Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Guðfinna Gísla- dóttir, f. 26. nóv. 1903, d. 21. sept. 1998. Guðfinna var fædd í Krossgerði á Berufjarðarströnd, Suður-Múiasýslu 26. nóvember 1930. Hún lést 21. september síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Gísla Sigurðssonar, f. 1876, d. 1937 og Vilborgar Einars- dóttur, f. 1875, d. 1959 sem bjuggu að Krossgerði frá 1902. Ættir þeirra beggja voru að meginhluta úr Suður-Múlasýslu í marga liði. Gísli var einnig barnakennari í sveitinni. Guð- finna var elst sex alsystkina sem komust á fullorðinsár. Hin voru: 1) Sigurður Óskar, f. 1905, d. 1925. 2) Ingólfúr, f. 1907, d. 1925. þeir Sigurður og Ingólfur drukknuðu báðir með báti sínum skammt undan landi við Beru- fjarðarströnd haustið 1925. 3) Björgvin, f. 1910, d. 1971, bóndi og oddviti, Krossgerði. 4) Mál- fríður Guðný, f. 1911, d. 1996, húsmóðir í Reykjavík. 5) Aðal- steinn, f. 1913, kennari í Kópa- vogi, lifir hann nú einn þeirra systkina. Einnig átti Guðfinna hálfsysturina Þóru Tryggvínu Tryggvadóttur, kennara í Reykjavík, f. 1899, d. 1935. Guð- finna dvaldi að mestu leyti á æskuheimili sínu Krossgerði Guðfinna Gísladóttir, móðursyst- ir mín, lést 21. september 94 ára að aldri. Hún var södd lífdaga og ótt- aðist ekki dauðann. Guðfinna varð ekkja ung að ár- um, 37 ára, með þrjár dætur á aldrinum 4-9 ára. Þeim kom hún upp með sóma. Auðvitað þurfti hún að taka þátt í erfiðri lífsbaráttu, meira eða minna óstudd, en ein- hvern veginn vill þessi einfalda staðreynd gleymast því að aldrei kvartaði Guðfínna frænka og aldrei var hún bitur. Hún var stolt, mjög stolt, og lifði ævi sína í sálarlegri reisn. Aldrei safnaði hún verald- arauði, til þess voru ekki efni, en gjafmild var hún alltaf. Samband þeirra systra, Guð- . finnu og Málfríðar, móður minnar, var alla tíð innilegt. Oft hugsuðu þær hvor til annarar. Tengsl þeirra systra við bræður sína var einnig náið. Öll komu þau af alþýðuheimili í sveit þar sem lærdómur og þroski hvers og eins var mest allra verð- mæta. Afóllin í lífinu voru til að styrkja samheldnina. Eftir að Guð- finna varð ekkja urðu heimili þeirra systranna stundum næstum því ein heild. Dætur Guðfinnu, all- ar þrjár, urðu í félagslegri merk- ingu (ef það orðalag má nota) stóru systur mínar, engu minna en systkinin mín sex voru litlu syst- umar og bræðumir. Það vom for- réttindi mín að standa hér mitt á * miUi og eiga nokkurs konar auka- móður í Guðfinnu. Ekki skemmdi fyrir að ég naut nafns en föður sinn dáði hún alla tíð og þótti vænt um. En við öll systkinin sjö, Málfríðar- böm, kölluðum Guðfinnu bara einu nafni: Frænka. Auðvitað áttum við fleiri frænkur en þessi var sérstök. Eftir að dætur Frænku höfðu stofnað eigin heimili, bjó hún ein og sem stolt kona sem allra mest óstudd. En smám saman fór lík- amsþróttur hennar þverrandi; andlegu atgervi hélt hún hins veg- v ar vel nema skammtímaminnið fór að bregðast. Dætur hennar, sem búsettar voru á Islandi, þær Stella (Valborg) og Þóra, studdu hana þá eins mikið og hún leyfði, og yngsta dóttirin, Didda (Elsa), kom eins oft frá Englandi til að vera hjá móður sinni og kostur var á. ^ Guðfinnu ífænku líkaði ekki alls kostar að fara á hjúkrunarheimili þangað til hún giftist Eiríki Þorvaldssyni 4. maí 1930. Eiríkur var frá Karlsstöðum á Berufjarðarströnd og vom ættir hans af Austfjörðum og úr Austur-Skaftafells- sýslu. Þau Eiríkur og Guðfinna fluttust til Siglufjarðar þegar eftir giftingu sína og bjuggu þar til ársins 1938 er þau fluttu til Reykjavíkur. Eiríkur var sjómaður og var oft skipstjóri á eigin bát. Hann fórst með bát sínum í ofsaveðri 27. febrúar 1941. Guð- finna giftist ekki aftur og bjó sem ekkja eftir það, ávallt í Reykjavík. Framan af sinnti hún eingöngu heimili sínu en vann í mjólkurbúð frá 1945 til starfsloka 1973, aðal- lega í mjólkurbúðinni Laugarvegi 162. Síðustu árin dvaldi hún að hjúkrunarheimilinu á Droplaugar- stöðum. Guðfinna og Eiríkur eign- uðust þijár dætur, Valborgu, Þóru og Elsu. 1) Valborg, f. 1931, læknaritari, Reykjavík, gift Har- aldi Lúðvíkssyni vélfræðingi. Börn þeirra: a) Lúðvík, f. 1954, framkvæmdastjóri að Laugum, Þingeyjarsýslu, kona hans var Unnur Harðardóttir, þau eiga ljögur börn. b) Eiríkur, f. 1956, húsasmiðameistari, Mosfellssveit, kona hans er Bára Olafsdóttir, þau eiga tvö börn. c) Guðfinna Elsa, f. 1961, bankaritari í Reykja- fyrir tæpum þremur árum, en það segir talsvert um þá góðu umönn- un sem hún fékk á Droplaugar- stöðum að brátt líkaði henni dvölin þar prýðilega. Heimsóknir mínar til Frænku á Droplaugarstöðum voru allt of fá- ar. En það dró dálítið úr samvisku- biti mínu vegna þessarar van- rækslu að í þessi fáu skipti sem ég heimsótti hana, heyrði ég gjarnan að einhver dóttir hennar eða barnabarn hefði nýlega verið þar eða væri að koma og oft var ein- hver afkomandi Frænku á staðnum þegar ég kom. Alúð þeirra allra við Guðfinnu frænku held ég hreinlega að hafi verið einstök. Við minnumst nú flekklausrar konu sem erfitt líf skemmdi ekki. Guðfinnu frænku þótti vænt um fólk. Alls staðar þar sem hún fór var mildi og hlýja með í fór. Eg votta dætrum Guðfinnu Gísladóttur og öllum afkomendum hennar samúð mína. Gísli Gunnarsson. Við fráfall tengdamóður minnar koma upp í hugann margar minn- ingar sem hægt er að staldra við. Fyrstu kynni mín af henni voru fyrir rúmum 50 árum, er ég fyrst kom á heimili þeirra mæðgna, en þá hafði ég fengið augastað á elstu dóttur hennar Valborgu. Faðir þeirra systra Eiríkur Þor- valdsson hafði farist með báti sín- um sem hann var formaður á nokkrum árum áður eða á stríðsár- unum og móðir þeirra hafði ein haldið heimilinu saman eftir það, en það var að margra dómi á þeim árum talið þrekvirki, þar sem bæt- ur voru nær óþekkt fyrirbrigði. Guðfinna tók mér afskaplega vel og urðum við fljótt mestu mátar, mér varð þó Ijóst að á heimilinu voru ákveðnar reglur og verka- skipti og dáðist ég oft að því hve hún var lagin við að fá dætur sínar til að skilja hvað það væri nauðsyn- legt að allir stæðu saman og hjálp- uðust að. Við Valborg gengum í hjónaband síðla árs 1952 og fram að þeim tíma, svo og eftir það naut ég um- hyggju og leiðbeiningar hennar í hvívetna og hafði mikið gott af. Við höfðum fengið íbúð í Hlíðunum og fluttum þangað, en Guðfinna hélt sitt heimili ásamt tveim yngri vík, maður hennar er Sigur- mundur A. Guðmundsson, þau eiga þijú börn. d) Haraldur Val- ur, f. 1968, vélfræðingur, Mos- fellssveit, kona hans er Ólína Kristín Margeirsdóttir og eiga þau tvö börn. 2) Þóra, f. 1933. Hjúkrunarfræðingur, Kópavogi, gift Tryggva Sveinssyni, stýri- manni. Börn þeirra: a) Skúli, f. 1958, verkfræðingur, Garðabæ, kona hans er Jónina Magnús- dóttir og eiga þau tvö börn. b) Sólrún, f. 1959, kennari, Sel- fossi, maður hennar er Ulfur Guðmundsson, þau eiga þrjú börn. c) Eiríkur Sveinn, f. 1963, iðnrekstrarfræðingur, Reykja- vík, kona hans er Steinunn Jóns- dóttir, þau eiga tvö börn. d) Tryggvi Þór, f. 1965, verkamað- ur, Reykjavík. e) Gisli, f. 1967, verkfræðingur, Danmörku, sam- býliskona Unnur Björk Gylfa- dóttir. Gísli á son með Kristínu Lilju Þorsteinsdóttur. 3) Elsa, f. 1936, hjúkrunarfræðingur og verslunarstjóri í Nailsea, skammt frá Bristol, Englandi, gift Samuel Fredrik Bird, út- varps- og sjónvarpsvirkja. Börn þeirra: a) Martin Fredrik Bird, f. 1962, útvarps- og sjónvarps- virki, Nailsea, b) Eiríkur Collin Bird, f. 1965, tæknifræðingur, Nailsea og Bristol, hann er kvæntur Alison Oakley. c) Rachel Guðfinna Bird, f. 1967, hárgreiðslukona og skrifstofu- maður, Bristol. d) Charmaine Patricia Bird, f. 1971, skrif- stofumaður, Bristol, sambýlis- maður Simon James. Útför Guðfinnu Gísladóttur fer fram frá Hallgrímskirkju á morgun, mánudaginn 28. sept- ember kl 13.30. systrunum og eftir að þær fóru, bjó hún alltaf á sínu heimili, síðast í Furugerði 1, þar til aldur hennar leyfði það ekki lengur og hún fékk verustað að Droplaugarstöðum. Þangað var alltaf gott að koma og var hún alltaf svo ánægð og þakk- lát þegar komið var til hennar og átti hún þar yndislegt ævikvöld og naut þar mjög góðrar umönnunar starfsfólksins. Margar sögur hafa verið sagðar um tengdamæður, bæði í léttum dúr og í alvöiu, en í okkar hjóna- bandi kannast ég ekkert við annað en góðvild og hjálpsemi af hennar hálfu, og ég man aldrei eftir að orði hafi verið hallað í samskiptum okk- ar og miklu oftar tók hún minn málstað, ef eitthvað bjátaði á, og oft var gott að eiga hana að þegar leita þurfti ráða. Með tilkomu barnabarnanna má segja, að nýr kapituli hæfist í lífi hennar, þar komu kostir hennar best í ljós í samskiptum við þau. Alltaf var hátíð þegar amma kom í heimsókn og aldrei voru vandræði þegar hún var nærstödd og margt gott var hún búin að kenna þeim, sem þau búa að enn þann dag í dag og yndislegt var að sjá hvað þau hædnust að henni, og þótti vænt um hana. Allt þetta endur- tekur sig svo aftur í langömmu- börnunum sem alltaf sóttust eftir að koma til hennar og vera með henni og er hennar nú sárt sakn- að. Að leiðariokum er í mínum huga eingöngu þakklæti til hennai- fyrir allt sem hún hefur gefið okkur af góðmennsku sinni og elsku, og allar samverustundimar þar sem minn- ingin ein lifir. Guð veri með þér. Haraldur Lúðvíksson. Elsku hjartans amma okkar. Mikið verður það skrítin tilhugs- un að geta ekki heimsótt þig á Droplaugarstaði, þú varst alltaf svo ánægð að fá heimsóknir og það var svo gaman að koma til þín. Margs er að minnast þegar við lít- um til baka; allar þær skemmtilegu stundir sem við áttum með þér. Við systkinin nutum þess að vera sam- vistum við þig, þú hafðir alltaf nóg- an tíma, kenndir okkur að spila og tefla - og að sjálfsögðu þín ánægja að láta okkur alltaf vinna. Aldrei fór maður svangur frá þér, þú sást alltaf til þess að allir fengju nóg að borða. Nýjar kleinur með kaldri mjólk voru okkar mesta uppáhald, enda bakaðir þú bestu kleinur í heimi. Þú varst alltaf boðin og búin að hjálpa öðrum og passaðir þú elsta langömmubamið þitt, hana Ing- unni, tvo vetur. Þegar Sævar fór einn vetur í Alftamýrarskóla þá fékk hann að koma til þín eftir skóla og dekraðir þú þá við harn eins og þér einni var lagið. Lan- gömmubörnin nutu þess að heim- sækja þig, Margeir Alex söng alltaf fyrir þig þegar hann kom til þín þér til mikillar ánægju. Elsku amma, við kveðjum þig með söknuði og þökkum þér fyrir allt það góða sem þú kenndir okkur og viljum enda þetta með kvæði sem þú söngst ávallt fyrir okkur fyrir svéfninn. Guð geymi þig elsku amma. Þú Guð sem stýrir starna her ogstjómarveröldinni, í straumi lífsins stýr þú mér með sterkri hendi þinni. Guðfinna Elsa, Lúðvík, Eiríkur, Haraldur Valur og fjölskyldur. „En öllum þeim er tóku við Hon- um gaf Hann rétt til að verða Guðs böm, þeim er trúa á nafn Hans.“ (Jóh. 1:12.) Þá er hún amma mín komin heim til Drottins. Eg á mínar fyrstu minningar af ömmu þegar hún gisti heima hjá okkur. Þá skriðum við bræðumir upp í til ömmu, sem svaf í stofunni. Þá sagði hún amma okkur fallegar sögur. Þegar ég var fjórtán ára út- vegaði amma mér mína fyrstu launuðu vinnu í Vörumarkaðinum, en hún bakaði kleinur fyrir fyrir- tækið. Sumarið eftir var ég alltaf í hádegismat hjá ömmu. Er þetta það sem einkenndi hennar líf með Kristi, þ.e. hún var alltaf gefandi. Það sem ég man alltaf eftir þegar ég kom er að amma var búin að draga vers fyrir alla í fjölskyldunni og lesa það fyrir hvem og einn. Þvílíkt trúartraust og þessa bless- un munum við fjölskyldan hennar erfa. Margir stólpar kirkjunnar eru og hafa verið biðjandi gamlar konur. Ég man eftir því að einu sinni gaukaði ég að henni einhverj- um smápeningi, því ég vissi að þá átti hún ekki alltof mikið af honum. En amma, þessi gjöfula mann- eskja, vildi frekar gefa aurana í kristilegt starf (KFUM), sem henni var svo kært. Reyndar var það svo mikill fógnuðm- hjá ömmu, þegar ég komst til lifandi trúar, að það fyrsta sem hún vildi gefa mér var Biblían hennar. Alltaf var hún að gefa. Strax eftir að ég komst til trúar vildi amma fá mig í KFUM, þar sem hún var virkur meðlimur. Það er ekki skrítið að amma skyldi vilja hafa dótturson sinn í sama samfélagi og hún sjálf var, en seinna sýndi Guð mér og ömmu að ég átti að vera í annarri kirkju. Það er meðal annars fyrir bænir ömmu að ég á lifandi trú í dag. Ég man einnig eftir því þegar við Steinunn báðum í fyrsta skipti með ömmu. Þakklætið var mikið og mikil bless- un. Núna undir það síðasta þótti ömmu það mjög gaman þegar við Guðfinna nafna hennar og Davíð Om komum til hennar og sungum fyrir hana lofgjörðarlög. Þakklætið og gleðin var mikil hjá ömmu. Það var svo mikil blessun í hvert skipti sem við fórum frá henni. Hún sagði alltaf: „Guð almáttugur varðveiti þig.“ Hversu mikið hlustar Guð ekki á gamla einlæga konu? Svo var líka þakklætið mikið þegar ég skrifaði vers fyrir hana í dagbók- ina. En nú veit ég að hún amma er komin heim til Jesú. Innan tíðar munum við hitta hana þar og hlökkum við til þess tíma. Lof sé Guði fyrir það. „En það er hið eilífa líf að þekkja Þig, Hinn eina sanna Guð, og Þann sem Þú sendir, Jesú Krist.“ (Jóh. 17:3.) Eiríkur Sveinn og Steinunn. GUÐFINNA GÍSLADÓTTIR Þetta bréf barst til Guðfinnu, daginn sem hún lést, frá langömmubami sem dvelur í Am- eríku. Sæl, elsku amma mín, loksins sest ég niður og skrifa þér nokkrar línur. Allt gengur vel hjá mér í Ameríku og er skólinn nýbyrjaður. Er ég sit og skrifa þetta bréf þá hugsa ég um allar þær frábæru stundir sem við höfum átt saman. Guð hefur sannarlega blessað mig mikið með því að gefa mér ömmu eins og þig. Ég er þér svo þakklát- ur fyrir það að kenna mér um guð er ég var lítill og fyrir það að lesa úr biblíunni fyrir mig. Mamma sagði mér að þér liði ekki sem best, amma mín, og ég vil að þú vitir að ég bið fyrir þér á hverjum degi og ég veit að guð mun sjá um þig því hann elskar þig eins og biblían segir: „hvorki dauði né líf, englar né tignir, hvorki hið yfir- standandi né hið ókomna, hvorki kraftar, hæð né dýpt, né nokkuð annað skapað mun geta gjört oss viðskila við ást Guðs sem birtist í Kristi Jesú Drottni vorum“. (Róm. 8: 37-39). Ég vil að þú vitir að mér þykir mikið vænt um þig amma mín og ég mun biðja Guð um að gera það sem er best fyrir þig. Þú hefur haft mikil áhrif á mitt líf og margra annarra. Ég hef aldrei séð eins mikla góðmennsku og þú býrð yfir og ég veit að Guð kann að meta það sem þú hefur gert fyrir mig og aðra. Megi Guð vera með þér að eilífu. Þinn, Sævar. Til minnar elsku langömmu á himni. Elsku amma mín, ég vildi skrifa þér nokkrar línur. Það tók mig mjög sárt þegar þú varst farin frá okkur, ég frétti það um morgun- inn, daginn sem ég ætlaði að heim- sækja þig. Ég á eftir að sakna þín alveg rosalega mikið og síðan þú fórst þá hef ég verið að hugsa um okkar góðu stundir saman. Ég man eftir því að ég kom oft um helgar til þín og líka á miðvikudög- um þegar þú áttir heima í Furu- gerði. Núna er ég flutt til Reykja- víkur og þá kom ég að heimsækja þig helmingi oftar og ég sakna þess að geta ekki heimsótt þig lengur. Mig grunar að Sigríður hafi ver- ið að segja við mig að hún sakni þín mikið og ég veit að hún var mjög hrifin af þér því að hún brosti alltaf svo stóru og blíðu brosi til þín. Ég vil að þú vitir að ég mun sakna þín og ég elska þig af öllu mínu hjarta og ég mun alltaf minnast þín í mín- um bænum og mínu hjarta. Þín Sædís Alexía. „Vitringurinn hirðir ekki um auðsöfnun. Því meira sem hann notar öðrum til blessunar, þeim mun meiri er eign hans. Þeim mun meira sem hann gefur náunganum, þeim mun ríkari verður hann sjálf- ur.“ Laó Tse. Þessi speki finnst okkur eiga einstaklega vel við Guðfinnu ömmu. Hún var einstök kona, gef- andi og kærleiksrík manneskja, sem geislaði hlýju og umhyggju til annarra. Hún safnaði ekki verald- legum auði heldur gaf ríkulega frá sér. Ekki mátti hrósa einhverju sem hún átti, þá vildi hún gefa við- komandi það. Þannig fann hún til gleði að gleðja aðra. En sem meira var, hún gaf ekki einungis af hinu veraldlega, heldur gaf hún ríkulega af sjálfri sér. Hlýjar hendur henn- ar snertu hendur þínar, faUegt bros, hrós eða hvatning sem kom beint frá hjartanu. Nálægð hennar var geislandi, jákvæð og yndisleg orka streymdi frá þessari góðu konu. Að kynnast shkum persónu- leika á lífsleiðinni er þakkarvert, því í hjarta sínu er maður mikið ríkari. Við heimsóttum ömmu tveimur dögum fyrir andlátið. Þótt hún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.