Morgunblaðið - 03.11.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.11.1998, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Islensk málverk á uppboði hjá Bruun Rasmussen ÞESSI uppstilling Júlíönu Sveinsdóttur með kaktus, krús og skál var metin á 20.000 danskar krónur en seldist á 24.000, eða sem svarar 264.000 ísl. kr. Helmingurinn undir matsverði ÁTTA málverk af tíu eftir níu ís- lenska listmálara seldust á uppboði hjá danska uppboðsfyrirtækinu Bruun Rasmussen sl. fimmtudag, helmingurinn undir matsverði. Tvö verk eftir Júlíönu Sveinsdótt- ur voru seld á hærra verði en þau voru metin á, annað var metið á 20.000 danskar krónur en seldist á 24.000 eða sem svarar 264.000 ísl. kr., en hitt, sem var metið á 18.000, seldist á 22.000, eða sem svarar 242.000 ísl. kr. Þá var landslagsmál- verk eftir Svein Þórarinsson, sem var metið á 66.000-88.000 ísl. kr. selt á 115.500. Verk eftir Ásgrím Jóns- son, sem metið var á 165.000- -220.000 ísl. kr., seldist á 220.000 kr. Tvö íslensku verkanna sem boðin voru upp, annað eftir Jóhannes S. Kjai-val og hitt eftir Sigríði Þorláks- dóttur, seldust ekki og önnur seld- ust undir matsverði. Verk eftir Kjarval, sem metið vai’ á 66.000-88.000 ísl. kr., var selt á 60.500, og annað verk eftir hann seldist á 264.000, en var metið á 330.000 kr. Málverk efth' Gunnlaug Blöndal, sem metið var á 440.000-660.000 ísl. kr., var selt á 385.000 kr. Málverk eftir Kristínu Jónsdóttur, sem metið var á 330.000-440.000 ísl. kr., var selt á 209.000 kr. Morgunblaðið/Porkell JÓHANNES Nordal afhendir Davíð Oddssyni fyrsta eintak nýrrar út- gáfu Biskupa sagna Hins íslenzka fornritafélags. Fyrsta bmdi Bisk- upa sagna komið út UT er komið hjá Hinu íslenzka forn- ritafélagi fyrsta bindið af fímm í nýrri útgáfu Biskupa sagna og voru fyrstu eintökin afhent Davíð Oddssyni for- sætisráðherra og herra Karli Sigur- björnssyni biskupi í Ráðherrabú- staðnum við Tjarnargötu í gær. Jóhannes Nordal, forseti Hins ís- lenzka fornritafélags, sagði m.a. í ávarpi sínu við afhendinguna að Bisk- upa sögur væru einar merkustu sam- tímabókmenntir Islendinga á 12.-14. öld. „Þær eru ekki bara merkiieg söguleg heimild, heldur eru þær stór- kostlegar lýsingar á mannlifi, andlegu jafnt sem veraldlegu, á þessu tíma- bili,“ sagði hann. Stefnt er að því að útgáfu Biskupa sagna verði að fullu lokið á árinu 2000 en til útgáfunnar nýtur Fornritafé- lagið styrks fí'á forsætisráðuneytinu, sem veittur er í tilefni af þúsund ára afmæli kristnitöku á Islandi. Það bindi sem nú er komið út er hið þriðja í röðinni en meginefni þess eru sögur af Árna Þorlákssyni Skálholtsbiskupi og Lárentíusi Kálfssyni Hólabiskupi, sem báðir voru miklir skörungar og efldu mjög kirkjulegt vald í landinu. Guðrún Ása Grímsdóttir, sérfræðing- ur á Stofnun Árna Magnússonar, annaðist útgáfu þessa bindis. Fyi'sta og annað bindi sagnanna eru væntanleg á næsta ári. LISTIR Glæsilegir af- mælistónleikar TQ]\LIST Hallgrfmskirkja KÓRTÓNLEIKAR Flutt voru verk eftir Þorkel Sigur- björnsson. Flytjendur voru Hamra- hlíðarkórinn, Mótettukór Hallgríms- kirkju, Schola cantorum og Ung- lingakór Hallgrímskirkju. Stjórnend- ur voru Þorgerður Ingólfsdóttir, Hörður Áskelsson, Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir. Einsöngvari: Mar- grét Bóasdóttir og orgelleikari A. Brotchie. Laugardagurinn 31. októ- ber, 1998. TILEFNI tónleikanna var sex- tugsafmæli Þorkels Sigurbjöms- sonar tónskálds en hann hefur á liðnum árum samið mikið af trúar- legri söng- og hljóðfæratónlist og er líklega afkastamestur íslenskra tónskálda á því sviði tónsköpunar. Tónleikarnir hófust á því að allir kórarnir sungu hið fallega sálma- lag Til þín, Drottinn hnatta og himna, við texta Páls V.G. Kolka. A eftir þessum glæsilega söng flutti Hamrahlíðarkórinn Missa brevis (stutt messa) og Recessional (út- göngusálm), sem byggir á textan- um „Uni Deo sit gloria", texti er meistari J.S. Bach ritaði við lok sumra verka sinna. Missa brevis er sérlega áheyrilegt verk og þó tveir fyrstu þættirnir, Kyrie og þó sér- staklega Gloria, séu nær því án endurtekninga textans, var því lengur dvalið við textann í Sanctus og Agnus Dei en báðir seinni þætt- irnir eru með því fallegasta sem Þorkell hefur ritað fyrir kór og flutningur Hamrahlíðarkórsins undir stjórn Þorgerðar Ingólfs- dóttur lyfti upp í æðra veldi. Te deum var flutt af Unglinga- kór Hallgrímskirkju undir stjórn Bjarneyjar Gunnlaugsdóttur en með kómum lék Sophie Schoojans á hörpu. Verkið var að mörgu leyti fallega sungið og auðheyrt að þama er á ferðinni kór sem líkleg- ur er til að gera margt vel í fram- tíðinni. Þessum hluta tónleikanna lauk með því að allir kórarnir, und- ir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur, sungu úti við dyr snilldarperluna Heyr, himnasmiður, við hinn sér- stæða bænatexta Kolbeins Tuma- sonar. Douglas A. Brotchie flutti á Kla- is-orgel kirkjunnar kóralfantasíuna yfir sálmalagið, „Auf meinem lieben Gott“ og var flutningur hans aldeilis glæsilega útfærður, bæði er varðar mótun blæbrigða og flutning verksins í heild. Sálmui'inn Englar hæstir, andar stærstir í þýðingu Matthíasar Jochumssonar var síðan sunginn úti við dyr af öll- um kóranum, undir stjórn Harðar Áskelssonar og hann stjórnaði einnig þremur næstu kórverkun- um, Clarcitas, við texta úr fyrsta Korintubréfínu, með Schola cantoram og orgelundirleik Brotchie, á litla orgel kirkjunnar, Davíðssálmi 117, og Kvöldbænir, við texta Hallgríms, með Mótettukór Hallgrímskirkju og Margi-éti Bóasdóttur er söng há- sópranstrófuna. Síðasti hluti Kvöldbæna er sérlega fallega sam- in keðja. Það þarf lítið að tíunda nokkuð varðandi flutning Schola cantoram og Mótettukórsins, sem var frábær í alla staði. Þessum glæsilegu og hrífandi tónleikum lauk með samsöng allra kóranna á sálmalaginu Nú hverfur sól í haf, við texta eftir Sigurbjörn Einarsson biskup, undir stjórn Harðar Áskelssonar og við undir- leik Brotchie á Klais-orgel kirkj- unnar. Fyrir þann sem hefur á ævi sinni lifað og verið vitni að endur- sköpun íslenskrar tónlistar, bæði er varðar sköpun og flutning, var þessi upprifjun á nokkrum kór- verkum Þorkels Sigurbjömssonar mikill viðburður og unga fólkið, sem stóð að hinum fræbæra flutn- ingi, er í raun fyrirheit um að fram- tíðin muni ekki drukkna í einskis- verðu hávaðaglamri en eiga enn um stund athvarf til íhugunar og tignunar á alveldi kærleiks og feg- urðar. Jón Ásgeirsson. Morgunblaðið/Atli KÓRFÉLAGAR frá Loppi skoð- uðu Húsavikurkirkju og notuðu tækifærið og tóku lagið til þess að heyra hljómburð kirkjunnar. Finnskir karlakórar sækja Island heim Laxamýri. Morgunblaðið. Á UNDANFÖRNUM árum hafa finnskir karlakórar heimsótt ís- lenska kóra í auknum mæli og árið 2000 er væntanlegur kór frá Kii- himaki, sem er vinabær Húsavíkur í Finnlandi. Nýverið kom kór frá Loppi og heimsótti Þingeyjarsýslu og söng með karlakórnum Hreim sem starf- að hefur um árabil í Aðaldal og ná- grenni. Félagar í kórnum gistu í Rauðuskriðu og á Fosshóli og héldu söngskemmtun í Ýdölum. Þar bauð karlakórinn Hreimur upp á íslensk- an mat áður en sönghald hófst og Anna María Aradóttir, sem ættuð er frá Finnlandi, gaf Finnunum smápoka með hraunmolum úr Að- aldalshrauni. Anna María var leið- sögumaður Finnanna um héraðið og færði hún þeim minnisbók um ís- lenskar venjur og gaf þeim greinar- góða jýsingu á landinu. I Ýdölum stjórnuðu Kalle Ainola og Petri Lindberg kórnum en und- irleikari þeirra var Púivi Suvonen. Þá söng Baldur Baldvinsson úr Hreim Rósina eftir Friðrik Jónsson frá Halldórsstöðum við kvæði Guð- mundar G. Halldórssonar við góðar undirtektir. Fyrir nokkrum árum fóra Hreimsfélagar í ferðalag til Finn- lands og þannig hafa tengsl kór- anna eflst í framhaldi af þessum heimsóknum. Að laða músík úr leir MYMDLIST „STJÓRNANDINN" eftir Gerði Gunnarsdóttur. G a 11 e r í II o r n i rt SKÚLPTÚRGERÐUR GUNNARSDÓTTIR Opið alla daga frá 14-18, en á öðrum timum er opið innan úr veitinga- staðnum Horninu. Til 8. nóv. „HLJÓMSVEITIN" er fyrsta einkasýning Gerðar Gunnarsdóttur, þar sem hún sýnir myndir mótaðar í steinleir af hljóðfæraleikurum með hljóðfæri sín. Gerður leggur út frá kvæði Einars Benediktssonar, „í Dísarhöll", þar sem hann lýsir sin- fóníutónleikum í London. Myndirnar eru gerðar úr grófum steinleir, sem er brenndur, og er gróft yfirborðið látið halda sér. Myndirnar eru fígúratívar og sýna efri hluta líkam- ans, með aðaláhersluna á hendur og handahreyfingar, en höfuðið er svip- laus massi. Vinnubrögð Gerðar eru markviss, að því leyti að hún heldur sínu striki og útfærir þema sitt með ýmsum til- brigðum. Hún vinnur fyrst litlar myndir, sem einnig eru til sýnis á sýningunni, og vinnur stæm mynd- irnar út frá þeim. Þegar haft er í huga að kveikjan að verkunum er hvemig tónistin birtist manni í líki tónlistannannsms, þá finnst mér eins og það hljóti að vera hægt að laða meiri músík út úr fígúrunum. Það er einhver óákveðni í því hvort fylgt er fígúrunni eða flæði efnismassa og flata. Áherslan á smáatriði handa og hljóðfæra beinir auganu að þeim hlutum á kostnað annama, þannig að hlutkennd fígúrunnar verður meiri en óhlutkennd hreyfing tónlistaiánn- ar, sem kemur fram í látbragði og líkamsstöðu, þannig að músíkin streymir ekki þvingunarlaust í gegn- um formin. Fígúnimar era stílfærð- ar til að nálgast þemað, en varla á nógu samfelldan hátt, sem truflar innra jafnvægi formanna. Til dæmis virðist fínlegur stálteinninn, sem not- aður er fyrir fiðluboga eða tónsprota, ekki passa við grófan massa leirsins. Þegar út í það er hugsað þá eru all- ir hljóðfæraleikai'arnir stakir, ein- beittir að eigin hljóðfæri. En hljóm- sveit er samstilling margra einstak- linga í eina heild. Manni dettur í hug að það væri verðugt verkefni og metnaðarfullt að stilla saman grúppu hljóðfæraleikara, sem gæfi meiri möguleika á dýnamík og samspili hreyfinga. Hvað sem því líður þá hef- ur Gerður tekið sér fyi'ir hendur krefjandi verkefni, sem býður upp á ótæmandi möguleika, sem hún er rétt að byrja að kanna, en verða þó aldrei kannaðh' til hlítar. Gunnar J. Árnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.