Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 20/9 - 26/9 ►ÍSLAND á að verða til- raunamarkaður fyrir tækninýjungar í símaþjón- ustu með tilkomu nýs síma- fyrirtækis, Íslandssíma hf., á markaðinn. Fyrirtækið, sem er í eigu fjögurra aðila, hug- búnaðarfyrirtækisins OZ hf., Guðjóns Más Guðjónssonar, Skúla Mogensen og Arnars Sigurðssonar, mun bjóða upp á alhliða sfmaþjónustu, jafnt innanlands-, miililanda- og farsímtöl. Netið mun verða í stóru hlutverki hjá hinu nýstofnaða fyrirtæki og meðal annars mun mönnum verða gert kleift að hringja ódýrt til útlanda í gegnum Netið. ►TVÆR tilraunir voru gerðar fyrr á þessu ári til innbrots í tölvukerfi Krabba- meinsfélagsins. Tölvuþrjót- unum tókst þó f hvorugu til- vikinu að komast inn í sjálft tölvukerfið og að gögnum og skrám Krabbameinsfélags- ins. Þeim tókst hins vegar að komast inn í pósttölvu fé- lagsins, sem veitir aðgang að Netinu, og olli annar þeirra talsverðum skemmdum á hugbúnaði tölvunnar. Unnt var að rekja slóð hans til baka og kom í ijós að um var að ræða 15 ára íslending. í hinu tilvikinu var slóð tölvu- þrjótsins rakin til Tékklands. Hann olli engu tjóni á tölvu- kerfi félagsins og var ekki aðhafst frekar í því máli. ►LEIÐA má líkum að því að verðtryggðar skuldir heimil- anna f landinu séu um tveim- ur milljörðum króna lægri nú f september en þær voru fyrir þremur mánuðum vegna 0,6% lækkunar vísi- tölu neysluverðs á þessu tfmabili. Kröfu SH hafnað VERZLUNARDÓMUR Parísar hafn- aði í vikunni kröfum Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna á hendur íslenzkum sjávarafurðum og fyrri eigendum Gel- mer-verksmiðjanna í Frakklandi um riftun kaupa ÍS á franska fyrirtækinu og fébótum vegna þess máls. Forsendur niðurstöðu dómsins voru í meginatrið- um þær að enginn skriflegur samningur við SH hefði legið fyrir og að hvorki að- aleigandinn fyrrverandi né ÍS hefðu gerzt brotlegir við lög. 43 milljarða aukning SKULDIR heimilanna við opinberar lánastofnanir, lífeyrissjóði, tryggingafé- lög og bankakerfi námu 407 milljörðum króna um mitt þetta ár og höfðu aukist um 43 milljarða króna frá sama tíma í fyrra eða um 11,8%. Þetta er talsvert meiri aukning skulda heimilanna en ár- ið á undan, því skuldir þeirra jukust um 28 milljarða króna frá júlíbyrjun 1996 til júnfloka í fyrra, sem jafngildir 8,3% aukningu. Þungar áhyggjur FULLTRÚAR tölvunefnda og sam- bærilegra stofnana í ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins lýsa þungum áhyggjum sínum vegna áforma ís- lenzkra stjómvalda um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði og hvetja ríkisstjómina til að endurskoða gagna- gmnnsfrumvarpið í Ijósi alþjóðasátt- mála á þessu sviði. Þetta kemur fram í ályktun fundar fulltrúa frá EES-ríkjun- um á 20. alþjóðaráðstefnunni um vemd persónuupplýsinga sem haldin var á Spáni í síðustu viku. Góður hagnaður FLUGLEIÐIR og dótturfélög skfluðu liðlega 560 milljóna króna meiri hagnaði af reglulegri starfsemi á sumarmánuð- unum, júlí og ágúst, en á síðasta ári. Hagnaðurinn nemur tveimur milljörð- um kr. samkvæmt bráðabirgðauppgjöri og er hagnaðurinn þessa tvo mánuði orðinn meiri en tap félagsins fyrstu sex mánuði ársins. Clinton enn vinsæll MYNDBAND af yfirheyrslu Kenneths Starrs, sérskipaðs saksóknara, yfir Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna, var birt opinberlega á mánu- dag en lítið nýtt þótti koma þar fram. Stuðningsmenn for- setans töldu frammi- stöðu Clintons með miklum sóma og missti forsetinn ekki stjórn á skapi sínu eins og haldið hafði verið fram. Repúblikanar hafa þó hafn- að óskum margra demókrata um að Bandaríkjaþing léti sér nægja að ávíta forsetann og tilkynnti Henry Hyde, for- maður dómsmálanefndarinnar, í fyrra- dag að nefndin myndi ákveða á fundi 5. eða 6. október hvort lagt yrði til við þingið að hefja rannsókn sem leitt gæti tfl málshöfðunar til embættismissis. Kosið í Svíþjöð JAFNAÐARMENN, undir stjórn for- sætisráðherrans Görans Perssons, guldu afhroð í sænsku þingkosningun- um sem haldnar voru síðasta sunnudag. Fékk flokkurinn ein- ungis 36,6% og tapaði næstum 10% pró- sentustigum. Borg- aralegu flokkamir náðu hins vegar ekki að nýta sér fylgis- hrun jafnaðarmanna og telja fréttaskýrendur líklegt að Carl Bildt, leiðtogi hægri manna, hætti af- skiptum af sænskum stjómmálum í kjölfarið. Sennilegt er að Persson sitji áfram í embætti, ef til vill með stuðningi Vinstriflokks Gudmnar Schyman, sem telst sigurvegari kosninganna, fór í 12% úr rúmlega 6%. Lítil þátttaka var í kosningunum, einungis um 78% Svía greiddu atkvæði sem telst lítið á sænsk- an mælikvarða. ►KJELL Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, kom aftur til vinnu í fyrra- dag eftir nærri fjögurra vikna veikindaleyfi en þung- lyndi mun hafa hijáð Bondevik. Sagðist forsætis- ráðherrann, er hann sneri aftur til vinnu, að hann væri kominn til fullrar heilsu en vildi lítið segja annað um veikindi sín en það að vinnu- álag hefði verið orðið of mik- ið. ►ÍRÖNSK stjémvöld ábyrgðust á fimmtudag að öryggi rithöfundarins Salm- ans Rushdie yrði tryggt og tilkynntu Bretar og Iranar í kjölfarið að stjúramálasam- band landanna yrði tekið upp að nýju. Khomeini erkiklerkur dæmdi Rushdie til dauða árið 1989 fyrir guð- last í bók hans Söngvar Satans en írönsk stjóravöld hafa nú afturkallað dauða- dóminn. Lýsti Rushdie yfir miklum fögnuði, en hann hefur þurft að fara huldu höfði í nær áratug. ►ÞINGKOSNINGAR fara fram í dag, sunnudag, í Þýskalandi og þykir allt benda til að Helmut Koh) kanslari hverfi frá völdum að þeim ioknum. Ekki er þó víst að jafnaðarmönnum (SPD), undir stjóra Gerhards Schröders, takist að hrista Kohl og kristilega demókrata (CSU) af sér og hefur fylgi flokkanna mælst svipað, um 40% hjá báðum, síðustu dagana. Veldur þetta því að menn spá því nú að flokkarnir neyðist til að sam- einast um stjórnartaumana. FRÉTTIR Morgunblaðið/RAX Byggt uppi á Höfða UPPI á Höfða vinna byggingaverktakar hörðum voru á þaki þessarar nýbyggingar þjást líklega höndum að verkefni sínu enda víst að ýmislegt þarf ekki af lofthræðslu enda yrði þeim lítið úr verki ef að klára áður en veturinn skellur á. Mennirnir sem það væri tilfellið. Abyrgðir ættingja á undanhaldi UNDANFARIN ár hefur verið töluverð umræða í þjóðfélaginu um óhóflega notkun sjálfskuldará- byrgða einstaklinga. Hefur lána- stofnunum verið legið á hálsi fyrir að krefjast slíkra ábyrgða, sem gjaman eru fengnar frá ættingjum, með tilheyrandi óheppilegum afleið- ingum. Hefur því verið haldið fram að nær væri að fara að dæmi ann- arra þjóða og meta lánstraust manna út frá þeim sjálfum í stað þess að byggja á undirskriftagleði og fasteignum vina og vandamanna. Á móti koma rótgróin viðhorf í ís- lensku þjóðfélagi um samningsfrels- ið og skuldbindingargildi samninga - orð skulu standa. Mönnum eigi að vera frjálst að taka á sig ábyrgðir með samningum það sé helgur rétt- ur sem ekki eigi að skerða nema í lengstu lög. Auk þess stafi við- skiptaöryggi hætta af því ef ekki sé hægt að ganga að því gefnu að gerð- ir samningar haldi. Félagshyggjan Hinum fyrrgreindu félagslegu forræðissjónarmiðum hefur heldur vaxið fiskur um hrygg síðustu ár. Þannig var leidd í lög árið 1986 regla um að ógilda mætti ósann- gjarna samningsskilmála (36. gr. samningalaga nr. 7/1936). Tæpum tíu árum síðar var gengið enn lengra og hnýtt við ákvæðum að evrópskri fyrirmynd um heimild til að víkja til hliðar einhliða skilmálum í neytendasamningum sem talist gætu ósanngjamir. Síðastliðið vor gekk svo í gildi samkomulag milli banka, spari- sjóða, greiðslukortafyrirtækja, Neytendasamtakanna og stjórn- valda um notkun sjálfskuldará- byrgða. Þar er kveðið á um skyldu fjármálafyrirtækja til að upplýsa ábyrgðarmann um hvað í ábyrgð felist, meta greiðslugetu lántakanda áður en annar gengst í ábyrgð sé lánið hærra en ein milljón króna og benda á þennan kost ef upphæðin er lægri. Þá ber að tilkynna ábyrgð- armanni um vanskil sem verða á fjárhagslegri skuldbindingu sem hann er í ábyrgð fyrir og ekki má breyta skilmálum láns nema með samþykki hans. Loks má nefna að tekið er fyrir stofnun sjálfskuldará- byrgðar þar sem ekki er tilgreind hámarksfjárhæð. Þetta samkomu- lag hefur auðvitað ekki lagagildi en fastlega má búast við því að lánveit- endur, sem eru aðilar að samkomu- laginu, en það eru auðvitað ekki all- ir þeir sem stunda lánastarfsemi í atvinnuskyni, fari eftir því. Hins vegar hefur í raun ekki mik- ið reynt fyrir dómstólum á gildi Héraðsdómur Reykja- víkur ógilti í liðinni viku ábyrgðarskuldbindingu sem ættingjar gáfu leigutaka vegna þess að hún væri ósanngjörn. Páll Þórhallsson fer yfír réttarþróunina í þessum efnum. sjálfskuldarábyrgða út frá sjónar- miðinu um hvort þær séu sann- gjamar eða ekki. Má sjálfsagt rekja það til þess að reglur þessar eru nýjar af nálinni auk þess sem sjaldnast er haldið uppi vörnum í skuldamálum nema helst um form máls. Undantekningar eru þó til frá þessu. Þannig var mál með vexti í H 1993.2328 að ættingjar manns nokk- urs gáfu árið 1987 út skuldabréf til tólf ára að fjárhæð rúmlega þrjár milljónir til handa banka einum. Að- dragandi þessa var allóvenjulegur. Maðurinn hafði verið starfsmaður bankans en orðið uppvís að fjár- drætti. Til þess að afstýra kæru féllust ættingjamir á að gefa út skuldabréf sem nam tjóni bankans á þeirri óskráðu forsendu að maður- inn myndi svo greiða af því. Það gekk ekki eftir og endurgreiðslur reyndust ættingjum hans fjárhags- lega ofviða. Sagði í dómnum að ekki hefði verið jafnræði með aðiljum við samningsgerðina og forsvarsmönn- um bankans ljóst að skuldbindingin væri ekki í samræmi við fjárhag viðsemjenda. Var skuldabréfið ógilt með vísan til 36. gr. samningalaga og bankanum gert að endurgreiða það sem búið var að greiða af bréf- inu. Tryggingarvfxill Málavextir vom öllu hversdags- legri í H 1996.3267. Þar krafði öldrað kona greiðslukortafyrirtæki um endurgreiðslu rúmlega þriggja milljóna króna sem hún hafði orðið að punga út með vegna greiðslu- kortaskulda tengdasonar sínar. Hafði konan skrifað upp á svokall- aðan tryggingai’víxil án þess að þar væri færð inn nokkur hámarksfjár- hæð. Hæstiréttur féllst ekki á að 36. gr. samningalaganna ætti við. Hins vegar hafi konan mátt treysta því að greiðslukortafyrirtækið léti ekki viðgangast úr hömlu á hennar áhættu að korthafmn fengi haldið áfram viðskiptum þrátt fyrir mis- notkun korts síns. Taldi Hæstirétt- ur eðlilegt að setja þak ábyrgðar konunnar við 2.160.000 kr. (!) eða tvöfalda mánaðarlega úttektarheim- ild tengdasonarins, en þess má geta að hann hafði úr nokkrum kortum að spila frá sama fyrirtæki og hafði eins og gengur sérstaka heimild til úttekta erlendis. Fjárhagsleg geta Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 21. september síðastliðinn gæti haft hvað mesta almenna skírskotun af þessum dómum ef hann reyndist endanlegur. Þannig háttaði til að maður nokkur tók á leigu söluturn og gengust kona hans og dóttir í ábyrgð fyrir efndum leigusamnings- ins. Þegar vanskil urðu gekk leigusalinn að ábyrgðarmönnum og nam höfuðstóll kröfu hans liðlega átta hundruð þúsund krónum. I dómnum segir að samkvæmt skatt- framtölum þeirra mæðgna, skýrsl- um þeirra fyrir dómi og atvikum máls að öðru leyti þyki ljóst að ábyrgðarskuldbinding þeirra hafi ekki verið í neinu samræmi við fjár- hagslega getu þeirra. Þegar litið sé til þess að leigusali gat samkvæmt leigusamningnum rýmt húsnæðið fyrirvaralítið yrðu vanskil máttu þær ekki ætla að skuldbinding þeirra yrði jafnvíðtæk og raun bar vitni. Yrði að telja að forsendur skuldbindingar þeirra, tengsl við leigutaka, fjárhagsstaða við samn- ingsgerð og önnur atvik geri það að verkum að ábyrgðarskuldbindingin teldist ósanngjöm í skilningi 36. gr. samningalaganna. Var því fallist á sýknukröfu. Gengið lengra Þarna er tvennt sem einkum vek- ur athygli. Annars vegar að ábyrgð- in skuli síður halda vegna tengsla mægðnanna við leigutakann. Hins vegar að fjárhagsstaða þeirra er þær gengust undir ábyrgðina skipti máli. Er ekki þar með verið að kippa fótunum undan því sem tíðkast að menn fái vini og vanda- menn með venjuleg efni til að gang- ast í ábyrgðir fyrir sig? Hvernig gætu lánveitendur treyst á ábyrgðir ef þær reyndust ógildar við þessar aðstæður sem ekki verður á nokkum hátt séð að séu sérstakar? Það er ekki þar með sagt að það sé eftirsjá að skuldbindingum af þessu tagi en þarna er vissulega mun af- drifaríkari afleiðingar en leiða má af fyrrgreindum hæstaréttardómum. Miðað við niðurstöðuna í H 1996.3267 hefði mátt búast við að þak yrði sett á ábyrgðina í stað þess að ógilda skuldbindinguna með öllu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.