Morgunblaðið - 03.11.1998, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Hlutafjárútboð hjá Islenskum sjávarafurðum hefst á morgun
Verðbréfaþing átel-
ur vinnubrögð IS
VERÐBREFAÞING íslands átel-
ur vinnubrögð Islenskra sjávaraf-
urða og umsjónaraðila hlutafjárút-
boðs þeirra, Landsbanka Islands, í
lokaundirbúningi og birtingu út-
boðs- og skráningaryfirlýsingar í
hlutafjárútboði félagsins.
A morgun hefst forkaupsréttar-
tímabil í sölu á nýju hlutafé í IS.
Heildamafnverð nýs hlutafjár er
200 milljónir króna. Forkaupsrétt-
artímabilið stendur til 13. nóvem-
ber og er sölugengi til forkaups-
réttarhafa 1,75. Hinn 16. nóvember
hefst almenn sala á sölugenginu
1,80.
í yfírlýsingu sem Verðbréfaþing
hefur sent frá sér kemur fram að
sama dag og útboðs- og skráning-
arlýsingin var birt opinberlega kom
stjórn IS saman og tók ákvarðanir
og gaf yfirlýsingar sem breyttu í
verulegum efnum þeirri mynd sem
gefin hafði verið í lýsingunni.
Afkoma Iceland Seafood
afar slæm
í fréttatilkynningu sem IS sendi
frá sér og er viðauki við hlutafjár-
útboð félagsins kemur fram að af-
koma dótturfyrirtækis íslenskra
sjávarafurða hf. í Bandaríkjunum,
Iceland Seafood Corp., ISC, sé afar
slæm og þar sem fyrirtækið er
stórt innan rekstrar- og efnahags-
reiknings samstæðunnar hefur af-
koma þess veruleg áhrif á sam-
stæðuuppgjör.
„Stjóm íslenskra sjávarafurða
hf., sem ræddi útboðið á fundi sín-
um hinn 30. október sl., komst að
þeirri niðurstöðu að í útboðslýsingu
IS, sem send hafði verið til Verð-
bréfaþings þann sama dag, mætti
túlka upplýsingar um rekstur ISC
þannig að halli félagsins hefði farið
minnkandi frá því að sex mánaða
uppgjör samstæðunnar var birt,“
segir í fréttatilkynningu IS.
Þar kemur jafnframt fram að
staðreynd málsins sé sú að tap fé-
lagsins var afar mikið á tímabilinu
janúar til júní, sem endurspeglist í
sex mánaða uppgjöri samstæðunn-
ar. Tapið hafi einnig verið mikið í
júlí en hafi síðan farið minnkandi.
Félagið sé enn rekið með tapi en
ekki jafnmiklu og íyrstu sjö mánuði
ársins.
Eins og fram hefur komið í
Morgunblaðinu ákváðu stjórnir ÍS
og ISC að Benedikt Sveinsson, for-
stjóri IS, tæki að sér yfirstjórn
Icelandic Seafood með aðsetur í að-
alstöðvum þess í Bandaríkjunum.
í viðaukanum við hlutafjárútboð
ÍS vill stjóm félagsins koma því á
framfæri að jafnhliða útboðinu sé
unnið að fleiri þáttum sem varða
fjárhagslega endurskipulagningu
og styrkingu fjárhags IS. Þar beri
hæst sölu á eignarhlutum í félögum
sem ekki eru hluti af meginstarf-
semi samstæðunnar og framtíðar-
sýn. „Reiknað er með að heildarnið-
urstaðan verði sú að um 1.000 millj-
ónir króna komi til ráðstöfunar og
fjárhagslegrar endurskipulagning-
ar,“ segir í viðaukanum.
Hefði átt að fresta útboðinu
Það er mat Verðbréfaþings að
stjórn félagsins hljóti að hafa verið
ljóst að hverju stefndi nokkru fyrr
en sl. fóstudag er stjórnarfundur-
inn var haldinn. „Því hefði tvímæla-
laust átt að fresta birtingu útboðs-
og skráningarlýsingarinnar og
seinka útboðinu um nokkra daga.
Úr því að málin fóru ekki í þenn-
an farveg og lýsingin hafði þegar
verið birt telur Verðbréfaþing að
rétt hafi verið staðið að framhald-
inu, þ.e. að birta fréttatilkynningu
og jafnframt viðauka við lýsinguna.
Félaginu og umsjónaraðila ber að
sjá til þess að útgáfa viðaukans
verði auglýst með jafnáberandi
hætti og gert hafði verið þegar út-
boðs- og skráningarlýsingin var
birt.
Verðbréfaþing hefur lagt áherslu
á að stjórnendur geri sér grein fyr-
ir inntaki þeirrar yfirlýsingar sem
þeir undirrita og fylgir útboðs- og
skráningarlýsingu. I slíkri yfirlýs-
ingu er yfirleitt tekið þannig til
orða að sá sem undirritar lýsi því
yfir að útboðs- og skráningarlýs-
ingin sé samin eftir bestu vitund, í
fullu samræmi við staðreyndir, og
engu mikilvægu atriði sé sleppt
sem áhrif gæti haft á mat á útgef-
andanum eða bréfum hans. Það er
því afar óheppilegt þegar gripið er
til þeirra ráða strax daginn eftir að
slík yfirlýsing er undirrituð að birta
nýjar upplýsingar sem geta haft
veruleg áhrif á mat fjárfesta á verð-
gildi bréfanna.
Að sama skapi hefur þingið lagt
áherslu á að umsjónaraðilar útboðs
og skráningar leggi sig fram um að
gæta þess að þegar útboðs- og
skráningarlýsing er birt sé öll
framkvæmd með þeim hætti að
ekki þurfi að koma til breytinga eft-
ir það nema vegna ófyrirsjáanlegra
ástæðna. Mikilvægt sé að tímasetja
birtingu lýsingar og upphaf útboðs
með þeim hætti að sem minnstar
líkur séu á að eitthvað nýtt komi
fram á útboðstímabilinu. Umsjón-
araðilar þurfa því að eiga mikil og
náin samskipti við útgefendur á
lokadögum undirbúningsferlisins til
að leitast við að stýra allri fram-
kvæmdinni í farsælan farveg. Það
er því afar óheppilegt að umsjónar-
aðili undirriti sambærilega yfírlýs-
ingu og útgefandinn um innihald
útboðs- og skráningarlýsingar og
síðan breytist myndin verulega
daginn eftir, eins og hér gerðist,“
segir í yfirlýsingu frá Verðbréfa-
þingi Islands, sem er undirrituð af
framkvæmdastjóra þess, Stefáni
Halldórssyni.
I gær voru viðskipti með hluta-
bréf í ÍS fyrir 330 þúsund krónur á
Verðbréfaþingi Islands. Lækkaði
gengi bréfanna um 5,6% frá síðustu
viðskiptum.
fdg Pji mest seldu fólksbíla- " |- )tegundirnarí Breyt frá J —J jan.- okt. 1998 fyrra án Fjöldi % %
1. Tovota 1.977 16,6 +30,8
2. Volkswaqen 1.187 10,0 +23,6
3. Nissan 1.039 8,7 +54,8
4. Subaru 1.010 8,5 +8,0
5. Mitsubishi 758 6,4 -10,0
6. Opel 701 5,9 +14,5
7. Suzuki 667 5,6 +33,9
8. Daewoo/Ssanq. 647 5,4 +276,2
9. Hyundai 577 4,9 -16,6
10.Honda 523 4,4 +76,7
H.Renault 464 3,9 +30,0
12.Peuqeot 406 3,4 +153,8
13. Daihatsu 337 2,8 +137,3
14.Ford 326 2,7 -12,6
15.Galloper 200 1,7
Aðrar teg. 1.068 9,0 +46,9
Samtals 11.887 100,0 +32,8
11 887 Bifreiða-
innflutn.
I janúar
til okt.
1997 og
1998
VORU-,
SENDI- og
HÓPFERÐA-
BÍLAR, nýir
1.068
1997 1998 1997 1998
Endurnýjað af kappi
Nýskráning bifreiða hefur aukist um 33% fyrstu tíu mánuði ársins miðað
við sama tímabil í fyrra. Alls hafa selst 11.887 bílar það sem af er árinu,
en á sama tíma í fyrra höfðu aðeins 8.949 bílar selst.
Flestir kaupa bíla af gerðinni Toyota en 1.977 bílar af þeirri tegund hafa
selst á árinu sem er tæplega 31 % aukning frá sama tima á síðasta ári.
Næstflestir kaupa síðan Volkswagen en í þriðja sæti listans yfir mest
seldu bíla er Nissan með 1.039 selda bíla og hafa nú selst um 55% fleiri
Nissan bílar það sem af er árinu en á sama tíma í fyrra.
Nú er sala á Daewoo- og SSangyongbifreiðum í fyrsta skipti birtar undir
sama lið þar sem fyrirtækin hafa verið sameinuð og skýrir það mikla
breytingu frá fyrra ári en Daewoo kom fyrst á markað hér á þessu ári.
BMW vill fleiri uppsagnir
Canley, Englandi. Reuters.
ÞÝZKA BMW bifreiðafyrirtækið
hefur sagt verkalýðsfélögum að það
vilji að 2.400 starfsmönnum til við-
bótar verði sagt upp störfum hjá
brezka Rover dótturfyrirtækinu til
að bjarga bílaverksmiðjunni i Long-
bridge, Birmingham.
„I bezta falli sjáum við fram á þús-
undir uppsagna og gífurlegan niður-
skurð,“ sagði leiðtogi starfsmanna
Rovers, Tony Woodley. „í versta
falli sjáum við fyrir okkur lokun
stærstu bílaverksmiðju landsins."
BMW hefur þegar skýrt frá upp-
sögnum 1500 starfsmanna og meiri-
háttar niðurskurði. Beri ráðstafanir
BMW ekki árangur verður versk-
miðjunni í Longbridge lokað og
14.000 missa atvinnuna.
„Fyrirtækið hefur sagt að það
verði fyrir svo miklu tapi að alls ekki
sé hægt að una því,“ sagði Woodley.
Albert Jónsson forstöðumaður verðbréfamiðlunar Fjárvangs
Hagræði af sameiningu SH og IS
EF Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
hf. og íslenskar sjávarafurðir hf.
myndu sameinast og til yrði eitt
stórt sölufyi-irtæki sem væri með
veltu á bilinu 50-60 milljarða króna
væri hægt að hagræða verulega í
sölukerfinu auk þess sem hægt væri
að ná verulegri hagræðingu hjá
framleiðslufyrirtækjunum sem eru í
Bandaríkjunum og Evrópu, segir AI-
bert Jónsson, forstöðumaður verð-
bréfamiðlunar Fjárvangs.
Hann segir að jafnframt væri
hægt að nýta betur þau vörumerki
sem félögin hafa byggt upp á erlend-
um mörkuðum. „Þess vegna verður
að líta á ÍS sem fjárfestingartæki-
færi fyrir SH og SIF miðað við nú-
verandi verð á hlutabréfum félagsins
ef menn líta eingöngu á þetta í við-
skiptalegum tilgangi og sleppa allri
tilfinningalegri nálgun a viðfangsefn-
ið. Snertifletir SH og ÍS eru margir,
m.a. verksmiðjurnar í Bandaríkjun-
um og Evrópu auk þess sem SH og
ÍS eru með söluskrifstofur í Banda-
ríkjunum, Bretlandi, Frakklandi,
Þýskalandi, Spáni, Japan og Rúss-
lanþi,“ segir Albert.
Á síðasta ári nam hagnaður SH
277 milljónum króna, SÍF 155 millj-
ónum króna en 310 milljóna króna
tap var á rekstri ÍS á síðasta ári.
Fyrirtækin þrjú sérhæfa sig í öflun,
sölu og dreifingu á sjávarafurðum á
heimsmarkaði.
Tækifæri til yfirtöku
Á morgun hefst sala á nýju hlutafé
í IS til forkaupsréttarhafa. Heildar-
nafnverð nýs hlutafjár er 200 millj-
ónir króna. Fast gengi til forkaups-
réttarhafa er 1,75 en í almennri sölu,
sem hefst 16. nóvember, verður
gengið 1,80. í gær lækkaði gengi
hlutabréfa í ÍS um 5,6% á Verðbréfa-
þingi Islands en viðskipti voru með
bréf félagsins á genginu 1,60 og 1,70.
Að sögn Alberts er Ijóst að tæki-
færi er fyrir SH og SÍF að reyna yf-
irtöku á IS með því að kaupa hluta-
bréf í félaginu miðað við núverandi
markaðsaðstæður og ná fram auk-
inni hagræðingu í greininni. „Einnig
væri hægt að hugsa sér frekari hag-
ræðingu í sjávarútvegsfyrirtækjum
sem hafa talist til framleiðenda á
vegum Islenskra sjávarafurða í kjöl-
far slíkrar sameiningar eða yfir-
töku,“ segir Albert Jónsson.
Að sögn Friðriks Pálssonar, for-
stjóra Sölumiðstöðvar hraðfrystihús-
anna, eru engar viðræður í gangi
milli fyrirtækjanna um sameiningu.
NOSTRADAMUS HAFÐI
RANGT FYRIR SÉR!
Veröldin ferst ekki í lok 20. aldar, eins og spámaðurinn gamli helt fram. Þvert á
móti er hún sprækari en nokkru sinni fyrr. Það vita sérfræðingar hlutabréfasjóða
ACM sem fjárfesta í nýjum hugmyndum á hverjum degi með frábærum árangri.
Leitaðu nánari upplýsinga um erlenda hlutabréfasjóði ACM
hjá ráðgjöfum Landsbréfa. jjSf
mmmmmmmmmm ACMOffshore Funds LANDSBRÉF
www.landsbref.is