Morgunblaðið - 03.11.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.11.1998, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Bandaríkjamenn ganga í dag til kosninga en búizt er við lítilli kjörsókn Fylkingarnar jafnar Samkvæmt skoðanakönnunum helgarinnar er fylgi demókrata og repúblikana um það bil jafnt þegar Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag til að kjósa meðal annars 435 fulltrúadeildarþingmenn, 34 í öldunga- deildina og 36 ríkisstjóra. Reuters Jones fær ávísun frá Hirschfeld ABE Hirschfeld, vellauðugnr verktaki í New York (t.h.), af- hendir hér Paulu Jones ávísun að andvirði milljón dala, 69 milljóna króna, sem hann bauð henni gegn því að hún byndi enda á málaferlin gegn Bill Clinton Bandaríkjaforseta, sem hún sakar um kynferðislega áreitni. Ávísunin verður geymd í banka og Jones getur ekki inn- leyst hana nema hún nái sam- komulagi við Clinton. Ávísunin er talin flækja samn- ingaviðræður sem staðið hafa milli lögfræðinga Jones og Clintons. Lögfræðingar forset- ans hafa boðið Jones 700.000 dali, andvirði 49 milljóna króna, og vUja ekki að Hirschfeld skipti sér af málinu. Robert Bennet, lögfræðingur Clintons, kvaðst ekki vita hvaða áhrif íhlutun Hirschfelds myndi hafa á samningaviðræðurnar. „Á þessu stigi virðist samkomu- lag ekki vera í sjónmáli og ég mun taka mjög varfærnislega á þessu.“ Verði ávísunin innleyst kann það að verða til þess að Clinton þurfi að greiða 450.000 dali, andvirði 31 milljónar króna, í skatt því skattayfírvöld gætu lit- ið svo á að forsetinn hefði hag af greiðslunni. Alríkisdómari vísaði máli Jones frá 1. apríl en hún hefur óskað eftir því að málið verði tekið upp aftur. Pinochet í boðiráðu- neytis? FORMAÐUR samtaka vopna- framleiðenda í Bretlandi segir að Augusto Pinoehet, fyrrver- andi einræð- isherra í Chile, hafi verið í land- inu í boði breska utan- ríkisráðu- neytisins, er breska lög- reglan hand- tók hann í síðasta mán- uði. Hann hafi farið fyrir chileskri nefnd sem semja átti um vopnakaup. Talsmaður utanríkisráðu- neytisins staðfesti á laugardag að nefndin hefði notið liðsinnis ráðuneytisins, en að ekki hefði verið litið svo á að Pinochet tengdist henni. Rithöfundur- inn Isabel Allende, dóttir Salvadors Allende sem Pin- ochet steypti af forsetastóli, hélt í gær blaðamannafund í London til að krefjast fram- sals Pinochets til Spánar. STUÐNINGUR við frambjóðendur Demókrataflokksins í Bandaríkjun- um hefur aukizt á síðustu dögum kosningabaráttunnar fyrir kosning- ar sem fram fara vestra í dag, eftir skoðanakönnunum að dæma. Samkvæmt niðurstöðum könnun- ar, sem The Washington Post greindi frá í gær, eru í hópi þeirra Bandaríkjamanna sem líklegir eru til að fara á kjörstað stuðningsmenn demókrata og repúblikana um það bil jafn margir. Þessar niðurstöður eru talsverð framför fyrir demókrata með tilliti til sambæri- legrar könnunar sem gerð var um miðjan október. Bandaríkjamenn kjósa í dag 435 fulltrúa sína í fulltrúadeild þingsins í Washington og 34 sæti öldunga- deildarinnar, í 36 ríkjum eru ríkis- stjórakosningar og í 46 af ríkjunum 50 er kosið til æðstu embætta stjórnsýslu hvers þeirra. KJÓSENDUR í Kalifomíu standa í dag frammi fyrir að velja nýjan rík- isstjóra og nýjan öldungadeildar- þingmann og kjósa til þings ríkis- ins. Að auki kjósa Kaliforníubúar um ýmis embætti og tillögur í hin- um mörgu sýslum ríkisins. Kalifomíuríki er fjölmennasta og áhrifamesta ríki Bandaríkjanna. Efnahagur þess er talinn gefa vís- bendingu um stöðu efnahags lands- ins í heild og bindandi tillögur að nýrri löggjöf (propositions) sem kosið er um í ríkinu gefa oft vís- bendingu um hver hugur almenn- ings er til ýmissa þjóðmála. Ríkisstjóri Kaliforníu hefur kom- ið úr röðum repúblikana í sextán ár, en nú lítur út fyrir að demókrat- inn Gray Davis muni sigra núver- andi dómsmálaráðherra ríkisins, repúblikanann Dan Lundgren. Da- vis hefur aukið fylgi sitt undanfarið og er talinn næsta sigurstrangleg- ur. Davis var lengi vel ekki talinn líklegur frambjóðandi eða allt þar til öldungadeildarþingkonan Útlit er fyrir að demókratar hreppi stærsta staka hnossið sem keppzt er um að þessu sinni, en það er embætti ríkisstjóra Kaliforníu sem undanfarin 16 ár hefur verið í höndum repúblikana. Hins vegar er talið líklegast að demókratar tapi fáeinum sætum í öldungadeildinni. Demókratar þyrftu að bæta við sig 11 sætum til að ná aftur meirihluta í fulltrúadeildinni, en slík úrslit eru talin nánast útilokuð. Niðurstöður úr skoðanakönnun Pew Research Ccn ter-stofn un ar- innar voru á þá leið, að 46% líklegra kjósenda sögðust myndu styðja demókrata, en 44% repúblikana. í sambærilegri könnun sem gerð var fyrir hálfum mánuði var þetta hlut- fall öfugt; 48% sögðust styðja repúblikana og 43% demókrata. Þessar niðurstöður staðfestu þá óvissu sem er um úrslit kosning- anna í dag. Leiðtogar kosningabar- Dianne Feinstein og Leon Panetta, fyrrum skrifstofustjóri Hvíta húss- ins, hættu við að gefa kost á sér í embættið. Davis vann að því búnu tilnefningu flokksins til ríkisstjóra, en var talinn eiga litla möguleika á að sigra Lundgren, sem er bæði virtur stjórnmálamaður og kemur vel fyrir í fjölmiðlum. Davis líkur Clinton Sigri Davis, stendur hann frammi fyrir að stýra ríkinu í gegnum örar þjóðfélags- og efna- hagsbreytingar. Hann hefur verið embættismaður allt frá því að hann sneri til baka úr Víetnam- stríðinu fyrir um aldarfjórðungi. Á þeim tíma sem síðan er liðinn hef- ur hann getið sér orð fyrir að vinna sig upp í gegnum kerfið án þess að styggja mikilvæga hópa eða taka einarða afstöðu í við- kvæmum málum. Að því leyti er hann mjög líkur Bill Clinton for- seta. Nái hann kjöri sem ríkisstjóri mun hann hins vegar vart komast áttu beggja flokka í fulltrúadeild- inni, repúblikaninn John Linder og demókratinn Martin Frost, spáðu því á sunnudag að þeirra flokkur myndi bæta við sig þingsætum. I slíkum kosningum, sem fara fram á miðju kjörtímabili forsetans, tapar sá flokkur vanalega sem fer með völd í Hvíta húsinu, þ.e. í þessu til- viki demókratar. Vafasamur ávinningur af auglýsingaherferð Fyrii- um mánuði gerðu repúblikanar sér vonir um að bæta við sig töluvert mörgum sætum bæði í öldunga- og fulltrúadeildinni vegna vandamála Bills Clintons for- seta. En demókratar hafa unnið vel á og endurskoða hefur þurft kosn- ingaspár allrækilega. En baráttan er mjög tvísýn um hátt í tíu öld- ungadeildarsæti, þar á meðal í New York og Kaliforníu. í síðustu viku hleyptu repúblikanar af stokkunum heiftar- legri auglýsingaherferð fyrir sem svarar sjötíu milljónum króna. I sumum þessara auglýsinga er hegð- un Clintons gerð að umtalsefni og sjónum beint sérstaklega að rann- sókninni sem leitt getur til ákæru til embættismissis á hendur forsetan- um. Svo virðist sem ætlunin með þessum auglýsingum hafi verið að ýta við fólki sem hneigist til stuðn- hjá því að styggja marga með ákvörðunum sínum. I baráttunni um annað öldunga- deildarþingsæti ríkisins hefur þing- konan Barbara Boxer verið að auka forystu sína gegn kaupsýslumann- inum Matt Fong. Boxer er ein af frjálslyndustu meðlimum öldunga- deildarinnar í Washington og var talið að henni myndi reynast erfitt að ná kjöri á ný í þetta sinn. Fong var lengst af með forystu í skoðana- könnunum, en þegar leið á barátt- una saxaði Boxer á forskot Fong og hún er nú talin hafa nokkuð öiugga forystu. Repúblikanaflokkurinn hefur eytt miklum fjármunum í að reyna að koma Boxer frá, en hún er einn af dyggustu stuðningsmönnum Clintons forseta í öldungadeildinni. Sigri Boxer styrkir það stöðu jafnt Demókrataflokksins sem Clintons forseta. Talið er að Demókratar muni halda forystu sinni á ríkisþinginu í Sacramento en á undanförnum fjórum árum hafa fylkingarnar ings við repúblikana. En að sögn talsmanns stofnunarinnar sem gerði fyrrgreinda skoðanakönnun virtist þessi herferð repúblikana frekar virka neikvætt á kjósendur en hitt, og þannig frekar gagnast demókrötum. Demókratar virtust hafa unnið fylgi sérstaklega meðal eldri kjósenda og minnihlutahópa. Mikið ræðst af kjörsókn, að mati sérfræðinga. Samkvæmt nýjustu tölum frá kosningarannsóknastofn- uninniCommíttee for the Study of the American Electorate er búizt við að kjörsókn verði að þessu sinni „aðeins eða töluvert minni“ en hún var árið 1994, þegar 39% þeirra sem höfðu kosningarétt fóru á kjörstað. Tvísýnar ríkisstjórakosn- ingar í níu ríkjum Hvað varðar ríkisstjórakosningar er að sögn Washington Post útlit fyrir tvísýn úrslit í níu af þeim 36 ríkjum, þar sem slíkar kosningar fara fram í dag. Kosningabaráttan á öllum þessum stöðum snýst fyrst og fremst um staðbundin málefni og skammtímavandamál eru frekar í brennidepli. Persónur frambjóð- enda, staðbundin málefni og fjár- hagslegt forskot eins frambjóðanda fram yfir aðra hefur í þessum kosn- ingum miklu meira að segja en eitt- hvert pólitískt málefni sem varðar alla þjóðina, að sögn blaðsins. tvær verið nær jafnstórar. Nái Demókratar að bæta við fylgi sitt á þinginu og sigri Davis í ríkisstjóra- kosningunum má telja vfst að það muni hafa töluverð áhrif á stjórn Kaliforníu. Þrátt fyrir að kosið sé um æðstu embætti ríkisins eru það oft kosn- ingar eða „þjóðaratkvæði" um ein- stök málefni sem almenningur hef- ur mestan áhuga á. Á undanförnum árum hafa kjósendur í Kaliforníu samþykkt eða fellt ýmsar umdeild- ar tillögur. Þannig samþykktu kjós- endur tillögu um að lögleiða sölu og notkun á maríjúana til sjúklinga. I síðustu kosningum felldu kjósendur hins vegar tillögu um að banna verkalýðsfélögum að veita fé til kosningabaráttu einstakra fram- bjóðenda. Að þessu sinni er það „tillaga númer fimm“ sem hlotið hefur mesta athygli. Með henni er lagt til að leyfí indjána til að setja upp og reka spilavíti á verndarsvæðum sín- um verði rýmkað. Isabel Allende Kosningabaráttan í Kaliforníu Málefnaáhugi kjósenda staðbundinn Kosningar til þings alríkisstjórnarinnar í Washington vekja að venju mesta athygli erlendis þegar þær fara fram. Gunnar Valgeirsson í Fresno í Kaliforníu segir að fyrir bandarískan almenning snúist þessar kosningar hins vegar fyrst og fremst um málefni og einstaklinga í ein- stökum ríkjum, sérstaklega þegar ekki er kosið um forsetaembættið. Reuters ÞESSIR skrautlegu mótmælendur tóku á móti Clinton forseta er hann kom til San Francisco í liðinni viku til að leggja Barböru Boxer lið í baráttu hennar fyrir endurkjöri til öldungadeitdariunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.