Morgunblaðið - 03.11.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.11.1998, Blaðsíða 11
MORGUNB LAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998 11 FRETTIR Miðstjórn Alþýðubandalagsins ræddi framboðsmál og verkefnaskrá um helgina Formanni veitt umboð til að semja um samfylkingu MIÐSTJÓRN Alþýðubandalagsins samþykkti á fundi um helgina að veita Margi'éti Frímannsdóttur, formanni flokksins, umboð tO að ganga frá samstarfssamningi við Alþýðuflokk og Kvennalista um sameiginlegt framboð í alþingis- kosningunum vorið 1999. A fundinum lýsti Svavar Gests- son, formaður þingflokks Alþýðu- bandalagsins, yflr afdráttarlausum stuðningi við sameiginlegt fram- boð félagshyggjuflokkanna. Hann sagðist hafa verið þeirrar skoðun- ar að það hefði mátt standa öðru- vísi að málum í sumar. Nú væri hins vegar kominn tími til að leggja til hliðar allar vangaveltur um það sem liðið væri. Hann skor- aði á alla alþýðubandalagsmenn að standa saman og ljúka undirbún- ingi sameiginlegs framboðs. Menn yrðu að sýna þann þroska að ýta ágreiningi til hliðar og starfa sam- an. títgjöld ekki meiri en 3-5% Svavar tekur þátt í vinnu svo- kallaðs stýrihóps, sem hefur m.a. farið yfir málefnasamning flokk- anna. Hann sagði að hópurinn myndi aðeins gera þær breytingar á málefnasamningnum sem allir flokkarnir væru sammála um. Jafnframt hefði verið mörkuð sú stefna að kosningastefnuskráin endurspeglaði ábyrgar tillögur sem væru efnahagslega fram- kvæmanlegar. Þetta þýddi að kostnaður við stefnuskrána mætti ekki vera meiri en 3-5% af árleg- um tekjum ríkissjóðs. Svavar sagði að vinnu við verk- efnaskrána væri að ljúka, en hún yrði hins vegar ekki kynnt fyrr en eftir nokkrar vikur og sérstakur starfshópur ynni að tillögum í kynningarmálum. Svavar sagði að verkefnaskráin hvíldi á fjórum stoðum. I fyrsta lagi á jafnréttis- og kvenfrelsismál- um. M.a. væri gert ráð fyrir átaki í að bæta fæðingarorlof. Stefnt væri að því að til yrði sérstök Jafnréttis- stofnun sem m.a. væri ætlað að fylgjast með launamun karla og kvenna. I öðru lagi gerði verkefna- skráin ráð fyrir að sérstakt átak yrði gert í menntamálum og stefnt væri að því að framlög til mennta- mála yrðu í lok næsta kjörtímabils svipuð og í nágrannalöndum okkar. Þriðji þátturinn fjallaði um um- hverfi og auðlindir og gerði hann ráð fyrir róttækum tillögum í um- hverfismálum. Stefnan í utanríkismálum óbreytt Fjórði þátturinn bæri yfirskrift- ina réttlátt þjóðfélag. Þar væri fjallað um velferðarmál, heilsu- gæslu, öryrkja og aldraða. I þess- um kafla væri einnig að finna nýj- ungar í byggðamálum, sem gengju út á að hver íbúi ætti rétt á að velja sér búsetu. Gert væri ráð fyrir að nota skatta og skattaívilnanir til að stuðla að jafnvægi í byggðum landsins. Svavar sagði að ekki væri gert ráð fyrir að breyting yrði gerð á því samkomulagi sem flokkarnir náðu í utam-íkismálum í haust. í verkefna- skránni kæmi fram að flokkarnir væru ósammála í utanríkismálum og að þeir hefðu ekki fallið frá markaðri stefnu sinni. A kjörtíma- bilinu myndu þeir hins vegar vinna að utanríkismálum í samræmi við málefnasamninginn sem náðist milli flokkanna fyrr í haust. Svavar sagði að nokkur mál væru ekki ófrágengin og nefndi þar viss atriði í atvinnumálum og umhverfismálum. Hann sagði að sjávarútvegsmálin væru erfið á landsbyggðinni og viss hætta á að þau yrðu notuð gegn samfylking- unni. Menn þyrf'tu því að sýna að- gætni í þessum málaflokki. A fundinum var farið stuttlega yfir framboðsmál í einstökum kjör- dæmum. Fram kom að í flestum kjördæmum er fyrir hendi viss ágreiningur milli flokkanna. Al- þýðuflokksmenn vildu almennt við- hafa opið prófkjör, en alþýðu- bandalagsmenn væru því andvígir. Á Austurlandi hefur þó verið ákveðið að reyna að ganga frá list- anum með uppstillingu. í Reykja- vík hefur verið lögð fram tillaga um að hver flokkur fengi tvo full- tnla í efstu sæti, auk þess sem gei-t er ráð fyrir að Jóhanna Sigurðar- dóttir fái öruggt sæti. Trúnaðar- upplýsingar fylgdu hér- aðsdómi, seg- ir þingmaður GAGNRÝNT var á Alþingi í gær, að trúnaðarupplýsingar, sem aflað var við yfirheyrslur yfir börnum, skyldu fylgja með héraðs- dómi sem almenningur hefði að- gang að og birt var grein upp úr í tímariti. Sigríður Jóhannesdóttir þing- maður Alþýðubandalags vakti at- hygli á málinu í fyrirspurnartíma. Sagði hún að í skaðabótabótamáli, sem höfðað var í kjölfar þess að heimilisfaðir á Islandi var dæmdur í fangelsisvist fyrir misþyrmingu á börnum sínum, hafi verið haldnar yfirheyrslur yfir börnunum undir miklum trúnaði. Tilsjónarmenn barnanna hefðu ekki fengið að vera viðstaddir, aðeins viðkomandi sál- fræðingar, og fyrir tilstilli þeirra hefðu börnin gefið yfirlýsingar við- komandi málinu. ,Svo er dómur kveðinn upp en í kjölfar þess er dómurinn seldur út um borg og bý fyrir 2.500 krónur og þar fylgja með allar trúnaðar- upplýsingarnar sem voru gefnar fyrir tilstilli sálfræðinganna inni í réttinum. Nú liggja þær nánast fyrir hunda og manna fótum og er slegið upp í blaðinu Allt, þar sem þær eru tíundaðar mjög svo per- sónugreinanlega," sagði Sigiáður. Sagði hún að þetta væri mikill harmleikur og hefði valdið við- komandi miklu tjóni og hugar- angi-i. Hún spurði Pál Pétursson fé- lagsmálaráðherra í kjölfarið hvenær trúnaður í slíkum málum hætti að vera trúnaður. Páll sagð- ist ekki kannast við umrætt mál en hann sagðist myndi láta Barna- verndarstofu kanna það. Sjálfstæðiskonur skora á Sólveigu Pétursdóttur MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning: Á fulltrúaráðsfundi Landssam- bands sjálfstæðiskvenna, sem hald- inn var í Kópavogi 31. október sl., kom fram áskorun á Sólveigu Pét- ursdóttur alþingismann að gefa kost á sér í embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi hans í mars, 1999, en legið hefur fyrir um skeið að núverandi vara- formaður, Friðrik Sophusson, gefi ekki kost á sér í það embætti. Áskorunin var samþykkt með dynjandi lófataki. Fulltrúaráðsfundurinn sam- þykkti jafnframt stjórnmálaálykt- un þar sem áhersla er lögð á jafn- réttis- og velferðarmál. Meðal ann- ars er gjaldfalli kvenna á vinnu- markaði við barneignir mótmælt og skorað á stjórnvöld að vinna gegn áhrifum þess með því að koma á fót, með lagasetningu, sjálfstæðum rétti móður til fæðing- arorlofs, sjálfstæðum rétti föður til slíks orlofs, og síðan sérstöku fæð- ingarorlofi sem foreldrar geta skipt milli sín eftir þörfum og í samvinnu við vinnuveitendur. Sveigjanlegur vinnutími og fæðingarorlof Þá ályktaði fulltrúaráðsfundur Landssambands sjálfstæð- iskvenna að sveigjanlegur vinnu- tími og fæðingarorlof væri ein meginforsenda þess að rétta mætti hlut kvenna og þar með stuðla að raunverulegu jafnrétti kynjanna í þjóðfélaginu. Um leið og fundurinn áréttaði það að gott almannatryggingakerfi væri eitt einkenna velferðarþjóðfélagsins, voru fundarmenn einhuga um nauðsyn þess að endurskoða bæri m i HIÐ nýja slagorð. reglur um greiðslu eftirlauna og bóta, en núverandi kerfi væri í raun fátæktargildra þar sem tekjutenging bóta letti fremur en hvetti einstaklinga til sjálfsbjarg- ar og drægi þar með úr sjálfstæði þeirra. í lok stjórnmálaályktunar- innar er áhersla lögð á sterka stöðu Sjálfstæðisflokksins undir forystu Davíðs Oddssonar. xD kona stendur á þér? Á fundinum var kynnt slagorð Landssambands sjálfstæðiskvenna í komandi prófkjörum og vegna uppröðunar frambjóðenda á lista flokksins. Slagorðið er „xD kona stendur á þér?“ I ræðu formanns LS, Ellenar Ingvadóttur, kom fram að slagorðinu væri ætlað að hvetja konur til aukinnar stjórn- málaþátttöku á vegum Sjálfstæðis- flokksins, að hvetja þær til fram- boða í sveitarstjórnar- og alþingis- kosningum, og síðast en ekki síst að styðja þær konur sem bjóða sig fram. Slagorðið er gefið út á litríku hringlaga merki, segulmerkingu, sem festa má m.a. á ísskápshurðir. Þannig verður það daglega fyrir augum manna. Merkinu verður dreift um allt land. Morgunblaðið/Jón G. Guðjónsson FRAMKVÆMDIR á Gjögurflugvelli gengu samkvæmt áætlun. Gjögur- flugvöllur endurbættur Árneshreppi. Morgunblaðið. NÝLEGA var sett nýtt slitlag á flugbrautina á Gjögri. Keyrðir voru á milli 2.500 og 2.800 rúmmetrar af efni í brautina. Fyrst var sett gróft efni og svo fínna ofaná sem var þjapp- að vel en nokkurn tíma tekur fyrir efnin að festast vel. Brautin var lokuð í 8 daga á meðan framkvæindir stóðu yfír og ein áætlanarflugferð var farin til Hólmavíkur á meðan og keyrt þaðan sem er um 100 km leið. Guðbjörn Charlesson, umdæmissljóri flugvalla á Vest- Qörðum sá um verkið á vegum Flugmálastjórnar. Gagrýni á skipulags- breytingar á embætti lögreglustjórans Stríða gegn lögum ÖGMUNDUR Jónasson, Þing- flokki óháðra og formaður BSRB, sagði á Alþingi í gær að fyrirhug- aðar breytingar á yfirstjórn lög- reglunnar í Reykjavík stríddu gegn lögum. I fyrirspurnartíma las Ögmund- ur upp úr 6. grein lögreglulaga þar sem segir að lögreglustjórar fari með stjórn lögregluliðs hver í sínu umdæmi. Þar segir einnig að lög- reglustjórar annist daglega stjórn og rekstur lögreglunnar í umdæmi sínu og beri ábyrgð á framkvæmd lögi-eglustarfa innan þess. Ög- mundur sagði að samkvæmt tillög- um dómsmálaráðheiTa væri nánast búið að svipta lögreglustjórann mannaforráðum og gera hann nán- ast að staðgengli varalögreglu- stjóra. Spurði Ögmundur Davíð Oddsson, forsætisráðherra, hvort hann hygðist taka fram fyrir hend- urnar á dómsmálaráðherra í þessu máli. Davíð sagðist ekki hafa séð þær tillögur sem kynntar hefðu verið í fjölmiðlum um breytingar á skipu- lagi lögreglunnar í Reykjavík, en sagðist hafa skilið þær þannig að um væri að ræða skipurit sem ráð- gjafarstofa hefði unnið fyrir dóms- málaráðuneytið. Forsætisráðherr- ann sagði hins vegar að ef skipurit- ið stangaðist á við lög þá giltu lögin en ekki skipuritið. Frábær fyrirtæki 1. Kvikmyndafyrirtæki sem er mjög þekkt og hefur framleitt fyrir innlendan og erlendan markað til sölu. Mjög vel tækjum vætt. Mikil verkefni. Einstakt tækifæri fyrir menn í þessum iðnaði. Einnig er til sölu hljóðver sem einnig er búið góðum tækjum og mjög þekkt. 2. Fiskframleiðslufyrirtæki til sölu með fjölbreytilegri vöru. Einstak- lega vel tækjum búið, mikill markaður og góð sambönd. Útflutningur. Upplýsingar aöeins á skrifstofunni r^nTTiT77?TT7I^rrirT7l SUÐURVE R I SÍMAR 581 2040 OG 581 4755. REYNIR ÞORGRÍMSSON. Súrefiiisvörur Karin Herzog • vinna gegn öldrunareinkennuni • enduruppbyggju liúöina • vinna á appelsínuhúð og sliti • vinna á unglingabóluni • viðhalila íerskíeika Iuiðarmnar Ferskir vindar í umhirðu háðar Ráðgjöf og kynning í Rimaapóteki, Grafarvogi, í dag kl. 14-18 Kynningarafsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.