Morgunblaðið - 03.11.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.11.1998, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kvennalistakonur ákveða að taka þátt í sameiginlegu framboði eitt af efstu sætun- öllum kjördæmum Morgunblaðið/Bemard UM SJOTIU konur tóku þátt í störfum landsfundar Samtaka um kvennalista í Reykholti um helgina. Vilja um í Kvennalistakonur telja kröfuna um eitt af þremur efstu sætum í öllum kjördæmum alls ekki ósanngjarna og meta það svo að í henni felist trygging fyrir að minnsta kosti þremur þingsætum. Arna Schram fylgdist með umræðunum á lands- fundi Samtaka um kvennalista í Reykholti um helgina. LANDSFUNDUR Samtaka um kvennalista samþykkti í Reykholti á laugardag að taka þátt í sameigin- legu framboði með Alþýðubandalagi og Alþýðuflokki auk Jóhönnu Sig- urðardóttur, formanns Þjóðvaka, í alþingiskosningunum í vor að þeim skilyrðum uppfylltum að fulltrúum Kvennalistans verði tryggt eitt af þremur efstu sætum í öllum kjör- dæmum landsins. Þá fagnaði landsfundurinn því samkomulagi sem gert hefði verið milli A-flokkanna og Kvennalistans í síðustu viku um að ákveðið jafnræði skyldi ríkja við röðun í örugg sæti framboðslistans í Reykjavík og sagði það tryggja Kvennalistanum tvö ör- ugg þingsæti í kjördæminu. Lands- fundurinn lagði ennfremur áherslu á að jafnréttis kynjanna yrði gætt við niðurröðun á framboðslista sem og í öllu starfi sameiginlegs framboðs. Þetta var niðurstaða fundarins eftir langar og strangar umræður um samfylkingarmál á laugardag. í fyi-stu vai- allsendis óvíst hver niður- staða Kvennalistakvenna yrði á fundinum. Nokkrar lýstu því yfir að þær væru óánægðar með það hve margt væri enn óljóst varðandi sam- eiginlegt framboð og því þætti þeim erfitt að taka upplýsta ákvörðun um framhaldið. Til dæmis bentu þær á að verkefnaáætlun samfylkingarinn- ar til næstu fjögurra ára lægi ekki endanlega fyrir og sömuleiðis svo- kallaður samstarfssamningur sem m.a. ætti að kveða á um form sam- starfsins. Þá væri ekki enn búið að ákveða í kjördæmunum hvernig velja ætti fulltrúa framboðslista og því væri erfitt að meta hver hlutur Kvennalistakvenna yrði í þeim efn- um. Þegar leið á fundinn kom hins veg- ar í ljós að meirihluti fundarkvenna hafði vilja til þess að taka þátt í sam- fylkingunni en taldi um leið nauðsyn- legt að koma með ákveðnar lág- markskröfur um röðun á framboðs- lista. „Ef við verðum með fulltrúa neðar en í þriðja sæti lendum við í hlutverki klappstýra,“ mátti m.a. heyra í ræðum nokkurra kvenna og þótti þeim það hlutverk ekki eftir- sóknarvert. Sumar vildu reyndar ganga enn lengra og töldu rétt að landsfundur samþykkti einnig að fulltrúi Kvenna- listans leiddi lista í að minnsta kosti einu kjördæmi landsins en sú tillaga náði ekki fram að ganga, einkum vegna andstöðu Kvennalistakvenna frá Reykjavík og Reykjanesi. Kostnaður metinn Aður en endanleg ákvörðun var tekin á landsfundi Kvennalistans um þátttöku í sameiginlegu framboði var m.a. farið yfir málefnaskrá samfylk- ingarinnar. Guðný Guðbjörnsdóttir, alþingismaður og einn fulltrúa Kvennalistans í svokölluðum stýri- hópi sameiginlegs framboðs, leiddi umræðuna og skýrði ennfremur frá drögum að verkefnaskrá samfylking- arinnar til næstu fjögurra ára. Þar kom m.a. fram, að verið væri að meta kostnað einstakra stefnumála samfylkingarinnar og jafnframt hvar hægt verði að afla peninga til að mæta þeim kostnaði. í þessu sam- bandi tók Guðný fram að „hugsunin væri ekki stórhækkaðir skattar". I grófum dráttum væri m.a. verið að ræða um svokallaða græna skatta, breytingar á fjármagnstekjuskatti, hugsanlega hækkun tryggingar- gjalds vegna fæðingarorlofs og ein- hverjar tekjur af veiðileyfagjaldi. I umræðunum kom einnig fram að kvennalistakonur voru almennt sátt- ar við málefnaskrá samfylkingarinn- ar þótt ýmsar athugasemdir kæmu fram við einstaka þætti. Gamall grautur í nýrri skál Eftii' umræðuna um málefna- grunn samfylkingarinnar kynntu fulltrúai' Kvennalistans í viðræðu- nefndum í kjördæmunum stöðu framboðsmála. Þar kom m.a. fram að mikil óánægja væri með stöðu mála í Reykjaneskjördæmi og að ekki hefði fengist samþykkt að fulltrúi Kvenna- listanas yrði í einu af fjórum efstu sætum listans. Undh- lok umræðunnar á laugai'- dag var sett saman tillaga fundarins um þátttöku í samfylkingunni, eins og áður var getið um, og var hún borin upp til atkvæða. 42 greiddu at- kvæði með henni, nokkrar sátu hjá, en tvær voru á móti. Það voru þær Kristín Halldórsdóttir alþingismað- ur og Bryndís Guðmundsdótth' vara- þingmaður. Kristín var reyndar ein þehra sem gagnrýndi stöðuna í sam- fylkingarmálum hvað harðast. Sagði hún margt gott í stefnu samfylking- arinnar en að „heildarpakkinn" væri enn mjög óljós. „Mér finnst þetta vera gamall grautur í nýi-ri skál og ég hef ekki lyst á honum,“ sagði hún m.a. um samfylkinguna. Steinunn V. Oskarsdóttir, sem sæti á í viðræðunefnd samfylkingar- innar í Reykjavík, sagði aðspurð eft- ir landsfundinn að það yrði að koma í ljós hvort gengið yrði að skilyrðum Samtaka um kvennalista um eitt af þremur efstu sætunum í öllum kjör- dæmum landsins. Kvaðst hún enn- fremur meta þetta skilyrði á þann veg að Kvennalistanum yrðu ti'yggð að minnsta kosti þrjú þingsæti á landsvísu miðað við núverandi þing- styrk þeirra aðila sem stæðu að sam- fylkingunm. „Ég mælti með því að við færum þessa leið vegna þess að í henni felst bæði sanngimi og raun- sæi,“ sagði Steinunn og kvaðst ávallt hafa lagt á það áherslu að sú leið yrði valin sem tryggði það að öllum aðil- um gæti liðið vel í samstarfinu. „Og þó svo að við séum auðvitað minnst- ar þá er ekki þar með sagt að við eig- um alls staðar að vera aftarlega á merinni," sagði hún og bætti því við að kröfur landsfundarins væru hvoi’ki ósanngjarnar né óbilgjarnar. Þórshöfn Tjón á hafn- armann- virkjum Þórshöfn. Morgnnblaðið. NOKKURT tjón varð á hafnar- mannvirkjum á Þórshöfn á dögunum þegar saman fóru djúp lægð og stór- streymi. Tjónið er ekki stórvægilegt að sögn hafnarvarðarins Sigurðar Oskarssonar. Nýi suðurgarðurinn, sem er í byggingu, skemmdist nokkuð í veðr- inu og þurfti að hlaða gi'jóti upp á nýtt að sögn Sigurðar og tók lagfær- ingin nokkra daga. Að hans áliti var verra mál að steinar fóru úr norðurgarðinum, sem er eldra mannvirki og er nauðsyn- legt að ganga úr skugga um að ekk- ert stórgrýti úr honum hafi lent í innsiglingarrennunni. Að sögn Sig- urðar er beðið eftir góðum skilyrðum til köfunar ofan í rennuna í leit að staksteinum sem hugsanlega gætu teppt innsiglingu. ----------------- A gjörgæslu eftir hátt fall NÍTJÁN ára piltur, sem fluttur var alvarlega slasaður á slysadeild eftir að hafa dottið um 5-6 metra utan af íbúðarhúsi við Þingholtsstræti að- faranótt laugardags, liggur enn á gjörgæsludeild. Honum er haldið sofandi í öndun- arvél og að sögn læknis er erfitt að meta hversu langt líður uns hann losnar úr henni. Pilturinn mjaðma- grindarbrotnaði og hlaut áverka á höfði auk annarra meiðsla. Vitni sögðust hafa séð piltinn klifra upp húsið og detta niður á gangstéttina. Alþingi Dagskrá ÞINGFUNDUR Alþings hefst kl. 13.30 í dag. Eftirfarandi mál eru á dagskrá að lokinni atkvæðagreiðslu. 1. Sveitarsijórnarlög. 3. umr. 2. Fjáraukalög 1998. 1. umr. 3. Ríkisreikningur 1997. 1. umr. 4. Breytingar á ýmsum skattalögum. 1. umr. 5. Stimpilgjald. 1. umr. 6. Söfnunarsjóður lífeyrisrétt- inda. 1. umr. 7. Fjárreiður ríkisins. 1. umr. 8. Skattfrádráttur meðlags- greiðenda. Fyrri umr. 9. Ráðstafanir í skattamálum. 1. umr. 10. Skyldutrygging lífeyris- réttinda. 1. umr. Fjórða ráðstefna aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar hafín í Buenos Aires Hugmynd, sem byggð er á sérstöðu Islands, kynnt SJÖ manns á vegum þriggja ráðu- neyta sitja fjórðu ráðstefnu aðildar- ríkja Sameinuðu þjóðanna um lofts- lagsbreytingar, sem hófst í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu, í gær. Þar kynntu íslendingarnir í gær hugmynd, sem sett var fram af Is- lands hálfu á fundi undirnefnda loftslagssamningsins í Bonn í júní og byggist á sérstöðu íslands. Halldór Þorgeirsson, deildarstjóri alþjóðadeildar umhverfisráðuneytis- ins, sagði í gær að lögð yrði meginá- hersla á að leysa úr þeim málum, sem ekki hefðu leyst á þriðju ráð- stefnunni, sem haldin var í Kyoto í Japan í desember 1997. „Spurningin er hvernig taka eigi á áhrifum einstakra verkefna á heild- arlosun ríkja,“ sagði Halldór. „Þetta tengist sérstöku vandamáli, sem lítil ríki á borð við Island geta lent í þeg- ar einstök verkefni geta aukið losun um 10 prósent í einu stökki. Spurn- ingin er hvernig taka eigi á því þeg- ar bindandi losunarmörk eru sett á einstaka þjóðir." Islendingar hafa ekki undirritað Kyoto-bókunina um losun gróður- húsalofttegunda og hefur Guðmund- ur Bjamason umhverfisráðherra vís- að til þess að sérstöðu Islands hafi ekki verið gefinn nægjanlegur gaum- ur. í bókuninni, sem kennd er við Kyoto í Japan, er undanþága, sem gefur íslandi kost á að auka losun gróðui-húsalofttegunda um 10% um- fram það magn, sem var losað viðmið- unarárið 1990, en á það kveðast ís- lensk stjómvöld ekki geta fallist. Vandi lítilla hagkerfa Þær hugmyndir, sem Islendingar lögðu fram þegar vandi lítilla hag- kerfa var ræddur í Bonn, byggjast á því að einstökum framkvæmdum megi halda utan losunarbókhalds ef þær myndu auka losun um fimm af hundraði eða meira, byggðu á end- umýjanlegum orkugjöfum og notast væri við bestu fáanlega tækni. Gera stjórnvöld ráð fyrir því að þessi und- anþága nái einungis til ríkja, sem losa minna en 0,05 af hundraði af heildarlosun iðnríkjanna árið 1990. Iðnaðarráðherra lýsti yfir því á þingfundi í byrjun október að von sín væri að lausn fyndist á málinu í Buenos Aires. Halldór Þorgeirsson sagði að í raun og vera væri mjög erfitt að spá um niðurstöðuna. Mælt var fyrir málinu á ráðstefnunni í Buenos Aires í gær og sagði hann að senni- lega myndi ekki skýrast hver niður- staðan yrði eða hvort hún fengist íyrr en í næstu viku. Hann vildi ekki segja til um það hvort Island myndi standa utan Kyoto-bókunarinnar ef ekki fengist niðurstaða að skapi ís- lenskra stjórnvalda. „ísland hefur í raun ekki tekið ákvöran um að standa fyrir utan bókunina, en það hefur ekki verið skrifað undir,“ sagði Halldór. „Það er frestur til 15. mars á næsta ári að ski-ifa undir og það verður metið í ljósi niðurstöðunnar hér [í Buenos Áires] hvað verður gert.“ I Kyoto-bókuninni felst að iðnríki heims eigi að draga úr útblæstri sex helstu gróðurhúsalofttegundanna um sem nemur 5% milli 2008 og 2012 miðað við stöðuna árið 1990.29. september höfðu 57 ííki undirritað Kyoto-bókunina. Til að hún öðlist gildi þurfa að minnsta kosti 55 ríki að hafa staðfest hana og þar á meðal þurfa að vera að iðnríki, sem bera ábyrgð á að minnsta kosti 55% út- blásturs gróðurhúsalofttegunda í öllum iðnríkjunum. Miðað er við að bókunin taki gildi árið 2001. 11 fulltrúar frá íslandi Guðmundur Bjarnason iðnaðar- ráðherra og Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðu- neytinu, verða á ráðstefnunni í Buen- os Aii'es 9. til 13. nóvember. Nú þeg- ar eru komnir til borgarinnar Hall- dór Þorgeirsson, umhverfisráðu- neyti, Eiður Guðnason sendiherra, utanríkisráðuneyti, Tómas H. Heið- ar, utani’íkisráðuneyti, Þórir Ibsen, utanríkisráðuneyti og Jón Ingimars- son, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti. Einnig eru með í för Hjörleifur Gutt- ormsson alþingismaður, Bi-ynjólfur Jónsson, Skógræktarfélagi íslands, og Olafur Magnússon og Ólafur Oddsson, Samtökum um óspillt land í Hvalfírði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.