Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 40
' 40 SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR í- ÓLAFUR Þ. ÞÓRÐARSON + Ólafur Þ. Þórðarson fæddist á Stað í Súgandafirði 8. des- ember 1940. Hann lést 6. septem- ber síðastliðinn og fór úrför hans fram frá Vídalínskirkju í Garða- bæ 18. september. Elsku Óli frændi. í bernskuminn- ingum mínum ertu sveipaður Ijóma skemmtilegra minninga úr sveitinni heima á Stað þar sem allt var gott og fallegt og engan skugga bar á. Þegar Oli frændi var væntanlegur heim í skólafríum og á sumrin, var mikil tilhlökkun hjá okkur krökkun- um því þá var líf og fjör framundan. Við vorum eins og hvolpar á eftir honum, vildum ekki missa af neinu, hestarnir voru sóttir og farið í reið- túr, heyskapur og göngur, alltaf var Óli hrókur alls fagnaðar, við börnin vorum þátttakendur í því sem var að gerast í sveitinni og talaði við okkur sem jafningja. Óli var mikiil dýravinur og ég man m.a. hve mikið hann reyndi að láta lækna augn- sjúkdóm í skoskum fjárhundi sem var á Stað og var í miklu uppáhaldi hjá öllum. I sveitinni var kveðist á í fjósinu á kvöldin og afi hvatti okkur til að læra vísur og ljóð. Óli kom með vísnarkver sem hét „Hundrað hestavísur" og ég setti mér það markmið að læra það og kveða afa í kútinn. Þegar við Óli hittumst síð- ast, 1. ágúst í brúðkaupi systur minnar, rifjuðum við saman upp þegar hann hafði látið mig unga sitja hestinn sinn Jarp og afi ávítað hann fyrir að láta barnið sitja svo viljugan klár. En þegar afi reið klárnum var hann viljugur en fór gætilega þegar barn átti í hlut, þetta vissi Oli. En einnig rifjuðum við upp þegar við fórum ríðandi frá Önundarfirði yfir Klofning í Staðar- dal og mér leist ekkert allt of vel á blikuna þegar hestarnir fóru að renna til í hörðum snjó efst í daln- um. En Óli teymdi klárinn minn og allt blessaðist þetta þó amma væri orðin óttaslegin því komið var myrkur þegar komið var heim á Stað. Óli var baráttu- og hugsjóna- maður og sem oddviti Suðureyrar- hrepps og síðar þingmaður Vest- fjarða lagði hann ásamt öðrum grunninn að þeim hugmyndum um Vestfjarðagöng sem að lokum tókst að framkvæma „en fáir njóta eld- anna sem kveikja þá“. Þegar göngin til Súgandafjarðar voru sprengd í gegn var ég í hlut- verki oddvita Suðureyrarhrepps og við Óli ásamt nokkrum öðrum upp- lifðum þá sérstöku tilfinningu að ganga í fyrsta skipti í gegnum fjallið og sjá Súgandafjörð blasa við, það ÆgfSZ , v/Nýbýlaveg SÓLSTEINAR 554 4566 ÚTFARARÞJÓNUSTAN Stofnað 1990 Persónuleg þjónusta Sími: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is utfarir@itn.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson útfararstjóri útfararstjóri + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGVAR GÍSLI SIGURÐSSON, Norðurbrún 1, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Fossvogi, að morgni 25. september. Jarðarförin auglýst síðar. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, GÍSLI ÁGÚSTSSON, Sæviðarsundi 25, lést á sjúkrahúsi á Mallorca 15. september. Útförin fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 29. septemberkl. 13.30. Blóm eru vinsamlega afþökkuð. Arndís Kristjánsdóttir, Ingveldur Gísladóttir, Eyjólfur Pétursson, Vilborg Gísladóttir, Bergur M. Sigmundsson, Örn Sævar Rósinkransson, Helga Gunnarsdóttir og barnabörn. + Fósturmóðir mín, systir og móðursystir, HILDUR ÞORSTEINSDÓTTIR kaupmaður, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 29. seþtember kl. 10.30. Sigríður Sigurðardóttir, Valgerður Þorsteinsdóttir, Þóra, Laufey og Sigrún Steingrímsdætur. var stórkostlegt, langþráður draumur hafði ræst. Leiðir okkar Óla lágu saman á kosningaferðalagi um Vestfirði tvennar alþingiskosn- ingar og alltaf var stutt í grínið og gáskann hjá honum þó alvaran byggi að baki, efling vestfirskra byggða var honum hjartans mál. Óli hafði húmor fyrir sjálfum sér og öðrum og til marks um það sagði hann þegar hann var spurður í kjöl- far hjartauppskurðar og mörgum kílóum léttari hvort þetta hefði ekki verið erfitt,, jú, jú,“ var svarið, „það er ekki fyrir nema fullfríska menn að lenda í þessu“. í Óla sameinaðist náttúrubamið, uppalandinn og hug- sjónamaðurinn, það var góð blanda sem gaf þeim sem voru honum sam- ferða gott veganesti. Ég kveð góðan frænda með söknuði en minning- arnar lifa um mann sem hafði kjark og þor til að fylgja sannfæringu sinni. Guð styrki ástvini hans alla. Lilja Rafney Magnúsdóttir, Súgandafirði. Kveðja frá Sambandi ungra framsóknarmanna Okkur langar í nokkrum orðum að minnast fráfalls góðs félaga og fyrrverandi þingmanns Framsókn- arflokksins, Ólafs Þ. Þórðarsonar. Hann var virkur í starfi ungra framsóknarmanna meðan hann hafði aldur til og var ávallt síðar boðinn og búinn að rétta samtök- um ungra framsóknarmanna hjálp- arhönd við hin ýmsu tilefni. Ólafur var með allra skemmtileg- ustu ræðumönnum og notaði óspart góða þekkingu sína á þjóðlegum fróðleik til að miðla og krydda sam- hengi umræðunnar. En umfram allt var hann góður maður sem mátti hvergi aumt sjá eða órétti beitt, rík réttlætistilfinn- ing og virðing fyrir náunganum voru hans aðalsmerki. Góður Guð blessi ástvini Ólafs og styrki þá á þessari erfiðu stund. Blómastofa Fnðfums SuðurlandsbrautlO 108 Reykjavík -Símí 553 1099 Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öU tilefni. GUÐNÝ JÓNSDÓTTIR SCHEVING + Guðný fæddist í Reynisholti í Mýrdal 3. ágúst, 1905. Hún lést á heimili sínu, Álf- heimum 3 í Reykja- vík, 18. september síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Jón Pálsson Scheving, f. 1858, d. 1951, og Oddný Ólafsdóttir, f. 1862, d. 1950. Systkini Guðnýjar voru: Sig- urbjört Sigríður, f. 1894, d. 1979; Ragn- hildur, f. 1895, d. 1977; Guðný, f. 1897, d. sama ár; Pálína f. 1899, d. 1975; Ólafía, f. 1902, d. 1995 og Vigfús Scheving, f. 1904, d. 1992. Guðný fluttist með for- eldrum sínum 1908 að Vatns- skarðshólum í sömu sveit, þar sem hún dvaldist og vann að búi þeirra þar til hún flutti alfarin til Reykjavíkur um 1930. Þar var hún í vist um árabil og vann við saumaskap og fleira. Árið 1945 gerðist Guðný ráðs- kona hjá Gunnari Ólafssyni, kaup- manni og títgerðar- manni í Vestmanna- eyjum (á Tangan- um). Árið 1961 flutti hún aftur til Reykja- víkur þar sem hún bjó með dóttur sinni og dvaldi síðari árin í skjóli hennar og tengdasonar. Guðný eignaðist eina dótt- ur, Sigrúnu Schev- ing, f. 22. júli' 1942. Hún er gift Sigurgrími Jónssyni úr Vík. Sig- rún á tvær dætur, þær Guðnýju Ósk, enskuþýðanda og kennara, búsett í Noregi, og Þórunni hjúkrunarfræðing, búsett í Reykjavík. Utför Guðnýjar fer fram frá Áskirkju á morgun, mánudag- inn 28. september, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Það eru forréttindi að hafa alist upp hjá konu sem tilheyrði alda- mótakynslóðinni og vera í svo nán- um tengslum við samtíðarfólk hennar. Þetta er kynslóðin sem tengir okkur við arfleifðina, við hið einfalda bændasamfélag þar sem hver fjölskyldumeðlimur gegndi ákveðnu hlutverki. Þetta er fólkið sem upplifði þær breytingar sem iðnbyltingin hafði í för með sér. Allt frá sauðskinnsskóm til öldrun- arstofnana. Fólkið sem bjó við bág kjör á krepputímanum en með þrautseigju og óbilgirni skapaði okkur þau kjör sem við búum við í dag. Lífshlaup ömmu var fábrotið og sammerkt því hlutskipti sem beið mai-gra kynsystra hennar. Hún var alin upp í bændasamfélagi, fór snemma til vinnukonustarfa á vetr- um og kaupavinnu á sumrin. Hún fékk aldrei tækifæri til mennta, þrátt fyrir að hugurinn hneigðist snemma að hjúkrun. Engu að síður helgaði hún líf sitt þjónustu við aðra, allt til dauðadags. Amma var einstök kona og góðum gáfum gædd. Mannkostir hennar og inn- sæi laðaði til sín menn og málleys- ingja og gerði að verkum að alla tíð var gott að leita til hennar. Hún krafðist einskis en gaf okkur allt. Við minnumst að leiðarlokum góðr- ar konu og þökkum þann tíma er við áttum hana að. Guðný og Þórunn. Mín kæra frænka, Guðný Jóns- dóttir Scheving, er síðust móður- systkina minna sem kveður þetta jarðlíf, komin liðlega þrjú ár fram á tíunda áratuginn. Hún fékk þá ósk sína uppfyllta að fá að kveðja í dagsins önn, að þurfa ekki að verða öðrum til byrði. Kallið kom nokkuð óvænt síðdegis föstudaginn 18. þessa mánaðar, er hún skömmu áð- ur hafði kvatt gest sem bar að garði. Langur starfsdagur er að baki og hún sinnti eldhússtörfum þennan dag eins og aðra daga. Að þjóna öðrum var henni kært, þjónustulundin, samviskusemin og skylduræknin voru hennar aðals- merki. Ætíð settist hún síðust að matborðinu til þess að vera til taks ef eitthvað skyldi vanta. Alltaf fann hún til kvöldmatinn fyrir sig og Sigurgrím tengdason sinn, þegar Signín dóttir hennar var ókomin úr vinnu, og ósvikinn skyldi kvöld- verðurinn vera, ekkert snarl, því fólk sem ynni erfiðsvinnu þyrfti að fá staðgóðan mat. Guðný ólst upp í glöðum systk- inahópi, fyrst í Reynisholti og síðan á Vatnsskarðshólum. Snemma komu í ljós áðurnefndir eiginleikar hennar, sem áttu eftir að verða henni gott veganesti í gegnum lífíð. Hún var tuttugu og eins árs þegar hún hleypti heimdraganum, fór til Reykjavíkur eins og svo margar ungar stúlkur hafa gert gegnum tíðina. Þá var Guðný í vist í mörg ár hjá Rögnu Stefánsdóttur og Nikulási Friðrikssyni frá Litlu- Hólum, miklum sæmdarhjónum. Þar mynduðust sterk tengsl og samband sem entist út ævina og aldrei bar skugga á, íýrst við þau hjón og síðar börn þeirra. Við saumaskap vann Guðný í mörg ár, m.a. um árabil í húfugerð, þá vann hún í netagerð á tímabili. En tengslin við sveitina voru sterk og framan af kom hún heim á Opið hús í eftirtöldum eignum i dag milli kl 14 og 16. Dvergholt 23 - Mos. Hraunteigur 30 - Lækkað verð Sárlega vandað og fallegt 261 fm einbýli með innb. bilskúr. Fjögur góð svefnherb., glæsilegor stofur, garðskúli með heilum potti, sauna o.fl. Mjög fallegur garður með sundlaug o.fl. Hafþór tekur ó móti gestum. V. 17,3 m. 1981 Björt 75 fm kjallaraíb. ó besta stað miðsvæðís í Rvk. Sérinngangur. Nýtt gler, Danfoss og end- urn. bað. Stór og fallegur garður. Áhv. 3,6 m. hagst. lön. Púll og Kristín taka ú móti gestum. V. 5,8 m. 1805 Hraunteigur 30 - Lækkað verð Björt 75 fm kjallaraíb. ó besla stað miðsvæðis í Rvk. Sérinngangur. Nýtt gler, Danfoss og endurn. bað. Stór og fallegur garður. Áhv. 3,6 m. hagst. lón. Póll og Kristin taka ó móti gestum. V. 5,8 m. 1805 MIÐBORGehf fasteignasala 533 4800 V £ S Þegar andlát ber að höndum Útfararstofa kirkjugarðanna ehf. Sími 551 1266 Allan sólarhringinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.