Morgunblaðið - 27.09.1998, Side 50

Morgunblaðið - 27.09.1998, Side 50
ír 50 SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AMKEPP UNI SLAGORÐ OG MERKI ferðaþjónustu á Vesturlandi Atvinnuráðgjöf Vesturlands og Ferðamálasamtök Vesturlands auglýsa eftir hugmyndum að slagorði og nýju merki (logo) fyrir ferðaþjónustu á Vesturlandi. Hugmyndinni skal skila a.m.k. með greinilegu uppkasti og greinargerð, en ekki er nauðsynlegt að út- færa hana til birtingar. Þátttakendur hafa frjálst val um inntak hug- myndanna, en þær þurfa að vera stílhreinar og einkenni Vestur- lands, (sagan, jöklarnir, vötnin, náttúran), þurfa að koma fram á ein- hvern hátt. Lögð er áhersla á að nýtt merki og slagorð henti til auð- kenningar á kynningarefni, bréfsefni og nafnspjöld. Logo og slagorð þarf að vera auðvelt að nota í svart/hvítu, sem og til þýðingar á önnur tungumál. FRÁGANGUR: Hugmyndum skal skilað á A4-örkum. Hver hugmynd skal merkt í neðra hægra horni með fimm stafa tölu. Lokað umslag sem inniheldur nafn höfundar, heimilisfang og síma- númer, skal fylgja með, merkt sömu fimm stafa tölu og hugmyndin. SKIL: Hugmyndir skulu póstlagðar til Atvinnuráðgjafar Vestur- lands, b.t. Sigríðar H. Theodórsdóttur, Bjarnarbraut 8, 310 Borgar- nesi, eigi síðar en 30. september nk. VAL: Dómnefnd skipuð þremur einstaklingum vinnur úr hug- myndum. Veitt verða ein verðlaun, hundrað þúsund krónur, fyrir bestu hugmyndina. Verðlaunahugmyndin verður eign Atvinn- uráðgjafar Vesturlands, sem áskilur sér allan rétt til að nýta hana til birtingar á kynningarefni Ferðaþjónustu Vesturlands eða á öðrum vettvangi. Framtíðarsýn í lagnamálum Námstefna um lagnir og val á lagnaefni Grand Hólel í Reykjavík 1. og 2. október 1998 Haldin af Samorku ísamstarfi við Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins, Iðntœknistofnun, Lagnafélag íslands, Filag pípulagningameistara, Félag byggingarfulltrúa, Félag byggingarefna- og húsmunakaupmanna, Tœknifrœðingafélag íslands og Verkfrœðingafélag íslands Fimmtudaeurinn 1. október 13.00 Setning námstefnu; Guðrún Hilmisdóttir, Samband íslenskra sveitarfélaga Fundarslióri: Jóhann Bergmanna, Vatnsveita Revkjanesbœjar 13.15- 13.40 Vatnstjón ó íslandi Daníel Hafsteinsson, Samband íslenskra tryggingarfélaga 13.40- 14.05 Flokkun hitaveituvatns og ferskvatns eftir efnasamsetningu Hrefna Kristmannsdóttir og Magnús Ólafsson, Orkustofnun 14.05- 14.45 Mismunandi tæring og tæringavaldar Kate Nielsen, Danmarks Tekniske Univeristet Fundarstióri: Erlendur Hjálmarsson, Félag byggingarfulltrúa 15.15- 15.40 Ný byggingarreglugerð og lög Viðar Már Aðalstcinsson, byggingarfulltrúi Reykjanesbæ 15.40- 16.05 Reglugerð um viðskipti með byggingarvörur og vottun lagnaefnis og vottunarmerkingar Einar Þorsteinsson, Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins 16.05- 16.30 Sjónarmið lagnaefnissala á vottun Grétar Leifsson, Félag byggingarefna-og húsmunakaupmanna 16.30- 16.55 Væntanlegur Evrópustaðall um neysluvatnslagnir EN806-1,2 og 3 Páll Valdimarson; prófessor Háskóla íslands Fösluda gurinn 2. október Fundarstióri: Jón Sigurjónsson, Rannsóknastofnun bvggingariðnaðarins 09.00- 09.25 Kostir og gallar mismunandi lagnaefna Ásbjörn Einarsson, efnaverkfræðingur 09.25- 09.50 Galvaniseruð rör - tæring og tæringavarnir Sigurður Sigurðsson, Verkfræðistofan VGK 10.20- 10.45 Plastlagnir og plastefni Páll Ámason, Iðntæknistofnun íslands 10.45- 11.10 Eirlagnir Ragnheiður Þórarinsdóttir, Iðntæknistofnun íslands 11.10- 11.35 Nýir kostir í lagnaefni Ragnar Gunnarsson, Verkvangi hf Fundarstióri: Kristián Ottósson, Lagnafélag tslands 13.00- 13.25 Lagnaefni í dreifikerfi hitaveitna og vatnsveitna Öm Jensson, Hitaveita Reykjavíkur og Pétur Kristjánsson, Vatnsveita Reykjavíkur 13.25- 13.50 Samvinna í lagnamálum Guðmundur Þóroddsson, Vatnsveita Reykjavíkur 13.50- 15.30 Vinnuhópar starfa; 1) Vatnstjón og öryggismál 2) Reglugerð, ábyrgö og vottun 3) Lagnaefni og efnisval 4) Samvinna i lagnamáium, Hópstjórar: Hreinn Frimannsson, Hitaveita Reykjavíkur, Magnús Sœdal, byggingarfulltrúi Reykjavík, Siguröur Grétar Guðmundsson, Félag pípulagningameistara, Þórður Búason, iMgnafélag tslands 15.30- 16.00 Niðurstöður vinnuhópa Niðurstöður fundarins. Eiríkur Bogason, Samorka 16.15 Námstefnuslit Námstefnustjóri: María J. Gunnarsdóttir, Samorka Skráning á námstefnuna er hjá Samorku í síma 588 4430 SAMORKA SAVITÖK RAFORKU-, HITA- OQ VATNSVEITNA Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur Vettvangur fólks f fasteignaleit . mbl.is/fastefgnir í DAG VELMKAJVPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til fóstudags Idýfíngar við altarisgöngur ÉG ÞAKKA fyrirspum á þessum stað um atferli við altarisgöngur og biðst velvirðingar á því hve dregist hefur að svara. Spurt var um þann sið sem víða er við- hafður í seinni tíð að dýfa oblátunni í kaleik- inn áður en hennar er neytt. Þessi siður hefur tíðkast alllengi í kirkj- unni og tók að ryðja sér til rúms hér á landi á 9. áratugnum. Að tilhlutan helgisiðanefndar leyfði þáverandi biskup að þessi háttur væri hafður á. Þetta var á tímum þegar umræður voru all háværar um sóttvamir, fólk skirrðist við að bergja á sameiginlegum kaleik, og ekki alls stað- ar unnt að koma við notkun sérbikara. ídýf- ingaraðferðin varð því brátt vinsæl og hefur án efa átt þátt í því að þátt- takendum hefur fjölgað svo mjög við altarisgöng- ur sem raun ber vitni. Það er að mínu mati gleðileg þróun í okkar kirkju. Við fámennari altarisgöngur er víðast bergt á sameiginlegum kaleik. Það er vissulega æskilegt, og það atferli sem er í bestu samræmi við það sem upphaflega tíðkaðist. En það sem mestu varðar er ekki hið ytra atferli, heldur að hlusta eftir fyrirheitum Krists um návist sína í helgri máltíð altarisins. Og að geta þar sagt og játað með kirkjunni hans: í sakramentinu sé ég þig svo sem í líking skærri, með náð mér nærri. Ó, hvað gleður sú ásýnd mig, engin finnst huggun stærri. (Hallgrímur Pétursson, Pass. 21) Karl Sigurbjörnsson. Afmælisrit KFUM og KFUK - átt þú myndir? UM þessar mundir er verið að vinna að ritun sögu KFUM og KFUK í 100 ár. Áætlað er að vandað rit komi út á næsta ári en félögin voru bæði stofnuð árið 1899. Til þess að vel takist til er nauðsynlegt að myndefni bókarinnar verði fjölbreytt og spanni sem flest tíma- skeið í starfi félaganna. Eflaust luma ýmsir á myndum sem tengjast starfí þessara félaga eða eiga jafnvel gögn sem best væru komin í varð- veislu þeirra. Allar ábendingar um slíkt væru vel þegnar og má í því sambandi hafa sam- band við skrifstofu KFUM og KFUK við Holtaveg, sími 588 8899. Þeir sem vilja tryggja sér eintak af bókinni og vera á heillaóskaskrá bókarinnar geta einnig haft samband við skrif- stofuna og fengið nánari upplýsingar. Launamál sjómanna VELVAKANDA barst eftirfarandi: „í Bréfi til blaðsins í Morgunblaðinu fimmtu- daginn 24. september er grein eftir Leó M. Jóns- son sem nefnist „Eru þessi hlutföll í lagi“ en þar fjallar hann um launamál sjómanna. Vil ég gera athugsemd við það sem Leó skrifar: „... með fullri virðingu fyrir fiskimönnum, ekk- ert eðlilegt við 1100 þús. kr. mánaðartekjur manna..." Vil ég benda Leó á að þarna er verið að tala um mettúr. Sjómenn búa við mikið óöryggi í launa- málum, það er aldrei vit- að fyrirfram hver mán- aðarlaunin eru, þau geta jafnvel fallið niður í 55 þús. kr. á mánuði. Leó ætti að hafa samband við sjómennina á Arnari og vita hver mánaðarlaun þeirra verða næstu mán- uði og kynna sér launa- mál þeirra á ársgrund- velli. Sjómenn eru kannski með 3-4 milljón- ir í árstekjur sem er ekki mikið miðað við þeirra vinnu og fjarvistir frá heimili dögum eða vikum saman.“ Sjómannskona. Sammála áhorfanda “ÉG er sammála áhorf- anda sem skrifar í Vel- vakanda fímmtudaginn 24. september þar sem hann gagnrýnir þáttinn „ísland í dag“. Þetta er eins og talað út úr mín- um munni. Annað hefði mátt koma fram í pistlin- um en það er að Þor- steinn J. er oft svo dóna- legur að það nær ekki nokkurri átt.“ Annar áhorfandi. Tapað/fundið Silfurkross týndist SILFURKROSS úr víravirki týndist laugar- daginn 12. september á leiðinni til Akureyrar, annaðhvort á Reykjavík- urflugvelli eða í flugvél- inni. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í síma 555 3207. Dýrahald Kettlingur óskar eftir heimili ÓSKA eftir góðu heimili fyrir 4ra mánaða kett- ling vegna ofnæmis á heimili. Upplýsingar í síma 562 7848. Lítil hvít kisa í óskilum LÍTIL hvít kisa með bláa ómerkta ól, fór und- ir bíl í Lönguhlíð þann 15. september. Var hún flutt á Dýra- spítalann þar sem hún bíður eiganda hress og kát. Allur kostnaður við Dýraspítalann er upp- gerður. íslensk tík týndist ÍSLENSK tík, eins og hálfs árs, týndist í Hafn- arfirði sl. fimmtudags- morgun. Hún er ljósbrún með hvítan koll. Þeir sem hafa orðið hennar varir hafi samband í síma 555-4431. Gulur loðinn fress týndist GULUR, ljósbrúnn og hvítur, 6 mánaða loðinn fress, ómerktur, týndist 22. september frá Krummahólum 4. Þeir sem hafa orðið hans var- ir hafi samband í síma 557 9094. Víkverji skrifar... SÍÐUSTU dagar septembermán- aðar státa af ýmsu í gegnum tíð- ina. 29. september árið 1796, fyrir 202 árum, fæddist Hjálmar skáld Jónsson [Bólu-Hjálmar] að Hall- landi á Svalbarðsströnd. Kveðskap- ur hans lifir enn góðu lífi, m.a. þessi staka: Víða til þess vott ég fann, þóveiýistoftarhinu, að Guð á margan gimstein þann sem glóir í mannsorpinu. Þennan sama dag, 29. september, árið 1906, fyrir níutíu árum og tveimur betur, var Landssími ís- lands opnaður. Það var framfara- dagur. 30. september bætti um bet- ur í fjarskipta- og fjölmiðlatækni. Þann dag árið 1966, fyrir 32 árum, hófust útsendingar íslenzks sjón- varps. Síðan þá hefur margt tækni- undrið gerzt. Spurning er hins veg- ar hvort einstaklingarnir hafi þróað sinn innri mann, hugarheim sinn, viðhorf sín og dagleg samskipti, í takt við aðra þróun. En það er önn- ur Ella. xxx FLESTIR róma fegurð landsins okkar á sólbjörtum sumardög- um þegar gróðurríkið er í mestum blóma. Það er ekki sízt samspil and- stæðna, ef þannig má að orði kom- ast, sem heillar gesti og gangandi: blár himinn, hvítir jöklar, svartir sandar og grænn gróðurkraginn umhverfis hálendið. Aldrei hrífur þó umhverfið augað meir en í haustht- um. í gamla bændasamfélaginu - og enn í dag - fylgja haustinu ákveðin hughrif, uppskerustemmning, smöl- un afrétta (fjallskil) og mannfagnað- ur í réttum. Réttarstemmningin er óaðskiljanlegur hluti arfleifðar okk- ar og þjóðmenningar. Eftir afnám einokunarverzlunar, upp úr 1860, hófst útflutningur lif- andi fjár til Bretlands. Sauðasalan varð mikil lyftistöng. Með stað- greiddu fjármagni skapaðist vísir til sparifjármyndunar. Landsbanka Is- lands (stofnaður 1886) fjármagnaði í kjölfarið ýmsar þarfar framkvæmd- ir. Ekki voru þó allir sáttir við sauðasöluna, samanber þessa skammsýnu þjóðvísu: Sé ég eftir sauðunum sem að komu af fjöllunum ogetnir eru í útlöndum. XXX STJÓRNMÁLIN verða með líf- legra móti í vetur, enda kosning- ar að vori. A-flokkar hafa gengið í eina sæng með Kvennalista og gefið út langhund loforða. Þeir hyggjast, ef Víkverji metur stöðuna rétt, sigla beggja skauta byr út á eyðsluhafið - með kreditkort skattborgarans í farteski: Allt fyrir alla - og ögn þó betur! Og mottóið virðist: Ut og inn um [Nató]gluggann! Eða eins og karlinn sagði: Allt skal fyrir alla gjört, eytt á báöar hendur. Framtíðin er fráleitt björt fyrir skattgreiðendur Hátimbruð er sameiningin. Strax hefur þó úr henni kvamast. Rauð fylking með grænu ívafi gengur kotroskin til kosninganna, umhverf- isvæn en dulítið einsýn. Framboð- um fækkar því ekki. Geta jafnvel orðið fleiri en fyrir fjórum árum. Svona er ísland í dag. xxx JÁ, ÞAÐ verður lag á Læk ís- lenzkra þjóðmála næsta misser- ið. Keikó og Clinton falla í skugg- ann af pólitískum fimleikum eld- huga, sem „lítið annað hafa haft að gera“, svo notuð séu orð Guðrúnar rithöfundar Helgadóttur, „en að geimegla botninn á sjálfum sér í þingsæti eftir næstu kosningar“. Það verður ekki amalegt að þreyja þorrann og góuna þennan veturinn með Davíð við hagsældar- stýrið á þjóðarskútunni - og gullroð- in eyðsluský vinstri fyrirheita á himni. Svo má heldur ekki gleyma Þorláksmessuskötunni, Þorrahá- karlinum og öðrum herlegheitum. Eða atgangi frambjóðenda á útmán- uðum: „Folöldin þá fara sprett og fuglinn syngur - og kýrnar leika við hvurn sinn fingur“!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.