Morgunblaðið - 03.11.1998, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 03.11.1998, Blaðsíða 70
3^.70 ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Morgunblaðið/Jim Smart möguleika vegna þess að hún sé barnamynd. En það er fráleitt að mínum dómi. Myndin virðist höfða til fólks hvar sem er í heiminum, það kannast við fjölskyldu- mynstrið og hrífst af myndinni og það er mælikvarðinn á það hvort mynd á einhverja möguleika eða ekki.“ Hvað er næsta verkefni á dag- skrá hjá þér? „Næsta verkefni er kvikmyndin Englar alheimsins með Friðrik Þór Friðrikssyni og hefjast tökur á henni strax í janúar. Annars eru mörg verkefni í bígerð og margt sem gæti gerst. A næstu þrem vik- um mun skýrast röð verkefna á næsta ári.“ Stikkfrí sigraði í tvísýnni kosningu BARNAMYNDIN Stikkfrí var valin framlag íslands til Óskarsverðlaunanna sem besta erlenda myndin í kosningum sem fram fóru á sunnudag. Kosn- ingarnar voru afar tvísýnar og fékk myndin 69 atkvæði á móti 68 atkvæðum Dansins, kvikmyndar Ágústs Guðmundssonar. Kosningarétt höfðu kvikmynda- gerðarmenn, tónskáld, rithöfundar og leikarar sem unnið hafa að kvikmyndum. Blaðamaður náði tali af Ara Kristinssyni, leikstjóra Stikkfrís. Til hamingju, þetta vai• tæpt. „Já,“ segir Ári og hlær. „Það hefur aldrei verið mjórra á mun- unum. I fyrra voru það 16 atkvæði gegn 17 en það tóku fleiri þátt í kosningunni núna. Úrslitin skipta töluverðu máli fyrir báðar þessar myndir og þess vegna er áhuginn meiri.“ Hvernig fór atkvæðagreiðslan fram? Var þetta smölun? „Já,“ svarar Ari. „Þegar við fréttum að hinir væru byrjaðir að smala fórum við út í það líka, sem kannski hefur sett meira fjör í kosninguna en venjulega." Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir myndina? „Þetta hefur töluverða þýðingu ef menn hafa mynd sem er með lífsmarki. Það hækkar verð við sölur á mynd- inni, vekur áhuga hjá fleirum og gerir hana stærri. Þetta skiptir engu máli með mynd sem væri hvort eð er ekkert að hreyfast en getur annars breytt töluverðu." Heldurðu að myndin eigi möguleika á tilnefningu? „Það gæti alveg verið,“ svarar Ari. „Henni hefur gengið vel á hátíðum víða um heim og þykir því öðru- vísi en annað norrænt efni sem hefur fengið á sig þunglamalegan stimpil. Því hefur verið haldið fram að hún eigi ekki Framlag íslands til Óskarsverðlaunanna Verð kr. 6.900 Andlitskrem sem virkar! Sautján Laugavegi 91, s. 511 1727 Kringlunni, s. 533 1727 Meiriháttar ný sending af Selha skóm NIVEA TOMMY Lee Jones í myndinni „Blown Away“. Tommy Lee Jones datt af hestbaki LEIKARINN Tommy Lee Jones var útskrifaður af spítala á sunnu- dag. Þá hafði verið gert að meiðsl- um hans eftir að hann datt af hest- baki í pólóleik í grennd við Huston. Leikarinn, sem er 52 ára, sagði að VORURMEÐ ÞESSUMERKI MENGAMINNA hann væri „ekki slasaður, aðeins dálítið aumur,“ að því er talsmaður hans gi'eindi frá. „Hesturinn hrasaði, Jones kastaðist af baki og hesturinn féll. Þegar hesturinn stóð upp aftur steig hann á Jones svo það þurfti að hífa hann úr lofti af pólóvellinum." Jones hefur m.a. leikið í myndun- um „Menn í svörtu", „U.S. Mars- hals“ og „Voleano". Hann fékk óskarinn fyrir besta leik í aukahlut- verki í Flóttamanninum. Norræna umhverfismerkið hjálpar þér aö velja þær vörur sem skaöa síöur umhverfið. Þannig færum viö verðmæli til komandi kynslóða. UMHVERFISMERKISRÁÐ HOLLUSTUVERND RÍKISINS Upplýsingar hjá Hollustuvernd ríksins í síma 568 8848, heimasföa: www.hollver.is Nýjar umbúðir 20% lægra verð Náttúrlegt 5® og ofnæmis- prófað Sími 562 6950, fax 552 6666 V........... 1_.......... Fólk Trymbillinn Rick McMurray. Ash úr spjörunum á Islandi ► ASH er í líflegu viðtali í nýjasta hefti breska tímaritsins Sky í til- efni af útgáfu nýrrar breiðskífu sveitarinnar „Nu-Clear Sounds". Þar kemur fram að hljómsveitar- meðlimir hafi fækkað klæðum þeg- ar þeir héldu tónleika á Islandi fyrh' nokkrum árum. „Við sátum naktir fyrir á ljós- myndum," segir bassaleikarinn Mark Hamilton. „Þetta var um hávetur, við hlupum út úr bílnum og fórum úr öllu. Og það var ljós- myndari þarna frá bresku tímariti. Þeir birtu aðeins eina ljósmynd en þeir munu sjálfsagt beita okkur fjárkúgun seinna meir með hinum myndunum. Þeir birtu bara mynd- ina af Rick [McMurray, trommu- leikari]. Sem var virkilega fyndið vegna þess að...“ Hann hættir í miðju kafi og hlær. „Vegna þess að ég er feitur bastarður, ætlaðirðu að segja það?“ spyr Rick sárreiður. „Eða var það vegna þess að geirvörturn- ar á mér voru harðar?“ Fyrsta breiðskífa Ash nefndist „1977“ og kom út árið 1996. Hún naut mikilla vinsælda, ekki síst smáskífurnar „Goldfinger", „Girl From Mars“ og „Oh Yeah“. Björk og lækningar ► Á MÁNUDAGINN birtist viðtal við Björk Guðmundsdóttur í Irish Times. Athygli vakti að viðtalið birtist á síðu sem einbeitir sér að heilsumálum, en við lestur grein- arinnar kemur það í ljós að Björk er að Ijá sig um óhefð- bundnar lækningar, sem að henn- ar sögn hafa miklu meiri hefð bak við sig en það sem menn kalla nútíma læknavísindi. Því sé betra að fá lyf við háls- bólgu hjá hómópata ef lækning á að vera langvarandi, heldur en taka fúkkalyf sem ráða niðurlög- um krankleikans tímabundið en geta unnið meiri skaða á ónæmis- kerfinu þegar til langs tíma er lit- ið. I viðtalinu kemur fram að Björk hefur mikia trú á ævafornri kínverskri lækningahefð, og fer reglulega í nálarstungur þegar álagið er mikið. Enda hafði nála- stungulæknirinn gefið henni hálslyf þegar hálseymsli voru slík að aflýsa átti tónleikum. Eftir ein- ungis klukkutíma voru hálseymsl- in á bak og burt og ekkert tón- leikunum til fyrirstöðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.