Morgunblaðið - 27.09.1998, Side 56

Morgunblaðið - 27.09.1998, Side 56
56 SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1998 MORGUNB L AÐIÐ FOLK I FRETTUM Jafnvel slæ myndir útheil blóð, svita og Hugmyndin kviknaði í vina- gleði á Kvikmyndahátíð- inni í Gautaborg árið 1988,“ segir Peter Cowie, höfundur bókarinnar Islenskar kvik- myndir, og einn af aðalritstjórum hins virta kvikmyndatímarits Vari- ety. Hann heldur áfram: „Friðrik Þór sagði við mig í gamni: „Þú hefur skrifað um sænskar kvikmyndir. Þú hefur skrifað um finnskar kvikmynd- ir. Af hverju skrifarðu ekki um ís- lenskar kvikmyndir?“ Og ég svaraði: Yrðu það ekki bara 20 blaðsíður?" Gaf út bók um Bergman Blaðsíðumar urðu 79 þegar bókin kom út vorið 1995 að fi-umkvæði Bryndísar Schram, þáverandi fram- kvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs ís- iands. En hveraig fór Cowie að? „Eg var ekki alls ókunnur Islandi og hafði komið hingað árið 1984. Raunar er ég mjög hreykinn af því í endurminningunni að hafa böðlast í hríðarbyl á frumsýningu myndarinn- ar Hrafninn flýgur,“ svarar þessi viðfelldni maður og brosir. „Eg hef hrifist af kvikmyndum frá Norðurlöndum síðan á háskólaárum mínum þegar ég sá kvikmyndir Ing- mars Bergmans. Þá var ég á mjög móttækilegum aldri og stórkostlegar myndir eins og Sjöunda innsiglið [Sjuonde inseglet], Villt jarðarber [Smultronstallet] og Meyjarvorið [Jungfrukállan] höfðu mikil áhrif á mína kynslóð. Ég fluttist því til Svíþjóðar þar sem ég skrifaði greinar fyrir Fin- ancial Times og fleiri blöð og tímarit. Þá kynntist ég fjölmörgum sænskum kvikmyndagerðarmönnum, m.a. Ing- mar Bergman sjálfum. Hann bai’ fullt traust til mín, veitti mér oft við- töl og árið 1979 gaf ég út viðamikla bók um hann í Bandaríkjunum. Það má því segja að Svíþjóð hafi verið fyrsta ástin." ísland fáránleikans Ekki fór hjá því að Cowie kynntist fleiri Norðurlöndum, enda stutt að fara bæði í kílómetrum og menningu. Hann var búsettur í Finnlandi í nokkur ár og kynntist líka Islandi. „Ég hreifst af íslandi, einkum vegna fáránleikans sem mér fannst fylgja því að þar væri sjálfstæð kvik- myndagerð," segir hann. „Það mælir allt gegn því,“ heldur hann áfram. „Ef málari á borð við Erró einsetur sér að mála mynd þarf hann bara liti og striga. Kostnaður- inn er þá bara um 5 þúsund krónur. Kvikmynd kostar hins vegar milljón- ir. Þegar maður skoðai1 efnahag landsins og samkeppnina um opin- ber fjárframlög er kraftaverk að ís- lenskir kvikmyndagerðaimenn hafi haft vilja og ástríðu til þess að gera allt upp í 6 myndir á ári. Mér finnst það aðdáunarvert og hreinlega róm- antískt." Cowie segist hafa fundið sig knú- inn til þess að takast á við þennan veraleika og bætir við að hann hrífist af viðfangsefnum íslenskra kvik- mynda. „Land og synir hafði djúp- stæð áhrif á mig,“ segir hann. „Það er ótrúlegt afrek að gera svo raunsanna mynd fyrir þetta lítið fjármagn. Mér leið eins og ég væri að fylgjast með raunveralegri at- burðarás. Það sama má segja um Hrafnamyndir Hrafns með sínum hráu sérkennum beint úr íslendinga- sögunum." stjórum Variety, kemur út ó Kvikmyndahó- & ÆrTZgmr' • tíðinni í Cannes á næsta ári. Pétur Blön- dal talaði við hann vítt og breitt um sjálft viðfangsefnið - íslenskar kvikmyndir. % Morgunblaðið/Árni Sæberg PETER Cowie hefur gefið út fjölmargar bækur, m.a. um Francis Ford Coppola og Ingmar Bergman. HELGI Björnsson í Atómstöðinni eftir Halldór Laxness. Það kemur stundarþögn. Blaða- manni, sem hefur varla gefist ráð- rúm til að koma með spurningar, gefst loks tími til að virða Cowie fyr- ir sér og kemst án mikillar yfirveg- unar að þeirri niðurstöðu að hann sé ekki erkitýpan fyrir ritstjóra á stór- blaði, að minnsta kosti í fasi og klæðaburði sem er í frjálslegri kant- inum. Verður maður ekki líka að vera dálítið abstrakt í hugsun til að skrifa heila bók um Ingmar Berg- man og íslenskar kvikmyndir? „Og þetta stórkostlega landslag,“ segir Cowie og rýfur þögnina. „Sam- spil náttúru og sögu er einstakt í ís- lenskum kvikmyndum þar sem sagnaarfleifð íslendinga fær vel að njóta sín.“ Hann hrósar myndinni Agnesi sem byggð var lauslega á sögulegum atburðum og segir að skáldsögur Halldórs Laxness séu „furðulegar og yndislegar". Þá hrós- ar hann Einari Má Guðmundssyni. „Ég heimsótti Thor Vilhjálmsson í fyi-stu ferð minni til íslands og hann sýndi mér ljóð og þýðingu sína á Nafni rósarinnar,“ segir Cowie. „Þá gerði ég mér grein fyrir því að Is- lendingar eiga ótal færa og nánast fjölfróða menn í tónlist, bókmennt- um, kvikmyndagerð og leikhúsi. Mönnum sem er allt kleift. Ég get nefnt Baltasar Kormák sem var góð- ur í Agnesi og er einnig góður leik- stjóri í leikhúsi, Egil Ólafsson söngv- ara sem er einstaklega hæfileikarík- ur, Ingvar Sigurðsson og svo mætti lengi telja.“ Jafnvel Reykjavflí er framandi Cowie tók viðtöl við íslenska kvik- myndagerðarmenn sumarið 1994 þegar hann skipti á húsum við Ágúst Guðmundsson. Hann var síðan staddur hérlendis í síðustu viku í nokkra daga og tók þau viðtöl sem upp á vantaði fyrir nýja útgáfu af bókinni fyrir næsta ár. „Það hafa verið gerðar 12 til 15 áhugaverðar kvikmyndir síðan bókin kom út síð- ast,“ segh' Cowie. En hvað er helst einkennandi fyrir íslenskar myndir? „Ég held að það sé fyrst og fremst stórkostlegt atgervi íandsins," svar- ar Cowie og kemst á flug. „Það er það fyrsta sem útlendingar taka eft- ir. Jafnvel Reykjavík er framandi íyrir okkur. Húsin, pastellitirnir, arkitektúrinn á opinberum bygging- um, allt er mjög frábragðið því sem gengur og gerist annars staðar í heiminum. Myndirnar sem gerast utan Reykjavíkur eru svo vitaskuld mjög heillandi. Sambandið milli manns og náttúra er mun kynngimagnaðra á Islandi en annars staðar og aldrei að vita hvað býr í náttúranni. Það kemur vel fram í myndum Friðriks Þórs og einnig í Húsinu eftir Egil Eðvarðsson. Atrið- ið þegar stúlka birtist Japananum í auðninni í myndinni Á köldum klaka og brýtur ís með raddstyrk sínum væri aldrei trúverðugt á Englandi. Það er einstakt fyrfr Island. Landa- mærin milli fantasíu og raunveru- leika eru svo ógreinileg á Islandi. Innst inni trúa Islendingar á yfir- náttúralega krafta náttúrunnar og taka svona atriði alvarlega." Að hugsa í orðum Cowie segir að það hafi aldrei hvarflað að sér að gerast handrits- höfundur eða kvikmyndagerðarmað- ur. „Ég hugsa í orðum,“ segir hann. „Ég komst að því snemma í lífinu að til þess að verða góður handritshöf- undur þarf maður að geta séð at- burðina fyrir sér í huganum. Það á ekki við mig. Enda getur maður haft ástríðu fyrir sígildri tónlist án þess að leika á hljóðfæri. I mínu starfi þarf ég að vita hvernig kvikmyndir eru gerðar og hef kynnt mér það en ég held ég hafi ekki hæfileika á því sviði.“ Annars lýsir Cowie áhyggjum sín- um yfir því að kvikmyndagagnrýni fái sífellt minna rými á síðum heims- pressunnar. „Ætlast er til að gagn- rýnendur skrifi ördóma,“ kvartai- hann þungur á brún. „í flestum blöð- um er stutt samantekt á væntanleg- um myndum vikunnar í sjónvarpi og kvikmyndahúsum en mjög fá blöð veita slíkri umfjöllun nokkurt lými. Með kyndil í göngunum Þetta veldur mér áhyggjum. Það eru dimm göng milli kvikmynda- gerðai-manns og áhorfenda hans og ég lít á sjálfan mig sem manninn með kyndilinn í göngunum. Ég leit- ast við að upplýsa það sem kvik- myndagerðarmaðurinn er að koma áleiðis. Og það er mjög gefandi þeg- ar leikstjóri kemur til mín og segir: „Þú bentir á þetta og þetta og það er frábært því ég bjóst ekki við að nokkur tæki eftfr því.“ Að sama skapi ef lesandi kemur til mín og segir: „Ég hélt að mér ætti aldrei eftir að líka Ingmar Bergman. Svo las ég bókina þlna og fór að sjá eina af myndum hans og það var rétt hjá þér. Hún var frábær." Þá hefur gagnrýnin skilað tilætluðum ár- angri.“ Og öfugt við svo marga gagn- rýnendur fær Cowie enga ánægju út úr því að rífa niður myndir. „Því jafnvel slæmar myndir útheimta blóð, svita og tár. Þess vegna skrifa ég ekki kvikmyndadóma í tímarit heldur gef út bækur. Þá get ég valið viðfangsefni mín sjálfur. „

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.