Morgunblaðið - 03.11.1998, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998
MORGUNB LAÐIÐ
FRÉTTIR
Uppsagnir 25 starfsmanna veðdeildar Landsbanka íslands
Ekki öllum starfsmönn-
um lofað endurráðningu
ÞÓRUNN Þorsteinsdóttii', for-
maður starfsmar.nafélags Lands-
banka Islands, segir greinilegt að
ekki hafí öllum starfsmönnum veð-
deildar bankans verið lofað endur-
ráðningu samkvæmt yfirlýsingu
frá stjórn bankans en þar segir að
leitast verði við að ráða allflesta af
þeim 25 starfsmönnum deildarinn-
ar, sem sagt hefur verið upp störf-
um.
„Það er greinilegt að ekki er öll-
um lofað endurráðningu eftir yfír-
lýsingu frá þeim að dæma en það á
eftir að láta reyna á það,“ sagði Þór-
Niðurstöðu að
vænta innan
skamms
unn. „Við komum til með að reyna
að íylgjast með því að staðið verði
við það sem lofað hefur verið.“
Þórunn sagði að vonast hefði
verið eftir að ekki kæmi til upp-
sagna. Bankinn hafí átti í viðræð-
um við stjórn Ibúðalánasjóðs fram
á síðustu stundu en án árangurs.
„Uppsagnir voru eitthvað sem við
vorum að gera okkur vonir um að
væru ekki inni í myndinni," sagði
hún.
Uppsagnirnar eru frá og með 1.
nóvember en flestir starfsmanna
ef ekki allir eru með það langan
starfsaldur að þeir hafa sex mán-
aða uppsagnarfrest. „Bankinn ætti
því að hafa góðan tíma til að finna
starfsfólkinu ný störf,“ sagði Þór-
unn. „Að vísu hefur því verið lofað
að niðurstaða liggi fyrir innan
tveggja til þriggja vikna þannig að
fólk búi ekki við óvissu um sína
starfsframtíð."
Áskrift hækkar
að Degi og DV
AKVEÐIÐ hefur verið að
hækka áskriftargjald að dag-
blöðunum Degi og DV frá og
með síðustu mánaðamótum.
Jafnframt hefur DV hækkað um
10 krónur í lausasölu, úr 160
krónum í 170 krónur, en Dagur
mun áfram kosta 150 krónur í
lausasölu.
Askrift að Degi hækkaði úr
1.680 krónum á mánuði í 1.800
krónur, eða um 7,1%, og áskrift
að DV úr 1.800 krónum á mánuði
í 1.900, eða um 5,5%.
Eyjólfur Sveinsson, útgáfu- og
framkvæmdastjóri DV og út-
gáfustjóri Dags, sagði í gær að
hækkanir þessar mætti rekja til
launahækkana sem orðið hálfu
ári.
„Þær eru eins og vitað er mikl-
ar,“ sagði hann. „Fyrir utan al-
mennar hækkanir á launum var
gengið frá samningum við blaða-
menn, sem kölluðu á hækkanir,
sem voru töluvert umfram það,
sem gerðist á almennum vinnu-
markaði. Allar nema þessar
launahækkanir um það bil tvö-
faldri þeirri hækkun, sem kemur
fram í verði blaðanna."
Eyjólfur sagði að afgangi
þessara hækkana yrði mætt með
hagræðingu á öllum sviðum
rekstrarins og ætti þetta við um
bæði blöðin.
VMSI vill
viðræður um
launaþróun
FORMANNAFUNDUR Verka-
mannasambands íslands, sem
haldinn var á Akureyri fyrir helg-
ina, lýsti vanþóknun sinni á því
„misgengi sem átt hefur sér stað í
launaþróun og réttindamálum ein-
stakra hópa launafólks í landinu.“
Fundurinn fól framkvæmdastjóra
VMSI að óska eftir viðræðum við
samtök atvinnurekenda og stjórn-
völd þar sem farið verði yfir stöðu
málsins.
I ályktun fundarins um kjara-
mál segir m.a: „Ljóst er af þessari
þróun að varnaðarorð forsætisráð-
herra til aðila hins almenna vinnu-
markaðs, um að launahækkanir al-
mennra kjarasamninga væru skref
fram af bjargbrúninni, áttu ekki
við þegar ríkisstjórnin kom fram
sem atvinnurekandi og gerði
kjarasamninga sem innihéldu
margfalda þá hækkun sem samið
var um á almennum vinnumark-
aði.“
Réttmætt hlýtur að vera að
verkafólk innan VMSI fái sömu
leiðréttingu kjara og réttinda og
aðrir hópar hafa náð fram við ríki
og sveitarfélög," segir loks í álykt-
uninni.
Morgunblaðið/Kristinn
Opið hús hjá Heimsklúbbnum
NÝ söluskrifstofa Heimsklúbbsins & Príma var
opnuð í Austurstræti 17 á laugardaginn. Af
því tilefni var opið hús og kom fjöldi fólks
þangað í heimsókn. Árið í ár er hið stærsta í
viðskiptum hjá fyrirtækinu og hefur farþega-
fjöldinn nær tvöfaldast. Á myndinni má sjá
forstjórann, Ingólf Guðbrandsson, á tali við
viðskiptavini.
Síbrota-
menn
dæmdir í
fangelsi
FJÓRIR menn voru á fímmtudag
dæmdir fyrir Héraðsdómi Reykja-
víkur í 6, 10, 12 og 15 mánaða fang-
elsi fyrir þjófnað, fjársvik, fíkni-
efnalagabrot, líkamsárás, húsbrot
og eignaspjöll og hylmingu.
Sá elsti, sem er 47 ára, fékk
þyngsta dóminn, en brotaferill hans
nær aftur til ársins 1969. Annai'
mannanna fjögurra, sem er 22 ára
gamall, hlaut eins árs fangelsisdóm,
en hann hefur hlotið þrjá refsidóma
síðastliðin fimm ár. Sá þriðji, sem er
32 ára, fékk 10 mánaða fangelsi, en
hann hefur hlotið þrettán refsidóma
síðastliðin fimmtán ár. Sá fjórði,
sem er 19 ára, fékk 6 mánaða fang-
elsi.
Þrír mannanna höfðu með brot-
um sínum, sem fjallað var um í
dómnum, rofið skilorðsbundinn
fangelsisdóm og bar því að dæma
þá í einu lagi fyrir síðustu brot sín.
Talsvert magn fíkniefna var gert
upptækt, þar af rúmlega 20 grömm
af amfetamíni og 1,6 kg af hassi.
Ingibjörg Benediktsdóttir hér-
aðsdómari kvað upp dóminn.
-----------------
Spánverjar vilja sérstakan fund vegna deilunnar um þróunarsjóð EFTA
Gagnrýna ummæli háttsettra
stjórnmálamanna um fjárkúgun
FULLTRÚI Spánverja sagði á
fundi EFTA-ríkjanna og fram-
kvæmdastjómar Evrópusambands-
ins í Brassel á fimmtudag að við-
brögð norskra og íslenskra ráða-
manna við kröfum þeirra varðandi
þróunarsjóð EFTA, sem styrkt hef-
ur fátækari svæði innan ESB, kæmi
þeim á óvart. Fyrir þeim væri kröfu-
gerð af þessu tagi daglegur viðburð-
ur.
Spánverjinn tók til máls á viku-
legum fundi, sem fulltrúar EFTA-
í-íkjanna annars vegar og fram-
kvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins hins vegar, sitja. A þess-
um fundum eru þó frátekin sæti
fyrir fulltrúa Evrópusambandsríkj-
anna og á síðasta fund kom sér-
stakur fulltrái spænska sendiráðs-
ins í Brussel á fundinn.
Gunnar Snorri Gunnarsson,
sendiherra Islands hjá Evrópu-
sambandinu, sagði að ekkert nýtt
hefði komið fram á fundinum. Full-
trái Spánverja hefði lýst yfir því að
hann teldi að sameiginlega EES-
nefndin ætti að efna til sérstaks
fundar út af deilunni um þróunar-
sjóðinn, en sagði Gunnar Snorri
Ijóst að það gæti ekki orðið fyrr en
eftir einn eða tvo mánuði.
„Það þarf fyrst að kanna óform-
lega hvaða möguleikar eru opnir í
stöðunni," sagði hann.
Gunnar Snorri sagði að Spán-
verjar hefðu haft spurnir af því að
málflutningur þeirra vegna sjóðs-
ins hefði sætt gagnrýni í Noregi og
á Islandi og fengið heldur óvinsam-
legar viðtökur.
Kröfur af þessu tagi
hversdagslegt atriði
„Hann vitnaði til þess að hátt-
settir stjómmálamenn hefðu lýst
þessu sem fjárkúgun og á öðrum
staðnum hefði forsætisráðherra
Spánar verið útnefndur vondi mað-
ur ársins,“ sagði Gunnar Snon-i.
„Hann bætti við að þeir litu á kröf-
ur af þessu tagi sem hversdagslegt
atriði innan Evrópusambandsins
og þessi viðbrögð hefðu komið
þeim á óvart.“
Spánverjar settu upp kröfuna
um þróunarsjóðinn á fundi EES-
nefndarinnar í lok september.
Þróunarsjóðurinn hefur veitt fé til
ýmissa verkefna sem varða ann-
ars vegar innri uppbyggingu og
umhverfismál, svo sem brúar-
smíði og viðhald menningarmann-
virkja.
Þróunarsjóðurinn var settur á
stofn við gerð EES-samningsins.
EFTA-ríkin samþykktu að stofna
sjóðinn og EB dró úr kröfum um
veiðiheimildir.
Gunnar Snorri sagði að þetta
væri ekki óvenjuleg aðferð af
hálfu Spánverja, sem ávallt væra
að hugsa um að gæta hagsmuna
sinna í byggðajöfnunarframlögum
ESB.
Islendingar hafa greitt um 100
milljónir króna á ári í sjóðinn.
Ekki hægt að gera kröfu
á Islendinga uin að
greiða í sjóðinn
Gunnar Snorri sagði að afstaða
Islendinga í þessu máli væri sú að
ekki væri hægt að gera kröfu á Is-
lendinga um að greiða krónu í
þennan sjóð og ekki væri hægt að
framlengja sjóðinn þar sem EES-
samningurinn byði ekki upp á það,
en í bókun við samninginn er kveð-
ið á um að EFTA-ríkin eigi að
greiða í sjóðinn í fimm ár, 1993 til
1997. Þetta túlkuðu Spánverjar
hins vegar á annan veg.
„Það er svo pólitískt mál hvort
við viljum í Ijósi þess að í samn-
ingnum sé kveðið á um að við séum
sammála um nauðsyn þess að
draga úr efnahagslegu misræmi
milli svæða, gera eitthvað meira,“
sagði hann. „En það er í okkar
huga sjálfstæð ákvörðun og sér-
stakur samningsferill. En Evrópu-
sambandið rekur þetta í raun ekki
á lagalegum forsendum, sem era
frekar takmarkaðar að okkar mati,
heldur frekar á pólitískum forsend-
um um það að samstarf, sem er
svona náið, feli í sér vissar skyldur
um að taka á hlutum á borð við
misræmi í efnahagsþróun. Því ætt-
um við að taka einhvern þátt í
þessu eins og Evrópusambandið.
En afstaða Spánverja er sú að sá,
sem taki þátt í svona samstarfi,
eigi að borga og ekki að vera stikk-
frí.“
Samið við
fangaverði
FANGAVERÐIR og Fangelsis-
málastofnun ríkisins hafa gengið frá
aðlögunarnefndarsamningi og þar
með hefur hópuppsögnum fanga-
varða verið afstýrt. Þorsteinn A.
Jónsson, fangelsismálastjóri, segir
að náðst hafi samningur um fyrh'-
komulag á röðun í launaflokka.
Fangelsismálastjóri hafði lýst því
yfir að kröfur fangavarða hefðu þýtt
25-30% hækkun á launum. Hann
segir að metið sé að nýi samningur-
inn færi fangavörðum nálægt
18-20% á samningstímanum.
Samningurinn tekur strax gildi
en hækkanirnar dreifast á samn-
ingstímann sem er fram á árið 2000.
------♦-♦“♦----
Árétting
VEGNA fréttar um niðurstöðu á
mælingum á mengun í heitum pott-
um sem birtist í blaðinu sl. laugar-
dag skal áréttað, að heiti potturinn
á Elliheimilinu Grand reyndist inn-
an marka og voru engar athuga-
semdir gerðar við hann.
í viðmiðunarmælingum, sem
gerðar voru á pottinum, reyndist
gerlafjöldi sá langminnsti sem
mældist í könnun heilbrigðisyfir-
valda.