Morgunblaðið - 03.11.1998, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 03.11.1998, Blaðsíða 68
>68 ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM DUSTIN Hoffman vann einn af mörgum leiksigrum sem SYDNEY Pollack að stýra Barbra Streisand ROBERT Redford hefur leikara oftast unnið fyrir Pollack. atvinnulaus leikkona (!) í hálf-klassíkinni Tootsie. í The Way We Were. Hér er hann sem hinn eftirminnilegi einfari og fjallamað- ur í Jeremiah Johnson. LíKT og ótrúlega margir í kvik- myndaiðnaðinum er leikstjórinn, leikarinn og framleiðandinn Sydney Pollack, (1934-), af gyð- ingaættum. Nánar tiltekið sonur rússneskra innflytjenda sem komu til „fyrirheitna landsins" seint á þriðja áratugnum. Settust að í New York, þar sem sonurinn nam leiklist hjá Sanford Meisn- er, víðkunnum kennara, sem rak „The Neighborhood PIayhouse“. 'Þar kenndi hann um sinn, siðan Iá leiðin í sjónvarpið. þar sem hann lék m.a. í verkum sem voru sýnd í beinni útsendingu. Vann þá fyrir John Frankenheimer, sem síðar útvegaði honum fyrsta starfíð við kvikmyndagerð, við tökur The Young Savages, (‘61). Því næst tóku við nokkur ár við leikstjórn sjónvarpsþátta og - mynda, fyrsta leikstjórnarverk- efni hans fyrir hvíta tjaldið var The Slender Thread, (‘65), nokk- *.ið athyglisverð mynd um neyð- SYDNEY POLLACK arhnuþjónustu. Áður hafði Pollack leikið á móti Robert Redford í The War Hunt, (‘62), æ síðan hefur andliti leikstjórans brugðið fyrir á tjaldinu með mislöngu millibili en oftast með frekar eftirminnilegum hætti. This Property Is Condemned, (‘66), var byggð á leikriti eftir Tennessee Williams, með Red- ford og Natalie Wood. Ekkert meira en þokkaleg, líkt og fyrsta myndin. Þá var röðin komin að The Scalphunters, (‘67), vestra með Burt Lancaster og Ossie Davis í fimastuði í miklum ærsl- um og skondnum fíflagangi. Lancaster Iék roskinn kúasmala en Davis frelsingja sem talaði með Oxford-hreim, ef minnið svíkur mig ekki. Besta skemmt- un. Castle Keep, (‘67), var ábúð- armikil en h'fvana hrærigrautur ímyndunar og raunvemleika úr seinna stríði, þar sem Lancaster naut sín engan veginn. Þá var komið að They Shoot Horses, Don’t They?, (‘69), fyrstu mynd Pollacks sem dró að sér fjiilda áhorfenda og hlaut undan- tekningarlítið fína dóma. Bak- grunnurinn er táknrænn fyrir lífsbaráttuna á erfiðum tímum, maraþondanskeppni á kreppuár- unum. Döpur, óvægin, vel skrif- uð, gerð og leikin, einkum af Gig Young, sem fékk Óskarinn fyrir túlkun sína á sjúskuðum dans- stjóranum. Myndin skipaði Pollack í hóp eftirsóttustu leik- stjóra þessa tímabils, hann gat valið úr verkefnum og kaus STJORNMALASKOLI SJALFSTÆÐISFLOKKSINS 1998 helgar- og kvöldskóli Staður: Valhöll, Háaleitisbraut í. - Tími: 9. til 20. nóvember. Innritun í síma: 515 1700/1777 - bréfsími 515 1717 og netfang xd@xd.is Heimasíða http://www.xd.is DAGSKRÁ: Mánudagur 9. nóvembcr: Kl. 19.00-19.30 Skólasetning: Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Kl. 19.30-21.00 Ræðumennska: Gísli Blöndal, markaðsstjóri. Kl. 21.15-22.45 Starfsemi Sjálfstæðisflokksins, alþingiskosningar í maí: Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Þriðjudagur 10. nóvember: Kl. 19.30-21.00 Atvinnu- og kjaramál: Magnús L. Sveinsson, formaður VR. Kl. 21.15-22.45 Sjálfstæðisflokkurinn og allir hinir flokkarnir: Sigurður Líndal, prófessor. Miðvikudagur 11. nóvember: Kl. 19.30-21.00 Upplýsinga- og fjarskiptamál: Guðbjörg Sigurðardóttir, tölvunarfræðingur. Kl. 21.15-22.45 Ræðumennska og fundarsköp: Gísli Blöndal, markaðsstjóri. Kjartan Gunnarsson Magnus L. Sveinsson Fimmtudagur 12. nóvember: Kl. 19.30-21.00 Heilbrigðismál: Lára Margrét Ragnarsdóttir, alþingismaður. Kl. 21.15-22.45 Greina- og fréttaskrif: Hanna Katrín Friðriksen, blaðamaður. Laugardagur 14. nóvember: Kl. 13.00-16.00 Ræðumennska og sjónvarpsþjálfun: Gísli Blöndal, markaðsstjóri og Bjöm G. Bjömsson, kvikmyndagerðarmaður. sigurður Líndai Guðbjörg^C. Mánudagur 16. nóvember: Kl. 19.30-21.00 Utanríkismál: Hreinn Loftsson, hæstaréttarlögmaður. Kl. 21.15-22.45 Efnahagsmál: Geir H. Haarde, fjármálaráðherra. Þriðjudagur 17. nóvember: Kl. 19.30-21.00 Kjördæmamál: Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisfl. Kl. 21.15-22.45 Iðnaðar- og orkumál: Sigríður A. Þórðardóttir, alþingismaður. Miðvikudagur 18. nóvember: Kl. 19.30-21.00 Menntamál: Björn Bjarnason, menntamálaráðherra. Kl. 21.15-22.45 Jafnréttismál: Helga Guðrún Jónasdóttir, stjómmálafræðingur. Fimmtudagur 19. nóvember: KI. 19.30-21.00 Sjálfstæðisstefnan: Sólveig Pétursdóttir, alþingismaður. KI. 21.15-22.45 Kvótakerfið og önnur sjónarmið: Dr. Hannes H. Gissurarson, prófessor. Föstudagur 20. nóvember: Kl. 20.00-22.00 Heimsókn á Alþingi og skólaslit: Ólafur G. Einarsson, forseti alþingis. Lára Margrét Hanna Katrín Ragnarsdóttir Friðriksen Björn G. Björnsson Hrcinn Loftsson Geir H. Haarde Sigríður A. Þórðardóttir Sólveig Pétursdóttir Dr. Hanncs H. Gissurarson □lafur G. Einarsson vestrann Jeremiah Johnson, (‘71). Útkoman ein hans besta mynd, með firnagóðum Robert Redford. Hann hefur leikið í fjöl- mörgitm myndum vinar síns, næst fór hann með aðalhlutverk- ið í The Way We Were, (‘73), vin- sælli mynd, þar sem leikstjórinn reynir að gægjast undir yfir- borðið í sögu af elskendum (Red- ford og Barbra Streisand). Hún á að gefa róttæka mynd af bandarísku þjóðfélagi og stjórn- málum frá því á fjórða áratugn- um fram á tíma McCarthy. Tón- Iistin er eftirminnilegust. Því leiksfjórinn er, þrátt fyrir viður- kennda fagmennsku og góða frá- sagnargáfu, fyrst og fremst fyrir augað frekar en andann, persón- ur hans ná sjaldan innúr skinn- inu. Pollack var aftur í topp- formi tveimur árum síðar, er hann lauk við The Three Days of the Condor, frábæran njósna- og ofsóknartrylli. The Yakuza, mynd um japönsku mafiuna, kom síðar sama ár. Minnisstæð- ust fyrir stórleik Roberts Mich- um í aðalhlutverkinu og handrit Pauls Schrader (Taxi Driver). Bobby Deerfíeld, (‘77), kappakst- ursmynd með A1 Pacino, var mikið mun slakari. Þá var röðin komin að The Electric Horsem- an, (‘79), enn einni myndinni með Redford (Jane Fonda og Willie Nelson). Þessi nútímavestri risti ekki djúpt þrátt fyrir tilraunir í þá veru, en var vinsæll og ágæt afþreying. Tootsie, (82), er tví- mælalaust besta mynd Pollacks og sú vinsælasta. Að sigurför hennar lokinni fór hann að eyða æ meiri tíma í framleiðslu mynda annarra Ieiksfjóra, sneri aftur ‘85 með Out of Africa, gustmikla mynd og metnaðar- fulla um veru dönsku skáldkon- unnar Karen Blixen í Afríku. Hún færði leikstjóranum, kvik- myndatökuinanninum David Watkins, tónsmiðnum John Barry, og nokkrum fleirum, Óskarsverðlaunin, auk þess sem hún hlaut þau sjálf. I mínum augum er hún fallegt póstkort frá framandi heimsálfu, Iítið meira. Segir þegar upp er stað- ið, ósköp lítið um manneskjuna. Nú liðu fimm ár að næstu frumsýningu. Havana, (‘90), var litrík, innantóm mynd um bandan'skan fjárhættuspilara (Redford) á ti'mum byltingarinn- ar á Kúbu. Næstu árin fram- leiddi Pollack fjórar myndir og lék í þrem (þ.á m. Husbands and Wives, fyrir vin sinn Woody Al- len). 1993 kom kvikmyndagerð The Firm, metsölubókar eftir John Grisham, rétturinn var seldur á metfé á þessum tíma. Fagmannleg og skemmtileg af- þreying. Það verður seint sagt umSabrinu, (‘95), síðasta verk leikstjórans og endurgerð kunnrar gamanmyndar frá sjötta áratugnum með Audrey Hepburn. Næsta mynd Sydneys Pollacks lofar hins vegar góðu. Hún nefn- ist Random Hearts, og er vænt- anleg að ári. Státar af gæðaleik- urunum Harrison Ford, Kristinu Scott Thomas, Peter Coyote og Charles Dutton, og kvikmynda- tökusnillingnum Philippe Rous- selot (Mississippi Burning). Sem fyrr segir hefur Pollack jafnan verið afkastamikill framleið- andi, meðal nýrri mynda hans á því sviði er Sliding Doors, sem enn gengur við góðan orðstír í borginni. Sígild myndbönd TOOTSIE (1982) •k'k'k'A Atvinnulausum leikara (Dustin Hoffman) gengur ekkert að fá vinnu íyrr en hann klæðir sig upp eins og kona, fær hlutverk í sápu- óperu og slær eftirminnilega í gegn. Tekur um leið k\ænhlut- verk sitt alvarlega. Frábærlega fyndinn farsi með einkar góðum leikurum en enginn slær þó eins í gegn og Hoffman í hinu tvöfalda gei’vi; lítur nógu glæsilega út til að Chai'les Durning verður bál- skotinn í honum. Pollaek nær öllu því besta útúr kómískum kiing- umstæðunum og kemur reyndar fram í þessari hálf-sígildu mynd, sem umboðsmaður Hoffmans. Með Jessicu Lange. THREE DAYS OF THE CONDOR (1975) •k'k'k'h Feikigóður samsærisþriller um starfsmann (Robert Redford) í leyniþjónustu Bandaríkjanna sem kemst að meiru en hollt er að vita og leggur á flótta. Frá- bærir leikarar (Cliff Robertson, Faye Dunaway, Max Von Sydow, John Houseman), samankomnir undir ágætri stjórn Pollacks sem hér gerir eina af sínum bestu myndum. Spennandi, „nojuð“og lævís afþreying í hæsta gæða- flokki. JEREMIAH JOHNSON (1972) k'k'kVi Tvímælalaust einn tilkomumesti vestri allra tíma, sannkallað augnakonfekt. Tekinn i ægifögr- um Klettafjöllunum, jafnt í hrikalegu vetrarriki sem litríkri sumarfegurð. Robert Redford hefur sjaldan eða aldrei verið jafn aðsópsmikill og fjallamaður- inn og einfarinn Johnson og Wíll Geer er ekki síður eftirminnileg- ur sem annar harðskeyttur og mannfælinn veiðimaðui. Byggð á besta handriti Johns Miliusar. Hörð og tilfmningaþrungin í senn. Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.