleikum í framtíðar- þróun greinarinnar. Eins og kunn- . ugir eflaust gera sér grein fyrir er 1 þessi umfjöllun þó alls ekki tæm- andi enda af mörgu að taka. Ekki I verður hins vegar skilið við bændur áður en tæpt hefur verið á þeirri staðhæfingu að offjárfesting í tækj- um, „tækjadella", hafi háð bændum á tímabilinu. Viðmælendur blaða- manns voru flestir sammála um að full ákaft hefði verið fjárfest í tækjabúnaði í sveitum á undanföm- um ámm. Almennt álit var að þró- unin væri að breytast enda virtust f bændur hafa betra yfirlit yfir rekst- urinn og taka í framhaldi af því yfir- * vegaðri ákvarðanir um tækjakaup. Ekki væri t.a.m. óalgengt að 2 til 4 bændur festu í sameiningu kaup á nýtísku heyvinnuvélum. D'æímii im íhivað' víftáiriím ©g stefimaftmii gerá fyií'iir þíig Upplýsingar um næringarinnihald: f 38 gr. bréfi blöndu&u í 284 ml. af mjóik % af RDS A-vítamín Ú3 300,0 38% B1-vítamín mg 0,6 43% B2-vítamín mg . 1,0 63% B6-vítamín mg 0,9 45% B12-vítamín 33 1,7 170% C-vítamín mg 23,0 38% D-vítamín Ú9 1,8 36% E-vítamín mg 3,3 33% Bíótín mg 0,06 40% Fólfn 33 84,0 42% Níasín mg 6,2 34% Pantótenat mg 3,0 50% Steinefni Kalk mg 607,0 76% Joö 99 94,0 63% Járn mg 5,5 39% Magnesíum mg 132,0 44% Fosfór mg 534,0 67% Zink mg 6,3 44% Orka kj kcal Prótín g Kolvetni g þar af sykur g Fita g þar af mettuð g Trefjar g Natríum g Kalíum mg Vitamfn 1395 330 18,0 37,1 36,5 12,4 7,5 0,6 0,4 810 A-'Wiíftaiiimiim Naúnsynlegt til vaxtar og vióhalds vflfja, viohalclui' mýkt ocj hailbi'lgói höi'uncls. Vflr slímhúh f mtinni, nflíi, holsi oc) lungum. Sykur viftnnrn gocin sýkingum ocj bartir sjónina. Hjálpar vift myhdun boino. B2-'V/iiftamiiini (RjbófMvfn) Hjálpar vift aft nýta orkuna í teftu, hjftlþsr vift mýnclun mólofna og i'áuftra bloftkoma. Mnuftsynlcgi iil aft vlftbnlcla bói'uncll, nóglurn, hári og goftri sjón. NÍÍaCÚP (Niíisirbvliamin B3) Síoiir blóftrhsina og Imkkar kólflstról i blofti, VÍbhalrlur táugíikorfimi, Imkkar háan blóftpn/sling, hjólpar vlft rriflltingu og stnftlar Aft hoilbrigfti buftar. zam tVljóg mlkllvmgt iyrir ói'iíflmiskörfift, fiýtir fyrir aft sár grói og cr rnikilvcögt íyrlr stóftuglolka blóftslns. Vlfthblrli.ir álkalirio jaínvcogi Ifkíirriíiris. Nestlé Build-Up er brag&gó&ur drykkur sem inniheldur 1/3 af rá&lögðum dagskammti (RDS) af 12 vítamínum og 6 steinefnum auk prótíns og orku Build-Up fyrir alla Góð aðferð til þess að auka neyslu vítamína og steinefna þegar þú þarft á aukakrafti að halda. Hentar börnum (eldri en 3ja ára) sem eldra fólki og öllum þar á milli. Build-Up á meögöngu og meö barn á brjósti Tryggir að nægilegt magn næringarefna sé til staöar á þessum mikilvæga tíma Build-Up eftir veikindi Sér til þess að þú færð öll réttu næringarefnin til þess aö ná skjótum bata Build-Up - fljótlegur drykkur Eitt bréf út í kalda eða heita mjólk eöa ávaxtasafa gefur þér fljótlegan og bragðgóöan drykk stútfullan af næringarefnum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.