Morgunblaðið - 27.09.1998, Page 26

Morgunblaðið - 27.09.1998, Page 26
26 SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ „HAMINGJAN ER í HANSTHOLM“ „Ég vil hvergi annars staðar vera“ HEIMILI Þuríðar Margrétar Haraldsdóttur, móður Hrafnhildar Þorsteinsdóttur, er vel búið hús- gögnum, þó sjálf segi hún að þetta sé nú bara keypt notað. I stofunni er fullt af bókum, sem eru ekki næm eins algeng sjón á dönskum heimilum og þeim íslensku. A veggjunum hanga útsaumsmyndir, sem bera myndarskap húsmóður- innar fagurt vitni, og eins er um ljúffengu kleinurnar. „Já, það er sjálfsagt að halda í siði, sem maður er vanur,“ segir Þuríður, „en það er annars ekkert sérstakt matarkyns, sem ég sakna frá íslandi. Lambahausarnir kosta ekki neitt hér, því Danir nýta ekki sviðin, lambakjötið er gott, þótt það sé grófara en það ís- lenska. Saltkjöt getur maður út- búið sjálfur og það er örugglega hægt að taka slátur, því hér er hægt að kaupa allt beint frá bændunum. Fiskinn kaupi ég úr bátunum.“ Alveg síðan Þuríður dvaldi um tíma í Kaupmannahöfn sem ung stúlka hefur hún haft útþrá. Þeg- ar dætur hennar tvær voru komn- ar til Hanstholm og hún var að missa leiguíbúðina á íslandi þá ákvað hún að stökkva fremur en hrökkva. „Leiguhúsnæði á Islandi er ótryggt og engir möguleikar á traustri langtímaleigu eins og hér ytra.“ Heima var hún í fískvinnu og aðeins með mikilli yfírvinnu tókst henni að láta enda ná sam- an. í Hanstholm lifir hún góðu lífi á dagvinnunni. Eigið húsnæði í Hanstholm Á íslandi fékk hún sextíu þús- und íslenskar útborgaðar á mán- uði eftir skatt og þá var bónusinn meðtalinn. í Danmörku hefur hún 9.600 DKR á mánuði eftir skatt og segist lifa góðu lífi. Hún hafði lengi haft í huga að flytja, en hafði hugsað sér að spara saman til að hafa eitthvað í handraðanum, en það var aldrei neitt aflögu. Þegar ákvörðunin var tekin seldi hún húsgögnín en tók með sér sjón- varp, rúm, hljómflutningstæki og þvottavél. Þuríður kom út í apríl í fyrra, fékk strax vinnu, en það tók tíma að fmna húsnæði. Fyrst bjó hún hjá dóttur sinni, fékk svo leigu- íbúð, en réðst svo í að kaupa 99 fermetra hús með um 800 fer- metra lóð og bílskúr, „þó bílinn vanti reyndar," bætir hún við með bros á vör. Þess í stað hefur hún hjólað. „Það er allt öðru vísi staðið að húsakaupum hér en á Islandi. Húsið kostar 5 milljónir íslenskar og útborgunin var 250 þúsund. Ég átti ekki fyrir útborguninni, en bankinn veitir fimm ára lán fyrir henni. Afgangurinn er svo lang- tímalán." Og Þuríður kann vel að meta að dregið er af laununum jafnt og þétt fyrir fóstum greiðsl- um. „Þá'jafnast öll gjöld út og maður þarf ekkert að hugsa.“ Á íslandi var Þuríður búin að kaupa fleiri en eina íbúð, en neyddist alltaf til að selja áður en hún náði að eignast þær. Og fé- lagslega húsnæðiskerfið á íslandi dugir ekki til, því íbúðir þar séu alltof dýrar. „Þeir sem þurfa helst á því að halda hafa ekki efni á því,“ segir hún. „Svo vinnur fólk svart eins og það getur,“ segir Þuríður „og dregur þannig undan fé frá sam- eiginlegum sjóðum þjóðfélagsins. Ég get alveg viðurkennt að það gerði ég líka. Það eru tvær þjóðir á Islandi. Verkafólk hefur ekki efni á að kaupa sér bíl, en geiir það samt og veltir skuldunum á undan sér. Fólk fer til útlanda þótt það hafi ekki efni á því og setur allt á greiðslukort. Svo falla lánin á þá sem hafa skrifað upp á. Hér þarf enga ábyrgðarmenn, því ábyrgðin er í fasteignunum og það er treyst á lántakendur sjálfa." Veðrið er mun betra En lífið í fiski er ekki bara vinna, heldur einnig atvinnu- leysi. Á Islandi vai- lítil vinna undir það síðasta hjá Þuriði, „bara tveir eða þrír dagar í viku og svo vorum við send heim.“ At- vinnuleysisþæt- urnar á Islandi voru þá 46 þús- und á mánuði, en í Danmörku segir Þuríður þær vera yfir áttatíu þús- und íslenskar. „Það kemur auð- vitað líka íyrir hér að maður er sendur heim, en maður kemst þá samt af. í vetur var ég heima frá nóvemberlokum fram í marslok. Á þeim tíma lifði ég á bótum og það gekk alveg upp.“ I vetur ætlar hún með Hrafnhildi dóttur sinni á þýskunámskeið, enda stutt að skreppa til Þýskalands. Sumarfrí- ið er þrjár vikur og síðan eru tvær vikur teknar að vetri til og það kann Þuríður að meta. Einnig að stutt er til annarra landa. „Heima komst maður aldrei neitt. Orlofið var borgað út í maí og fór í skuldir svo þegar að sumarfríinu kom var ekkert eftir. Ég komst svona einu sinni á fimm ára fresti að heim- sækja móður mína, sem býr fyrir austan. Ætli ég komist nokkuð sjaldnar héðan.“ Hátíðisdagar eru ekki borgaðir út jafnóðum, heldur er þeim safnað saman og þeú- borgaðir út í desember. Lífið í Hanstholm á almennt vel við Þuríði. „Skógurinn, trén og blómin höfða til mín. Það eru sum- ir sem segja að það sé líkt hér og á Islandi, en munurinn er að það er svo miklu hlýrra hér. Sem bet- ur fer er gola á sumrin, en á vet- urna eru miklar stillur. Ég vildi ekki búa í stærri bæ. Hér er stutt í sveitina og fólk er jafnvel með hænsni í bakgarðinum. Ég vakna við hanagal á morgnana.“ Og ekki spillir fyrir að vinnudeginum lýk- ur kl. 15. Á sumrin er þá hægt að fara á ströndina eftir vinnu, því í nágrenninu eru nokkrar af bestu baðströndum Danmerkur. Það fer ögn í taugarnar á Þuríði að heyra íslenska stjórnmálamenn tala um hvað allt gangi óskaplega vel á íslandi. Þeir hafi ekki þurft að bjarga sér á verkamannalaun- um, sé sama um verkalýðinn og finnist kjörin fyrir þá, sem ekki hafa lært neitt, alveg nógu góð. „Ég fer ekki aftur til íslands fyrr en kannski á dönskum ellilaunum, en alveg örugglega ekki til að vinna sextíu tíma á viku eins og áður.“ RÁÐHÚSIÐ í Hanstholm. freistar mín tví- mælaiaust ekki að fara til íslands“ Morgunblaðið/Sigrún Davíðsdóttir MÆÐGURNAR Hrafnhildur Þorsteinsdóttir og Þuríður Margrét Haraldsdóttir. Danir afslapp- aðir, Islending- ar snobbaðir „ÉG VERÐ hér áfram, enginn vafi á því. Ég fer bara í heimsókn heim til Islands," segir Hrafn- hildur Þorsteinsdóttir. Þegar rætt var við hana fyrir þremur árum var hún búin að búa í rúmt ár í Hanstholm ásamt dóttur sinni Alexöndru, sem nú er átta ára. Líkt og þá sá hún marga kosti við að búa þarna. Mesti munurinn er fjárhagsafkoman. Heima var hún alltaf í mínus, en nú er afkoman betri, bæði af því að launin eru betri en líka af því hún hefur lært nægjusemina af Dönum, sem leggja minna upp úr veraldlegum gæðum en hún átti að venjast að heiman. Hún er flutt í nýja og stærri íbúð síðan síðast. Hún átti aldrei í vandræð- um með dönskuna þvi hún bjó í Svfþjóð sem krakki, vinnur nú í fiski hjá góðu fyrirtæki, auk þess sem hún er stundum fengin til að vera túlkur ef á þarf að halda. Móðir og systkin bæst í hópinn Á sínum tíma fiutti hún ein með dóttur sinni, en frændi hennar og konan hans fluttu um líkt leyti. Nú hefur heldur betur bæst við af fjölskyldunni. Yngri systir Hrafnhildar flutti út í árs- lok 1996 og móðir hennar, Þuríð- ur Margrét Haraldsdóttir, flutti í fyrravor. I janúar í ár bættist bróðir Hrafnhildar í hópinn og kærasta hans og þau eignuðust nýlega sitt fyrsta barn. Heima eru tveir bræður eftir, sem ekki sýna á sér neitt fararsnið. Alex- andra þrífst hið besta, spjarar sig auðvitað eins og innfædd á dönskunni, á danskar vinkonur og er á kafi í hestamennsku. Á íslandi var Alexandra í leik- skóla og Hrafnhildur vann í físki. Á þeim tíma dugðu launin vart fyrir fæði, klæðum og leigu, en nú er reikningurinn alltaf í plús. í leigu borgar hún 3.500 danskar krónur með hita, en fær 1.400 krónur í leigubætur, svo nettó- Ieigan er 2.100 krónur. Hún hef- ur 8-9 þúsund danskar krónur á mánuði fyrir dagvinnu, sem hún segir að sé miklu meira en heima. Hún er með sjónvarp og myndbandstæki á leigu. í því felst að leigan er borguð yfir ákveðið tímabil, en svo eignast fólk hlutina. Þvottavél eignaðist hún á þennan hátt á þremur ár- um með því að borga 200 krónur á mánuði. Kosturinn er að ef tækin bila á meðan verið er að borga af þeim sér seljandinn um að út- vega ný í staðinn. Þessi mögu- leiki gildir um öll heimilistækin. Hrafnhildur segist verða vör við að ýmsir séu að hugleiða að færa sig um set. Ekki til íslands, heldur til annarra bæja í Dan- mörku. Sjálf vildi hún gjarnan flytja í stærri bæ með fjölbreytt- ari atvinnumöguleikum, en hikar við það, því dóttir hennar er svo firna ánægð í Hanstholm. Heimflutningur freistar ekki „Það freistar mín tvímælalaust ekki að fara til Islands að vinna á verkamannalaunum. Ég held ég hefði varla efni á að veita dóttur minni tækifæri til að vera í hestamennsku heima.“ Reiðskól- inn með dönskum hestum utan við Hanstholm kostar 200 krónur danskar á mánuði. Bíll frá reið- skólanum sækir og keyrir krakk- ana. Fyrir tveimur árum fór Hrafn- hildur í heimsókn til íslands í þrjár vikur. Eftir tveggja vikna dvöl segist hún hafa verið búin að fá nóg og var komin með heimþrá til Danmerkur. „Mér fannst hugsunarhátturinn á Is- landi svo ótrúlega staðnaður og fólk snobbað. Danir eru svo af- slappaðir, til dæmis í klæðaburði. Hér er ekkert stress eða fólk að eltast við að vera fínni en ná- granninn. Á íslandi er ekki hægt að vera nógu fínn. Hér er hægt að fara út í búð í fiskigallanum angandi af físklykt. Á íslandi er ekki hægt að láta sjá sig öðruvísi en að vera búinn að fara í bað og helst að mála sig.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.