Morgunblaðið - 27.09.1998, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 27.09.1998, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1998 29 f FAÐMI FJÖLSKYLDUNNAR Frá vinstri, Ragnar H. Ragnar, Hjálmar Helgi, Sigríður yngrí, Anna Áslaug og Sigríður Jónsdóttir. Myndin er líklegast tekin um 1956 í Smiðjugötu 5, ísafirði. H JÓNIN Sigríður Jónsdóttir og Ragnar H. Ragnar á sextugsafmæli hans. yfir landamærin til Dakota í Bandaríkjunum. Þar bjó hann unz hann gekk til liðs við Bandaríkjaher í seinni heimsstyrjöldinni. Ragnar var fimmtugur að aldri þegar hann hóf annað ævistarf sitt sem skólastjóri Tón- listarskólans á Isafirði, sem var stofnaður 10. október 1948. Tónlistarskóli ísafjarðar, sem er tengdur nafni Ragnars H. Ragnar órjúf- andi böndum, verður því hálfrar aldar gamall á þessu hausti. I ársriti Sögufélags ísfirðinga (38. árgangur, 1998) birtist ítarlegt og íróð- legt ágrip af sögu Tónlistarskóla ísafjarðar eftir Björn Teitsson, skólameistara. Sú saga staðfestir það sem Þórir Þórisson, tónlistar- skólastjóri, sagði í áður tilvitnaðri grein, að kennsla Ragnars byggðist á „þrauthugsaðri heimspeki“ enda skilaði hann árangri sem brátt vakti þjóðarathygli. í frásögn sinni af kennsluháttum Ragnars við tónlistarskólann styðst Björn Teitsson við ritgerð eftir Hjálm- ar Helga, tónskáld, son Ragnars, en hann naut handleiðslu fóður síns frá ungum aldri eins og systur hans, Anna Aslaug, píanóleik- ari, og Sigríður, núverandi skólastjóri skól- ans. í þessari frásögn kemur fram að Ragnar var mótaður af bandarískum kennsluaðferð- um, en þær voru talsvert frábrugðnar þýska skólanum sem ríkjandi var við píanókennslu í Reykjavík. Bandarískar nótnabækur fengust lengi vel ekki á Islandi nema í Bókaverslun Jónasar Tómassonar á Isafirði. Ragnar lagði áherslu á að fá börnin í skólann til náms þeg- ar frá 5-6 ára aldri. Var mælst til þess að a.m.k. annað foreldrið fylgdist mjög náið með náminu og kæmi í spilatíma með barn- inu. Fræg eru þau ummæli Ragnars úr skóla- setningarræðu að skóli væri ekki hús heldur fólk. En heimili þeirra Ragnars og konu hans, Sigríðar Jónsdóttur frá Gautlöndum, var líka skóli. Vegna þess að skólinn hefur alla tíð bú- ið við þröngan húsakost var ævinlega kennt á heimilinu. Þar við bættust síðan „samæfing- arnar“, sem ævinlega voru haldnar á sunnu- dögum, þegar aðrir menn og makráðari taka sér gjaman hvíld frá daglegum störfum. Sín- gjörn hugmyndafræði af því tagi var hins vegar ekki viðurkennd í skóla Ragnars H. Þar var ekki til siðs að fara í manngreinarálit eftir ólíku gáfnafari eða heimanfengnum hæfileikum nemenda. Allir lutu sömu kröfum og sama aga. Boðorðið var aðeins eitt: Að vinna sitt verk eftir bestu getu. Minna var ekki nógu gott. Á samæfingunum léku nemendur hver fyr- ir annan. Þær tíðkuðust allt frá fyrsta starfs- ári skólans. Samæfingar voru ávallt vikulega hjá yngri nemendum. En þegar fjölgaði til muna í skólanum voru þær tvisvar til þrisvar í mánuði hjá þeim eldri. Ætlast var til þess að allir nemendur kæmu undantekningarlaust á samæfingar og hlustuðu þá hver á annan flytja án nótna lög sem þeir höfðu lært utan- bókar. Samæfingarnar voru ásamt hljómleik- um drifkrafturinn í námi barnanna, enda kepptust þau yfirleitt allan veturinn við að undirbúa sem flest lög fyrir þessar tíðu og reglubundnu æfingar. Nemendur komu ævinlega prúðbúnir til samæfinga og fengu í leiðinni smám saman æfingu í sviðsframkomu. Ragnar kynnti nem- endurna og verkin sem þeir skyldu leika. At- hugasemdir um frammistöðu þeirra skráði hann í sérstaka „leynibók“, sem engir fengu að sjá. Tilgangur athugasemdanna var að greina, hvort nemandinn hefði tekið framfór- um. Ef nemanda fór ekki fram hjá öðrum kennara, kom fyrir að Ragnar tæki nemand- ann til sín. Enginn vafi er á því að samæfing- arnar höfðu mikið uppeldislegt gildi. Fyrir utan sjálfan tónlistai-flutninginn lærðu nem- endur frá unga aldri að koma fram kurteis- lega opinberlega og að hlusta á tónlist. Ragnar mun hafa byrjað að halda samæf- ingar á meðan hann var í Ameríku. Óvíst er hvaðan hann fékk þá hugmynd að hafa þær með þessu sniði. Þetta fyrirkomulag tíðkaðist ekki í öðrum tónlistarskólum, þótt víða finnist dæmi um músíkfundi eða skólatónleika, sem valdir nemendur, þeir bestu, hafa komið fram á, en ekki allir nemendur eins og hjá Ragnari. Ragnar lagði á það ríka áherslu við nem- endur sína að sá sem ætlaði sér að verða frambærilegur tónlistarmaður þyrfti áðm- að hafa aflað sér góðrar almennrai- menntunar. Hann vildi því helst ekki að nemandi ein- skorðaði sig við tónlistarnám fyrr en t.d. eftir stúdentspróf. Ragnar og Sigríður fögnuðu eindregið stofnun Menntaskólans á ísafirði árið 1970 og tókst frá öndverðu náið samstarf milli skólanna. Reyndar fór það ekki fram hjá neinum, sem til þekkti, að þeir menntaskóla- nemendur, sem notið höfðu handleiðslu Ragnars í tónlistarnámi, sköruðu að öðru jöfnu fram úr í öðru námi jafnhliða. Ragnar fylgdist sjálfur með iðni, ástundun og framfórum hvers einasta nemanda frá viku til viku. Kunnur tónlistarmaður, Jakob Hallgrímsson, fiðluleikari, sem naut hand- leiðslu Ragnars í þrjú ár, hefur látið hafa eft- ir sér, að kerfisbundnari vinnubrögðum og strangari kröfum hafi hann ekki kynnst fyrr en í konservatoríinu í Moskvu. Ekki amaleg umsögn það. Hróður Tónlistarskóla ísafjarðar undir stjórn þeirra Ragnars H. og Sigríðar fór vax- andi alla þeirra tíð enda fjölgaði nemendum og kennurum jafnt og þétt. Árangur Ragnars sem kennara og skólastjóra fór ekki framhjá öðrum tónlistarmönnum, né heldur sá ein- staki menningarbragur, sem setti svip sinn á skólahaldið. Halldóri Haraldssyni, píanóleik- ara, varð á tímabili tíðfórult til ísafjarðar til tónleikahalds og hafði náin kynni af kennslu Ragnars og skólastjórn. Hann kemst svo að orði: „Ragnar var enginn venjulegur kennari í píanóleik. Hann var gæddur gáfum hins sanna listamanns, sem tókst að opna augu nemenda sinna fyrir undraheimum tónlistar- innar. I kennslu hans fór saman mikill agi og virðing fyrir viðfangsefninu. En hann bjó einnig yfir hinum sjaldgæfa hæfileika að geta kveikt eld, mismikinn að sjálfsögðu, í hugar- fylgsnum nemandans, sem gerði honum auð- veldara að komast áfram í námi sínu, þrátt fyrir erfiða hjalla. Þannig sáði Ragnar sáð- kornum tónlistarinnar viða, mörg þeirra hafa þegar borið ríkulegan ávöxt, önnur bíða síns tíma.“ Síðan bætir Halldór við: „Það er óum- deilanleg staðreynd, að enginn tónlistarskóli utan höfuðborgarinnar hefur sent eins marga nemendur í píanóleik til framhaldsnáms við Tónlistarskólann í Reykjavík og Tónlistar- skóli Isafjarðar. Vegna starfa [Ragnars] hljómar nafnið Isafjörður á sérstakan hátt í eyrum tónlistarunnenda." 4. Á heimsstyrjaldarárunum síðari gerðist þessi hirðmaður tónlistargyðjunnar, Ragnar H. Ragnar, sjálfboðaliði í Bandaríkjaher. Þannig tók hann á örlagatímum virkan þátt í baráttu frjálsborinna manna gegn menning- arfjandskap og villimennsku nasismans. Og fetaði í fótspor Byrons, enda báðir ákafir unnendur þeirrar heiðríkju hugans, sem berst til okkar gegnum aldirnar í snilldar- verkum hellenskrar hámenningar, þangað sem vestræn menning sækir lífsmagn sitt. Þegar hér var komið sögu var Ragnar kominn vel á fimmtugsaldur og því miklu eldri en vanalegt er um menn, sem kvaddir eru til herþjónustu. En hann var vel á sig kominn líkamlega, sem ekki veitti af, því að hann var þjálfaður til eyðimerkurhernaðar í Suðurríkjunum og bjóst við að verða sendur til Afríku, þar sem hersveitir Rommels sóttu fram. Herdeildin hans var send þangað og týndi þar nær hver maður lífi. Ekki verður feigum forðað né ófeigum í hel komið. Ragn- ars biðu önnur örlög. Hann steig aldrei á land við sunnanvert Miðjarðarhaf. Skyndilega og án útskýringa var hann fluttur úr herdeild sinni og settur um borð í herskip, sem lét úr höfn í Boston. Enginn hermannanna vissi hvert fórinni væri heitið. Þegar líða tók á siglinguna tóku menn eftir að kólnaði í veðri. Nótt eina heyrði Ragnar her- menn á þiljum uppi tala um að ísjaka bæri fyrir augu. Þegar hann gengur upp á þiljur og svipast um í dimmri ágústnóttinni sá hann Snæfellsjökul rísa úr sæ og bera við himin. Eftir rúmlega tveggja áratuga útivist á slétt- um Ameríku var hann skyndilega kominn heim, en á þeim árum átti hann þess tæplega von að líta ættland sitt aftur. Á íslandi var Ragnar trúnaðarmaður Bandaríkjastjórnar til stríðsloka með aðsetri í Reykjavík. Ragnar mat alla tíð mikils þá þjálfun og lífsreynslu sem hann naut undir merkjum bandaríska hersins, í þeim hildarleik sem þá var háður um framtíð vestrænnar siðmenn- ingar. Það er eftir honum haft „að hann hafi verið latur framan af ævi, en herþjónustan heíði gert sig að manni." Og vísaði til þess að í herþjónustunni hefði honum lærst að skipu- leggja líf sitt og byggja upp starfsþrekið. Á stríðsárunum tók Ragnar að sér að stjóma söngflokki Þingeyingafé; lagsins í Reykjavík. í þeim blandaða kór tók- ust kynni með honum og Sigríði Jónsdóttur frá Gautlöndum í Mývatns- sveit. Þau gengu í hjóna- band 21. júlí 1945. Að styrjöldinni lokinni sett- ust þau að í bænum Gardar í Norður-Dakota þar sem Ragnar hóf tón- listarkennslu í íslend- ingabyggðum. Haft hef- ur verið á orði að Ragnar hafi leitað langt yfir skammt að konuefni sínu, því að tæplega hálf dagleið er á milli Gaut- landa og Ljótsstaða í Laxárdal. Sporin milli Ljótsstaða og Gautlanda reyndust hins vegar gæfuspor. Eftir áð þau hjón snera aftur heim til að veita forstöðu Tónlistai-skólanum á ísafirði stóð heimili þeirra lengst af hin síðari ár í Smiðjugötu 5. Heimili Ragnars og Sigríðar og þess atgervisfólks, sem þau hafa fóstrað, var áratugum saman mesta menningarheimili sinnar samtíðar á íslandi. Milli þeirra hjóna ríkti ástríki, gagnkvæm virðing og glaðværð, sem geislaði af. í meira en fjóra áratugi hafa hundruð æskumanna hvaðanæva af landinu gengið þar um stofur og notið handleiðslu húsráðenda, velvildar og örlætis. Á hverri einustu helgi allan þann tíma sem skólinn starfaði á ári hverju, endurómaði þetta hús af tónlist svo að undir tók í fjöllunum. Á kyrrlátum skammdegisnóttum áttu þau hjónin athvarf frá daglegum erli og gesta- gangi í bókasafninu í Smiðjugötu, sem var á sumum sviðum eitt hið merkasta í eigu ein- staklings á íslandi. Ragnar var frá ungum aldri ástríðufullur bókasafnari. Fyrir utan fá- gætar fyrstu útgáfur öndvegisrita átti hann bezta safn sem til var í landinu (a.m.k. utan Þjóðarbókhlöðu) bóka og tímarita eftir Vest- ur-íslendinga. Og það var ekki lftið að vöxt- um, því að á árunum milli heimsstyrjaldanna voru fleiri bækur gefnar út á íslenzku í Vest- urheimi en á móðurlandinu. Það var í bóka- stofu Ragnars H. sem núverandi sendiherra íslendinga í Kanada lærði að skilja og meta að verðleikum það afrek landa okkar í Vest- urheimi, að halda uppi sjálfstæðu og lifandi menningarlífi í framandlegu umhverfi og oft við öndverðar aðstæður. Allir þeir listamenn, tónlistarmenn, skáld, rithöfundar, fræðimenn og stjórnmálamenn, sem leið áttu um Isafjörð á þessum áratug- um, nutu gestrisni Ragnars og Sigríðar og andlegrar uppörvunar af leiftrandi samræð- um og andríki húsráðenda. Við Bryndís eig- um ógleymanlegar minningar úr þessu húsi, sem stóð okkur opið frá fyrsta degi á ísafírði, þai- sem við leituðum eftir og fundum hug- hreystingu og uppörvun í gleði og sorg. Löngu eftir að þau hjón eru öll gætir áhrifa þessa menningarheimilis áfram í lífi og verk- um þeirra lánsömu barna, sem þau hjón hafa fóstrað og komið til nokkurs þroska. Það leikur ljómi um líf þessara hjóna. Sam- starf þeirra bregður birtu yfir samtíð og um- hverfi - birtu sem seint mun fölskvast. Laugardaginn 26. september hélt Sinfóníu- hljómsveit Islands sérstaka tónleika á ísa- firði til að heiðra minningu þein-a hjóna, Ragnars H. Ragnar og Sigríðar Jónsdóttur frá Gautlöndum. Við það tækifæri flutti Sig- rún Hjálmtýsdóttir óperusöngkona hið fagra sönglag Ragnars, Hjarðmærin, við texta Steingríms J. Thorsteinssonar. Menntamála- ráðherra heiðraði samkomuna með nærveru sinni. Síðar sama dag var tekin skóflustunga að nýjum hljómleikasal, sem á að rísa sem viðbygging við núverandi húsnæði Tónlistar- skólans, þar sem áður var Húsmæðraskóli ís- firðinga. Við Bryndís biðjum fyrir kveðjur úr fjar- lægð til íjölskyldu Ragnars H. og Sigríðar, til nemenda og kennara Tónlistarskólans og til allra vina og vandamanna þeirra heiðurs- hjóna, sem við minnumst í dag þakklátum huga. Guð blessi minningu Ragnars H. Ragnar og Sign'ðar Jónsdóttur frá Gautlöndum. HSíundur er sendiherra i Bandaríkjunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.