Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1998 25 Morgunblaðið/Sigrún Davíðsdóttir AUÐUNN og Bylgja úti í garði með Jóhann Þór, tveggja ára, Steinþór átta ára og Kristínu Ilelgu, eins mánaðar gamla. Ur 100 tímum á viku í 37 Fyrir fjórum árum, þegar vinnu- félagi hans á íslandi sagðist hafa fengið vinnu í smábæ í Dan- mörku hélt Auðunn Víglundsson að vinurinn væri eitthvað bilað- ur. Hvernig var hægt að fá vinnu í landi, þar sem um 300 þúsund manns voru atvinnulausir? En þegar frændi Auðuns, sem þegar var sestur að í Hanstholm, sagði sömu sögu sagði Auðunn upp vinnunni og ásamt Bylgju Stein- grímsdóttur konu sinni og barni flutti hann til Hanstholm. íbúðina sína á ísafirði leigðu þau og seldu síðan ári síðar, þegar ljóst var að þau væru ekki á heimleið. „Eg kærði mig ekki um að vinna áfram 100 tíma á viku og rúmlega það,“ segir Auðunn, sem dregur ekki fjöður yfir að hann hafi verið skuldunum vaf- inn eftir að hafa verið alki. En þó hann hafi hætt að drekka fyrir tíu árum sá hann ekki fram á að geta unnið sig út úr skuldum þrátt fyrir þessa gífurlega vinnu. Lífsgæðakapplilaup á Islandi Bæði Auðunn og Bylgja hafa orð á hve allt sé miklu rólegra í Danmörku en á íslandi. Þau voru í Kaupmannahöfn í sumar og heldur ekki í stórborginni fannst þeim lífið líkt eins stressað og á Islandi. Þau hafa orðið vör við að fólk hefur flutt frá Hanstholm, en næst- um undantekninga- laust ekki aftur til Is- lands. „Fólki finnst ekki nóg um að vera hér, en það er nú varla minna um að vera hér en í smábæjum á Is- landi,“ segir Bylgja. Þau Bylgja og Auðunn eru ánægð með viðskiptin við bank- ann, sem hjálpi þeim við að gera fjárhagsætlun. „Við komum með hundrað þúsund íslenskar méð okkur til að eiga fyrir leigunni, en bankinn keypti fyrir okkur hús og bíl,“ segir Auðunn glettn- islega, en bætir við að þau hafi átt tuttugu þúsund upp í útborg- un í húsið en ekkert í bílinn, sem þau keyptu notaðan. Þau hafa staðið skil á hverri krónu í af- borgunum og saxa á skuldir, sem urðu eftir á íslandi, því Auðunn segist ekki gleyma því sem hann skuldi. Þegar þau fluttu segjast þau hafa verið á kafi í íslensku lífs- gæðakapphlaupi. „Á íslandi myndi enginn sætta sig við svona veggfóður og gardínur," segir Auðunn og bendir á mynstrað veggfóðrið í stofunni og gráleitar gardínur, sem fylgdu með hús- inu, um leið og hann tautar um veggfóðuráráttu Dana. Þau hafa verið að vinna að því að taka húsið í gegn smátt og smátt eftir því sem þau eiga fyrir því, en ekki steypt sér í skuldir vegna endurbótanna. Nú bíða þau þar til þau eiga fyrir hlutunum. Góð afkoma án yfirvinnu Afkoma þeirra Bylgju og Auðuns er hin besta, segja þau og það byggist ekki á yfirvinnu. Auðunn hefur 99,80 danskar krónur á tímann, eftir fyrsta árið bætist 1 króna við og svo hefur hann 6,07 í frystiálag. Yfirvinn- uálag er 150 prósent, ef til henn- ar kemur. Vinnutíminn er kl. 7- 15.30. Á íslandi hafði Auðunn 500 krónur íslenskar á tímann fyrir fjórum árum, sem þótti mjög gott og 900 í eftirvinnu. Bylgja vinnur á sama stað frá kl. 15.45-22.45 við að ganga frá og er með 118 krónur á tímann. Laun karla og kvenna í fiskvinnslu eru þau sömu, en Bylgja hefur held- ur hærra kaup vegna vinnu- tímans. Þar sem vinnutími hjón- anna stenst ekki á spara þau gæslu fyrir tvö yngri börnin, sem hafa fæðst eftir að þau fluttu til Hanstholm, en elsti strákurinn er kominn í skóla. Þeim finnst skattarnir ekki koma illa út, þeg- ar vaxtafrádráttur er tekinn með í reikninginn, en hann er ekki borgaður út, heldur reiknaður inn í skattinn og er án tillits til tekna. Bamabætur eru greiddar út og eru heldur ekki tekju- tengdar. Auðunn hefur held- ur ekkert á móti að nefna að áskrift að kapalsjónvarpi með breska fótboltanum kostar 200 danskar krónur á mánuði. Það er nefnilega erfitt að lifa án boltans, en hann gerir meira en að glápa, því hann er með í að þjálfa yngstu strákana í fótbolta. Heilbrigðisþjónustan finnst þeim góð og þar er allt ókeypis, nema lyf. Sonur íslensks nági-annafólks þeirra fékk hast- arlega sykursýíd og var fluttur á spítala. Þangað kom þá kona frá bæjarfélaginu ásamt túlki til að fræða þau um hvaða aðstoð stæði til boða vegna veikinda barnsins. Þessar móttökur þóttu Bylgju til fyrirmyndar, því á íslandi finnst henni að frekar sé reynt að fela íýrir fólki hver réttur þess sé. Á vinnustöðum segja þau vel fylgst með veikindum. Enginn sé rek- inn vegna veikinda, en haldið sé nákvæmt yfirlit yfir veikinda- daga, til dæmis hvort mikið sé um föstudags- og mánudagsveik- indi. Foreldi’um er heimilt að vera frá vinnu vegna veikinda barna. Aðspurð hvort þau verði áfram í Hanstholm svara þau bæði hik- laust að þau séu ekki á leiðinni neitt annað og öragglega ekki til Islands nema í heimsókn. „Fólki finnst ekki nóg um að vera hér“ „Mig dreymdi alltaf um að læra eitthvað“ Morgunblaðið/Signín Daviðsdóttir HALLA og Kalli sonur hennar. „Það er hægt að missa allt út úr höndunum nema menntunina,“ segir hún. „Mig dreymdi um að læra ejtthvað meðan ég var á Islandi, en fyrir þá sem ekki hafa foreldra til að styðja við bakið á sér þá er erfitt að fara í nám.“ Nú er Halla Þor- steinsdóttir að læra að verða húsamálari. „Eg kom út á laugar- degi og var komin í fisk- vinnu á mánudegi. Heima var ég atvinnu- laus og það er ekki hægt að lifa af bótunum, allra síst af því ég var einstæð móðir. Því ákvað ég að flýja land, vera í eitt ár og vinna mig út úr skuld- um,“ segir liún. En síðan eru rúm þijú ár og allt hefur gengið upp á við hér, draumurinn um að læra eitthvað er að ræt- ast og í sumar giftist liún Dana og bætti þá Palm, nafni mannsins síns, við nafn sitt. Halla segir sögu sína í stóru, fal- legu og gömlu húsi við aðalgöt- una í Nors, skammt fyrir utan Hanstholm, þangað sem hún og Kalli, átta ára sonur hennar, fluttu upprunalega. Ætlaði að vera í ár „Eg kom með bíl, sængurnar okkar, föt, hjólið hans Kalla og einn kassa af leikföngum." Fyrsta árið var hún í fiski og lærði tungumálið. Svo kynntist hún Hans, sem nú er maður hennar og eftir það er hún ekki á leiðinni heim. Hann er húsa- smiður og þau giftu sig á Islandi í sumar. Húsið keyptu þau fyrir tveimur árum. Það var illa farið og síðan hafa þau verið að gera það upp hægt og bítandi. Þetta hafa þau klofið, þó þau hafi bæði verið á nemalaunum. „Við kaup- um ekkert nema að eiga fyrir því,“ segir Halla ákveðin. Á Islandi dreymdi Höllu um að fara í nám, en hafði engin tök á því. „Sá sem ekki á foreldra, sem geta stutt við bakið á manni get- ur ekki farið í nám á Islandi, sér- staklega ekki ef sá sami á barn,“ segir hún. Það er hægt að taka námslán en dugir ekki til og það er ekki hægt að vinna óendan- lega. „Hér er hægt að fara í nám og vera með tekjur. Með nema- launin er ég með sjö þúsund krónur á mánuði eftir skatt, sem er meira en ég hafði heima. Túnalaunin eru um 79 danskar krónur á tímann.“ Það kemur kannski íslendingum spánskt fyrir sjónir að stúlka fari í húsa- málun, en í Danmörku er þetta algengt. Kaupgleði og of mikil vinna Þegar talinu víkur að því hvað Halla liafí lært af dvölinni í Dan- mörku segir hún að það mikil- vægasta sé nægjusemi og að taka ábyrgð gerða sinna, sér- staklega í fjármálum. „Ég fer ekki lengur út í búð og kaupi buxur fyrir 7-8 þúsund íslenskar krónur. Þessir veraldlegu hlutir, að vera alltaf í nýjustu tísku skipta mig minna máli en áður.“ Halla bætir því við að hún hafi oft hugleitt hvernig standi á yf- irdrifínni kaupgleði íslendinga, en hafi engin svör við því. „Auðvitað er hægt að sukka hér í íjármálum, en ég held að flestir Islendinganna passi sig á því, því þeir hafa þegar brennt sig heima. Hér þurfum við þess heldur ekki, því við höfum nóg án þess að við þurfum að þræla okkur út. Um leið þurfum við heldur ekki að kaupa okkur hamingju. Sjálf upplifði ég oft að þegar ég hafði unnið mikið þá verðlaunaði ég mig með því að kaupa eitthvað. Kaupgleðin er hin hliðin á of mikilli vinnu.“ Fjórir pylsu- pakkar eða einn Halla hyggst búa áfram í Nors. Þau hjónin eru samhent um að Kalli fái að alast upp við fastar skorður. Á fslandi í sumar gladdi það Höllu að sjá að það væri góðæri, en jafnframt vonast hún til að það nýtist til að bæta kjör þeirra lægst launuðu. „Mamma er í lág- launastarfi og það tekur hana klukkustund að vinna fyrir tæp- lega einum pylsupakka. Með nemalaunin mín get ég unnið mér fyrir fjórum pylsupökkum á klukkustund. Þegar ég bjó á fs- landi pældi ég ekkert í þessu, heldur sætti mig bara við það. Nú þegar ég sé hlutina úr fjar- lægð þykir mér sorglegt að þetta skuli þurfa að vera svona. Fólk sem komið er um og yfir fertugt á íslandi sættir sig við ríkjandi ástand, en ég neita að trúa því að þetta gangi svona áfram. Þetta er basl og aftur basl fyrir verkafólk. Það hlýtur að koma upp samstaða á endanum og þá hlýtur að verða sprenging." ísjálflýsandi stjörnun ] Skolavörðustíg 1a Nýbýlavegi 30, (Datbrekkumegin), sími 554 6300. www.mira.is HeimiIE og sk6U 1., 3/KgeA, Ktt x&s tm - su w NZ7 SAMFOK kwqjfKMgt fö'. Sáwr', Uer- $$2 ÍJiX Foreldraþinaið 1998 Arsþing SAMFOKs og Landsþing Hcimilis 09 skélo Dagskrá; Kl. 8:30 Kl. 9:00 Kl. 9:05 Kl. 9:15 Kl. 10:00 Ki. 10:20 Kl. 11:30 Kl. 14:00 Kl. 15:00 Kl. 15:30 Afhending þinggagna Þingsetning: Óskar ísfeld Sigurðsson formaður SAMFOKs Avarp félagsmáiaráðherra Framsöguerindi: Benedikt Sieurðarson sérfræðineur hiá Rannsóknastofnun Háskólans á Akurevri: “Góður skólastjórí vinnur með börnunum í þágu foreldranna” Jónfna Biartmarz formaður Heimilis og skóla: “Hlutverkaskipan í samstarfi” Kaffihlé Pallborðsumræður. Stjómandi: Óskar ísfeld Sigurðsson formaður SAMFOKs. Við pallborðið sitja: • Þorsteinn Sæberg Sigurðsson formaður Skólastjórafélags íslands, • Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri Reykjavíkur, • Guðrún Ebba Ólafsdóttir varaformaður Kennarasambands íslands, • Benedikt Sigurðarson sérfræðingur hjá Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri • Jónína Bjartmarz formaður Heimilis og skóla Hópastarf og hádegisverður Umræðuhópar: Umræðuhvatar Hvaðan kemur siðvitið? - Samstarf hcimila og skóla við að þroska og efla siðfcrðisþroska barna Signín Júlfusdóttir, félagsráðgjafi, dósent við félagsvísindadeild Háskóla íslands Leitin að styrkleikanum - Er nægilcga hlúð að sterkum hliðum barnanna? Guðlaug Teitsdóttir, skólastjóri Einholtsskóla Þroski og geta bama við upphaf og lok grunnskóla Anna Kristín Sigurðardóttir, deildarstjóri kennsludeildar Fræðslumiðstöðvar Rcykjavíkur Foreldraráð - áhcrsla á gerð og umsagnir um skólanámskrá, starfsreglur o.fl. Jón Hólmgeir Steingrfmsson, formaður Forcldraráðs Laugarncsskóla og gjaldkeri í stjóm SAMFOKs Stundaskrárhópur - innihald og lengd skóladags (heimanám, hvað er heimanám?, í þágu hvers er hcimanám?) Kristfn Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Ðamaheilla Verkmenntun á hátíðis- og tyllidögum ; viðhorf samfélags, skóla og foreldra til verkmenntunar Davíð óskarsson námsráðgjafi Iðnskólans Niðurstöður hópavinnu kynntar þingheimi Þingsiit; Jónfna Bjartmarz formaður Heimilis og skóla Móttaka Þingið er öllum opið. Þótttaka tilkynnist til skrifstofu Heimiiis og skóla, sími 562 7475, eða til skrifstofu SAMFOKs. sími 562 7720. í síðasta Iagi 2. október ki. 12:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.