Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 17
MORGUNBLABIÐ ÍÞRÓTTIR vakti spurninguna: Er hægt, að bæta sig svona mikið á jafn skömmum tíma án þess að hafa rangt við? Flestir sögðu nei, það er ekki hægt, en eigi að síður kom sem fyrr ekkert fram sem sannaði að hún hefði neytt ólöglegra lyfja. Hún viðurkenndi aldrei neitt mis- jafnt en allt í kringum hana var hvíslað. Astæðuna fyrir góðum árangri sagði hún vera þrotlausar æfingar og víst er að hún æfði gríð- arlega mikið. Þeir sem urðu vitni að æfingum hennar 1987 og fram yfir Ólympíuleikana sögðu að þær hefðu oft verið ómennskar. í lyftingum hefði hún verið á við hraustustu karl- menn. Þá sagðist hún hafa legið yfir myndbandi af viðbragði Bens John- sons í úrslitum í 100 m hlaupi karla í HM í Róm 1987 og gert sitt besta til að líkja eftir þvf: Víst er að henni tókst vel upp í því þar sem viðbragð hennar í úrslitum 100 m hlaupsins í Seoul var betra en hjá nokkrum öðr- um keppanda í spretthlaupum á leik- unum, jafnt í karla- sem kvenna- flokki. Flo Jo sagðist einnig hafa kynnt sér til hlítar hlaupatækni landa síns, Carls Lewis, sem þótti bera af öðrum á þessum tíma. Eins og áður þá tókst henni vel upp því engin kona hafði þann hlaupastíl sem hún hafði og margt er líkt með henni og Lewis er þau eru skoðuð af mynd- bandi. I lok ársins var hún kjörin íþrótta- kona Ólympíuleikanna af bandarísku ólympíunefndinni og hlotnuðust fleiri viðurkenningar, en 25. febrúar boðaði hún til blaðamannafundar og sagðist vera hætt keppni. Hvort sem það var tilviljun eða ekki hafði skömmu áður verið ákveðið að taka upp lyfjapróf jafnt utan keppnistíma sem á honum, en fram til þess tíma höfðu aðeins verið tekin próf á mót- um. Ætlaði að koma aftur Eftir að hún lagði hlaupaskóna á hilluna vaknaði alltaf öðru hverju orðrómurinn um lyfjanotkun henn- ar, einkum vegna þess að enn þann dag í dag hefur engin kona náð að nálgast met hennar og munar tug- um brota úr sekúndu. Flo Jo á enn tvo langbestu tímana í 200 m hlaupi og þrjá þá bestu í 100 m hlaupi. I tíu ár hafa spretthlauparar verið í skugga þessara ótrúlegu tíma. „Heimsmetið í 200 metra hlaupi, 21,34, er einfaldlega ekki mann- eskjulegt," sagði landi Flo Jo, Gwen Torrence ólympíumeistari í 200 m hlaupi 1992, er hún var spurð árið 1995 um árangur Flo Jo. Báðir tímar eru ótrúlegir og nefna má að þegar Flo Jo setti heimsmetið í 100 m hlaupi, 10,49, þá var það betra en landsmet N-Sjálands, Ir- lands, Noregs, Irans, Tyrklands og Islands í karlaflokki í 100 m hlaupi. Hraði hennar var slíkur í 4x100 m boðhlaupi Ólympíuleikanna 1988 að hún hefði getað verið í flestum karla- sveitum heims. Eftir að hún lagði skóna á hilluna. Florence Griffith verður samt sem áður fyrst og fremst minnst sem konu sem náði árangri sem engin kona hefur nálgast. Það verða hins vegar alltaf efasemdir um hvernig hún fór að því að ná þessum einstaka árangri. Ótímabært fráfall af völdum hjartaáfalls mun ekki fækka þeim sem hafa efasemdir um að hún hafi haft rétt við. Fyrst og fremst þar sem vitað er að neysla vaxtarauk- andi hormóna eykur líkurnar á hjartaáfalli. SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1998 17 EFTIRMENNTUN VÉLSTJ0RA Með góðri menntun og þekkingu tryggjum við að vélstjórinn verði átram sá færasti á sínu sviði Kynntu þér fjölbreytt framboð á eftirmenntunarnámskeiðum fyrir vélstjóra á sjó og í landi! Mj MBEI Viðhaldsfræði og viðhaldskerfi sem hægt er að vinna án tölvu og almennt viðhald í kælitækni, vökva- og rafkerfum. Stjórnun, öryggismál ofl. Uppbygging iðntölvunnar, segulliðastýringar og stigarit. Rökrásir útskýrðar með tengimyndum o.fl. Uppbygging iðntolvunnar. Hugbúnaður skjámynda- kerfis. Skynjarar og tengiaðferðir, bilanagreining og bilana- leit. Kynntur er Rl-breytir sem hægt er að forrita ofl. PPPPBVM Kælikerfi og uppbygging þeirra. Staðgengilsefni og fram- tíðarkælimiðlar. íslenskir staðlar og alþjóða samþykktir. Hringrásarkerfi, dælukerfi, bilanagreining og viðhald. Öryggismál o.fl. 1. Tölvunámskeið ætlað byrjendum^Grundvallaratriði í notkun tölva. 2. Tölvunámskeið ætlað þeim sem hafa nokkra reynslu af Windows. Rafteikningar samkvæmt IEC-staðli (Intemational Electro- technical Commitee). Teiknun kassa, einlínumynda, straum- rása, kapla, raflagna, útlits, fyrirkomulags, íhlutalista, flæðirita, sterkstraumskerfa ofl. Gminin.iniskviö i \ iAhaldslíæði og skipulegu viðhaldi. Viðhaldsverkfæri, viðhaldshugtök skýrð, stefnumörkun, markmiðasetning, skipulag, ákvarðanataka og verklýsingar. Skýrslugerð, skráningarkódar og spjaldakerfi. Tölvuunnið viðhald ofl. Framhaldsnámskeið í viðhaldsfræðum og skipulegu viðhaldi. Nútíma ástandsgreiningakerfi. Titringsmælingar, vökvakerfi. Rétt af með lasertækni. Stjórnun ofl. Uppbygging og sérstök efni fiskvinnsluvéla, viðgerðir, viðhald, nýtni, öryggismál ofl. Hlífðargassuða MIG/MAG og TIG. Rafsuðuaðferðir, pinna-, plasma- og rafbogasuða. Einnig log-, punkt-, laser- og rafeindageislasuða. Rafbogablástur, suðunýtni, hlífðar- gas, öiyggismál ofl. Uppbygging sjálfvirkra togvindukcrfa. Vélar- og raffræði. Uppbygging meginkerfa, vélrænn búnaður og iðntölvur. Stýri- og stillitækni. Stýrimerki, loft og vökva. Rafmerki, straum-, spennu-, rafræn ofl. Hlutverk og átiyrgð vélsijóra sem \ erkstjóra. Verkíý'rinnæli og setning markmiða. Stofnun vinnu- og verkefnahópa, verkefnastjómun, gæðastjómun. Góður starfsandi, sam- skiptagreining, skipulag ofl. Ábyrgð og skyldur vélstjórans og ytra umhverfi, laga- ákvæði og samskipti við opinbera aðila. Olíumál, öryggis-, mál ofl. Útboðs- og tilboðsvinna, verkefnastjómun, kostnaðarvitund, greining kostnaðar og bókhald. Umhverfismál, mengunar: mál ofl. Námskeiðin em flest haldin í EV-stofunni í Vélskóla íslands. Leiðbeinendur em aðilar úr atvinnulífinu og kennarar Vélskólans. Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar MMý Vélstjórafélag íslands, Eftirmenntun vélstjóra, Borgartúni 18, 105 Reykjavík, sími: 562 9062, bréfasími: 562 9096, netfang: bhh@vsfi.is, veffang: www.vsfi.is 10DER3 rpsins hefst kl. 16.00 • VW • Eimskip • Samskip • Flugleiðir • Mercedes Benz • Otto-Iisti • Adidas • Warsteiner • Tarkett EINTRITT FREI VERSLUNARRAÐIÐ J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.