Morgunblaðið - 03.11.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998 21
________________________VIÐSKIPTI____________________
Philips mun lokn þriðju hverri
verksmiðju fyrir árið 2002
Amsterdam. Reuters.
FORSTJORI Philips, Cor
Boonstra, hefur tilkynnt að allt að
þriðju hverri verksmiðju fyrir-
tæksins verði lokað fyrir 2002 til
að hagræða rekstrinum og auð-
velda fyrirtækinu að bregðast við
erfiðleikum í efnahagsmálum
heimsins.
Boonstra gaf í skyn að fram-
leiðslugeta Philips væri orðin of
mikil og vöktu orð hans ugg meðal
256.000 starfsmanna Philips en
leiddu til þess að verð bréfa í fyrir-
tækinu hækkaði um 5% í 104,90
gyllini eftir opnun í Amsterdam.
Philips hefur lokað 25 verk-
smiðjum síðan 1. janúar og stefnt
er því að loka 18 til viðbótar fyrir
áramót. I lok ársins mun verk-
smiðjum fyrirtækisins hafa fækk-
að úr 269 í 226. Árið 2002 verða
þær 160-170.
Sérfræðingur ABN AMRO tel-
ur að „eitthvað verði að gera á
Italíu og auka skilvirkni í Banda-
ríkjunum og Brasilíu. „Verksmiðj-
um verður lokað á kostnaðarfrek-
um svæðum - Evrópu og Banda-
ríkjunum,“ sagði annar sérfræð-
ingur.“
Harður í horn að taka
Boonstra hefur fengið orð fyrir
að vera harður í horn að taka síðan
hann varð stjórnai’formaður Philips
í október 1996 og hét aukinni hag-
ræðingu. Á síðustu tveimur árum
hefur Philips losað sig við rúmlega
20 fyrirtæki, þar af mörg sem voru
byggð upp í tíð fyrirennara hans,
Jan Timmer. Meðal annars var
samið við Seagram í Kanada um
sölu á tónlistar- og skemmtideild-
inni PolyGram - 10,4 milljarða doll-
ara fyrr á þessu ári. Áður hafði
Grundig í Þýzkalandi verið selt.
í síðasta mánuði var hætt við
eftirlæti Boonstra, sameiginlegt
fjarskiptafyrirtæki Philips og
Lucent í Bandaríkjunum. Sam-
vinnan var kostnaðarsöm tilraun,
sem var meginorsök þess að 750
milljóna gyllina tap varð á rekstri
neytendadeildarinnar Philips
Consumer Communications (PCC)
á þessu ári.
IIciniHsióu: :itliii*ii%.mmcitin.iv1iii:varoepYIH
auping
Microsoft
NT verður
Windows
2000
San Francisco. Reuters.
MICROSOFT-hugbúnaðarrisinn
hefur sagt að næstu útgáfu
Windows NT línu stýrikerfa, sem
tafizt hefur lengi, verði gefið nafnið
Windows 2000.
Fyrirtækið gerir enn ráð fyrir að
afhenda hugbúnaðinn 1999, en vör-
unni er gefið nýtt nafn til að sýna
vaxandi notkun hennar í venjuleg-
um viðskiptaforritum.
Tvær aðalútgáfur kerfisins
verða kallaðar Windows 2000 Pro-
fessional og Windows 2000 Server.
Microsoft hyggst útrýma heit-
inu“vinnustöð“ úr orðaforða sínum
til að sýna að Windows NT sé í
vaxandi mæli notað í venjulegum
skrifborðstölvum og ekki aðeins í
kraftmiklum vinnustöðvum verk-
fræðinga.
I boði verða þrjár útgáfur af
miðlurum, þar á meðal nýr
Windows 2000 Datacenter Server,
sem á að nota í stórum tölvuvædd-
um gagnageymslum.
Hinar miðlaraútgáfumar eru
Windows 2000 Advanced Server og
Windows 2000 Server.
Síðan Microsoft markaðssetti
NT kerfin 1993 hefur fyrirtækið
selt 20 milljónir borðtölva og rúm-
lega 3 milljónir miðlaraútgáfa.
-----------------
LIFFE dregur
saman seglin
og segir upp
starfsfólki
London. Reuters.
LIFFE, hinn kunni afleiðsluvið-
skiptamarkaður Lundúna, hefur
skýrt frá víðtækum uppsögnum til
að draga úr kostnaði og fá nýja að-
ila til samstarfs í því skyni að sigr-
ast á harðri samkeppni.
Aðalframkvæmdastjóri LIFFE,
Hugh Freedberg, sagði að starfs-
mönnum yrði fækkað í innan við
400 fyrir lok næsta árs úr rúmlega
1.000 nú. Stjórn LIFFE sam-
þykkti áætlunina 20. október, en
ákvörðuninni hefur verið haldið
leyndri.
LIFFE hefur mætt harðri sam-
keppni frá aðalkeppinauti sínum,
svissnesk-þýzka bandalaginu
Eurex, sem hefur náð miklum við-
skiptum frá LIFFE á síðustu 12
mánuðum, aðallega vegna tölvu-
væðingar. LIFFE hefur boðað
breytingu í þá átt á næsta ári, en
fyrirtækið þykir hafa verið of lengi
að rétta úr kútnum.
LIFFE hefur verið þögult um
nýja samstarfsaðila, en tilkynnt
að leitað sé eftir nánari tengslum
við London Clearing House
(LCH).
aftir Þórarin Eldjárn þar
: sem öll helstu
höfundareinkenni hans
njóta sín til fulls:
Hnitmiðaður stíll og
leikni með íslenskt mál,
instök frásagnargáfa og
smeygilegur húmor sem
oft og tíðum reynist
igghvass þegar betur er
að gáð. Þórarinn var
tilnefndur til Evrópsku
lókmenntaverðlaunanna
fyrir síðustu bók sína,
Brotahöfuð.
VAKA- HELGAFELL
SIÐUMÚLA6, 108 REYKJAVlK,
SlMI 550 3000.
Einstök
frásagnargáfa
- ísmeygileg
aamansemi
uml