Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1998 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR LUTAFJÁRÚTBOÐ Landsbanka Islands hf. tókst sérstaklega vel og með eft- irminnilegum hætti. Alls skráðu 12.200 manns sig fyrir hlut í bankanum, þar af 1.200 núver- andi og fyrrverandi starfsmenn hans. Þessi mikla þátttaka í út- boðinu þýðir, að Landsbankinn er orðinn annað fjölmennasta hlutafélag landsins, næst á eftir Eimskip. Nafnvirði hlutabréfanna nam einum milljarði ki’óna og svarar það til 15% hlutar í bankanum. Eignarhlutur ríkissjóðs er 85% að sölunni lokinni. Óhætt er að lýsa þessari niður- stöðu í fyrsta hlutafjárútboði Landsbankans sem traustsyflr- lýsingu og hlýtur það að vera mikils virði fyrir stjórnendur hans eftir þá orrahríð sem stóð um málefni bankans fyrrihluta ársins. Jafnframt sýnir niður- staðan, að landsmenn hafa marg- ir hverjir sterkar taugar til bank- ans, enda lengstum verið litið á hann sem þjóðbanka. Vafalaust hafa slíkar tilfinningar verið hvati að kaupum almennings á hlutabréfunum, þótt flestir líti sjálfsagt á kaupin sem góða fjár- festingu. Halldór Kristjánsson, aðal- bankastjóri, sagði um niður- stöðuna, að hún kæmi þægilega á óvart og væri dýrmæt traustsyf- irlýsing. Hann benti á, að eigin- fjárhlutfall Landsbankans væri nú komið í 10%, eða 2% hærra en lög áskildu. Miðað við eftirspurn- ina hefði verið unnt að selja allt hlutaféð í einu og tryggja þannig svo dreifða eignaraðild, að eng- inn einn aðili ætti meira en 1%. Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Engin ákvörðun hefur verið tekin enn um frekari sölu hluta í Landsbankanum, en eðlilegt er að tryggja sem dreifðasta eign- araðild í samræmi við áhuga al- mennings á því að eignast hluta- bréfin. UMMÆLI FORMANNS ALÞÝÐU- FLOKKSINS I* SETNINGARRÆÐU sinni á flokksþingi Alþýðuflokksins í fyrradag hafði Sighvatur Björg- vinsson, formaður Alþýðuflokks- ins, uppi mjög persónulega gagn- rýni á Davíð Óddsson, forsætis- ráðherra og sakaði hann m.a. um „hroka, útúrsnúninga og dramblæti" og að „gefa vísvit- andi rangt til baka“. Þessi um- mæli eru formanni Alþýðuflokks- ins ekki sæmandi. Þótt stjórnmálaátök séu oft hörð geta þau verið málefnaleg. Sú var tíðin að stjórnmálaátök á Islandi voru mjög persónuleg. Það átti ekki sízt við um fjórða áratuginn. Það er engum til hagsbóta að hverfa aftur til þeirra tíma og ekki eftirsóknar- vert fyrir nokkurn mann. Stjórn- málabarátta af því tagi mundi eitra allt andrúm í þjóðfélaginu. Stjórnmálamenn eiga að takast á við andstæðinga sína með efnislegum rökum um þau málefni, sem eru til umræðu. Annað á ekki við í því upplýsta samfélagi, sem við búum í. JARÐHITI NESJAVALLA TAKMÖRKUÐ AUÐLIND JARÐHITASVÆÐUM má líkja við námur að því leyti að varmaorka þeirra eyðist eftir því sem af er tekið. Aðgengilegur jarðhiti í nágrenni höfuðborgar- svæðisins er með öðrum orðum takmarkaður. Af þeim sökum er mikilvægt að gæta hagsýni við virkjun hans og forðast bruðl. Þetta er kjarninn í varnaðarorð- um Jóhannesar Zoéga, fyrrver- andi hitaveitastjóra í Reykjavík, í grein hér í blaðinu, þar sem hann varar borgaryfirvöld við að fara offari í nýtingu jarðhitasvæðis að Nesjavöllum til raforkufram- leiðslu - og stytta þannig „líftíma“ þess til húshitunar. Jóhannes Zoéga segir að Nesjavellir séu tvímælalaust hagkvæmasta jarðhitasvæðið til þess að fullnægja vaxandi varmaþörf höfuðborgarsvæðisins næstu áratugi. Hann gagnrýnir hins vegar áform um aukningu raforkuvinnslu á Nesjavöllum upp í 90 MW, sem stytt geti end- ingarlíkur svæðisins niður í þrjá til fjóra áratugi í stað mun lengri tíma, jafnvel nokkurra alda ef nýting byggist á hagsýni og hóf- semd. „Borgarstjórn Reykjavík- ur virðist hafa talið það mikil- vægara“, segir Jóhannes, „að styðja Landsvirkjun í stóriðju- viðskiptum sínum en tryggja borgarbúum ódýra húsahitun til frambúðar.“ Þessi varnaðarorð manns, sem gjörþekkir málin, eru íhugunar- verð. Borgaryfirvöld þurfa að láta fara fram ítarlega rannsókn á mögulegum endingartíma Nesjavallasvæðisins og taka ákvarðanir um virkjun þar í sam- ræmi við álit færustu sér- fræðinga. Ekki er verjandi að tefla framtíðarhagsmunum íbúa á höfuðborgsvæðinu í tvísýnu í þessum efnum, leiði slík rannsókn í Ijós líkur á því að stóraukin raforkuframleiðsla, sem áform virðast uppi um, gangi um of á varmaforða svæð- isins og stytti nýtingartíma þess. Allar ákvarðanir verður að taka með langtímahagsmuni íbúa Reykjavíkur og nágrannabyggð- arlaga að leiðarljósi. VELHEPPNAÐ HLUT AF J ÁRÚTBOÐ L ANDSB ANKAN S MARGT í vísindalegri afstöðu efnishyggj- unnar var fremur í anda ófrelsis en frelsis og þrengdi að þeim rúmgóðu hugmyndum sem vísindamenn síð- ari tíma hafa lagt áherzlu á og eru í nánari tengslum við Jónas Hall- grímsson og vísindamenn af hans skóla en efnishyggjuna. Þessar rannsóknir síðari tíma vísinda- manna fjalla um þá mikilvægu nið- urstöðu að innan lögmála í náttúrunni megi ævinlega gera ráð fyrir óvæntum atburðum eða skáldaleyfum í þeim mikla náttúru- bálki sem þróunin yi'kir úr efnivið sínum. Rómantískir vísindamenn og skáld töldu að vísu að forsjónin sjálf sæi um að yrkja þennan mikla óð og því væri ekki úr vegi að leita hennar í eigin verki. Þessi hugarveröld bar skaparanum sjálfum það vitni sem úrslitum réð um afstöðu Jónasar og annarra rómantískra vísindamanna. Jónas hafði ekki einungis úr að moða þeirri barnatrú sem einkenndi andrúm æskunnar norður í Öxnadal og á mótunarárunum í Bessastaða- skóla heldur styrktist þessi trú hans af rómantískum viðhorfum í háskólaumhverfi (1775-1854) Kaup- mannahafnar og tízkustraumum sem spruttu af kenningum Schellings um náttúruáhrif á and- lega viðleitni manns- ins. En frelsi innan guðlegra lögmála náttúrunnar vísar veginn bæði í skáldskap og vísind- um. Og áreiðanlega hafa kenningar Henrik Steffens (1773-1845) sem lærði af Schelling ekki farið framhjá skáldinu þegar hann kom til Kaup- mannahafnar með andlegan sjóð sem ávaxta þurfti. Þá var að vísu alllangt um liðið frá því Steffens hafði borið fram kenningar sínar og þá rómantísku heimspeki sem höfuðskáld eins og Oehlenschlager og H.C. Andersen tileinkuðu sér eins og sjá má í verkum eins og Alladín og Klokken; það var 1802- ’03 og höfðu þessar kenningar Steffens því gerjast vel þegar Jónas kynntist þeim. Bjarni Thorarensen mun hafa hlustað á einhverja af fyr- irlestrum Steffens á námsárum sín- um í Höfn og fleiri Islendingar. Steingrímur Jónsson, síðar byskup, nefnir þá í dagbókum sínum. Skilja má náttúrulögmál sem uppgötvast í vísindalegum rann- sóknum sem guðdómlegan anda í náttúrunni, segir H.C. Örsted þeg- ar hann kynnir kjarnann í kenning- um sínum og voru slíkar hugmynd- ir Jónasi að skapi, að minnsta kosti í aðra röndina, þótt hann væri eng- inn panteisti sem trúði á náttúruna eins og hvern annan guðdóm enda birtist forsjónin honum fremur sem höfundur og skapari en náttúruandi eins og ég hef vikið að og sér þessa víða stað i skáldskap hans og öðr- um verkum. Höfuðrit Örsteds, Andinn í náttúrunni, kom að vísu ekki út á prenti fyrren að Jónasi látnum, eða 1850, en auðvitað heíúr hann haft kynni af þessum hug- myndum, ekki síður en kenningum Steffens, sem voru eins konar for- senda þeirra. Öll viðhorf Jónasar Hallgríms- sonar hneigðust að grunnhugmynd- um rómantísku stefnunnar um náttúi’una og upplifun hennar og hefði hann vel getað hugsað sér að guð og náttúran væru eitt þótt hon- um kæmi aldrei til hugar að leita guðdómsins í mystískri og guðstrú- arlegri innlifun í umhverfið eins og títt var um rómantíska panteista. Náttúran bar höfundi sínum ein- ungis fagurt vitni. Og hann stjórnaði henni. M. HELGI spjall UPPBYGGING nokkuiTa háskóla til viðbótar við Háskóla íslands á undanförn- um árum hefur orðið mörgum umhugsun- arefni. Þær efasemd- ir, sem uppi hafa ver- ið hafa ekki sízt snúizt um það, að svo fá- menn þjóð ætti fullt í fangi með að byggja upp einn háskóla, sem stæði undir nafni. Spurt hefur verið, hvort ekki hefði verið meira vit í að beina þeim fjármunum, sem til ráðstöfunar hafa verið í einn faryeg og gera tilraun til að tryggja Háskóla íslands sess í fremstu röð háskóla á Vesturlöndum. Um þetta má lengi deila, en staðreyndin er sú, að þróun háskóla hér hefur farið inn á aðra braut og ekki verður betur séð en hér séu að verða til myndarlegar skóla- stofnanir á háskólastigi, sem hafa þegar getið sér gott orð og haft mikil og jákvæð áhrif á næsta umhverfi sitt. Þannig fer ekki á milli mála, að Samvinnuháskólinn í Bif- röst, sem byggist á gömlum grunni hefur unnið sér álit og starfsemi hans mun smátt og smátt setja meiri svip á Borgarfjörð. Eftir að Hvalfjarðargöngin komu til sög- unnar er ekki ólíklegt, að aðsókn aukist að skólanum, sem starfar í skemmtilegu um- hverfi en er nú svo stutt frá höfuðborgar- svæðinu, að það hlýtur að auðvelda alla starfsemi hans. Jafnframt má spyrja, hvort ekki sé með einhverjum hætti hægt að tengja starf Samvinnuháskólans hinu aldagamla menningarsetri í Reykholti, sem ekki hefur tekizt að finna hlutverk við hæfi. Viðskiptaháskólinn nýi, sem byggist einnig á rótgróinni hefð, hefm- farið afar vel af stað, sem Morgunblaðsfólki þykir vænt um, en við opnun skólans var frá því skýit, að fyrsti maðurinn, sem sett hefði fram hug- mynd um stofnun Viðskiptaháskólans, hefði verið Haraldur Sveinsson, stjómarfoi-mað- ur Árvakurs hf„ útgáfufélags Morgunblaðs- ins, sem jafnframt var fi-amkvæmdastjóri blaðsins um áratugaskeið. Það vekur óneit- anlega athygli, að meiri aðsókn var að Við- skiptaháskólanum, en skólinn gat annað, þrátt fyrir umtalsverð skólagjöld. Þegar Sverrh- Hermannsson, þáverandi menntamálaráðherra, tilkynnti fyrir rúm- um áratug, að háskóli yrði settur upp á Ak- ureyri, fannst mörgum nóg um og drógu í efa, að það væri skynsamleg ákvörðun. Raunar var því haldið fram, að góðar minn- ingar frá menntaskólaárunum á Akureyri hefðu villt í’áðherranum þáverandi sýn og þá ekki síður þingmanni Sjálfstæðisflokks- ins í kjördæminu, Halldóri Blöndal, sem hefði stutt menntamálaráðherrann í þess- ari ákvörðun. Háskólinn á Akureyri er hins vegar í dag stofnun með ótrúlega mikil umsvif og hefði enginn trúað því, þegar skólinn varð til með óvæntum hætti á síðasta áratug, að svo yrði í lok þessarar aldar. Við skólann stunda nú nám um 530 nemendur og starfsmenn eru 70-80 þar'af um 40 kennarar. Sumir hinna nýju háskóla hafa áreiðan- lega í upphafi átt við að stríða ákveðna van- trú á, að þeir gætu staðið undir nafni sem háskólar og þar með að mai’k væri takandi á prófgráðum frá þeim. Þetta á þó ekki við um Viðskiptaháskólann, sem hefur strax tekizt að skapa sér þá ímynd, að þar sé á ferð háskóli, sem geri miklar kröfur og að ekki sé auðvelt að fá þar inngöngu. Háskól- inn á Akureyri hefur hins vegar áreiðan- lega þurft að takast á við þennan ímyndar- vanda og þá ekki sízt hér heima fyrir. Þeim sem kynna sér starfsemi Háskól- ans á Akureyri verður hins vegar strax ljóst, að hér er á ferðinni alvöru háskóla- stofnun, sem hefur tekizt á skömmum tíma að festa sig í sessi. Áhrifa skólans á Akur- eyri og raunar Eyjafjarðasvæðinu öllu gætir með ýmsum hætti. Sumir Akureyr- ingar telja, að háskólinn sé sá vaxtarbrodd- ur, sem máli skiptir í höfuðstað Norður- lands. Nærveru skólans má finna hér og þar. Það vekur t.d. athygli, þegar komið er í bókabúð á Akureyri hvað bókaúrval er þar mikið og þá ekki sízt framboð á ýmsum vísindaritum og kennslubókum. Slíkar bækur mundu tæpast sjást í bókabúðum þar ef ekki væri vegna starfsemi háskól- ans, auk þess sem nú þegar hefur verið byggt upp viðamikið bókasafn við skólann með um 28 þúsund bindum, sem kemur til viðbótar þeirri merki stofnun, Amtbóka- safninu á Akureyri. Það er mikil grózka í menningarlífi Ak- ureyrar og Eyjafjarðar. Leikfélag Akur- eyrar er eitt af elztu menningarfélögum landsins og hefur síðustu áratugi verið rekið sem atvinnuleikhús. Þótt Leikfélagið eigi eins og öll slík félög við rekstrarvanda að etja skapar starfsemi þess öðrum fyrir- tækjum tekjur. Leikfélagið hefur hvað eft- ir annað efnt til leiksýninga, sem draga fólk til Akureyrar og skapa þar með tekjur fyrir flugfélög, bflaleigur, hótel, veitinga- hús o.s.fi’v. Frá þessu sjonarmiði séð er það bæjarfélaginu beinlínis til hagsbóta að standa fast við bakið á Leikfélaginu. Háskólasamfélag ýtir undir menningar- starfsemi. Bæði nemendur og kennarar eru reglulegir viðskiptavinir menningar- stofnana. Þess vegna á starfsemi Háskól- ans á Akureyri áreiðanlega óbeinan þátt í að efla menningarlífið norðanlands. Mikil grózka hefur verið í myndlistarstarfsemi á Akureyi’i og þar er nú kominn vísir að nýrri Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, sem nauðsynlegt er að hlúa að. Til viðbótar er ljóst, að á vegum háskólastofnunar sem þessarar er efnt til fyrirlestra og ráð- stefnuhalds, sem opið er almenningi, opnar fólki sýn til nýrra átta og stuðlar að frjóum og líflegum umræðum. Þegar til þessa alls er litið fer ekki á milli mála, að stofnun Háskólans á Akur- eyri hefur smátt og smátt leitt til þess að Ákureyri og Eyjafjarðarsvæðið allt hefur fengið á sig nýja mynd. Höfuðstaður Norð- urlands hefur stækkað vegna tilkomu Háskólans. Þetta þarf kannski ekki að koma á óvart, þegar haft er í huga, hvað áhrif Menntaskólans á Akureyri, þeirrar sögufrægu stofnunar, hafa alltaf verið mik- il á bæjarlífið þar. En ef till vill vekur þó mesta athygli sá lukkupottur, sem Háskólinn á Akureyri hef- ur dottið í, þegar skólinn fékk til umráða Sólborgarsvæðið svonefnda en á Sólborg var áður rekið vistheimili fyrir vangefna. Með breyttri stefnu í málefnum vangefinna varð niðurstaðan sú, að skólinn fékk það húsnæði til ráðstöfunar og svæðið í ki’ing. Þar hafa nú verið gerðar nauðsynlegar breytingar á því húsnæði, sem fyrir var, en jafnframt er unnið að undii’búningi nýrra framkvæmda. I stuttu máli er óhætt að full- yrða, að Háskólinn á Akureyri hefði ekki getað fengið betra svæði til uppbyggingar. Þegar fram liða stundir mun þetta háskóla- svæði setja sérstakan svip á Akureyri. Fyrir nokkrum vikum var Stofnun Vil- hjálms Stefánssonar opnuð formlega en hún er starfrækt í tengslum við Háskólann á Akureyri. Stofnun Vilhjálms Stefánsson- ar á eftir að skapa háskólanum nafn, sem alþjóðlegt fræðasetur um málefni norð- urslóða, sem athygli manna beinist nú æ meira að. En jafnframt þeirri vísinda- og rannsóknarstarfsemi, sem þar verður stunduð á starfsemi stofnunarinnar að verða okkur Islendingum hvatning til _að leggja rækt við minningu þessa merka Is- lendings. Hér skal enn ítrekuð sú skoðun, sem Morgunblaðið hefur áður lýst að leggja eigi fé í að þýða þær bækur Vil- hjálms, sem ekki hafa verið gefnar út á ís- lenzku og tryggja síðan útgáfu á hefldar- safni ritverka hans. En jafnframt er nú komið á samstarf á milli Stofnunar Vil- hjálms Stefánssonar og Dartmouth Col- lege í Hanover í New Hampshire, þar sem bókasafn hans hefur verið varðveitt, sem væntanlega á eftir að leiða af sér nýjar rannsóknir á ferli hans og rannsóknum á norðurslóðum. VIÐ STOFNUN Háskólans á Akur- eyri var í upphafi sleginn sá tónn, ef svo má að orði kom- ast, að lögð yrði sérstök áherzla á náin Tengslin við atvinnulífíð REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 26. september HERÐUBREIÐ Morgunblaðið/RAX tengsl við atvinnulífið. Og þá ekki sízt sjávarútveginn. Nálægðin við sjávarútveg- inn er mikil á Akureyri enda eru þar rekin tvö af öflugustu sjávarútvegsfyTÍrtækjum landsins, Samherji hf. og Útgerðarfélag Akureyringa hf. í samræmi við þessa upphaflegu stefnu- mörkun, þáverandi menntamálaráðherra, og Haraldar Bessasonar, sem var fyrsti rektor háskólans og núverandi rektor, Þor- steinn Gunnarsson, hefur fylgt eftir, var tekið upp nám í sjávarútvegsfræðum, sem nú er fjögurra ára nám, sem lýkur með B.Sc. gráðu. Markmið námsins er að búa nemendur undh’ stjórnunarstörf í sjávarút- vegi og matvælaiðnaði. Nú hefur námi í sjávarútvegsdeild verið skipt í tvær braut- ir, sjávarútvegsbraut og matvælaft-am- leiðslubraut. Reynslan af þessu námi er sú, að þeir sem hafa lokið því eiga bæði auðvelt með að fá vinnu í sjávarútvegsfyrirtækjum og ná þar góðum árangri. Hins vegar má gera ráð fyrir, að starfsheitið sjávarútvegs- fræðingur eigi töluvert í land með að ná sömu viðurkenningu og t.d. starfsheitið viðskiptafræðingur eða lögfræðingur. Það kann jafnframt að vera skýring á því, að mun færri nemendur eru í sjávarútvegs- deild Háskólans á Akureyri en í öðrum deildum skólans. Oneitanlega vekur það eftirtekt m.a. vegna þess, að eins og nú horfu’ eru miklir framtíðarmöguleikar í starfi í sjávarútvegi. Það er umhugsunarefni fyrir sjávarút- vegsfyrirtækin og LIÚ, hin öflugu hags- munasamtök útgerðarmanna, hvort þessir aðilar geti með einum eða öðrum hætti lagt hönd á plóginn til þess að stórefla nám, sem tengist sjávarútvegi, hvort sem er við Háskólann á Akureyi’i eða aðra háskóla og menntastofnanir í landinu. I öðrum löndum og þá ekki sízt í Bandaríkjunum tíðkast það mjög, að sterk einkafyrirtæki leggja fram fjármagn til uppbyggingar háskóla- starfs og njóta þess bæði í því að nöfn þeirra tengjast viðkomandi háskóla um aldur og ævi og að þau eiga möguleika á hæfari starfsmönnum í framtíðinni. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, sem er með mikil umsvif á Ákureyri, hefur stutt myndarlega við bakið á háskólanum og af því er vegsauki fyrir önnur fyrirtæki að fylgja því fordæmi. Athyglisvert dæmi um þau áhrif, sem Háskólinn á Akureyri hefur haft á um- hverfi sitt er Fjórðungssjúkrahúsið á Ak- ureyri. Fyrr á árum átti sjúkrahúsið í mestu vandræðum með að fá nægilega marga hjúkrunarfræðinga til starfa og þurfti jafnvel að leita efth’ þeim til annarra landa. Eftir að Háskólinn á Akureyri kom til sögunnar og hóf að útskrifa hjúkrunar- fræðinga hefur sjúki’ahúsið ekki átt í nein- um slíkum erfiðleikum. Þegar á heildina er litið má þó telja víst, að mestu áhrif Háskólans á Ákureyri séu þau að halda háskólamenntuðu fólki í byggðarlaginu. Það eru margfalt meiri lík- ur á því, að þeir sem geta stundað háskólanám í sinni heimabyggð búi þar áfram en hinh’, sem fara annaðhvort til Reykjavíkur eða annarra landa til þess að sækja þangað nám. Þess vegna er ekki ólíklegt að starfsemi háskólans á Akureyri sé einhver árangursríkasta byggðastefha, sem hægt er að reka og eigi drjúgan þátt í að viðhalda og efla byggð á Norður- og Austurlandi. ■■■■■■■■■■I ÞEIR, SEM STÓÐU Framsýni að stofnun og upp- byggingu Háskólans á Akureyri á sínum tíma sýndu mikla framsýni, sem var mis- jafnlega metin á þeim tíma. Reynslan, sem fengizt hefur af þessari starfsemi og áhrif- um hennar á nærliggjandi byggðarlög er slík, að hún hvetur til þess að áfram verði haldið á þeirri braut að byggja upp háskólastarf víða um land. Það þarf ekki endilega að gera með stofnun sjálfstæðra háskóla. Það er líka hægt að gera með aðild Háskóla Islands, Háskólans á Akur- eyri og annarra háskóla að skólastarfi víða um land m.a. með fjarkennslu. Páll Skúlason, rektor Háskóla íslands, hefur lagt áherzlu á aukið samstarf háskól- ans við landsbyggðina og fjallaði m.a. um það í ræðu sinni á háskólahátíð fyrir skömmu. Þetta samstarf felst m.a. í samn- ingi um fjarkennslu á Austurlandi, sí- menntun á Suðurnesjum og samvinnu við sveitarfélög á Vestijörðum. Þá er af hálfu Háskóla íslands lögð aukin áherzla á rannsóknarmiðstöðvar á landsbyggðinni og má þar nefna Vestmannaeyjar, Sandgerði, Selfoss og Höfn í Hornafirði. Og nú í haust er að hefjast fjarkennsla á vegum HÍ á nokkrum stöðum á landsbyggðinni. Sá tæknibúnaður, sem nú er til staðar til fjarkennslu veldur því, að þessi kennslu- máti er raunhæfur möguleiki. Nú stunda 9 nemendur á ísafirði nám í hjúknmarfræði við Háskólann á Akureyri með aðstoð íjar- kennslubúnaðar. Sumir halda því fram, að ef þessi aðstaða hefði ekki verið fyrir hendi hefðu samtals um fjörutíu manns flutt frá Isafirði vegna þess, að fjölskyldur hefðu fylgt námsmönnum til náms annars staðar á landinu, hvort sem var í Reykjavík eða á Akureyri. Það er augljóst, að þótt umtalsverður kostnaður fylgi fjarkennslu er sá kostnað- ur margfalt minni en sá sem fylgja mundi brottflutningi svo fjölmenns hóps úr einu byggðarlagi í annað. Byggðastofnun hefur eins og kunnugt er komið upp búnaði til - fjarkennslu og fjarfunda víða um land og er það áreiðanlega eitt af því bezta, sem sú stofnun hefur gert. Starfsemi sem þessi á vegum Háskóla íslands og Háskólans á Akureyri víða um land hefur augljóslega áþekk áhrif eins og starfsemi Háskólans á Ákureyri hefur haft á Eyjafjarðarsvæðinu. Mannlífið verður innihaldsríkara og blomlegi-a, menningar- lífið dafnar og fólk verður ánægðara með búsetu í dreifbýlinu, sem hefur að öðru leyti marga kosti fram yfii’ þéttbýlið. Það er hægt að færa sterk rök fyrir því, að skynsamlegra sé að leggja verulega fjármuni í háskólakennslu og annað háskólastarf á landsbyggðinni en að nota það fé til þess að halda uppi atvinnugrein- um og fyrirtækjum, sem ekki eiga sér neina framtíð með framlögum úr opinber- um sjóðum. Atvinnufyrirtæki, sem fá að starfa við eðlileg skilyi’ði sjá um sig. Hafi efasemdir verið í upphafí um rökin fyrir því að dreifa kröftunum í uppbygg- ingu háskóla með þeim hætti, sem gert hefur verið er augljóst, að teningunum hefur verið kastað. Og fengin reynsla sýn- ir, að þjóðin á að sýna þessum nýja þætti í menntakerfínu stóraukna ræktarsemi. „Þegar til þessa alls er litið fer ekki á milli mála, að stofnun Háskólans á Ak- ureyri hefur smátt og smátt leitt til þess að Akureyri og Eyjafjarðar- svæðið allt hefur fengið á sig nýja mynd. Höfuðstaður Norðurlands hef- ur stækkað vegna tilkomu Háskólans.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.