Morgunblaðið - 03.11.1998, Side 32

Morgunblaðið - 03.11.1998, Side 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Islensk málverk á uppboði hjá Bruun Rasmussen ÞESSI uppstilling Júlíönu Sveinsdóttur með kaktus, krús og skál var metin á 20.000 danskar krónur en seldist á 24.000, eða sem svarar 264.000 ísl. kr. Helmingurinn undir matsverði ÁTTA málverk af tíu eftir níu ís- lenska listmálara seldust á uppboði hjá danska uppboðsfyrirtækinu Bruun Rasmussen sl. fimmtudag, helmingurinn undir matsverði. Tvö verk eftir Júlíönu Sveinsdótt- ur voru seld á hærra verði en þau voru metin á, annað var metið á 20.000 danskar krónur en seldist á 24.000 eða sem svarar 264.000 ísl. kr., en hitt, sem var metið á 18.000, seldist á 22.000, eða sem svarar 242.000 ísl. kr. Þá var landslagsmál- verk eftir Svein Þórarinsson, sem var metið á 66.000-88.000 ísl. kr. selt á 115.500. Verk eftir Ásgrím Jóns- son, sem metið var á 165.000- -220.000 ísl. kr., seldist á 220.000 kr. Tvö íslensku verkanna sem boðin voru upp, annað eftir Jóhannes S. Kjai-val og hitt eftir Sigríði Þorláks- dóttur, seldust ekki og önnur seld- ust undir matsverði. Verk eftir Kjarval, sem metið vai’ á 66.000-88.000 ísl. kr., var selt á 60.500, og annað verk eftir hann seldist á 264.000, en var metið á 330.000 kr. Málverk efth' Gunnlaug Blöndal, sem metið var á 440.000-660.000 ísl. kr., var selt á 385.000 kr. Málverk eftir Kristínu Jónsdóttur, sem metið var á 330.000-440.000 ísl. kr., var selt á 209.000 kr. Morgunblaðið/Porkell JÓHANNES Nordal afhendir Davíð Oddssyni fyrsta eintak nýrrar út- gáfu Biskupa sagna Hins íslenzka fornritafélags. Fyrsta bmdi Bisk- upa sagna komið út UT er komið hjá Hinu íslenzka forn- ritafélagi fyrsta bindið af fímm í nýrri útgáfu Biskupa sagna og voru fyrstu eintökin afhent Davíð Oddssyni for- sætisráðherra og herra Karli Sigur- björnssyni biskupi í Ráðherrabú- staðnum við Tjarnargötu í gær. Jóhannes Nordal, forseti Hins ís- lenzka fornritafélags, sagði m.a. í ávarpi sínu við afhendinguna að Bisk- upa sögur væru einar merkustu sam- tímabókmenntir Islendinga á 12.-14. öld. „Þær eru ekki bara merkiieg söguleg heimild, heldur eru þær stór- kostlegar lýsingar á mannlifi, andlegu jafnt sem veraldlegu, á þessu tíma- bili,“ sagði hann. Stefnt er að því að útgáfu Biskupa sagna verði að fullu lokið á árinu 2000 en til útgáfunnar nýtur Fornritafé- lagið styrks fí'á forsætisráðuneytinu, sem veittur er í tilefni af þúsund ára afmæli kristnitöku á Islandi. Það bindi sem nú er komið út er hið þriðja í röðinni en meginefni þess eru sögur af Árna Þorlákssyni Skálholtsbiskupi og Lárentíusi Kálfssyni Hólabiskupi, sem báðir voru miklir skörungar og efldu mjög kirkjulegt vald í landinu. Guðrún Ása Grímsdóttir, sérfræðing- ur á Stofnun Árna Magnússonar, annaðist útgáfu þessa bindis. Fyi'sta og annað bindi sagnanna eru væntanleg á næsta ári. LISTIR Glæsilegir af- mælistónleikar TQ]\LIST Hallgrfmskirkja KÓRTÓNLEIKAR Flutt voru verk eftir Þorkel Sigur- björnsson. Flytjendur voru Hamra- hlíðarkórinn, Mótettukór Hallgríms- kirkju, Schola cantorum og Ung- lingakór Hallgrímskirkju. Stjórnend- ur voru Þorgerður Ingólfsdóttir, Hörður Áskelsson, Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir. Einsöngvari: Mar- grét Bóasdóttir og orgelleikari A. Brotchie. Laugardagurinn 31. októ- ber, 1998. TILEFNI tónleikanna var sex- tugsafmæli Þorkels Sigurbjöms- sonar tónskálds en hann hefur á liðnum árum samið mikið af trúar- legri söng- og hljóðfæratónlist og er líklega afkastamestur íslenskra tónskálda á því sviði tónsköpunar. Tónleikarnir hófust á því að allir kórarnir sungu hið fallega sálma- lag Til þín, Drottinn hnatta og himna, við texta Páls V.G. Kolka. A eftir þessum glæsilega söng flutti Hamrahlíðarkórinn Missa brevis (stutt messa) og Recessional (út- göngusálm), sem byggir á textan- um „Uni Deo sit gloria", texti er meistari J.S. Bach ritaði við lok sumra verka sinna. Missa brevis er sérlega áheyrilegt verk og þó tveir fyrstu þættirnir, Kyrie og þó sér- staklega Gloria, séu nær því án endurtekninga textans, var því lengur dvalið við textann í Sanctus og Agnus Dei en báðir seinni þætt- irnir eru með því fallegasta sem Þorkell hefur ritað fyrir kór og flutningur Hamrahlíðarkórsins undir stjórn Þorgerðar Ingólfs- dóttur lyfti upp í æðra veldi. Te deum var flutt af Unglinga- kór Hallgrímskirkju undir stjórn Bjarneyjar Gunnlaugsdóttur en með kómum lék Sophie Schoojans á hörpu. Verkið var að mörgu leyti fallega sungið og auðheyrt að þama er á ferðinni kór sem líkleg- ur er til að gera margt vel í fram- tíðinni. Þessum hluta tónleikanna lauk með því að allir kórarnir, und- ir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur, sungu úti við dyr snilldarperluna Heyr, himnasmiður, við hinn sér- stæða bænatexta Kolbeins Tuma- sonar. Douglas A. Brotchie flutti á Kla- is-orgel kirkjunnar kóralfantasíuna yfir sálmalagið, „Auf meinem lieben Gott“ og var flutningur hans aldeilis glæsilega útfærður, bæði er varðar mótun blæbrigða og flutning verksins í heild. Sálmui'inn Englar hæstir, andar stærstir í þýðingu Matthíasar Jochumssonar var síðan sunginn úti við dyr af öll- um kóranum, undir stjórn Harðar Áskelssonar og hann stjórnaði einnig þremur næstu kórverkun- um, Clarcitas, við texta úr fyrsta Korintubréfínu, með Schola cantoram og orgelundirleik Brotchie, á litla orgel kirkjunnar, Davíðssálmi 117, og Kvöldbænir, við texta Hallgríms, með Mótettukór Hallgrímskirkju og Margi-éti Bóasdóttur er söng há- sópranstrófuna. Síðasti hluti Kvöldbæna er sérlega fallega sam- in keðja. Það þarf lítið að tíunda nokkuð varðandi flutning Schola cantoram og Mótettukórsins, sem var frábær í alla staði. Þessum glæsilegu og hrífandi tónleikum lauk með samsöng allra kóranna á sálmalaginu Nú hverfur sól í haf, við texta eftir Sigurbjörn Einarsson biskup, undir stjórn Harðar Áskelssonar og við undir- leik Brotchie á Klais-orgel kirkj- unnar. Fyrir þann sem hefur á ævi sinni lifað og verið vitni að endur- sköpun íslenskrar tónlistar, bæði er varðar sköpun og flutning, var þessi upprifjun á nokkrum kór- verkum Þorkels Sigurbjömssonar mikill viðburður og unga fólkið, sem stóð að hinum fræbæra flutn- ingi, er í raun fyrirheit um að fram- tíðin muni ekki drukkna í einskis- verðu hávaðaglamri en eiga enn um stund athvarf til íhugunar og tignunar á alveldi kærleiks og feg- urðar. Jón Ásgeirsson. Morgunblaðið/Atli KÓRFÉLAGAR frá Loppi skoð- uðu Húsavikurkirkju og notuðu tækifærið og tóku lagið til þess að heyra hljómburð kirkjunnar. Finnskir karlakórar sækja Island heim Laxamýri. Morgunblaðið. Á UNDANFÖRNUM árum hafa finnskir karlakórar heimsótt ís- lenska kóra í auknum mæli og árið 2000 er væntanlegur kór frá Kii- himaki, sem er vinabær Húsavíkur í Finnlandi. Nýverið kom kór frá Loppi og heimsótti Þingeyjarsýslu og söng með karlakórnum Hreim sem starf- að hefur um árabil í Aðaldal og ná- grenni. Félagar í kórnum gistu í Rauðuskriðu og á Fosshóli og héldu söngskemmtun í Ýdölum. Þar bauð karlakórinn Hreimur upp á íslensk- an mat áður en sönghald hófst og Anna María Aradóttir, sem ættuð er frá Finnlandi, gaf Finnunum smápoka með hraunmolum úr Að- aldalshrauni. Anna María var leið- sögumaður Finnanna um héraðið og færði hún þeim minnisbók um ís- lenskar venjur og gaf þeim greinar- góða jýsingu á landinu. I Ýdölum stjórnuðu Kalle Ainola og Petri Lindberg kórnum en und- irleikari þeirra var Púivi Suvonen. Þá söng Baldur Baldvinsson úr Hreim Rósina eftir Friðrik Jónsson frá Halldórsstöðum við kvæði Guð- mundar G. Halldórssonar við góðar undirtektir. Fyrir nokkrum árum fóra Hreimsfélagar í ferðalag til Finn- lands og þannig hafa tengsl kór- anna eflst í framhaldi af þessum heimsóknum. Að laða músík úr leir MYMDLIST „STJÓRNANDINN" eftir Gerði Gunnarsdóttur. G a 11 e r í II o r n i rt SKÚLPTÚRGERÐUR GUNNARSDÓTTIR Opið alla daga frá 14-18, en á öðrum timum er opið innan úr veitinga- staðnum Horninu. Til 8. nóv. „HLJÓMSVEITIN" er fyrsta einkasýning Gerðar Gunnarsdóttur, þar sem hún sýnir myndir mótaðar í steinleir af hljóðfæraleikurum með hljóðfæri sín. Gerður leggur út frá kvæði Einars Benediktssonar, „í Dísarhöll", þar sem hann lýsir sin- fóníutónleikum í London. Myndirnar eru gerðar úr grófum steinleir, sem er brenndur, og er gróft yfirborðið látið halda sér. Myndirnar eru fígúratívar og sýna efri hluta líkam- ans, með aðaláhersluna á hendur og handahreyfingar, en höfuðið er svip- laus massi. Vinnubrögð Gerðar eru markviss, að því leyti að hún heldur sínu striki og útfærir þema sitt með ýmsum til- brigðum. Hún vinnur fyrst litlar myndir, sem einnig eru til sýnis á sýningunni, og vinnur stæm mynd- irnar út frá þeim. Þegar haft er í huga að kveikjan að verkunum er hvemig tónistin birtist manni í líki tónlistannannsms, þá finnst mér eins og það hljóti að vera hægt að laða meiri músík út úr fígúrunum. Það er einhver óákveðni í því hvort fylgt er fígúrunni eða flæði efnismassa og flata. Áherslan á smáatriði handa og hljóðfæra beinir auganu að þeim hlutum á kostnað annama, þannig að hlutkennd fígúrunnar verður meiri en óhlutkennd hreyfing tónlistaiánn- ar, sem kemur fram í látbragði og líkamsstöðu, þannig að músíkin streymir ekki þvingunarlaust í gegn- um formin. Fígúnimar era stílfærð- ar til að nálgast þemað, en varla á nógu samfelldan hátt, sem truflar innra jafnvægi formanna. Til dæmis virðist fínlegur stálteinninn, sem not- aður er fyrir fiðluboga eða tónsprota, ekki passa við grófan massa leirsins. Þegar út í það er hugsað þá eru all- ir hljóðfæraleikai'arnir stakir, ein- beittir að eigin hljóðfæri. En hljóm- sveit er samstilling margra einstak- linga í eina heild. Manni dettur í hug að það væri verðugt verkefni og metnaðarfullt að stilla saman grúppu hljóðfæraleikara, sem gæfi meiri möguleika á dýnamík og samspili hreyfinga. Hvað sem því líður þá hef- ur Gerður tekið sér fyi'ir hendur krefjandi verkefni, sem býður upp á ótæmandi möguleika, sem hún er rétt að byrja að kanna, en verða þó aldrei kannaðh' til hlítar. Gunnar J. Árnason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.