Morgunblaðið - 03.11.1998, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 03.11.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998 51% FRÉTTIR Landbúnaðarráðuneytið um skýrslu Rflrisendurskoðunar Einhliða framsetning at- hugasemda og ábendinga MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi greinargerð frá land- búnaðarráðuneytinu vegna stjórn- sýsluendurskoðunar Ríkisendur- skoðunar á jarðadeild ráðuneytisins: „Ríkisendurskoðun hefur nýlega sent frá sér skýrslu um stjórnsýslu- endurskoðun á jarðadeild landbún- aðarráðuneytisins. Landbúnaðar- ráðuneytið telur að framsetning at- hugasenda og ábendinga af hálfu Ríkisendurskoðunar sé gerð með einhliða hætti, sem gefí ekki rétta mynd af þeirri starfsemi sem fer fram í jarðadeild landbúnaðairáðu- neytisins, þó svo að margar ábend- ingar í skýrslunni séu gagnlegar, sem ráðuneytið mun taka til eftir- breytni að því leyti sem breytingar hafa ekki þegar verið gerðar. I al- mennum inngangskafla um starf- semi jarðadeildar er ekki vikið að þeim meginhlutverkum jarðadeild- ar, að kaupa og leigja jarðir sem ekki er unnt að selja á almennun markaði; að leigja jarðir á þann hátt að tryggð sé búseta á jörðinni og at- vinnustarfsemi til staðar og að ætt- liðaskipti tryggi eftir því sem unnt er áframhaldandi starfsemi á jörð- inni. Af texta skýrslunnar mætti frekar ráða að jarðadeildin annaðist jarðeignir ríkisins eingöngu í mark- aðsskyni án tillits til áðurnefndra markmiða um búsetu og fram- leiðslustarfsemi, skv. ákvæðum laga. Ráðuneytið vekur athygli á að á því tímabili sem um ræðir, þ.e.a.s. árin 1993-1997 versnar rekstraraf- koma bænda verulega. Loðdýrabú- skapur á í verulegum rekstrarerfið- leikum og stórfelldur samdráttur varð í sauðfjárraskt og allverulegur í nautgriparækt. Áhrifa þessa gætti í ríkum mæli hjá ábúendum ríkisjarða sem og öðnim bændum, sem leiddi til þess að mun fleiri umsóknii’ bár- ust jarðadeild um að ríkið keypti jarðir af bændum, sem ekki seldust á frjálsum markaði og fleiri mál til úr- lausnar bárust deildinni um kaup á jörðum eða eignum vegna ábúenda- skipta en áður hafði gerst. Fjárveit> ingar til þessara verkefna jukust ekki í samræmi við aukna þörf sem leiddi af sér að dráttur hefur orðið á afgreiðslu einstakra erinda sem gagnrýnt er af Ríkisendurskoðun. Skoðun ráðuneytisins er sú að í skýrslu Ríkisendurskoðunar sé ekki tekið tillit til þessara staðreynda. Þannig er ráðuneytið gagnrýnt fyiTr að lofa ekki skilyrðislaust að kaupa jarðir, sem falla innan nauðsynlegra lagaheimilda til að verða við erind- unum, þó svo fyrir liggi að ekki sé unnt að verða við þessum erindum að þbreyttum fjái-veitingum. I skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram það mat að skjalavarsla og skjalaskráning jarðadeildar, vegna þeirra mála sem skoðuð voru, sé ófullnægjandi og í mörgum tilvik- um í ósamræmi við vandaða stjórn- sýsluhætti. Ráðuneytið er ósammála þessu mati. Öll mál eru bókuð og skráð hjá skjalaverði og vistuð á tveimur stöðum eftir því hvað gögn- in fela í sér; annarsvegar í almennu skjalasafni ráðuneytisins og hins- vegar í sérstakri geymslu þegar um heimildarskjöl er að ræða. í dag fer öll skjalaskráning hjá ráðuneytinu fram eftir reglum sem gilda fyrir stjórnarráðið sem heild. Skráning gagna fer fram í Lotus Notes og eru öll innkomin sem og útsend gögn vistuð í málaskrá auk þess sem frumrit eru varðveitt. Þá telur Ríkisendurskoðun að málsmeðferð ráðuneytisins við kaup og sölu jarða sé ábótavant. Jarðir eru auglýstar eins og lög standa til og ráðuneytið telur sér óskylt að auglýsa jarðir í þeim tilvikum sem hefur ekki verið gert. Nefna má sem dæmi að auglýsing á jarðnæði til sölu sem leigutaki óskar eftir að kaupa þegar hann á hluta fram- kvæmda eða jafnvel allar fram- kvæmdir á jörðinni, myndi leiða til óraunhæfra tilboða ef þau þá kæmu fram. Kæmi til greina af hálfu jarða- deildar að selja jörðina öðrum en leigutaka hennar yrði kaupandinn að kaupa af leigutaka allar eignir leigutakans á jörðinni þá væntan- lega gegn vilja leigutakans. Þá þyrfti væntanlegur kaupandi einnig að kaupa að bústofn og vélar, því hann hefði enga möguleika til að eiga viðskipti við fyrrverandi leigj- anda, sem jörðin væri seld undan. Hinsvegar myndi leigjandi, sem hefði óskað eftir kaupum á eignar- hluta ríkisins í þeirri jörð sem hann situr, væntalega draga beiðni sína til baka við þessar aðstæður. Hvað leigu eftir ríkisjarðir varðar gera ábúðarlögin ráð fyrir að aðilar semji um jarðarafgjald og hafa lögin að geyma ákveðið viðmið í því efni en ekld fasta viðmiðun séu frá taldir erfðaleigusamningar. Afgjald af jörðum hefur um langt árabil verið umsamin 3% af fasteignamati lands og hlunninda og af kaupverði mann- virkja og annan-a framkvæmda á jörðinni. í skýrslunni er haldið fram að talin sé hætta á að þetta fyrir- komulag við ákvörðun leigu geri hlut sjálfseignarbænda lakari sam- anborið við leigjendur ríkisjarða. Hér er sett fram fullyrðing sem eng- an veginn er rökstudd. Má minna á að fjárfestingar í landbúnaði hafa gegnum árin notið niðurgreiddra fjárfestingalána, verðhækkanir eigna umfram almennar verðbreyt- ingar hafa fallið eiganda þeirra í skaut og jarðartengd réttindi, s.s. greiðslumark í mjólk og sauðfé, fell- ur eiganda jarðarinnar í skaut en ekki leiguliða. Landbúnaðarráðu- neytið telur að öll þessi atriði og önnur sem ekki eru nefnd hér en hafa áhrif á þennan samanburð, beri að taka til hliðsjónar áður en áður- nefndur samanburður er gerður, en ekki er að sjá af skýrslunni að svo hafí verið gert. Ríkisendurskoðun telur að máls- meðferð jarðadeildar samrýmist ekki svonefndri málshraðareglu stjórnsýslulaga. Að því tilefni minnir ráðuneytið á að afgreiðsla erinda sem deildin sinnir getur vart talist til hefðbundinna stjórnsýslumála. Málsforræði og afgreiðslutími mála er ekki síður háð viðbrögðum þess sem erindið rekur en ráðuneytinu sjálfu. Þannig má nefna að sex mán- aða fyrirvari er á uppsögnum á jarð- næði og lokaafgreiðsla máls getur því fyrst farið fram að þeim tíma liðnum, að því gefnu að samningar hafi tekist við fráfarandi ábúanda og viðtakanda, sem byggja á einni eða ^ eftir atvikum tveimur matsgerðum*^ frá óháðum utanaðkomandi aðilum sem einnig ráða miklu um af- greiðslutíma málsins. Ráðuneytið fellst á þau sjónarmið Ríkisendur- skoðunar að dráttur hafi orðið á er- indum til deildarinnar, sem varð vegna fjölgunar erinda af ástæðum sem áður eru raktar. Á því varð hinsvegar breyting á liðnu ári eftir að fjölgað hafði verið starfsmönnum deildarinnar, sem hefur fært af- greiðslu mála í ásættanlegt form. Að lokum vill ráðuneytið taka fram að þann 27. maí sl. var skipuð m nefnd til að endurskoða lagaákvæði sem snerta jarðir. Hlutverk nefnd- arinnar er að athuga sérstaklega eftirfarandi atriði: • Kaupskylda jarðeiganda á fram- kvæmdum og umbótum leiguliða, sbr. 16. gr. ábúðarlaga nr. 64/1976. • Rétt leiguliða til framkvæmda á ábúðarjörð sinni, sbr. 12.-14. gr. ábúðarlaga nr. 64/1976. • Mat á framkvæmdum fráfarandi ábúanda - úttektarmenn skv. 1. mgr. 16. gr. ábúðarlaga nr. 64/1976. • Ákvæði ábúðarlaga nr. 64/1976 um erfðaábúð. • Skipan og hlutverk jarðanefnda í sýslum landsins, sbr. jai’ðalög nr. 65/1976. • Stofnun lögbýla, sbr. III. kafla ' jarðalaga nr. 65/1976. • Lagaákvæði um óðalsjarðir, sbr. jarðalög m’. 65/1976. • Lög um jarðasjóð ríkisins nr. 34/1992. Þá er nefndinni heimilað að taka til umfjöllunar fleiri atriði en að ofan eru nefnd og gera tillögur að laga- breytingum um það atriði, þyki ástæða til. 3 ára ábyrgð DAIHATSU fínn í rekstri Staðalbúnaður í Daihatsu Terios: Vökvastýri, rafdrifnar rúður að framan, rafdrifnir speglar, tveir loftpúðar, samlæsing, útvarp og segulband, ræsitengd þjófavörn, álfelgur, læsanlegur millikassi, tregðulæsing á afturdrifi, sex ára ryðvarnarábyrgð og þriggja ára almenn ábyrgð. Beinskiptur frá kr. 1.598.000 Sjálfskiptur frá kr. 1.678.000 Limited útgáfa kostar aðeins kr. 50 þús. í viðbót Brimborg-Þórshamar Tryggvabraut 5 • Akureyri Sími 462 2700 Fjölhæfni og svakaseigla Daihatsu Terios sameinar lipurð í borgarakstri og frábæra aksturseiginleika á slæmum vegum. Næmt vökvastýri, lítill beygjuradíus og gott útsýni gera þrengstu svæði aðgengileg. Sítengt aldrif, læsanlegur millikassi og tregðulæsing á afturöxli skila honum örugglega áfram í þungri færð. Hæð undir lægsta punkt er 185 mm. | Bílasala Keflavikur I Bíley | Betri bílasalan Hafnargötu 90 • Reykjanesbæ Búðareyri 33 • Reyðarfirði Hrísmýri 2a • Selfossi 1 Sími 421 4444 1 Simi 4741453 1 Sími 482 3100 1 Tvisturinn Faxastíg 36 • Vestmannaeyjum Sími 481 3141 ABS hemlakerfi, Limited litur og Limited mælaborð. BRIMBORG Faxafeni 8 • Sími 515 7010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.