Morgunblaðið - 03.11.1998, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 03.11.1998, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998 67 FÓLK í FRÉTTUM Móu líkt við Billie Holiday VEGLEGT viðtal er við Móeiði Júníusdóttir eða Móu eins og hún er kölluð í nóvemberhefti Esquire. „Jafnvel þótt við byrjuðum að hríf- ast af íslandi fyrir áratug, þegar Björk söng lagið „Birthday" með Sykurmolunum, er ekki svo langt síðan þetta land íss og elda byrjaði að höfða til skemmtanafíkla á svip- aðan hátt og Ibiza og Dublin,“ skrifar blaðamaður sem virðist meira upptekinn af sjálfum sér á köflum en viðtalinu. Hann segir að nokkrar íslenskar sveitir fyrir utan Björk hafi verið að hasla sér völl fyrir utan land- steinana. Gus Gus sé líklega þekkt- ust af þeim og hafi sérviskulegar danssmáskífur þeirra verið endur- hljóðblandaðar af Andy Weather- all. En enginn hafi náð sama ár- angri og „stjarnan sem heimamenn kalla eskimóann". „Ef til vill á eftir að verða breyt- ing þar á þegar Móa er annars vegar,“ skrifar blaðamaður enn- fremur. „Sumir eiga eftir að brosa og líkja henni við Portishead, en „trip hop“-tónlist sveitarinnar er metnaðarfyllri en það. Á fyrstu breiðskífunni Universal er stemmningin í anda Billie Holiday, sígilds píanóleiks, trommu og bassa, rafmagnstónlistar, þrálátr- ar poppsveiflu og íhugulla texta- srníða." Þá segir: „Þótt ekki láti hátt í vegna þess að það var tungumál Móu vantar ekki í hana sjálfs- óperunnar. Eg vil að það sem ég traustið. „Ég veit að fólk á fyrst og syng um sé skiljanlegt fyrir öllum. fremst eftir að skilgreina mig sem Ég er ekki þeirrar skoðunar að íslending, en það eru lögin sem tónlist eigi að vera afmörkuð við skipta máli. Ég syng á ensku vegna heimalandið, þess vegna kalla ég þess að það er tungumál popp- plötuna Universal [Án heimsins; Mozart skrifaði á ítölsku landamæra]." Rokkið lifír TÖJVLIST Geisladiskur GOING TO PARIS Going to Paris, geisladiskur Guð- laugs Falks. A disknum leika Steinar Nesheim, söngvari, Gulli Falk, gítar- leikari, Jón Guðjdnsson, bassaleikari og Haraldur Vignir Sveinbjörnsson sem sér um raddir og hljómborðsleik. Auk þess ýmsir aðstoðarmenn. Disk- urinn var hljóðritaður í Fellahelli og Stúdíó Núlist. Upptökumenn voru Árni Gústafsson, Hörður Óttarsson og Jón Þór Birgisson en Ingvar Jóns- son hljóðblandaði ásamt Guðlaugi Falk. Weird Records gefur út en Tónaflóð gefur út. GUÐLAUGUR Falk hefur verið viðriðinn tónlist lengi og ber þá helst að nefna hljómsveitina Exizt sem hélt uppi merki þungarokksins fyrir nokkrum árum , nú gefur hann út sína fyrstu plötu á eigin vegum. Guðlaugur segir að mestu skilið við þungt rokk með Going to Paris en hún er að mestu létt rokk eða popp en þó með þungu ívafi á stund- um. Reyndar er ofsögum sagt að Guðlaugur sé einn að verki því með honum til aðstoðar eru kunningjar hans úr sveitinni Dead Sea Apple. Tónlistin er eins og áður sagði af léttara tagi, rólegar gítarmelódíur og lítið um harða rafmagnsgítara, hljómborð og órafmagnaðir gítarar prýða þess í stað plötuna. Lögin eru þó fæst keimlík og fjölbreytnin nokkur, tónlist Guðlaugs sveiflast frá „powerrokki" í ætt við Whitesnake og fleiri mætar sveitir í þjóðlagapopp og rokk að hætti Jet Black Joe sveitarinnar sálugrar. Rólegheitin eru þó alls ekki án und- antekninga. Fyi'sta lagið Still Wait- ing gefur tóninn með kraftmiklum1 trommuleik og áberandi kassagítur- um í aðalkafla en rafmagni í viðlagi. Margt er vel gert á Going to Par- is, hljóðfæraleikur er allur mjög vel af hendi leystur og lögin öll melódísk og auðmelt. Lögin Points of view, hefst sem rokkballaða en vinnur á við hlustun, djassskotið „Rhodes" píanó Haraldar Vignis Sveinbjörnssonar gefur laginu fyll- ingu. My way er einnig vel heppnað, hörku rokklag með gítareinleik og þungum takti sungið af Katrínu H. Jónasdóttur, þá er ótalið besta lag plötunnar að mati undirritaðs, Ef ég væri geimvera, ósvikið há- spennuþungarokk með frábærum söng Birgis Haraldssonar. SteinaiT Nesheim syngm- flest lög- in og gerir vel en textamir eru allir á ensku utan einn. Textamir era hins vegar án efa veikasti hlekkur plöt- unnar flestir þeirra era veikir og h'tt framlegir, nóg hefur verið ritað um enska texta íslenskra tónlistarmanna en þeir þurfa þó að vera vel skrifaðir engu síður en íslenskir textar. „I met a girl it was so long ago / she really had an inpact on my soul. / We just got together ones / then she said she had to leave.“ Þetta dæmi úr laginu Changes sýnir að ekki hefði verið * vanþörf á að líta í orðabók áður en textamir voru skrifaðir niður. Umslagið er einnig frekar illa heppnað og ekki til að vekja trú á plötunni, líflaust og skrautskriftin er afar þreytandi aflestrar. Bakhlið- in er þó reyndar mun skárri en inn- síður og forsíðan. Hljómur er allur ágætur og fellur vel að tónlistinni, Going to Paris stendur fyrir sínu og er þarft framlag þó ekki væri nema til að sanna að rokkið lifir enn. Gísli Árnason. 1 ^ Hin frábara Natasha ur hinum fræga breák-dansflokki House Foundtion í New York kennir Ný námskeiöliefjast sunnudaginn 8. nóv. Nemendur á biðlista hafa forgang. Natasha kennir. ip r námskeið. op Roll & Margfaldir íslandsmeistarar Herborg og Alli kenna. Innritun daglega í síma 552 0345 kl. 16:00-20:00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.