Morgunblaðið - 03.11.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.11.1998, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lítil sfldveiði út • • af Ondverðamesi ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti íslands, Gyrðir Elíasson ljóðskáld og Peter Broste, stjórnarformaður P. Broste A/S, við afhendingu Bjarsýnisverðlaunanna á föstudag. Gyrðir Elíasson hlýtur Bjartsýnisverðlaun Brostes GYRÐIR Elíasson ljóðskáld hlaut á föstudaginn Bjartsýnis- verðlaun Brostes úr hendi Ólafs Ragnars Grímssonar, for- seta Islands, við hátíðlega at- höfn í Norræna húsinu. Verð- launin nema 50 þúsund dönsk- um krónum. í áliti dómnefndar segir meðal annars að bækur Gyrðis séu mannbætandi og verði óhjákvæmilega vinir lesenda. Ljóð hans séu full af myndmáli og segi ýmist frá íslenskum þjóðsagnaheimi eða leyndar- dómum íslenskra þorpa. Þau einkennist af dulúð, sem ekki verði skýrð, en auki þó skilning á fólki og náttúru fjarri hávaða og hraða nútímasamfélagsins. Bjartsýnisverðlaunin hafa verið veitt af danska fyrirtæk- inu P. Broste A/S frá árinu 1981. LÍTIÐ varð úr síldveiðum á miðunum vestur af Öndverðarnesi en nokkur skip fengu þar góðan afla á föstudag og aðfaranótt laug- ardags. Fjöldi skipa var komin án slóðina um helgina en hafði heldur fækkað í gær. Fjöldi skipa sigldi á miðin um 70-80 mílur vestur af Snæfellsnesi þegar fréttist af síldveiðinni á föstudag, bæði af loðnumiðunum norður af Langanesi og síldarmið- um fyrir austan land. Slæmt veður var hinsvegar á miðunum á laugar- dag og sunnudag og hafði lítið fengist í gær, aðeins eitt skip kastað og fengið um 10 tonn. Nokkur skip voru í gær farin af svæðinu, áleiðis á loðnumiðin fyrir norðan. Kom í ljósátuna Erling Rristjánsson, skipstjóri á Neptúnus ÞH, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að síldin héldi sig djúpt eða á um 80 til 100 faðma dýpi. „Það var blíðuveður hér fyrir helgi og þá kom síldin í ljósátuna upp á yfírborðinu. Veðrið hefur nú versnað og þá dýpkar síldin á sér og er óveiðanleg. Við urðum varir við síld á þessum slóðum fyrr í haust en ekki í nægjanlegu magni. Við vorum því að vona að það færi loksins að rætast úr síldveiðinni. En síldin virðist því miður hafa dreift sér því við sjáum ekki mikið magn,“ sagði Erling. Stofninn ekki hruninn Rannsóknaskipið Árni Friðriks- son kom á veiðisvæðið út af Önd- verðarnesi í gærmorgun og hafði tekið eitt hal með flotvörpu um miðjan dag í gær. Að sögn Páls Reynissonar, leiðangursstjóra, er síldin nokkuð smá og undir viðmiðunarmörkum. „Menn hafa orðið varir við síld á þessum slóð- um undanfarin ár. Það hefur verið síld á Eldeyjarsvæðinu síðustu ár og oft er smásíld í Kolluálnum og inn á Breiðafirði. Við hinsvegar vitum ekki enn hve mikið magn er hér á ferðinni en munum fara um svæðið og taka fleiri sýni á næstu dögum.“ Ami Friðriksson hefur síðustu tvær vikur verið í síldarrannsókn- um undan Austfjörðum og segir Páll mun minna hafa sést til síldar fyrir austan en á síðasta ári. „Þó að sfldin láti ekki á sér kræla telj- um við ekki að stofninn hafi hrun- ið, enda hefur hann verið í hægum vexti síðustu ár,“ sagði Páll. Þokkaleg loðnuveiði var um helgina en veiðisvæðið hefur nú færst nokkm vestar og er nú um 50 mílur norður af Langanesi. Nokkur skip fengu loðnu um helg- ina og var aflinn að jafnaði um 50 til 100 tonn í kasti samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Yfírlit Veiðimálastofnunar um stangaveiði Laxveiði á stöng 38% meiri en í fyrra LAXVEIÐI á stöng nam 39.700 löxum síðastliðið sumar sam- kvæmt bráðabirgðatölum frá Veiðimálastofnun. Það er 38% meiri afli heldur en sumarið 1997 og 11% yfir meðalveiði áranna 1974-1997. Að sögn fiskifræðinga Veiði- málastofnunar var aukning í stangaveiði í öllum landshlutum þótt nokkur munur væri á milli ára. Aflasælustu ámar vora Eystri-Rangá með milli 2.600 og 2.700 laxa, Þverá ásamt Kjarrá með 2.189 laxa, Blanda með 2.010 laxa og Norðurá í Borgarfirði með 2.003 laxa. Samkvæmt upplýsingum Veiði- málastofnunar hefur sú aðferð að veiða lax og sleppa aftur ratt sér nokkuð til rúms og taka beri fram að þeir laxar sem hefðu tekið agn og verið sleppt aftur og skráðir sem veiddir í veiðibækur væru taldir með í ofangreindum tölum, en þeir kæmu síðar tfl með að dragast frá lönduðum afla. Þá er þess getið, að stangaveiði í Rangánum væri talin með, en lax- veiði í þeim byggist nær ein- vörðungu á sleppingu gönguseiða í hafbeit. 5.700 laxar veiddust í net Netaveiði í sjó er nú engin við ísland, en 5.700 laxar veiddust í net i ám, flestir í Ölfusá/Hvítá og Þjórsá. Þetta er svipuð netaveiði og var árið 1997 og aðeins 38% af meðalveiði áranna 1974-1997. Munar þar mest um leigu á stærstum hluta netaveiðiréttar í Hvítá í Borgarfirði og uppkaupa og leigu á netaveiðirétti í sjó. Um 11.000 laxar endurheimtust úr hafbeit, en umsvif þeirrar greinar hafa minnkað mjög síð- ustu árin. Árið 1997 endurheimt- ust um 15.000 laxar í hafbeitar- stöðvar, en til samanburðar má geta þess, að þegar hafbeitin skilaði flestum löxum árið 1993, endurheimtust 168.000 laxar. Ofangreindar bráðabirgðatölur um laxveiði benda til að heildar- veiði á íslandi hafi verið um 56.400 laxar. Kosningafundur ^ >) GLJUfJíírí] GjrG^ojjHr í kvöld kl. 20:30. Gafl-inn Hafnarfirði. Það vantar kraft í kjördæmið! Breiðskífa Móu komin út á alþj óðavettvangi BREIÐSKÍFA Móeiðar Júníus- dóttur, Móu, Uni- versal, kemur út í Evrópu, Frakk- landi, Þýskalandi og Bretlandi í gær, mánudag. Fyrirtækið Tommy Boy gefur diskinn út, en það er að stórum hluta í eigu stór- fyrirtækisins Warner. Diskur- inn kemur út í febrúar næstkom- andi í Bandaríkj- unum. Móeiður heldur til Bretlands með hljómsveit sína til tónleika- halds í vikunni og verða fyrstu tónleikarnir á miðvikudag. Universal er fyrsta breiðskífa Móeiðar með frumsaminni tónlist, en áður hefur hún gefið út plötuna Lögin við vinnuna. Móeiður hefur unnið að plötunni í Bretlandi með hléum undan- farin tvö ár og fengið til liðs við sig ýmsa upptökustjóra og aðstoðarmenn. Lögin eru öll eftir hana utan fjögur sem hún semur með Eyþóri Arn- alds. Samningar við Tommy Boy útgáfuna, sem er ein virtasta óháða tónlistarút- gáfa Bandaríkjanna, og gefur meðal annars út rapparana Coolio og De la Soul, tókust í upphafi árs, en viðræður höfðu þá staðið í hálft ár. Meðal aðstoðarmanna Móeiðar við gerð plötunnar má nefna Phil Chill, sem meðal annars hefur unnið með Mark Morrison og Neneh Cherry, David Bascombe, sem unnið hefur með Depeche Mode, og Geor- ge de Angelis, sem starfað hefur með Ninu Hagen. Hljóðfæraleikar- ar á plötunni eru fjölmargir inn- lendir sem er- lendir. Tugmilljónir í út- gáfu og kynningu Samkvæmt hcimildum Morg- unblaðsins leggur útgáfa Moeiðar tugmilljónir króna í úgáfuna og kynningu á henni. Myndband við lagið Joy & Pain, sem er fyrsta opinbera smáskifan af plötunni, hefur fengið góðar viðtökur ytra og meðal annars er það í aðal- spilun á sjónvarpsstöðinni MTV í Evrópu. Myndbandið var gert í París, en þess má geta að tölvugrafík var unnin af sama fyrirtæki og vann grafíkina í kvikmyndinni Borg hinna týndu barna. Dómar um fyrstu smáskíf- ur af plötunni hafa verið jákvæðir og lögin fengið fjór- ar til fimm stjörnur. Joy & Pain var til að mynda valin ein af smáskífum vikunnar í breska tískutímaritinu iD. Lagið komst á smáskífulista í vikuútgáfu tónlistartímarits- ins Mixmax og er í efsta sæti í þessari viku. Einnig birtist lofsamleg umsögn í breska tónlistar- vikuritinu New Musical Ex- press um tónleika Móeiðar og hljómsveitar hennar á Popp í Reykjavík tónlistarhátíðinni. I hþ'ómsveit Móeiðar eru Hjörleifur Jónsson, trommu- leikari, Kristinn Júníusson, bassaleikari, Haraldur Berg- mann og Bjarki Jónsson hljómborðsleikarar. Móeiður Júníusdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.