Morgunblaðið - 03.11.1998, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 03.11.1998, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998 63i ______BRÉF TIL BLAÐSINS__ Hvað kostar vímuefna- neytandi samfélagið? Frá Guðmundi Tý Þórarinssyni: AFLEIÐINGIN af sívaxandi smygli á eiturlyfjum og aukinni at- hafnasemi eiturlyfjasalanna, í sölu og dreifingu, er fyrst og fremst sú að fleiri og fleiri ungmenni verða háð notkun fíkniefna með öllum þeim hörmulegu afleiðingum sem því fylgir. Glæpir og ofbeldi fara vaxandi um land allt. Fyrirtæki og heimili eru ekki lengur óhult fyrir innbrotum. Einstaklingar verða fyrir líkamsárásum fíkniefnaneyt- enda í leit að verðmætum til að fjármagna neyslu sína. Vitnað var í rannsókn um þann kostnað sem samfélagið ber af vímuefnaneytanda í umræðuþætt- inum Deiglunni, sem var á dagskrá RÚV í síðustu viku. Þar kom fram að fíkniefnaneytandi gæti kostað samfélagið allt að 250.000 kr. á viku. Aðstandendur Götusmiðjunn- ar - Virkisins nálguðust 10 virka fíkla, á aldrinum 16-20 ára, og spurðu hvort þeir væru til í að svara, nafnlaust, nokkrum spurn- ingum varðandi þjófnað, ofbeldi og annað sem fylgir fíkniefnaneyslu. Þeim var tjáð að tilgangur könnun- arinnar væri að meta hvað virkur fíkill kostaði samfélagið. Þau sögðu öll já og voru fús til að aðstoða. Hér á eftir fer brot úr sögu ung- lings sem tók þátt í könnuninni. „... Já, núna síðustu þrjá mán- uði [fyrir viðtalið] hef ég stolið svona 10-12 GSM-símum sem ég seldi fyrir bút eða slög [hass eða amfetamín]. Svo hefur maður einnig stolið svona 5 [steríó]græj- um í „dauðum“ partíum, svona 12 vídeótækjum, og 7-8 sjónvörpum. Maður fer bara og hittir næsta „dealer" í hverfinu og skiptir þessu fyrir efni. Annars fer þetta eftir innbrotum, stundum er eitt- hvað pantað ... Sjónvarpi er hægt að skipta í 4 slög og 4 búta ef mað- ur er að flýta sér, stundum meira. Slag kostar svona 3-4.000 kr. og bútur kostar 1.500 kr. ... Maður hefur enga tölu á slagsmálum, en það er 100% víst að einhver var laminn um hverja helgi, oft nef- brot og svoleiðis, hoppa á hausnum á einhverjum, brjóta tennur og svoleiðis. Eg hef alveg sloppið við kærur ... Já, ég hef verið að skemma hluti. Brjóta rúður og svoleiðis. Minnst 15 stykki. Einu sinni þurfti ég að borga 30.000 kr. fyrir rúðu, annars næst maður aldrei. Ég hef líka verið í skjala- falsi og falsað ávísanir ... Já, mað- ur, svo nappaði ég 3 bílum, þá skemmir maður svissinn, nauðgar bílnum og skilur hann eftir ein- hverstaðar ... Svo hef maður rænt fólk út á götu, samt ekkert gamlar konur og svoleiðis ... Svo hefur maður kúgað pening út úr fólki, ógnað því ... Svo stelur maður sér að éta úr búðunum, allavega einu sinni á dag ... Svo hefur maður stolið ógeðslega mikið frá fjöl- skyldunni, maður hefur enga tölu á því.“ Gróflega reiknað hefur þessi unglingur kostað samfélagið minnst 140.000 kr. á viku þessa þrjá mánuði sem hann talar um (í sögu hans hér að ofan er ekki allt það sem hann nefndi tekið fram). Þá er ekki tekið með í reikninginn þeir hlutir sem hann mundi ekki eftir og það 2. og 3. stigs tjón sem af neyslu hans hljótast, svo sem vinnutap aðstandenda, aukinn kostnaður fyrirtækja vegna fjar- veru foreldra, o.s.fn’. Samkvæmt könnun okkar hefur hver sá einstaklingur, sem tók þátt í könnuninni, kostað samfélagið, að meðaltali, minnst 100.000 kr. á viku. Athygli skal vakin á því að um ræðir aðeins 10 einstaklinga sem eru aðeins lítill hluti þeirra unglinga sem neyta fíkniefna. En auðvelt er að sjá hve fljótt þessi kostnaður er farinn að telja tugi milljóna. Það er von mín að upplýsingar af þessu tagi muni auðvelda yfirvöld- um þá ákvörðun að veita meiri fjár- munum til þeirra aðila sem starfa að áfengis- og fíkniefnamálum, hvort sem um ræðir rannsóknir, forvarnir eða meðferðarstarf. GUÐMUNDUR TÝR ÞÓRARINSSON (MUMMI), forstöðumaður Virkisins. _Q_ CODAN L0GSUÐU- SLÖNGUR ÁRVÍK ÁRMÚLA 1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295 VIÐ HÖFUM LÆKKAÐ LYFJAVERÐIÐ NlCOtinelle tyggigúmmí 2 mg 84 stk. kr. 999,- 4 mg 84 stk. kr. 1.499,- Nicotinelle piástur 21 mg/klst 21 stk. kr. 4.849,- 21 mg/klst 7 stk. kr. 1.899,- Ertu að fara í ferðalag? Sýndu okkur farseðilinn og þú færð 15% afslátt af öllum vörum sem þú þarft að taka með þér í ferðalagið. ÞJÓNUSTA ÁN ENDURGJALDS: HJÚKRUNARFRÆÐINGUR SINNIR HEIMSENDINGARÞJÓNUSTU Á LYFJUM. BLÓÐÞRÝSTINGSMÆLINGAR. INGÓLFS APÓTEK lægra lyfjaverð KRINGLUNNI 8-12, SÍMI 568 9970 Franskar peysur frá Busnel ítalskar peysur frá Gran Sasso log Tískuverslun « Kringlunni 8-12»Sími 5533300 Stökktu til 25. nóv. frá kr. 39.932 i 19 daga Heimsferðir bjóða þér nú einstakt tækifæri til að komast í sólina á Kanaríeyjum og njóta þess að dvelja á þessum yndislega áfangastað í 19 daga á hreint ótrúlegum kjör- um. Þú bókar núna og 4 dögum fyrir brottför, hringjum við í þig og segjum þér hvar þú gistir á meðan á dvöl þinni stendur. A Kanarí er 25-28 stiga hiti á þessum árs- tíma og þú nýtur traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Verð kr. 39.932 Verð kr. 49.960 Verð á mann m.v. hjón með 2 M.v. 2 í íbúð, 19 daga, 25. nóv. böm, 2-14 ára, 19 dagar, 25. nóv. ----- Austurstræti 17, 2. hæð ♦ sími 562 4600. www.heimsferdir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.