Morgunblaðið - 03.11.1998, Blaðsíða 62
62 ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Hundalíf
Ágætt, Magga, farðu beint áfram Ef þú ferð til vinstri verður boltinn Það er ekki slæm hugmynd ...
og til hægri... ekki þar ...
Ég er betri í því að fara til vinstri,
herra.
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Nokkur orð um
Kosovomálin - Svar
til Gani Elis Zogaj
Frá Rúnari Kristjánssyni:
EFTIR að seinni grein mín um mál-
efni Kosovo birtist í Mbl. 3. septem-
ber sl. hringdu í mig tveir útlendir
menn sem voru afar óhressir með
skrif mín. Ég vildi fá að vita hvað ylli
aðallega ógleði þeirra, en fékk engin
skýr svör eða eðlileg rök, aðeins stað-
hæfíngar um að ég færi ekki með rétt
mál. Þrátt fyrir ítrekuð tilmæli fékk
ég ekki á hreint hvað þessir menn
vildu helst gagnrýna í málflutningi
mínum. Ekki vildu þeir segja til nafns
þó ég benti þeim á að það teldust
mannasiðir á Islandi.
Lyktir mála urðu þær að ég hvatti
þessa óánægðu útlendu herra til að
svara skrifum mínum og sýna fram á
að ég færi ekki með rétt mál.
Nú virðist mér einsýnt að sá kostur
hafí verið tekinn. í Mbl. 8. okt. sl. er
mér sent svar og sá sem skrifar er Al-
bani sem kveðst hafa búið hér á landi
í tíu ár. Hann heitir Gani Elis Zogaj.
Ósköp finnst mér nú grein Ganis
þunn og slagorðakennd. Hann segir
að rangfærslur í fjölmiðlum varðandi
Kosovo-málin séu algengar, en grein
mín 3. sept. sl. hafi verið kornið sem
fyllti þann mæli. Síðan rekur hann
sögu mála eins og þau koma honum
fyrir sjónir. Mér þykir nú líklegt að
flestir sjái að Gani er svo nátengdur
þeim harmleik sem fram fer í Kosovo,
að hann sé af þeim sökum einum ófær
um að meta þau mál á hlutlausan
hátt.
Tító var að vísu Júgóslavi, en hann
var þar fyrir utan Króati og sem slík-
ur reyndi hann sífellt að draga úr
áhrifum Serba í ríkjasambandinu.
GUd rök eru fyrir því að hann hafí yf-
irleitt staðið þannig að málum. Gani
virðist hafa mjög nákvæmar tölur yfir
það hvað Serbar séu búnir að drepa
marga, hvort sem er í Bosníu eða
annars staðar. Ég gef lítið fyrir slíkar
umsagnir, því slíkar tölur hafa verið
settar fram sí og æ í fjölmiðlum, nán-
ast eins og hverjum hentaði.
Eitt sinn birtist í Mbl. grein eftir
virtan íslenskan blaðamann varðandi
ógnartímana í Kambódíu. I greininni
var fullyrt að tugmilljónir manna
hefðu verið drepnar í landinu. Þá stóð
í alfræðibókum að íbúar Kambodíu
væru um sjö milljónir! I framhaldi
var svo skrifuð grein í Þjóðviljann um
margdrepna þjóð! Mér finnst ógeð-
fellt hve frjálslega menn fara með töl-
ur í þessu sambandi. Þar verður erfitt
að sanna eða afsanna. Og oftast
gleyma menn því ekki að geta þess,
að fórnarlömbin séu aðallega konur
og böm. Jiri Dienstbier sem rannsak-
ar mannréttindabrot á vegum SÞ
sagði nýlega á blaðamannafundi, að
júgóslavnesk stjórnvöld væru ekki
sek um þjóðernishreinsanir í Kosovo.
Það kom fram í Reutersfrétt í Mbl. 7.
ágúst sl. í sömu frétt var reyndar
sagt að engar sannanir hefðu fundist
fyrir meintum fjöldamorðum Serba í
Örahovac, þrátt fyi'ir ásakanir aust-
urríska blaðsins Die Presse um slíkt.
Erfitt er því að vita hvað rétt er í
þessum málum. En eitt er á hreinu,
að Serbar hafa sífellt verið bannfærð-
ir í fjölmiðlum, og sjaldgæft er að
eitthvað sé sagt þeim til málsbóta. Því
þótti mér fréttin 7. ágúst merkileg.
Ég er algerlega mótfallinn frétta-
mennsku sem gengur út á það að
hengja einn aðila þegar þrír eða íleiri
deila. Það er sama hver í hlut á. Með
slíkum vinnubrögðum eru málin gerð
vandleystari og alið á hatri milli stríð-
andi aðila. Gani segir að Serbar hafi
fyrst komið á Balkanskaga á 11. öld
og síðan hafi ekki verið friður þar.
Þarna fer hann algerlega með rangt
mál og sennilega vísvitandi. Menn
geta flett þessu upp í alfræðibókum.
Serbar komu á Balkanskaga á 6. og 7.
öld. Þeir hafa verið þar lengur en ís-
lendingar hér á skerinu okkar.
Kristni tóku svo Serbar um miðja 9.
öldina. Þeir sem hafa gaman af sögu
geta svo kynnt sér þann frið sem ríkti
þarna áður en Serbar komu tfl. Sann-
ast sagna virðist helst aldrei hafa ver-
ið friður þarna frá því að sögur
hófust. Mætti skrifa margar bækur
um þá hluti og þarf ekki að nefna
nema Pyrrhos og hans feril. í öllum
heimildum er Kosovo skilgreint sem
serbneskt land, menn geta séð það í
alfræðibókum. Skrítið er því að heyra
það frá Gani að svæðið hafi yfirleitt
tilheyrt Albaníu. Einkennilegt þykir
mér líka að heyra Gani lýsa kúgun
Tyrkja á Albönum hér á árum áður,
því síðar kemur fram í grein hans að
115.000 Albanar hafi flutt úr landi
1955-1965 til Tyrklands! Að vísu er
sagt að þangað leiti klárinn sem hann
er kvaldastur, en undarlegt er að leita
á náðir fyrri kúgara sinna. Sennilegt
er nú að í seinni tíð hafi samband
Tyrkja og Albana verið í trúbræðra-
formi. Gani segir líka, að á árunum
1939-1945 hafi Aibanar fengið yfirráð
yfir Kosovo. Það er einmitt samhljóða
því sem ég hef áður sagt. Ég bið les-
endur að athuga hvaða ár þetta eru.
Þetta er sá tími þegar fasistar og nas-
istar réðu málum þarna á svæðinu.
Þar sem Serbar voru aðalandstæð-
ingar þeirra hafa Albanar fengið yfir-
ráð yíir Kosovo, en auðvitað hafa öx-
ulveldin ráðið í raun og veru. Eitt
skal ég þó taka undir með Gani. Saga
Skanderbegs eða Georgs Kastriota,
þjóðhetju Albana, er vissulega stór-
brotin og saga mikilmennis og slíka
menn er hægt að virða. Þegar Skand-
erbeg lést af hitasótt í Alessio (Lesh)
í ársbyrjun 1467 misstu Albanar mik-
inn foringja. Ef til vill er sá missir
sambærilegur við missi Serba, þegar
Stephen Dushan lést 1355. Að svo
mæltu sé ég ekki ástæðu til að Svara
Gani frekar. Ég hef sagt mitt og hann
sitt um þessi mál, þeir sem lesa verða
svo að meta hvað þeim finnst og
hverju þeir viija trúa. Best væri auð-
vitað að fólk kynnti sér málin sem
mest sjálft og léti ekki mata sig.
En að síðustu vil ég geta þess, að
það sem vakti mesta athygli mína í
grein Ganis, var sú staðhæfing hans
að hann skrifaði fyrir hönd þeirra 80
Albana sem væru búsettir í Reykja-
vík! Ekki hafði mig órað fyrir því að
svo margir Albanar væru sestir að
hérlendis. Sú yfirlýsing kom flatt upp
á mig og ég hef nú sannreynt að svo
er um fleiri sem lásu þessa grein. Ég
get ekki neitað því að mér er það
stundum nokkurt umhugsunar- og
áhyggjuefni hvað íslenskt þjóðfélag
má við miklu innstreymi fólks frá út-
löndum, svo framarlega sem menn
álíta það einhverju skipta að Island
verði íslenskt til framtíðar! Það þarf
ef til vill að halda betur á spilunum í
þessum efnum, hér á landi sem ann-
ars staðar.
RÚNAR KRISTJÁNSSON,
Bogabraut 21, Skagaströnd.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.