Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Golli ÁRNIV. Þórsson, yfirlæknir barnadeildar Borgarspítala, er eini barnalæknirinn á íslandi með efnaskipta- og hormónasjúkdóma sem undirgrein. ÞAÐ náðist strax í Árna V. Þórsson yfirlækni á barna- deild Borgarspitala í síma þegar falast var eftir viðtali, enda segja þeir sem til þekkja, að hann hafi vanið sig á að láta alltaf ná í sig, ef ske kynni að málefnið tengdist sykursjóku barni. Málið vandaðist hins vegar þegar finna átti tíma til að spjalla saman, því dagamir eru að öllu jöfnu mjög ásetnir. Fyiúr utan að stjórna barnadeild- inni kennir Árni í Háskóla Islands og rekur stofu út í bæ. Síðast en ekki síst sér hann um göngudeild sykursjúkra barna ásamt hjúkrun- arfræðingi í hálfri stöðu og næring- arfræðingi í hlutastöðu. Niðurstað- an varð sú að Ámi slaufaði fundi og við settumst niður á skrifstofu hans á Borgarspítalanum snemma morg- uns. Árni er eini bamalæknirinn á Is- landi sem er með efnaskipta- og hormónasjúkdóma sem undirgrein. Það varð til þess að smám saman var farið að visa öllum börnum og unglingum með sykursýki til hans á barnadeildina á Landakoti, sem síð- ar fluttist yfir á Borgarspítalann. Hann segir að þessi þáttur hafi hlaðið utan á sig eins og snjóbolti. „Get ekki alltaf verið á vakt“ „Ég get auðvitað ekki alltaf verið á vaktinni, en ég hef ekki áhyggjur af því þótt komi upp bráðatilfelli þegar ég er í fríi eða fjarverandi á ráðstefnum. Á deildinni er gífurleg reynsla bæði meðal lækna og hjúkr- unarfólks í meðferð sykursjúkra barna. Ég tek síðan við umsjóninni þegar ég kem til baka. Hitt er annað mál, að tíðni sjúkdómsins fer vaxandi hér á landi sem annars staðar og 10-11 börn greinast hér á ári á hverja 100 þúsund íbúa. Þetta þýðir að við höldum nú utan um 70 böm og unglinga. Eftir nokkur ár verður þessi hópur kominn upp í 100 og þá verður þörf fyrir meiri mannskap. Reyndar er hún nú þeg- ar fyrir hendi. Það er ekki spurn- ing;“ Ámi tekur fram að tveir ungir læknar séu að ljúka sérhæfingu í þessu fagi, en þeir séu báðir í góð- um stöðum og ekki á leiðinni heim. „Ég skil þá vel. Hér er bara hægt að bjóða þeim upp á 50% stöðugildi og síðan verða þeir að skrapa fyrir lífinu hingað og þangað. Samt fengju þeir helmingi lægri laun en þeir hafa nú.“ Árni kveðst hafa boðið foreldmm barnanna að hringja I sig hvenær sem er vegna þess að ekkert annað í dag fara fram góðgerðarleikir Körfuknattleikssambands Islands, en ágóðinn rennur að þessu sinni til For- eldrafélags sykursjúkra barna og ung- linga. Hildi Friðriksdóttur fýsti að vita hversu mörg börn væru sykursjúk á Is- landi, hvaða vandamál blöstu við þeim og foreldrum þeirra og hvort nýjar rannsóknir væru í gangi. Svörin fékk hún hjá Árna V. Þórssyni yfirlækni. ÁRNI ásamt Guðmundi Björnssyni, 10 ára, sem nýlega greindist með sykursýki. Hann er duglegur strákur og segir að ekkert mál sé að taka blóðsýni og sprauta sig sjálfur. sé hægt að gera. Sem dæmi nefnir hann barn úti á landi sem vaknar um miðja nótt með 40 stiga hita. „Það kastar upp og kemur engu nið- ur. Fólk veit ekki hvað það á til bragðs að taka. Stundum getum við möndlað þetta í gegnum símann þannig að barnið þurfi ekki að fara á spítala. Ég held að með því spari ég mikinn tíma og vinnu. Fólk mis- notar ekki aðstöðu sína og hringir ekki nema þess þurfi.“ Við þetta bætir Árni, að sá hjúkr- unarfræðingur sem mest hafi unnið með honum, Elísabet Konráðsdótt- ir, hafi einnig boðið fólki að hringja heim til sín, en hún er nú komin í námsleyfi og annar hjúkrunar- fræðingur tekinn við. „Þetta er náttúrlega óformleg vakt sem við erum með en hefur til þessa ekki verið metið til launa,“ segir hann. Sykursjúkir fjölmennasti hópur langveikra barna Börn með sykursýki eru víðast hvar í heiminum fjölmennasti hópur langveikra barna, ef undan eru skil- in börn með astma, sem er almennt ekki ævilangur sjúkdómur. í flest- um löndum eykst tíðnin jafnt og þétt og þar á meðal á Islandi. Jákvæða hliðin er sú að miðað við hverja 100 þúsund íbúa greinast færri börn hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. „Ástæðuna vita menn ekki því miður, því þá væri lífið auðvelt," segir Árni. Árið 1990 greindust að meðaltali 10 böm á íslandi á móti 35 í Finn- landi, þar sem sykursýki meðal barna er algengust af Norðurlönd- unum. Nú er nýgengi þar 44 börn á hverja 100 þúsund íbúa, hjá Svíum er sambærilegt nýgengi komið upp í 35 en var 27 og hjá Dönum og Norðmönnum greinast um það bil 23 á ári á hver 100 þúsund íbúa. Tölur yfir Island hafa ekki verið birtar og sjá ekki dagsins ljós fyrr en á næsta ári, en Árni fullyrðir að greinileg aukning sé einnig hér á landi. Hann hefur góða yfirsýn, því fólk úti á landi sækir einnig til göngudeildarinnar á Borgarspítal- anum nema á Akureyri, þar sem löng hefð hefur verið fyrir að barna- læknar hafa séð um eftirlit. „Flest barnanna hafa þó komið einu sinni eða oftar hingað auk þess sem ég sé um og fylgist með allri skráningu á sjúkdómum yfir landið. Ég veit því af hverju einasta barni.“ Spurður hvort sykursýki uppgöt- vist fljótlega hjá börnum og ung- lingum eða hvort hugsanlegt sé að þau gangi lengi með sjúkdóminn án þess að vera greind, vísar hann til Ef lítil börn grein- ast með sykursýki, sem nokkur dæmi eru um, eru þau nánast í gjörgæslu foreldra sinna. Það er ekki hægt að fara frá slíku barni og getur haft heil- mikil áhrif á at- vinnu, að minnsta kosti tímabundið. nýlegrar niðurstöðu samevrópskrar rannsóknar, sem Islendingar eru aðilar að auk um 30 annarra landa. „í samanburði við önnur lönd eru börn hér greind mjög fljótt og það heyrir til undantekninga ef þau eru ekki komin í meðferð samdægurs. Ástæðan er færir læknar og vak- andi, upplýstur almenningur. Syk- ursýki er nær alltaf insúlínháð hjá börnum. I austantjaldslöndunum er ástandið afar slæmt og börn fá ekki alltaf insúlín þótt þau séu með syk- ursýki." Fleira kemur til en erfðir Árni er nýkominn af tveimur stórum ráðstefnum um sykursýki barna. Hann segir að rannsóknir bendi til þess, að orsakir sykursýki hjá börnum stafi af því að þau hafi í sér ákveðin gen sem umhverf- isþættir hafi síðan áhrif á. „Þessir þættir hrinda ónæmiskerfinu lík- lega af stað, sem veldur því að mótefni myndast og frumurnar skemmast sem framleiða insúlínið. Við vitum að erfðir hafa áhrif en fleira kemur til, því komið hefur í ljós að ekki er hægt að skýra þessa hröðu aukningu á Vesturlöndum með genunum einum.“ Spurður um aðrar rannsóknir segir hann að síðasta U/2 árið hafi verið unnið að stórri rannsókn á erfðajjáttum sykursýki í samvinnu við lslenska erfðagreiningu. „Við höfum fengið blóðprufur hjá um 150 fjölskyldum, þ.e. börnum með syk- ursýki og foreldrum þeirra. For- eldrar hafa verið geysilega jákvæðir og í þessum hópi hefur aðeins í tveimur tilfellum verið færst undan þátttöku." Hjá íslenskri erfðagreiningu er verið að rannsaka ýmsa þætti, en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.