Morgunblaðið - 03.11.1998, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Talið að allt að 7.000 kunni að hafa farist í flóðum og aurskriðum í Mið-Ameríku
„Fjallið sprakk og flóð-
bylgja aurs ruddist niður“
Managúa, Tegucigalpa. Reuters.
ALLT að 7.000 manns kunna að
hafa látið lífið af völdum hitabelt-
islægðarinnar Mitch sem gengið
hefur yfir Mið-Ameríku. Er það
haft eftir embættismönnum í
Níkaragva og Hondúras. Flest eru
dauðsfollin í Níkaragva, þar sem
allt að 1.100 manns hafa látist en
um 1.500 manns er enn saknað eft-
ir gríðarmikla aurskriðu er féll á
þorp er stóðu undir eldfjallinu Cas-
itas. Þá hafa 317 farist í Hondúras
en stjómvöld í landinu sögðu í gær
að tala látinna gæti farið yfir 4.000,
þar sem fjölmörg svæði væru ein-
angruð og ekkert væri vitað um af-
drif fólks á þeim. Þá eru 144 látnir í
E1 Salvador, 37 í Gvatemala og sjö
í Kosta Ríka. Mjög hefur dregið úr
krafti Mitch, sem telst ekki lengur
fellibylur. Hann veldur engu að
síður gríðarlegu úrhelli sem orðið
hefur til þess að hann er mann-
skæðasta óveður sem gengið hefur
yfir Mið-Ameríku frá 1974.
Aðkoman í þorpunum við Casit-
as var skelfileg, að sögn hjálpar-
starfsmanna og fréttamanna.
Hvarvetna sáust lík manna í aum-
um innan um tré, grjót og rústir
húsa, sem borist höfðu langa leið
með skriðunni, sem féll sl. laugar-
dag. Björgunarstarf gengur erfið-
lega en í gærmorgun höfðu t.d.
fundist 500 lík í bænum Posaltega,
sem er um 140 km norður af höfuð-
borginni Managúa.
„Fjallið sprakk og flóðbylgja
aurs, vatns, steina og trjáa mddist
niður og skildi ekkert eftir í slóð
sinni,“ sagði Raul Espinosa, sem
komst lífs af úr skriðunni en liggur
nú slasaður á sjúkrahúsi. Tölur um
látna og slasaða eru nokkuð á reiki
en talsmaður Rauða krossins í
Níkaragva sagði að margir mánuð-
ir kynnu að líða áður en ljóst yrði
hve margir hefðu látist. „Þetta er
harmleikur sem veldur hryggð í
landinu öllu,“ sagði vamarmál-
aráðherra Níkaragva, Pedro
Joaquin Chamorro.
Borgarstjóri ferst
Yfirvöld í þeim löndum sem verst
hafa orðið úti lýstu um helgina yfir
neyðarástandi en í Níkaragva einu
eru 172 þorp og bæir einangruð.
I Hondúras hefur hálf önnur
milljón manna verið flutt frá heim-
Reuters
BJORGUNARMAÐUR leitar að lífsmarki í aurskriðunni sem féll úr eldfjallinu Casitas á laugardag. Yfir
1.100 manns fórust í henni og um 1.500 er saknað. Er aðkoman skelfileg, hvarvetna sést í lik í aurnum.
MITCH MANNSKÆÐUR
Flóð og aurskriður hafa kostað yfir 1.500 manns lífið í Mið-Ameríku og á
annað þúsund manns er saknað eftir að hitabeltislægðin Mitch gekk yfir.
Hitabeltis-
lægðin Mitch
KYRRAHAF
Bandaríkin f
Aurskriða á Casita-
fjalli fellur á þorp
og kostar að minnsta
kosti 610 manns lífið,
en 1.500 ersaknað
1.071 (Níkaragva
317 íHondúras
144 í El Salvador
37 í Gvatemala
7 í Kosta Ríka
1 íMexíkó
1 íBelís r 3
1
PANAMA KÓLUMBfA
'\
%
km
500
ilum sínum vegna flóða. Vegir og
brýr hafa eyðilagst, síma- og raf-
magnslínur slitnað og í höfuðborg-
inni hefur um helmingur húsanna
skemmst eða eyðilagst. A meðal
fórnarlambanna í Hondúras var
borgarstjórinn í Tegucigalpa, Ces-
ar Castellanos, en þyrla sem flytja
átti hann og fjóra aðra til flóða-
svæðanna hrapaði. Castellanos var
talinn einn líklegasti forsetafram-
bjóðandi stjórnarandstöðunnar í
næstu kosningum.
Um 100 manns fórust í E1
Salvador er fljótið Rio Grande
flæddi yfir bakka sína og tók með
sér stærsta hluta bæjarins
Chilanguera. Þá hafa á fjórða tug
manna látist af völdum Mitch í
Gvatemala en fellibylurinn gekk yf-
ir landið í fyrrinótt. Fórust tólf trú-
boðar í flugslysi í Gvatemala sem
rekja mátti til úrhellisins. Þá hefur
um þrjátíu manns, sem voru um
borð í 282 feta snekkju á Karíba-
hafi, verið saknað í viku.
Bræður
bönuðu
leikfélaga
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
TVEIR sænskir bræður, fimm og sjö
ára gamlir, urðu síðastliðið sumar
valdir að dauða Kevins, fjögurra ára
drengs. Lögreglan í Arvika, þar sem
drengirnir bjuggu, segir að málið
hafi verið upplýst fyrir tveimur vik-
um og þá hafi félagsmálastofnun
bæjarins verið falið að taka bræð-
urna og foreldra þeirra í meðferð,
enda ekki um það að ræða að bræð-
urnir verði sóttir til saka.
Um miðjan ágúst hvarf Kevin þar
sem hann var að leik með öðrum
börnum. Um kvöldið fannst drengur-
inn látinn og hafði honum verið mis-
þyrmt. Nokkrar vikur liðu áður en
lögreglan beindi athyglinni að leik-
félögunum.
A blaðamannafundi í gær lýsti
lögreglan í stórum dráttum hvað
gerðist. Kevin hafði hitt bræðuma,
sem hann þekkti, og fóru þeir afsíðis.
Leikur þeirra endaði með því að
bræðurnir misþyrmdu Kevin og á
endanum þrýstu þeir priki að hálsin-
um á honum, þar sem hann lá. Bana-
mein Kevins var áverkar á hálsi.
Bræðurnir gerðu sér grein fyrir
verknaðinum og földu líkið. Það var
svo afi Kevins sem fann líkið um
kvöldið, eftir að fjölskyldan og fleiri
höfðu leitað hans síðan fyrr um dag-
inn.
--------------
Anwar kem-
ur fyrir rétt
Kuala Lumpur. Reuters.
RÉTTARHÖLD yfir Anwar Ibra-
him, fyrrverandi aðstoðarforsætis-
ráðherra Malasíu, hófust í höfuð-
borginni Kuala Lumpur í gær, en
hann er ákærður fyrir spillingu og
kynferðisafbrot.
Dómarinn hafnaði kröfu verjenda
Anwars um að fjórum kærum vegna
spillingar yrði vísað frá vegna form-
galla. Beiðni um að erlendir lög-
fræðingar og fulltrúar mannréttinda-
samtaka fengju að vera viðstaddir
réttarhöldin var einnig hafnað, á
þeirri forsendu að hún væri van-
virðing við dómstólinn.
Um 500 stuðningsmenn Anwars
komu saman við dómhúsið í gær og
stóðu fyrir friðsamlegum mótmælum.
Mahathir Mohamad, forsætis-
ráðherra Malasíu, vék Anwar úr
ríkisstjórninni fyrir tveimur mánuð-
um, að sögn vegna þess að hann hefði
átt mök við karlmenn, sem er lögbrot
í Malasíu. Anwar var handtekinn í
lok september. Stjórnarandstæðing-
ar hafa síðan krafist lausnar Anwars
og afsagnar Mahathirs.
Diskóteksbruninn í Gautaborg
Prímakov kynnir efnahagsaðgerðir sínar í dúmunni
Leigutaki hússins
sóttur til saka?
Sagðar tilraun til að
friða dúmu og IMF
u. Reuters.
Kaujimannahöfn. Morgunblaðið.
SKÓLAR í Gautaborg hófu daginn í
gær með minningarstund vegna
brunans aðfaranótt föstudagsins er
kostaði tugi ungmenna lífið.
Rannsókn lögreglunnar beinist nú að
því að finna upptök eldsins og athuga
hvort ungmennin átta, sem fengu sal-
inn leigðan, beri ábyrgð á eldsvoðan-
um og afleiðingum hans. Tvö ung-
menni í viðbót létust um helgina, svo
nú hafa alls 62 látið lífið sökum brun-
ans. Enn eru 73 ungmenni á sjúkra-
húsum. Borgaryfirvöld hafa ákveðið
að greiða fjölskyldum hinna látnu um
200 þúsund íslenskar krónur í bætur
án tillits til hvort foreldramir eru
tryggðir eða ekki.
I skólum hverfisins þaðan sem
flestir hinna látnu koma báru auðir
stólar í kennslustofunum hinum
sorglega atburði vitni. Allir skólar í
Gautaborg minntust hinna látnu, en
sérstaklega þeir sem fómarlömb
eldsvöðans gengu í.
Ljóst er nú að óþarflega langur
tími leið áður en lögregla og slökkvi-
lið komu á vettvang. Astæðan er sú
að fyrsta símhringingin úr hinum
brennandi samkomusal kom úr far-
síma. Sá sem hringdi var í öngum
sínum og mikill hávaði í bakgmnni,
þannig að skilaboðin vora óskýr.
Hver ber ábyrgð?
Það var hópur átta ungmenna, sem
fékk salinn á leigu, en ábyrgðin mun
að öllum líkindum ekki dreifast jafnt
á þau. Nítján ára piltur sem skrifaði
undir beiðnina um að fá samkomusal-
inn leigðan, mun að öllum líkindum
verða sóttur til saka.
í gær höfðu verið birt nöfn 59
þeirra er létu lífið. I flestum tilvikum
er um innflytjendur að ræða og fórn-
arlömbin era fædd á árunum 1979-
1984. Enn eru sextíu unglingar á
sjúkrahúsum í Gautaborg og þrettán
utan borgarinnar.
JEVGENÍ Prímakov, forsætis-
ráðherra Rússlands, kynnti í gær
fyrirhugaðar efnahagsaðgerðir
stjórnar sinnar fyrir þingmönnum
dúmunnar, neðri deildar þingsins.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, IMF,
hefur hafnað því að greiða út 4,3
milljarða dala lán til Rússa á grand-
velli aðgerðanna og rússneskir
fjölmiðlar hafa gagnrýnt þær harð-
lega, sagt þær óraunsæjar, og aðrir
gagnrýnendur finna það helst að að-
gerðunum að þær séu ekki nógu
sértækar.
Á fundi með flokksleiðtogum í
dúmunni sagði Prímakov ríkisaf-
skipti af efnahagsmálum nauðsynleg
til að koma á reglu í efnahagslífinu.
Sagði forsætisráðherrann það
„stundað um allan heim“ í löndum
sem efnahagskreppa hefði dunið yf-
ir.
Tillögur stjórnar Prímakovs, sem
hún samþykkti á laugardag, hafa
ekki enn verið birtar opinberlega en
drög að þeim birtust í viðskipta-
blaðinu Kommersant. Þar eru boðuð
aukin ríkisafskipti af efnahagsmál-
um og gengi rúblunnar, lægri skatt-
ar til iðnfyrirtækja og seðlaprentun,
auk þess sem stjórnin heitir því að
greiða laun og ellilífeyri. Ekki er
hins vegar að finna neinar útlistanir
á því hvaðan stjórnin ætlar að fá fé
til að standa við þessi loforð og ekki
eru nefnd nein tímamörk.
Endanlega verður gengið frá til-
lögunum hinn 5. nóvember og stjórn-
in leggur fram fjárlög hálfum mán-
uði síðar. Rússneskir fjölmiðlar hafa
farið háðulegum orðum um tillögurn-
ar, t.d. sagði dagblaðið Sevodnja þær
vera „uppfullar af draumum og
byggðar á tálsýn".
Um 17 milljarða dala erlendar
skuldir Rússa gjaldfalla snemma á
næsta ári, auk þess sem Rússar
skulda milljarða rúblna í laun og elli-
lífeyri. í gær kvaðst Viktor
Gerasjenkó seðlabankastjóri ekki
búast við þvi að 90 daga frestur rúss-
neskra banka til að greiða erlendar
skuldir sínar yrði framlengdur, en
hann rennur út 18. nóvember nk.
Fundað um matvælaaðstoð
I gær var haldinn fundur rúss-
neskra og bandarískra embættis-
manna um hugsanlega matvælaað-
stoð þeirra síðarnefndu við Rússa en
hvorugir vildu tjá sig um málið í
gær. Bandaríkjamenn hafa sett það
skilyrði fyrir matvælahjálp að tryggt
sé að hún berist þeim sem séu í
mestri neyð. Hafa þeir spáð þvi að
langan tíma taki að tryggja slíkt.