Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 50
ír 50 SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AMKEPP UNI SLAGORÐ OG MERKI ferðaþjónustu á Vesturlandi Atvinnuráðgjöf Vesturlands og Ferðamálasamtök Vesturlands auglýsa eftir hugmyndum að slagorði og nýju merki (logo) fyrir ferðaþjónustu á Vesturlandi. Hugmyndinni skal skila a.m.k. með greinilegu uppkasti og greinargerð, en ekki er nauðsynlegt að út- færa hana til birtingar. Þátttakendur hafa frjálst val um inntak hug- myndanna, en þær þurfa að vera stílhreinar og einkenni Vestur- lands, (sagan, jöklarnir, vötnin, náttúran), þurfa að koma fram á ein- hvern hátt. Lögð er áhersla á að nýtt merki og slagorð henti til auð- kenningar á kynningarefni, bréfsefni og nafnspjöld. Logo og slagorð þarf að vera auðvelt að nota í svart/hvítu, sem og til þýðingar á önnur tungumál. FRÁGANGUR: Hugmyndum skal skilað á A4-örkum. Hver hugmynd skal merkt í neðra hægra horni með fimm stafa tölu. Lokað umslag sem inniheldur nafn höfundar, heimilisfang og síma- númer, skal fylgja með, merkt sömu fimm stafa tölu og hugmyndin. SKIL: Hugmyndir skulu póstlagðar til Atvinnuráðgjafar Vestur- lands, b.t. Sigríðar H. Theodórsdóttur, Bjarnarbraut 8, 310 Borgar- nesi, eigi síðar en 30. september nk. VAL: Dómnefnd skipuð þremur einstaklingum vinnur úr hug- myndum. Veitt verða ein verðlaun, hundrað þúsund krónur, fyrir bestu hugmyndina. Verðlaunahugmyndin verður eign Atvinn- uráðgjafar Vesturlands, sem áskilur sér allan rétt til að nýta hana til birtingar á kynningarefni Ferðaþjónustu Vesturlands eða á öðrum vettvangi. Framtíðarsýn í lagnamálum Námstefna um lagnir og val á lagnaefni Grand Hólel í Reykjavík 1. og 2. október 1998 Haldin af Samorku ísamstarfi við Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins, Iðntœknistofnun, Lagnafélag íslands, Filag pípulagningameistara, Félag byggingarfulltrúa, Félag byggingarefna- og húsmunakaupmanna, Tœknifrœðingafélag íslands og Verkfrœðingafélag íslands Fimmtudaeurinn 1. október 13.00 Setning námstefnu; Guðrún Hilmisdóttir, Samband íslenskra sveitarfélaga Fundarslióri: Jóhann Bergmanna, Vatnsveita Revkjanesbœjar 13.15- 13.40 Vatnstjón ó íslandi Daníel Hafsteinsson, Samband íslenskra tryggingarfélaga 13.40- 14.05 Flokkun hitaveituvatns og ferskvatns eftir efnasamsetningu Hrefna Kristmannsdóttir og Magnús Ólafsson, Orkustofnun 14.05- 14.45 Mismunandi tæring og tæringavaldar Kate Nielsen, Danmarks Tekniske Univeristet Fundarstióri: Erlendur Hjálmarsson, Félag byggingarfulltrúa 15.15- 15.40 Ný byggingarreglugerð og lög Viðar Már Aðalstcinsson, byggingarfulltrúi Reykjanesbæ 15.40- 16.05 Reglugerð um viðskipti með byggingarvörur og vottun lagnaefnis og vottunarmerkingar Einar Þorsteinsson, Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins 16.05- 16.30 Sjónarmið lagnaefnissala á vottun Grétar Leifsson, Félag byggingarefna-og húsmunakaupmanna 16.30- 16.55 Væntanlegur Evrópustaðall um neysluvatnslagnir EN806-1,2 og 3 Páll Valdimarson; prófessor Háskóla íslands Fösluda gurinn 2. október Fundarstióri: Jón Sigurjónsson, Rannsóknastofnun bvggingariðnaðarins 09.00- 09.25 Kostir og gallar mismunandi lagnaefna Ásbjörn Einarsson, efnaverkfræðingur 09.25- 09.50 Galvaniseruð rör - tæring og tæringavarnir Sigurður Sigurðsson, Verkfræðistofan VGK 10.20- 10.45 Plastlagnir og plastefni Páll Ámason, Iðntæknistofnun íslands 10.45- 11.10 Eirlagnir Ragnheiður Þórarinsdóttir, Iðntæknistofnun íslands 11.10- 11.35 Nýir kostir í lagnaefni Ragnar Gunnarsson, Verkvangi hf Fundarstióri: Kristián Ottósson, Lagnafélag tslands 13.00- 13.25 Lagnaefni í dreifikerfi hitaveitna og vatnsveitna Öm Jensson, Hitaveita Reykjavíkur og Pétur Kristjánsson, Vatnsveita Reykjavíkur 13.25- 13.50 Samvinna í lagnamálum Guðmundur Þóroddsson, Vatnsveita Reykjavíkur 13.50- 15.30 Vinnuhópar starfa; 1) Vatnstjón og öryggismál 2) Reglugerð, ábyrgö og vottun 3) Lagnaefni og efnisval 4) Samvinna i lagnamáium, Hópstjórar: Hreinn Frimannsson, Hitaveita Reykjavíkur, Magnús Sœdal, byggingarfulltrúi Reykjavík, Siguröur Grétar Guðmundsson, Félag pípulagningameistara, Þórður Búason, iMgnafélag tslands 15.30- 16.00 Niðurstöður vinnuhópa Niðurstöður fundarins. Eiríkur Bogason, Samorka 16.15 Námstefnuslit Námstefnustjóri: María J. Gunnarsdóttir, Samorka Skráning á námstefnuna er hjá Samorku í síma 588 4430 SAMORKA SAVITÖK RAFORKU-, HITA- OQ VATNSVEITNA Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur Vettvangur fólks f fasteignaleit . mbl.is/fastefgnir í DAG VELMKAJVPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til fóstudags Idýfíngar við altarisgöngur ÉG ÞAKKA fyrirspum á þessum stað um atferli við altarisgöngur og biðst velvirðingar á því hve dregist hefur að svara. Spurt var um þann sið sem víða er við- hafður í seinni tíð að dýfa oblátunni í kaleik- inn áður en hennar er neytt. Þessi siður hefur tíðkast alllengi í kirkj- unni og tók að ryðja sér til rúms hér á landi á 9. áratugnum. Að tilhlutan helgisiðanefndar leyfði þáverandi biskup að þessi háttur væri hafður á. Þetta var á tímum þegar umræður voru all háværar um sóttvamir, fólk skirrðist við að bergja á sameiginlegum kaleik, og ekki alls stað- ar unnt að koma við notkun sérbikara. ídýf- ingaraðferðin varð því brátt vinsæl og hefur án efa átt þátt í því að þátt- takendum hefur fjölgað svo mjög við altarisgöng- ur sem raun ber vitni. Það er að mínu mati gleðileg þróun í okkar kirkju. Við fámennari altarisgöngur er víðast bergt á sameiginlegum kaleik. Það er vissulega æskilegt, og það atferli sem er í bestu samræmi við það sem upphaflega tíðkaðist. En það sem mestu varðar er ekki hið ytra atferli, heldur að hlusta eftir fyrirheitum Krists um návist sína í helgri máltíð altarisins. Og að geta þar sagt og játað með kirkjunni hans: í sakramentinu sé ég þig svo sem í líking skærri, með náð mér nærri. Ó, hvað gleður sú ásýnd mig, engin finnst huggun stærri. (Hallgrímur Pétursson, Pass. 21) Karl Sigurbjörnsson. Afmælisrit KFUM og KFUK - átt þú myndir? UM þessar mundir er verið að vinna að ritun sögu KFUM og KFUK í 100 ár. Áætlað er að vandað rit komi út á næsta ári en félögin voru bæði stofnuð árið 1899. Til þess að vel takist til er nauðsynlegt að myndefni bókarinnar verði fjölbreytt og spanni sem flest tíma- skeið í starfi félaganna. Eflaust luma ýmsir á myndum sem tengjast starfí þessara félaga eða eiga jafnvel gögn sem best væru komin í varð- veislu þeirra. Allar ábendingar um slíkt væru vel þegnar og má í því sambandi hafa sam- band við skrifstofu KFUM og KFUK við Holtaveg, sími 588 8899. Þeir sem vilja tryggja sér eintak af bókinni og vera á heillaóskaskrá bókarinnar geta einnig haft samband við skrif- stofuna og fengið nánari upplýsingar. Launamál sjómanna VELVAKANDA barst eftirfarandi: „í Bréfi til blaðsins í Morgunblaðinu fimmtu- daginn 24. september er grein eftir Leó M. Jóns- son sem nefnist „Eru þessi hlutföll í lagi“ en þar fjallar hann um launamál sjómanna. Vil ég gera athugsemd við það sem Leó skrifar: „... með fullri virðingu fyrir fiskimönnum, ekk- ert eðlilegt við 1100 þús. kr. mánaðartekjur manna..." Vil ég benda Leó á að þarna er verið að tala um mettúr. Sjómenn búa við mikið óöryggi í launa- málum, það er aldrei vit- að fyrirfram hver mán- aðarlaunin eru, þau geta jafnvel fallið niður í 55 þús. kr. á mánuði. Leó ætti að hafa samband við sjómennina á Arnari og vita hver mánaðarlaun þeirra verða næstu mán- uði og kynna sér launa- mál þeirra á ársgrund- velli. Sjómenn eru kannski með 3-4 milljón- ir í árstekjur sem er ekki mikið miðað við þeirra vinnu og fjarvistir frá heimili dögum eða vikum saman.“ Sjómannskona. Sammála áhorfanda “ÉG er sammála áhorf- anda sem skrifar í Vel- vakanda fímmtudaginn 24. september þar sem hann gagnrýnir þáttinn „ísland í dag“. Þetta er eins og talað út úr mín- um munni. Annað hefði mátt koma fram í pistlin- um en það er að Þor- steinn J. er oft svo dóna- legur að það nær ekki nokkurri átt.“ Annar áhorfandi. Tapað/fundið Silfurkross týndist SILFURKROSS úr víravirki týndist laugar- daginn 12. september á leiðinni til Akureyrar, annaðhvort á Reykjavík- urflugvelli eða í flugvél- inni. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í síma 555 3207. Dýrahald Kettlingur óskar eftir heimili ÓSKA eftir góðu heimili fyrir 4ra mánaða kett- ling vegna ofnæmis á heimili. Upplýsingar í síma 562 7848. Lítil hvít kisa í óskilum LÍTIL hvít kisa með bláa ómerkta ól, fór und- ir bíl í Lönguhlíð þann 15. september. Var hún flutt á Dýra- spítalann þar sem hún bíður eiganda hress og kát. Allur kostnaður við Dýraspítalann er upp- gerður. íslensk tík týndist ÍSLENSK tík, eins og hálfs árs, týndist í Hafn- arfirði sl. fimmtudags- morgun. Hún er ljósbrún með hvítan koll. Þeir sem hafa orðið hennar varir hafi samband í síma 555-4431. Gulur loðinn fress týndist GULUR, ljósbrúnn og hvítur, 6 mánaða loðinn fress, ómerktur, týndist 22. september frá Krummahólum 4. Þeir sem hafa orðið hans var- ir hafi samband í síma 557 9094. Víkverji skrifar... SÍÐUSTU dagar septembermán- aðar státa af ýmsu í gegnum tíð- ina. 29. september árið 1796, fyrir 202 árum, fæddist Hjálmar skáld Jónsson [Bólu-Hjálmar] að Hall- landi á Svalbarðsströnd. Kveðskap- ur hans lifir enn góðu lífi, m.a. þessi staka: Víða til þess vott ég fann, þóveiýistoftarhinu, að Guð á margan gimstein þann sem glóir í mannsorpinu. Þennan sama dag, 29. september, árið 1906, fyrir níutíu árum og tveimur betur, var Landssími ís- lands opnaður. Það var framfara- dagur. 30. september bætti um bet- ur í fjarskipta- og fjölmiðlatækni. Þann dag árið 1966, fyrir 32 árum, hófust útsendingar íslenzks sjón- varps. Síðan þá hefur margt tækni- undrið gerzt. Spurning er hins veg- ar hvort einstaklingarnir hafi þróað sinn innri mann, hugarheim sinn, viðhorf sín og dagleg samskipti, í takt við aðra þróun. En það er önn- ur Ella. xxx FLESTIR róma fegurð landsins okkar á sólbjörtum sumardög- um þegar gróðurríkið er í mestum blóma. Það er ekki sízt samspil and- stæðna, ef þannig má að orði kom- ast, sem heillar gesti og gangandi: blár himinn, hvítir jöklar, svartir sandar og grænn gróðurkraginn umhverfis hálendið. Aldrei hrífur þó umhverfið augað meir en í haustht- um. í gamla bændasamfélaginu - og enn í dag - fylgja haustinu ákveðin hughrif, uppskerustemmning, smöl- un afrétta (fjallskil) og mannfagnað- ur í réttum. Réttarstemmningin er óaðskiljanlegur hluti arfleifðar okk- ar og þjóðmenningar. Eftir afnám einokunarverzlunar, upp úr 1860, hófst útflutningur lif- andi fjár til Bretlands. Sauðasalan varð mikil lyftistöng. Með stað- greiddu fjármagni skapaðist vísir til sparifjármyndunar. Landsbanka Is- lands (stofnaður 1886) fjármagnaði í kjölfarið ýmsar þarfar framkvæmd- ir. Ekki voru þó allir sáttir við sauðasöluna, samanber þessa skammsýnu þjóðvísu: Sé ég eftir sauðunum sem að komu af fjöllunum ogetnir eru í útlöndum. XXX STJÓRNMÁLIN verða með líf- legra móti í vetur, enda kosning- ar að vori. A-flokkar hafa gengið í eina sæng með Kvennalista og gefið út langhund loforða. Þeir hyggjast, ef Víkverji metur stöðuna rétt, sigla beggja skauta byr út á eyðsluhafið - með kreditkort skattborgarans í farteski: Allt fyrir alla - og ögn þó betur! Og mottóið virðist: Ut og inn um [Nató]gluggann! Eða eins og karlinn sagði: Allt skal fyrir alla gjört, eytt á báöar hendur. Framtíðin er fráleitt björt fyrir skattgreiðendur Hátimbruð er sameiningin. Strax hefur þó úr henni kvamast. Rauð fylking með grænu ívafi gengur kotroskin til kosninganna, umhverf- isvæn en dulítið einsýn. Framboð- um fækkar því ekki. Geta jafnvel orðið fleiri en fyrir fjórum árum. Svona er ísland í dag. xxx JÁ, ÞAÐ verður lag á Læk ís- lenzkra þjóðmála næsta misser- ið. Keikó og Clinton falla í skugg- ann af pólitískum fimleikum eld- huga, sem „lítið annað hafa haft að gera“, svo notuð séu orð Guðrúnar rithöfundar Helgadóttur, „en að geimegla botninn á sjálfum sér í þingsæti eftir næstu kosningar“. Það verður ekki amalegt að þreyja þorrann og góuna þennan veturinn með Davíð við hagsældar- stýrið á þjóðarskútunni - og gullroð- in eyðsluský vinstri fyrirheita á himni. Svo má heldur ekki gleyma Þorláksmessuskötunni, Þorrahá- karlinum og öðrum herlegheitum. Eða atgangi frambjóðenda á útmán- uðum: „Folöldin þá fara sprett og fuglinn syngur - og kýrnar leika við hvurn sinn fingur“!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.