Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Sveitarstjórn Borgarfjarðar þarf að velja um veg um Rudda eða frestun allra framkvæmda Fyrsti áfangi verður vegur ofan við Flóku RÍKHARÐ Brjmjólfsson, oddviti Borgarfjarðarhrepps, segir að á fundi sveitarstjómar og þing- manna Vesturlands í fyrradag hafi komið fram að fyrsti áfangi Borg- arfjarðarbrautar yrði að vera upp- bygging vegarins frá Hnakkatjarn- arlæk að Kieppjárnsreykjum. Sveitarstjórn muni koma saman eftir helgi og taka afstöðu til þess hvort framkvæmdarleyfi verði veitt og að vegurinn liggi um gamla vegstæðið um Rudda. Sveitarstjórnin samþykkti sam- hljóða fyrr á árinu ályktun þar sem óskað var eftir að fram- kvæmdir við smíði brúar yfir Flóku og uppbyggingu vegarins niður í Bæjarsveit yrðu hafnar hið fyrsta. Jafnframt taldi sveitar- stjórnin rétt að bíða með að taka ákvörðun um umdeilda veglínu frá brúnni að Kleppjámsreykjum þangað til búið væri að samþykkja Teknir á 127 og 117 km hraða TVEIR ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Selfossi frá kl. 19 á fóstudag til 7 í gærmorgun. Þá vai- einn ökumaður stöðvaður vegna gruns um ölvun. Segir lögreglan það fátítt að svo fáir séu teknir um helgar. Annar ökumannanna var tekinn á Eyrarbakkavegi á 127 km hraða og hinn á Suðurlandsvegi á 117 km hraða. Lögreglan segir að tekist hafi að ná niður ökuhraða með auknu eft- irliti og meðal annars notkun mynda- vélar við hraðamælingar. Hefur skýrslum vegna hraðakstursbrota fækkað umtalsvert í haust hjá Sel- fosslögreglunni. Þá segir lögreglan að notkun öryggisbelta hafi einnig auk- ist en lögreglan hefur einnig gengið rösklega fram í að minna á beltin. -...-.---------- I þriggja vikna gæsluvarðhald TVEIR menn, sem handteknir voru í Reykjavík á föstudag grunaðir um árás á mann aðfaranótt föstudags, voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í miðjan október næstkomandi. Þeir hafa ekki áður komið við sögu hjá lögreglu. Ráðist var á mann um þrítugt á Ingólfstorgi aðfaranótt föstudags og honum veittir alvarlegir áverkar á höfði. Maðurinn er ekki í lífshættu. Lögreglan heldur áfram rannsókn málsins. aðalskipulag. Sumir þingmenn kjördæmisins voru andsnúnir þessari framkvæmdaröð. Náðist samkomulag milli þeirra um að kanna meðal heimamanna hvort samkomulag tækist um að byggja upp veginn milli Flóku og Klepp- járnsreykja þar sem hann liggur í dag, í stað þess að færa hann eins og upphaflega var áformað. Sveit- arstjórnin frestaði málinu í haust og óskaði eftir fundi með þing- mönnunum. Ríkharð sagði að á fundinum hefði komið fram andstaða við að bíða með ákvörðun um veglínu of- an við brúna þar til aðalskipulag lapgi fyrir. Vegamálastjóri hefði sagt að vegagerð fyrir ofan Flóku yrði að vera í fyrsta áfanga og það væri slæmur kostur að láta þann kafla bíða aðalskipulags. Smíði brúar yfir Flóku yrði hins vegar hafin fljótlega enda væri búið að bjóða verkið út. Sveitarstjórnin stæði því frammi fyrir þeim tveim- ur kostum, að samþykkja að hefja framkvæmdir milli Hnakkatjarn- arlækjar og Kieppjárnsreykja í fyrsta áfanga eða að öllum fram- kvæmdum við uppbyggingu Borg- arfjarðarbrautar yrði slegið á frest um ótiltekinn tíma. Fundur hefur verið boðaður í Sjálfstæðisflokksfélagi Borgar- fjarðar um helgina og Framsókn- arflokksfélag Borgarfjarðar hélt fund í vikunni. Ríkharð sagðist eiga von á nokkuð harðri umræðu í sveitinni um þetta mál um helg- ina og fram að fundi sveitarstjórn- ar. Utanríkisráðherra á allsherjarþingi SÞ Enga end- urvinnslu- kjarnorku- Vlð SJO HALLDÓR Ásgrímsson utanrík- isráðherra sagði í ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna, á föstudagskvöld, að ekki ætti undir neinum kringumstæð- um að leyfa endurvinnslu á geisla- virkum úrgangi kjarnorkuvera við sjó. Hann sagði að slys, þar sem geislavirk efni hefðu lekið í hafið, sýndu hættuna af slíkri starfsemi. íslenzk stjórnvöld hafa haft miklar áhyggjur af endurvinnslu- stöðvum í Sellafield og Dounreay og kvartað við brezku stjórnina yfir tilvist þeirra. í ræðu sinni á allsherjarþinginu ítrekaði Halldór einnig sérstöðu ís- lands varðandi loftslagssamning SÞ og ákvæði hans um takmörkun á útblæstri gróðurhúsalofttegunda. „Það er órökrétt og ósanngjarnt að neita löndum um réttinn til að nýta hreina og endurnýjanlega orku til iðnaðar og leyfa á sama tíma að iðnaður, sem notast við mengandi jarðefnaeldsneyti, sé settur á fót annars staðar," sagði Halldór Ásgrímsson. Reuters HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðlierra flytur ræðu sína á allsheij- arþingi Sameinuðu þjáðanna í New York. Stefnt að því að ljúka 49. flokksþingi Alþýðuflokksins í dag Litlar breytingar á æðstu embættum MORGUNBLAÐINU í dag fylgir póstkort frá Landsbanka Islands. (Póstkortinu er dreift á höfuðborg- arsvæðinu.) MORGUNBLAÐINU í dag fylgir auglýsingablað frá Reykjalundi, um Landssöfnun 2.-4. okt. fyrir endur- hæfingu á Reykjalundi. EKKI var búist við miklum breyt- ingum á æðstu embættum Alþýðu- flokksins á 49. flokksþingi Alþýðu- flokksins á Grand Hóteli í Reykjavík um helgina, en kosningar til emþætt- anna hófust í gærmorgun og úrslitin voru kynnt síðar um daginn. Sig- hvatur Björgvinsson, formaður flokksins, Asta B. Þorsteinsdóttir varaformaður, Valgerður Guð- mundsdóttir ritari og Magnús Norð- dahl, formaður framkvæmdastjóm- ar, gáfu kost á sér til áframhaldandi setu í embættum sínum. Engin mót- framboð bárust þótt formlega séð væru allir skráðir alþýðuflokksmenn í kjöri. Aðeins var séð fram á eina breytingu í skipan æðstu embætt- anna, þar sem Sigrún Benedikts- dóttir, fráfarandi gjaldkeri flokksins, gaf ekki kost á sér áfram. Reynir Olafsson gaf hins vegar einn kost á sér í það embætti. Almennt var talað um að yfir- bragð þingsins hefði verið nokkuð Nokkur bjartsýni um árangur sameiginlegs framboðs rólegt um helgina þar sem engin átök hefðu verið um embætti í flokknum og vegna þess að tekin hefði verið ákvörðun um að taka þátt í sameiginlegu framboði félags- hyggjuflokkanna. Talið er að um eða yfir 200 alþýðuflokksmenn hafi tekið þátt í störfum þingsins og ef marka má almennar stjómmálaum- ræður þinggesta á föstudagskvöld virtist nokkur bjartsýni ríkja um ár- angur sameiginlegs framboðs í kom- andi alþingiskosningum. Fullyrti Ágúst Einarsson alþingismaður m.a. að framboðið gæti fengið um 60% at- kvæða í kosningunum væri vel hald- ið á spilunum. Hann sem og fleiri mæltu einnig fyrir opnum prófkjör- um í einstökum kjördæmum. í umræðunum komu hins vegar fram skiptar skoðanir á sameigin- legri málefnaskrá félagshyggju- flokkanna og tóku nokkrir unglið- anna fram að þrátt fyrir að ekki væri gert ráð fyrir inngöngu í Evrópu- sambandið á næsta kjörtímabili væru þeir , jafnmiklir Evrópusinnar og þeir hefðu verið“. Þinginu verður slitið í dag Stefnt var að því halda til Háskóla íslands síðdegis í gær og ræða m.a. um háskólann og samfélagið en þar á eftir átti að ræða frekar um sam- eiginlegt framboð félagshyggju- flokkanna. í dag á m.a. að kjósa til flokksstjórnar og verkalýðsmála- nefndar og fjalla um tillögu að ályktun um menntasamfélag. Gert er ráð fyrir því að þinginu ljúki um klukkan þrjú í dag. A ► 1-64 Fleygt í djúpu laugina ►Mikil umskipti hafa orðið í mjólkurframleiðslu og sauðfjár- rækt undanfarinn áratug. / 10 Hetja eða boðberí hatursins? ►Margir óttast skoðanir Pauline Hanson í Ástralíu. /14 Svigrúm fyrir sjðlfstæðar skoðanlr ►Sigríður Anna Þórðardóttir tók við starfi formanns þingflokks sjálfstæðismanna í vor. /20 Hamlngjan er íHanstholm ►Fyrir nokkrum árum varð til Islendinganýlenda í Hanstholm í Danmörku. /24 í þágu sykursjúkra barna ►Þeim bömum fjölgar sem grein- ast með sykursýki hér á iandi. /30 B ► 1-16 í felulelk meðfjöllunum ►Gásadalur á Vogey er ein af- skekktasta byggð Færeyja. /1 Saga hundadaga- konungslns fullkomln fyrlr kvlkmynd ►Ágúst Guðmundsson og Andy Paterson hyggjast gera kvikmynd um Jörund hundadagakonung. /4 Öryggl, fegurð og fjölbreytnl ►islensk kona, Elsa Grimnes, gegnir starfi borgarminjavarðar í Stavanger í Noregi. /6 C______________________ ► 1-4 Landið og orkan FERÐALÖQ ► 1-4 Farþegum fjölgaðl ►Um nfu þúsund farþegar ferðuð- ust með Langjökli ehf. í sumar. /1 Verðum að mlða vlð það besta ►Nýlega var haldið málþing um íslenska ferðaþjónustu. /4 E BÍLAR________________ ►1-4 Flat Muítlpla ►Sex manna bíllinn Fiat Multipla kemur verulega á óvart. /1 Fjölhæfur smájeppi ►JIMNY er heitið á nýja smájeDD- anum frá Suzuki. /4 Fatvinna/ RAÐ/SMÁ ► 1-16 Viðsklptl vlð Ítalíu og Svfþjjóð ►Fyrirtækjakynning í forseta- heimsókn. /1 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak ídag 50 Leiðari 32 Brids 50 Helgispjall 32 Stjömuspá 50 Reykjavíkurbréf 32 Skák 50 Skoðun 36 Fólk i fréttum 54 Minningar 38 Útv./gónv. 52,62 Hugsað upphátt 44 Dagbðk/veður 63 Myndasögur 48 Mannl.str. 15b Bréf til blaðsins 48 Dægurtónl. llb INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.