Morgunblaðið - 03.11.1998, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
OLIA OG
LÖGSAGA
LEYNIST OLÍA og/eða gas í setlögum við ísland? Þessi
spurning hefur skotið upp kolli af til síðustu áratugi.
Hún hefur fengið byr í segl undanfarið. Tvennt kemur til:
1) Erlend olíufélög hafa lýst áhuga á að kanna til hlítar lík-
ur á því að olía finnist í íslenzkri lögsögu. 2) Nefnd, sem
starfað hefur á vegum iðnaðarráðuneytisins, skilar þessa
dagana skýrslu um mat á stöðu olíuleitar við landið.
Karl Gunnarsson hjá Orkustofnun segir skýrsluna
spanna þrjú svæði. í fyrsta lagi setlög við strendur lands-
ins. A afmörkuðum blettum, einkum fyrir Norðurlandi,
hafa safnast saman þykk setlög með það miklum jarðhita
að hugsanlegt er talið að olía hafi myndast þar. I annan
stað Jan Mayen-svæðið. Samningur er í gildi um það
svæði, en það nær bæði til norskrar og íslenzkrar lögsögu.
í þriðja lagi Hatton-Rockall-svæðið, sem við höfum gert
kröfur til, en olíufélög leita þegar í suðurkanti þess.
Eyjólfur Konráð Jónsson, ritstjóri Morgunblaðsins og
síðar alþingismaður, færði fyrir því gild rök á sínum tíma,
m.a. byggð ár 76. grein Hafréttarsamnings Sameinuðu
þjóðanna, að íslendingar ættu landgrunnsrétt á Hatton-
Rockall-svæðinu. Alþingi hefur allt frá árinu 1978 ályktað
um þennan rétt. Með reglugerð utanríkisráðuneytisins frá
1985 var landgrunn íslands afmarkað til vesturs, í suður
og til austurs og nær það m.a. yfir Hatton-Rockall-svæðið.
í framhaldi af þessu óskuðu íslendingar eftir samvinnu við
aðrar þjóðir, sem gera kröfur til þessa svæðis, þ.e. Breta,
Færeyinga og íra. Fróðlegt væri að fá upplýst, hvar á vegi
viðræður um þetta efni eru staddar.
Olían hefur fært frændum okkar, Norðmönnum, ærinn
auð. Næstu grannar okkar og frændur, Færeyingar, binda
og rökstuddar vonir um bættan hag við olíu í landgrunni
eyjanna. Sjálfgefið er að huga vel að olíulíkum í íslenzkum
setlögum, einkum fyrir Norðurlandi, þótt þær séu ekki
taldar nema 10-12% í dag. Sem og að fylgja fast eftir ís-
lenzkum hagsmunum á Jan Mayen- og á Hatton-Rockall-
svæðunum.
SAMKOMULAG
G7-RÍKJANNA
AUKINNAR bjartsýni hefur gætt á alþjóðlegum fjár-
málamörkuðum síðastliðnar vikur og svo virðist sem
trú manna á því að umfangsmikil heimskreppa sé yfirvof-
andi fari dvínandi, að minnsta kosti í bili. Margt hefur orð-
ið til að auka bjartsýni manna á efnahagslegum horfum til
lengri tíma litið. Lækkun vaxta í Bandaríkjunum hefur
mælst vel fyrir á mörkuðum og orðið til að hleypa auknum
krafti í bandarískt efnahagslíf auk þess sem vaxtalækkun-
in hefur haft jákvæð áhrif á gengi ýmissa gjaldmiðla. Verg
þjóðarframleiðsla Bandaríkjanna jókst um 3,8% á þriðja
ársfjórðungi þessa árs sem er nokkuð stökk upp á við mið-
að við annan ársfjórðung en þá var vaxtahraði efnahags-
lífsins 1,8%. Aðgerðum japanskra stjórnvalda til að taka á
vanda bankakerfisins þar í landi hefur einnig verið vel tek-
ið og þykja þær líklegar til að skila raunverulegum ár-
angri.
Almennt virðist það vega þyngst á vogarskálum markað-
anna að stjórnmálamenn hafi gert sér grein fyrir hinni al-
varlegu stöðu og tekið nauðsynleg skref til að afstýra
heimskreppu. Samkomulag það sem sjö helstu iðnríki
heims kynntu sl. föstudag um samræmdar aðgerðir til að
styrkja stöðu hins alþjóðlega fjármálakerfis er mikilvægt
skref í þá átt. Eitt helsta markmið samkomulagsins er að
reyna að tryggja stöðugleika í alþjóðlegu efnahagslífi og
koma í veg fyrir ofsafengnar sviptingar. Staða Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins, IMF, er styrkt í því skyni að sjóðurinn
geti í framtíðinni reynt að koma í veg fyrir kreppueinkenni
í stað þess að bregðast einungis við þeim.
Þessu samkomulagi ber að fagna og vonandi að það muni
í framtíðinni stuðla að auknum stöðugleika. Þrátt fyrir
aukna bjartsýni er hins vegar ljóst að hættan á alþjóðlegri
kreppu er ekki liðin hjá. Margir bandarískir sérfræðingar
telja hagtölur fyrir þriðja ársfjórðung ársins ekki gefa
rétta mynd af þeirri þróun sem framundan er og víða um
heim heldur áfram að draga hratt úr hagvexti. Er búist við
að hagvöxtur í Bretlandi á næsta ári verði sá minnsti í
hálfa öld. Hagkerfi Asíu eiga mörg hver enn eftir að rétta
úr kútnum. Þá hefur verið bent á að mörg ríki, ekki síst í
Evrópu, munu eiga erfiðara með að lækka vexti en Banda-
ríkin án þess að það valdi aukinni verðbólgu. Það birtir því
til en björninn er ekki unninn.
MÁLÞING UM ÁHRIF VIRKJANA NORÐA
Verðmætin eiga
nema málefnale^
——
PALLBORÐSUMRÆÐUR að loknum framsöguerindum voru líflegar, og S£
Landsvirkjunar, gróðurfar á hálendinu og hug sveitarstjórna á A
Hátt á þriðja hundrað
manns sótti málþing um
áhrif virkjana norðan
Vatnajökuls á náttúru
og efnahag sl. laugar-
dag. Alþingismenn,
embættismenn, hags-
munaaðilar og áhuga-
menn um málefnið
hlýddu á fróðleg fram-
söguerindi og tóku þátt í
pallborðsumræðum.
Ragna Sara Jónsdóttir
fylgdist með málþinginu
og pallborðsumræðun-
um, þar sem fram komu
skiptar skoðanir um
virkjanir, stóriðju og
nauðsyn þeirra fyrir
------------7----------
framtíð Islands.
ORVARÐUR Ái'nason frá
Siðfræðistofnun Háskóla
Islands benti á nauðsyn
upplýstrar umræðu í setn-
ingarræðu sinni. Hann lýsti yfir
ánægju sinni með málþingið og
sagði hlutverk þess vera að vinna að
farsælli lausn deilumála með mál-
efnalegri umræðu, þar sem tillit
væri tekið til allra sjónarhorna.
„Vönduð greining og rökræða um
þá kosti sem völ er á eykur líkur á
samstöðu í þjóðfélaginu og skapar
forsendur fyrir skynsamlegum
ákvörðunum,“ sagði Þorvarður og
hélt áfram: „Þau málefni sem hér
eru til umræðu hljóta að teljast í
hópi þeirra mikilvægustu sem við,
þegnar þessa lands, þurfum í sam-
einingu að leiða farsællega til
lykta.“ Þorvarður lauk setningar-
ræðu sinni með því að brýna fyrir
ráðstefnugestum og frummælend-
um hve mikilvægt væri að umræðan
yrði málefnaleg, „því þau verðmæti
sem eru í húfi bera enga brynju og
eiga ekkert annað varnarþing en
það sem umræða af þessum toga
getur leitt fram.“
Mat framkvæmdaraðila jafnast
ekki á við opinbert mat
Elín Smáradóttir lögfræðingur
hjá Skipulagsstofnun fjallaði um
mat á umhverfisáhrifum, og bar
meðal annars lögformlegt ferli þess
saman við mat sem gert er á vegum
framkvæmdaraðila. Sagði hún að
engan veginn væri hægt
að leggja mat framkvæmd-
araðila, sem ekki færi hina
formlegu leið, að jöfnu við
hið lögbundna mat á um-
hverfisáhrifum. Mat fram-
kvæmdaraðila gæti ekki
komið í stað formlegs
matsferlis, a.m.k. ekki ef
matið ætti að ná tilgangi sínum.
Ástæðurnar væru margþættar en
þær byggðust helst á því að í opin-
bera ferlinu legði framkvæmdaraðili
fram frummatsskýrslu sem skipu-
lagsstjóri ríkisins, hlutlaus opinber
aðili sem ekki á hagsmuna að gæta
um niðurstöðuna, úrskurðaði um.
Urskurðað væri á grundvelli mats-
skýrslunnar, umsagna aðila sem
hlut ættu að máli, athugasemda sem
bærust frá almenningi og svara
framkvæmdaraðila við þeim. Skipu-
lagsstjóri gæti gengið úr skugga um
að allar upplýsingar væru réttar og
sannar, auk þess sem hægt væri að
kæra niðurstöðu úrskurð-
ar skipulagsstjóra, og
pólitísk sjónarmið gætu
komist að við úrskurð
ráðherra.
Það sem hamlar því að
mat framkvæmdaraðila
jafnist á við opinbert mat
felst í því að framkvæmd-
araðili hefur allt forræði á meðferð
málsins, sagði Elín, og að ekki væri
hægt að líta fram hjá því að hann
ætti ríkra hagsmuna að gæta af nið-
urstöðunni. Framkvæmdaraðili
kunni að hafa lagt mikla vinnu og
fjármuni í rannsóknir og upplýs-
ingaöflun, m.a. í þeim tilgangi að
hönnun framkvæmdar yrði sem
best, einnig með tilliti til umhverfis-
ins. Galli væri hins vegar á því að
hann réði algerlega við hverja hann
hefði samráð og hvernig niðurstöð-
ur væru kynntar. Þátttaka almenn-
ings og hagsmunaaðila er líkleg til
að verða minni, ef einhver, þar sem
framkvæmdaraðila beri ekki skylda
til að taka tillit til athugasemda og
ábendinga í niðurstöðum sínum.
Framkvæmdaraðili geti að auki val-
ið hvort hann leiti umsagnar opin-
berra aðila og opinberum aðilum
beri ekki skylda til að veita umsagn-
ir um óformlegt mat á umhverfisá-
hrifum.
Fljótsdalsvirkjun háð fram-
kvæmdaleyfi hreppsnefndar
Elín skýrði frá því að lög um mat
á umhverfisáhrifum hefðu tekið
gildi árið 1993 vegna tilskipunar frá
Evrópusambandinu. Sambandið
hefði nú gert verulegar breytingar á
tilskipuninni um mat á umhverfisá-
hrifum og þyrftu Islendingar því að
gera breytingar á núgildandi lögum.
„Fjárhagslegt
verðmæti
náttúrunnar
hefur verið
hornrekaí
umræðunni“