Morgunblaðið - 27.09.1998, Page 22

Morgunblaðið - 27.09.1998, Page 22
22 SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Svampdrifnir leslampar þriðia h eiminum 2 Morgunblaðið/Árni Sæberg DAVÍÐ Guðjónsson og kræklingarnir hans. magn, nokkurs konar nýr orkugjafí. „Eg hef til hliðsjónar það sem kall- að er á ensku e-in þrjú, effíciency, þ.e.a.s. hvers svona Lífvél yrði megnug, economy þ.e.a.s. hag- kvæmniþætti svona uppfinningar og ecology, þ.e.a.s. hvemig landið liggur frá umhverfismálasjónar- hólnum," segir Davíð. Hvernig komu e-in út? „Verkefnið er mjög athyglisvert og lofar góðu, en nýtnin í einu dýri er samt mjög lítil, eins og við mátti búast. Að vísu er hægt að hliðtengja dýrin, en þá er við stærðarvanda- mál að etja, því vélin verður allt of umfangsmikil. Varðandi hagkvæmniþætti, þá er hráefnið ókeypis og orkugjafinn líka, auk þess sem vel mætti hugsa sér að nýta orkuveituna enn frekar til manneldis. Þ.e.a.s. ef rafmagns- framleiðslan er farin umfram þarfir mætti éta eitthvað af henni. Það væri þó varla geðslegt nema að það væru skelfiskar sem framleiddu raf- magnið. Svona þætti mætti sam- ræma t.d. í kræklingarækt. Varðandi umhverfismálahliðina, þá er varla hægt að hugsa sér vist- vænna fyrirbæri. Það er ekki nóg með að það sé engin mengun af þessari raforkuframleiðslu, heldur hreinsar hún mengun sem fyrir er. Þessi dýr nánast dauðhreinsa það vatn sem þau taka inn. Þau skila því sem sagt miklu hreinna frá sér heldur en það var þegar þau soguðu það til sín.“ Hvað viltu segja um nýsköpunar- gildi þessa verkefnis í ljósi þessa ? „Að mínu mati er mesta nýsköp- unargildið fólgið í því að hagnýta líf- verur á nýjan hátt. í nokkurs konar RANNSOKNIR Davíðs byggjast á hugmynd sem hann fékk er hann þreytti líffræðipróf í MR veturinn 1995. Hann hafði verið að lesa um svampdýr og fékk þá hugdettu að vel gætu dýr þessi framleitt rafmagn í lokaðri hringrás með því að dælugeta þeirra væri virkjuð. Davíð var hins vegar svo upptekinn að hann gat ekki framkvæmt hugmyndina, var m.a. ritstjóri afmælisrits MR auk þess að stunda sitt nám. Hann greindi þó frá hugmyndinni og al- mennri framkvæmd við tilraunirnar í skýrsluformi og lagði hana fyrir Uppfinningakeppni framhaldsskól- ana. „Þeir létu mig hafa þriðju verð- laun þó ég haldi að þeir hafi álitið mig eitthvað ruglaðan," segir Davið. Hann gleymdi þó ekki hugmyndinni og er hann var skiptinemi í iðnaðar- verkfræði við háskóla í Kaup- mannahöfn síðastliðinn vetur, lýsti hann hugmyndinni fyrir Poul S. Larsen, straumfræðiprófessor sem þar kenndi. Larsen hefur sjálfur staðið að umfangsmiklum tilraunum á þeim dýrategundum sem komu við sögu í kolli Davíðs. „Larsen leist vel á þetta og leyfði mér að búa til sérnámskeið utan um verkefnið og í vetur þróaði ég hug- myndina orkufræðilega undir umsjá hans. Rannsókninni lauk svo í vor, en þá fékk ég styrk frá Nýsköpun- arsjóði námsmanna til að halda áfram og í sumar hef ég verið að gera tilraunir á sjálfum dýrunum undir leiðsögn Jörundar Svavars- sonar sjávarlíffræðiprófessors. Þeim hluta verkefnisins er senn lok- ið og í október á ég að skila skýrslu með niðurstöðum. Hvað svo tekur við veit ég ekki enn, en mikið starf bíður enn,“ segir Davíð. Möttuldýr, svampar og samlokur Flest mannsböm þekkja til sam- loka. Mörgum þykir kræklingur góður til átu, að ekki sé minnst á Ungur verkfræðinemi, Davíð Guðjónsson, hefur að undanförnu unnið að allnýstár- legum rannsóknum á dælugetu svampa, möttuldýra og samloka. Umrædd dýr dæla frá sér s.jó við fæðuöflun, draga hann fyrst í sig, sía úr honum næringarefni og dæla honum síðan frá sér af nokkrum krafti. Verkefnið snýst um að nýta dælugetu dýr- anna í þágu mannsins, m.a. til rafmagns- framleiðslu. Guðmundur Guðjónsson hitti Davíð á Fræða- og rannsóknarsetrinu í Sandgerði þar sem hann hefur haft vinnu- aðstöðu í sumar. hörpuskel og kúfskel. Færri þekkja eitthvað til möttuldýra og margir telja vafalaust að svampur sé bara eitthvað til að þvo bílinn með. Möttuldýr eru gjarnan neðarlega í giýttum þangfjörum og svo víða á grunnsævi. Þau eru pokalaga með tveimur opum. Þau eru smávaxin og þau stærstu eru aðeins nokkrir sentimetrar í þvermál. Þau eru ým- ist einbúar eða í byggðpm ef kalla mætti það því nafni. í bók Guð- mundar P. Ólafssonar líffræðings, „Ströndin", segir þetta um líkams- starfssemi möttuldýra: - Munnur möttuls er innstreymisop sem opn- ast niður í kok og meltingarveg. Innan veggja sekkjarins eru líka hjarta og blóðrás, æxlunarfæri karl- og kvendýrs, taugahnúður og taug- ar. Þetta er að vísu ekki óvenjulegt meðal hryggleysingja, en margt í byggingu líffæra og líkama er sér- stakt. Meðal þess sem undarlegt þykir er að blóðrásarkerfið er opið. „Hjartað" er samanbrotinn vöðvi í hjartapoka, gollurhúsinu, og dælir á víxl í tvær áttir. Forðum var svömp- um lýst sem lifandi brunni. Á sama líkingarmáli er möttuldýr dælustöð. Neðan fjöru dæla þau öllum stund- um, þau stærstu á annað hundrað lítrum á sólarhring, hver einstak- lingur. Sjódælingin fer inn og út um opin á sekknum. Inni í dýrunum er eins konar net sem agnir festast í og þannig fá þau næringu. Svo til öll möttuldýr eru síarar og lifa á þör- ungum. Um svampa ritar Guðmundur Páll: - Þessir lifandi „gosbrunnar" eru síarar. Um allan svamplík- amann eru örsmá op þar sem straum leggur inn. Á veggjum inn- streymisops eru frumur með svipu- kraga og þær koma sjó af stað. Aðr- ar frumur grípa næringuna, en svampar eiga það sammerkt frá öðrum dýrum að nærast á lífrænum efnum, ekki ólífrænum eins og jurt- ir. Þegar sjór hefur flætt um völ- undarhús innstreymisopa samein- ast smálækir þeirra í víðan farveg útstreymisopa, op „gosbrunnanna". DAVÍÐ kemur fyrir „frárennslisbúnaði" í kræklingi. Rafmagn fátæka mannsins? Davíð lýsir nánar ferlinu. Hug- myndin, eða „Lífvélin“ eins og hann kallar hana, gengur út á að setja lif- andi svampa eða möttuldýr í lokaða hringrás og nýta dælugetu þeirra til að knýja túrbínu. Túrbínan er tengd rafli og vélin framleiðir þar með raf- vél. Náttúran hefur milljarða ára forskot á okkur mennina í hönnun á tækni af þessu tagi. Henni hefur yf- irleitt tekist afburðavel upp og því ekki að nýta sér reynslu hennar og þekkingu? Nýta sér þetta forskot, í þessu tilviki til að búa til vél sem gengur fyrir sjó. Aldrei áður mér vitandi hefur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.