Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 219. TBL. 86. ÁRG. SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Ellemann í spreng Kaupmannahöfn. Morgunbladið. HVAÐ gerði Uffe Ellemann-Jensen inni á skrifstofunni sinni eftir að úr- slitin í kosningunum 11. mars voru ljós og áður en hann kom fram og ræddi við blaða- menn? Sú spuming brann á vörum margra ennúhefur Ellemann leyst frá skjóðunni. í endurútgáfu minningabókar sinnar „Din egen dag er kort“ hefur Ellemann bætt við eftirmála, þar sem hann segir frá kosningakvöld- inu, þegar hann sá vonir sínar um forsætisráðherrastólinn verða að engu. Tölurnar sveifluðust fram og aftur og hann róaði taugamar með hverjum kaffíbollanum eftir annan. Þegar tapið lá ljóst fyrir stóðu blaðamenn utan við skrifstofu Ellemanns, en kaffidrykkjan hafði einnig sagt til sín. Honum fannst þó heldur ómyndarlegt að það fyrsta sem hann segði við blaðamenn væri að hann þyrfti á salernið. Hann sendi því kvenfólkið fram og lét svo pottaplöntu taka við afrakstri kaffí- drykkjunnar. Þjóðverjar kjósa í dag um hvaða stjórn leiði þá inn í 21. öldina Urslita kosninganna beðið með mikilli eftirvæntingu Frankfurt. Morgunblaðið. Fimmtungur kjósenda enn óákveðinn TALNINGAR atkvæða eftir kosn- ingarnar til þýzka Sambandsþings- ins, sem fara fram í dag, er nú beðið með meiri eftirvæntingu en dæmi eru um síðustu áratugi. Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum, sem birt- ar voru fyrir kosningarnar, hafði Jafnaðarmannaflokkurinn SPD enn nokkurt fylgisforskot á Kristilega demókrata (CDU), flokk Helmuts Kohls kanzlara. En óljóst þykir með öllu, hve margir flokkar ná að kom- ast inn á þing og hvers konar meiri- hlutasamstarf verður mögulegt. Á lokakosningafundum flokkanna á föstudagskvöld sögðust leiðtogar þeirra allir sigurvissir. Rita Suessmuth, forseti Sam- bandsþingsins, hvatti alla sem kosn- ingarétt hafa - 60 milijónir Þjóðveija - til að neyta kosningaréttar síns og gefa öfgaflokkum ekki minnsta tækifæri til að ná árangri. Samkvæmt skoðanakönnunum var fyrir helgina í kringum fímmtungur kjósenda enn óákveðinn sem skapar mikla óvissu um úrslitin. Vegna þessarar óvissu var reiknað með því að kosningaþátt- taka yrði mikil, sennilega yfír 80%. Skoðanakannanastofnanir spáðu óvenjumikilli þátttöku ungra kjós- enda. Nýjustu skoðanakannanirnar, sem birtar voru í gær, laugardag, gáfu enga skýrari vísbendingu um vilja kjósenda. Forsa-stofnunin mældi fylgi SPD í kringum 42% og CDU 38%. En jafnvel þótt fylgisfor- skot SPD mældist í hinum ýmsu könnunum á bilinu eitt til fjögur prósentustig væri munurinn á fylgi stóru flokkanna tveggja það lítill að hann yrði að teljast innan skekkju- marka. Dagblaðið Die Welt birti meðaltal úr öllum helztu könnunun- um og fékk með því út að fylgi SPD væri 40,5%, CDU 38,3%, Græningja 6,5% og Frjálsra demókrata (FDP), samstarfsflokks CDU í ríkisstjórn síðastliðin 16 ár, 5,5%. Óvíst að smáflokkarnir nái 5% markinu Ekki þykir hægt að segja fyrir hvort PDS, arftakaflokki austur- þýzka kommúnistaflokksins, takist að vinna þau þrjú einmenningskjör- dæmi sem hann þarf til að fá út- hlutað þingsætum í samræmi við hlutfallslegt fylgi, en ekki er gert ráð fyrir að það nái 5% sem annars er lágmarkið sem til þess þarf sam- kvæmt stjórnarskránni. Vegna þess hve óljóst er hve mikið fylgi bæði stóru flokkamir sem og þeir litlu fá, er með öllu opið hvers konar stjórn- arsamstarf verður mögulegt þegar upp verður staðið. CDU og FDP stefna að því að halda áfram sam- starfí sínu, en SPD og Græningjar stefna í grundvallaratriðum að því að leggja saman krafta sína, fái þeir til þess þingmeirihluta. En hvorki SPD né CDU hafa útilokað að mynda „stóru samsteypu", ef ekki verður hægt að mynda meirihlutastjóm með öðru móti. Flokkarnir ráku á fóstudagskvöld endahnútinn á kosningabaráttuna með fjöldafundum SPD í Berlín, CDU í Mainz, Græningja í Darm- stadt og FDP í Oberursel norðan Frankfurt am Main. CSU, systur- flokkur CDU í Bæjarlandi, hafði þegar bundið enda á kosningabarátt- una fyrir sitt leyti með fjöldafundi í Munchen, og PDS fyrir sitt leyti í Berlín. ■ Ný miðja/6 Reuters Georg enn á ferð FELLIBYLURINN Georg sótti í sig veðrið yfir hlýju hafinu á Mexíkóflóa í gær. Var búist við að hann kæmi að landi í suð- urrikjum Bandaríkjanna í gærkvöld. Þótt Georg hefði ekki valdið þeim usla í Flórída og ótt- ast hafði verið tryggðu yfirmenn dýragarðsins í Miami öryggi flamingófugla með því að koma þeim í öruggt skjól inni á salerni. Nýttu þeir tækifærið til að spegla sig í bak og fyrir. -------------- Lyf gegn kvefi? Washington. Reuters. VÍSINDAMENN tilkynntu í gær að nýjar rannsóknir sýndu að aukin von væri nú til þess að þróa lyf gegn kvefí. Nýjar kannanir þykja sýna að nota megi lyfið relenza sem bóluefni gegn kvefveirunni. Önnur rannsókn sýndi að lyfið zanamivir kom í veg fyrir kvefsmit í sex af hverjum sjö sem það fengu og loks hefur lyfið GS4104 reynst minnka jyáningar þeiiTa sem þegar hafa kvef. C '‘bl'NNU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.