Morgunblaðið - 03.11.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.11.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998 35 LISTIR Óendanlegir möguleikar Morgunblaðið/Kristinn KJARTAN Olafsson, tónskáld og höfundur tónsmíðaforritsins Calmus. FYRIR skemmstu kom út geisla- diskur með tónverkum eftir Kjartan Ólafsson sem hann kýs að kalla Tón- list með Calmus. Nafn disksins vísar í að verkin á disknum eru samin með aðstoð tónsmíðaforritsins Cal- mus, sem Kjartan samdi á sínum tíma og þróaði í námi sínu til licenti- at prófgráðu við Síbelíusar-tónlist- arakademíuna í Finnlandi. Calmus er komið út í útgáfu 4.2 og Kjartan Ólafsson segir að ný útgáfa, 5.0, komi út í janúar. Sú útgáfa verði í Macintosh-umhverfi líkt og hinar íyiri, en ytra séu menn að vinna við að snara forritunarmálinu yfir í PC- umhverfi. „Eg breyti notendaviðmót- inu veruleg í nýrri útgáfu, enda er Calmus mjög flókið forrit og not- endaviðmótið hefur verið fullflókið. Undanfarin ár hef ég notað fomtið og kennt á það þannig að ég veit mjög vel hverju þarf að breyta til að gera það auðveldara í notkun." Fyrir stuttu kom út platan frá Kjartani eins og getið er, með safni verka sem hann hefur samið með Calmus. Kjartan segir að platan, Tónlist með Calmus, spanni átta ár. „Á plötunni er fyrsta verkið sem ég samdi með Calmus en nýjast er verk sem ég lauk við á síðasta ári og hljóðritað var á þessu ári. Á disknum koma fyrir einleiksverk, kammerverk og hljómsveitarverk, en það síðasttalda reyndar samið með Calmus og síðan endurskrifað með Calmus. Það er forsenda fyrir útgáfu sem þessari að gott sam- starf takist með tónskáldi og flytj- endum og það er mitt lán að hafa fengið til versksins frábæra flytj- endur.“ Kjartan segist ekki telja að menn eigi eftir að hejra á disknum að tón- listin sé samin með aðstoð tölvu. „Calmus hefur ekki staðið í vegi fyr- ir tónsmíðum eða tálmað þær að nokkru leyti, enda hef ég getað yfir- stigið allar tálmanir með því að breyta forritinu ef svo ber við,“ segri Kjartan. „Kosturinn við Calm- us er hvað maður fær góða svörun frá því. Maður gerir eitthvað á ákveðnum forsendum og fær strax svörun sem síðan er metin af not- andanum á fagurfræðilegan hátt. Á þann hátt held ég að þetta forrit hafi tekið þátt í að þróa mig sem tón- skáld, en tónlistin spannar minn og þróunarferil sem tónskáld. Það er nákvæmlega sama við forritun og tónlist að það takmarkast allt við manns eigin getu og finnist mönnum tónlistin takmörkuð þá er það vegna þess að ég næ ekki lengra sjálfur í dag. Ég skynja þróunina í minni eig- in tónlist í gegnum tíðina með því að hlusta á diskinn. Það er aftur á móti ómögulegt að segja hver þróunin hefði orðið ef ég hefði ekki notið Calmus, þó mér þyki líklegt að hún hefði orðið önnur.“ Kjartan segir að diskurinn sé ekki auglýsing íyrir fomtið að einu eða neinu leyti, hann sé fyi'st og fremst tónlistarinnar vegna. „Það hefur alltaf verið mér hugleikið að nota nú- tímatækni við tónsköpun og samspil listamannsins við tæknina sem snýst mikið um samviskuspurningar og fagurfræðilegar. Nafnið sem ég vel disknum á sér aftur á móti einfalda skýi-ingu. Frá því fyrsta verkið sem ég samdi með Calmus var frumflutt hef ég alltaf getið þess í tónleikaskrá að verkið sé samið með þessu ákveðna forriti. I kjölfarið hafa allir þeir sem um tónlistina fjalla varla fjallað um tónlistina sjálfa, bara það að hún sé búin til með tækni. Ég hef alltaf skemmt mér yfir þessu og nafnið á disknum er því birting minnar persónulegu íróníu gagnvart þein’i hugsun að menn eigi erfitt með að sætta sig við það að list getur verið búin til með öðru en blýanti og strokleðri. Það að geta ekki nýtt sér nútíma- tækni og velja úr þeim möguleikum sem við búum yftr í dag flokkast undir fordóma. Kosturinn við að vera starfandi tónskáld í dag eru óendanlegir möguleikar til þess að búa til það sem hugur okkar stendur til.“ Dagskrá um Guðberg Bergsson á Súfístanum í TILEFNI útkomu annars bindis skáldævisögu Guðbergs Bergsson- ar, Eins og steinn esm hafið fágar, verður dagskrá um Guðberg á Súfistanum, Laugavegi 18, í kvöld, þriðjudag kl. 20.30. Þar mun Silja Aðalsteinsdóttir bókmenntafræð- ingur fjalla um Guðberg og spjalla við hann, auk þess sem Guðbergur les úr bókinni. Fyrir fyrri hluta bókarinnar, Faðir og móðir og dul- magn bernskunnar sem kom út í fyrra, hlaut Guðbergur Islensku bókmenntaverðlaunin. -------------- Námskeið um listmeðferð fyrir konur AÐALHEIÐUR Elva Jónsdóttir heldur námskeið í listmeðferð fyrir konur sem hefst laugardaginn 7. nóvember. Námskeiðið verður haldið á Smiðjuvegi 4 í Kópavogi. Listmeðferðarfræði er tækni þar sem notast er við sköpun. I með- ferðinni eru gefnir möguleikar á að tjá sig; í tvívíðan flöt, mála á pappir eða í þrívídd, t.d. í leir. 011 verkefn- in miðast að sjálfsstyrkingu. Aðalheiður Elva Jónsdóttir hlaut MA gráðu í listmeðferð frá Lesley College í Boston árið 1997. Músíkalskt par TONLIST IVorræiia húsið KAMMERTÓNLEIKAR Rúnar Óskarsson klarinettuleikari og Sandra de Bruin píanóleikari fluttu tónlist frá 20. öld. Sunnudag kl. 17. EFTIR framúrskarandi debúttónleika Rúnars Óskarsson- ar í Hafnarborg í fyrra hefur það verið tilhlökkunarefni að heyra í honum aftur; - og á sunnudaginn var loks lag. Nú sem þá var meðleikari hans hollenski píanóleikar- inn Sandra de Bruin, og nú sem þá var efnisskráin sér- lega smekklega valin, með úrvali verka frá okkar öld, - sumum glænýjum. Það kom ekkert á óvart að þetta voru frábærir tón- leikar. Þau Rúnar og Sandra eru óhemju gott dúó; - hafa bæði allt það sem til þarf, - næmi fyrir meðleikaranum, - mjög góða tækni og óbrigðult músíkalitet. Það er hrein unun að hlusta á þau. Fantasia Breve frá 1983 eftir norska tónskáldið Olav Berg var fyrsta verkið á efnis- skránni. Þau fluttu verkið líka á tónleikunum í Hafnarborg í fyrra, - og tókst flutningurinn ekkert síður í þetta skipti. Þetta er vel samið verk byggt á dramatískum andstæðum í hraða og styrk. Þar skiptast á seiðandi og dulúðug stef klarinettunnar yfir draum- kenndri hljómaslæðu píanósins og þróttmiklir og rytmískir kaflar þar sem bæði hljóðfærin láta til sín taka. Nýtt verk, Night Music eftir Bart Visman, var fiumflutt á tón- leikunum, en verkið er samið fyrir þau Rúnar og Söndru. Þetta var ljóðrænt verk og hæglátt með stígandi og auknum styrk um miðbikið. Það var heldur langt, - hugmyndir tónskáldsins full ítar- lega dregnar á langinn, og hefði vel þolað að vera styttra. Sónatína eftir Malcolm Ai-nold frá 1951 er skemmtilegt virtúós stykki, rytmískt, byggt að hluta á alþýðlegum stefjum. Fyrsti þátturinn dregur úr sjóðum djasstónlistar og er líflegur og hraður. Annar þátturinn er and- stæða ytri þáttanna, - lýrískur og syngjandi. Lokaþátturinn er byggður á stefi sem gæti allt eins verið ættað úr grískri tónlist eða klezmer tónlist gyðinga. Rúnar og Sandra léku Sónatínuna með miklum glæsibrag, - höfðu tón- listina algerlega á valdi sínu og í sér. Skaramús svítan eftir Milhaud er eitt vinsælasta tónverk aldar- innar, - upphaflega samið fyrir leikhúsið árið 1939, en seinna út- sett af tónskáldinu fyrir tvö píanó og enn seinna fyrir saxófón og pí- anó og loks klarinettu og píanó, en sú útsetning mun hafa verið gerð fyrir Benny Goodman. Það gætti örlítils óöryggis hjá Rúnari í upphafi fyrsta þáttarins; - tempóið fullhratt. Áframhaldið var þó engum vandkvæðum bund- ið, og samleikur þeirra Söndru hreint út sagt frábær, - ekki síst í hinum fjörmikla lokakafla sem byggður er á brasilískum alþýðu- stefjum. Næturljóð eftir Esa Pekka Sa- lonen frá 1978 eru hrífandi tón- smíðar í látlausum einfaldleika sínum, - og maður spyr sig hvers vegna þessi ungi maður sem er í þann veginn að verða frægasti hljómsveitarstjóri heims skuli ekki sinna tónsmíðum í meira mæli. Rúnar og Sandra léku þess- ar litlu andrár af tilfinningu og drógu fallega fram andstæður og marglit blæbrigði verksins. Dansprelúdíur Lutoslavskíjs frá 1954 eru eins og Skaramús svítan meðal vinsælustu verka aldarinnar, og til í ýmsum búningi, - bæði sem einleiksverk og hljóm- sveitarverk. Leikur Rún- ars og Söndru var sérdeilis músíkalskur. Þjóðlagaútsetningar Þor- kels Sigurbjörnssonar samdar 1972 bundu enda- hnútinn á þessa ágætu tón- leika. Það var virkilega gaman að heyra hvernig Ljósið kom langt og mjótt, út úr myrkri þagnarinnar og óx úr engu upp í þetta einmanalega stef; - þetta var firna vel spilað. Laglín- an í Björt mey og hrein fékk einnig að njóta sín fallega í klar- inettunni. Yfir kaldan eyðisand er stigið þungum en ákveðnum skref- um í báðum hljóðfærunum. Kvæð- ið um Okindina ferlegu, sem dreg- ur böm oní göt og hrellir og meið- ir á ýmsa lund, var hrottalega glæsilega leikið. Flest verkin á efnisskrá þess- ara tónleika vora byggð á alþýð- legum stefjum, - enda klarinettan sennilega það hljóðfæri sem víð- ast hefur ratað um heiminn, - og flestar þjóðir tekið ástfóstri við. Rúnar Oskarsson er hörkugóður klarinettuleikari og Sandra de Bruin stenst snúning hvaða píanó- virtúós sem. Saman eru þau mús- íkalskt par svo af ber, sannarlega frábært dúó sem gaman verður að fylgjast með. Bergþóra Jónsdóttir SANDRA de Bruin og Rúnar Óskarsson. Einstök tilboö sem gilda til 15. nóv. Ferðatöskusett sem flýgur út á niðurpökkuðu Fjórar vandaðar töskur fyrir fjölskyldur sem hafa mikið til að bera! Verð kr. 9.795- Tilboðsverð aðeins kr. 7.935- Flugtaska á „fríhafnarprís!” Flugtaska með áfastri grind á hjólum. Upplögð fyrir ferðaglaða! Verð kr. 3.285- Tilboðsverð aðeins kr. 1.995- r i i I Reykjavik: . Bókabúðin Hlemmi Drangey Laugavegi 58 1 Penninn Austurstræti I Penninn Kringlunni l Penninn Hallarmúla l Bókabúöin í Mjódd [ Hafnarfjörður: 1 Bókabúð Böðvars i Penninn Strandgötu I Keflavík , Bókabúö Keflavíkur I_______________________ Akranes Bókav. Andrésar Nielssonar Borgames KB Vöruhús Blönduós Kaupfélag Húnvetninga Sauðárkrókur Skagfiröingabúð, Ártorgi Akureyri Bókval Selfoss K.Á. Selfossi Húsavlk Bókav. Þórarins Stefánssonar Egilsstaöir Kaupfélag Héraðsbúa Isafjörður Bókav. Jónasar Tómassonar Vestmannaeyjar Bókabúðin Heiöarvegi L-Í.UUB-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.