Morgunblaðið - 03.11.1998, Blaðsíða 42
H2 ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Um tíðar-
anda við
kristnitöku
„Erþá sagt að heiðnir menn á þinginu
kafi tekið til orðs: „eigi er undr í atguð-
in reiðist tölum slíkum, “ en Snorri goði
hafi svarað að bragði: „ Um hvat reiddust
guðin þá, er hér brann raunit, er nú
stöndu vér á. “
Stutt er í að 1000 ára af-
mæli kristnitöku ís-
lendinga verði fagnað.
Af því tilefni verður
hér skrifaður eilítill
þanki um það hvernig menn
hugsuðu á þeirri örlagastund,
um hugsunarhátt eða kannski
hugsunarkerfí þess tíma. Þessar
athugasemdir, sem þiggja stuðn-
ing af kenningum franska fræði-
mannsins Michel Foucault, lúta
að tveimur hlutum: Annars veg-
ar afneitun landsmanna á forsjá
goðanna sem oftast hefur verið
skilin sem afneitun á óskynsem-
inni og hins vegar að þeirri trú
manna að hér
VIÐHORF
Eftir Þröst
Helgason
hafi verið uppi
skáldsnillingar
um þetta leyti
sem sköpuðu
frumleg lista-
verk upp úr sjálfum sér. Ber að
taka það fram að hér er ekki um
neins konar árásir að ræða, held-
ur einungis vangaveltur.
í Kristni sögu segir að þegar
Gissur hvíti og Hjalti Skeggja-
son höfðu hvatt þingheim til að
taka kristni árið 1000 (999?) með
svo ógnþrungnum orðum „at
engir óvinir þeirra þorðu at tala
móti þeim“, eins og segir í sög-
unni, hafí maður komið hlaup-
andi og fært þingfólki fréttir af
jarðeldi í Ölfusi: „ok mundi hann
laupa á bæ Þórodds goða.“ Er þá
sagt að heiðnir menn á þinginu
hafi tekið til orðs: „eigi er undr í
at guðin reiðist tölum slíkum,"
en Snorri goði hafí svarað að
bragði: „Um hvat reiddust guðin
þá, er hér brann raunit, er nú
stöndu vér á.“
Vera má að einhverjir telji
þessi orð Snorra goða benda til
þess að hann hafí kunnað skil á
grundvallarhugsun nútímajarð-
fræði, að þau vitni um nútíma-
legan skilning á eðli og upptök-
um jarðelda, en því fer vitanlega
íjarri. Orð hans tjá einungis af-
neitun á heiðnum sið og forsjá
goðanna. Þau eru ásamt við-
brögðum heiðingjanna einkar
skýrt dæmi um hugsunarhátt
fornmanna og um hugsunarkerfi
sem fyrmefndur Michel
Foucault kenndi við endurreisn í
bók sinni, Orðum og hlutum (Les
mots et les choses, 1966).
Foucault taldi að hugsun vest-
rænna manna til foma og fram
undir miðja sautjándu öld hefði
tekið mið af líkingum. Hugsun
mannsins rataði eftir brautum
fjögurra grundvallarlíkingarlög-
mála: Samstæðu, samræmis,
samsvörunar og samhverfu en
kraftur hins síðastnefnda var svo
mikill að andstæða þess, and-
hverfan, var nauðsynleg til að
heimurinn rynni ekki saman í
einn kjama og yrði að því sem
Foucault kallaði „hið sama“.
Þessi líkindi, sem bundu fyrir-
bæri heimsins saman í eina heild
(en tryggðu þó einnig ákveðna
fjarlægð milli þeirra), áttu sér
tákn sem voru greypt í hlutina
sjálfa. Þessi tákn, sem menn
trúðu að guð hefði komið fyrir á
ásýnd hlutanna, voru oft dulin og
því fólst þekkingarleit endur-
reisnarmannsins í því að finna
þau, ráða í þau og reyna að leiða
í ljós samhengið í heiminum.
Þetta var ekki ólíkt þvi að lesa
úr bók enda kallaði Foucault
hugsunarkerfí endurreisnarinn-
ar prósa heimsins.
Endurreisnarmenn skynjuðu
heiminn sem eina lífræna heild
þar sem samspil manns og nátt-
úm var, ólíkt því sem síðar varð,
afar náið, þar sem náttúran var
lifandi, hafði sál og talaði til
manna í táknum og fyrirboðum,
þar sem líkingalögmálið gerði
hið ósýnilega jafnraunverulegt
og hið sýnilega, gerði það hluta
af reynslu mannsins. Það er því
ekki á nokkurn máta undarlegt
að þingmenn árið 1000 hafi litið
á jarðelda suður í Ölfusi sem
tákn um reiði guðanna; athafnir
manna kölluðu á viðbrögð nátt-
úru.
Endurreisnarmaðurinn gerði
engan greinarmun á því að rýna
í náttúruleg fyrirbæri annars
vegar og í galdra, ritningartexta
eða fornar bækur hins vegar því
að í öllum tilfellum þurfti að
grafast fyrir um tákn og túlka
þau; tungumálið var hins vegar
ekki gagnsætt, samræmið sem
ríkt hafði í hinni edensku tungu
milli orða og hluta lá ekki eins
ljóst fyrir þegar hér var komið
sögu. Þetta sést glöggt ef hug-
myndir endurreisnarmanna um
táknið eru skoðaðar en þeir
töldu að það væri samsett úr
þremur þáttum: Táknunum
sjálfum, hlutunum sem táknaðir
voru og líkindunum sem tengdu
þessa tvo þætti saman. Líkingin,
sem leiddi þannig formið og inn-
takið saman, kom í veg fyrir að
tungumálið og þar með heimur-
inn leystust upp í allsherjar
óreiðu. Táknið og heimurinn
mynduðu lífræna heild, tungu-
málið var veruleiki og veruleik-
inn tungumál enda fólst þekking-
arleitin í því að sjá samhengið
milli ólíkra tungumála; þekking-
arleitin einkenndist af því að
menn túlkuðu tungumál með
tungumáli. Með því að fínna lík-
inguna milli tákns og heims, sjá
samhengið milli tungumála, var
hægt að leysa út læðingi dular-
fullan kraft, nokkurs konar
sköpunarkraft, sem gat orsakað
breytingar jafnt innra sem ytra,
í manninum sjálfum sem og í ytri
náttúru.
Á tíma endurreisnarinnar
mynduðust því endalausar raðir
tákna, endalausar raðir bóka
sem endurspegluðu hver aðra en
upphafið var vitanlega guð,
sköpun heimsins. Bókmenntir á
tíma endurreisnarinnar voru því
fyrst og síðast túlkun eldri og
upphaflegri texta. Frumleika
könnuðust menn ekki við.
Eru „þrælakjör“
á tímaleiguskipum?
Á ÞRIÐJUDAG í síð-
ustu viku mætti hópur
manna á vegum Sjó-
mannafélags Reykjavík-
ur í Straumsvíkurhöfn og
kom í veg fyrir lestun og
losun á Hanseduo, leigu-
skipi Eimskipafélagsins.
Talsmaður hópsins tiltók
að tilefnið væri að þýskir
eigendur skipsins hefðu
ekki léð máls á að ganga
til samningaviðræðna við
Sjómannafélag Reykja-
víkur um að greidd yrðu
laun samkvæmt kjara-
samningi Sjómannafé-
lags Reykjavíkur, í stað
gildandi kjarasamninga
Alþjóðasambands flutningaverka-
manna - ITF.
Vinnuveitendasamband Islands
stóð að því að lögð var fram beiðni
um lögbann á þessa gerræðislegu
aðgerð, og var lögbannsúrskurður
kveðinn upp samdægurs hjá emb-
ætti sýslumanns í Hafnarfirði.
Kaupskipaútgerð og
kjarasamningar
Eimskip hefur þá stefnu að á eig-
in skipum félagsins í áætlunarsigl-
ingum til Islands séu islenskar
áhafnir. Af níu skipum sem félagið
rekur í áætlunarsiglingum eru sex í
eigu Eimskips og dótturfélaga og
því mönnuð Islendingum, en þrjú
skipanna eru erlend á tímaleigu-
samningi. Á liðnum áratug hefur fé-
lagið ávallt rekið nokkur tímaleigu-
skip í áætlunarsiglingum, í því skyni
að hafa sveigjanleika til að mæta
miklum sveiflum í flutningsmagni og
tíðum breytingum á siglingakerfi
áætlunarskipa.
Útgerð kaupskipa er alþjóðleg at-
vinnugrein, því kaupskip frá öllum
löndum heims geta keppt um flutn-
inga á öllum siglingaleiðum. Kjör
sjómanna byggjast á kjarasamning-
um milli útgerða og stéttarfélaga í
hverju landi. Því eru kjarasamning-
ar á tímaleiguskipum gerðir við
stéttarfélög í heimalandi útgerðarfé-
lagsins.
Hvað er Alþjóðasamband
flutningaverkamanna?
Alþjóðasamband flutningaverka-
manna eru samtök sem hafa það að
markmiði að ekki séu greidd óeðli-
lega lág laun á kaupskipaflota
heimsins, og hafa gefið út hvaða við-
miðunarlaun uppfylla það skilyrði.
Þó ITF hafi ekki lagalega stöðu til
að semja um laun, þá hafa mörg
skipafélög fallist á þeirra sjónarmið
og gert kjarasamning í samræmi við
viðmiðunarreglu ITF. Engu að síður
em þó á stórum hluta kaupskipa-
flota heimsins greidd lægri laun en
viðmiðunarmörk ITF tilgreina.
Eimskip fylgir viðmiðunarkjörum
ITF þegar félagið leigir út skip er-
lendis og mannar þau erlendum sjó-
mönnum. Sama gildir
þegar Eimskip tekur
skip á tímaleigu. Þá er
alltaf ákvæði í leigu-
samningnum um að
skipið skuli hafa stað-
festingu frá ITF. Sjó-
mannafélagi Reykja-
víkur er fullkunnugt
um þessa vinnureglu
Eimskips. Eimskip er
hins vegar ekki samn-
ingsaðili um laun eða
annan rekstrarkostnað
leiguskipa, því slíkt er
alfarið í höndum eig-
enda skipanna. ITF
starfar með sjómanna-
félögum í hverju landi
og staðfesta þau samninga vegna
kaupskipa í eigu útgerðarfélaga í
viðkomandi landi. Því gildir að á
leiguskipunum Hanseduo sem er í
Evrópusiglingum og Hansewall sem
siglir á Ameríkuleið Eimskips, eru
kjarasamningar staðfestir af ÖTV,
þýska Sjómannafélaginu og jafn-
Fulltrúi ITF á íslandi
og Sjómannafélag
Reykjavíkur hafa
samið þannig, segir
Þórður Sverrisson, að
Eimskip greiði erlend-
um sjómönnum laun
samkvæmt viðmiðunum
ITF, sem þeir nú
kalla „þrælakjöra í
fjölmiðlum.
framt af aðalskrifstofu ITF í
London. Því er ljóst að fullgildir
kjarasamningar eni á Hanseduo og
Hansewall, og fráleitt af hálfu Sjó-
mannafélags Reykjavíkur að halda
því fram að þeir hafi samningsrétt
um launakjör fyrir áhöfn á þeim
skipum.
Er Sjómannafélag Reykjavíkur
aðili að „þrælakjörum"?
Eimskip hefur á undanfómum ár-
um leigt út nokkur af sínum skipum
erlendis, og era þau almennt mönn-
uð erlendum áhöfnum. Á þeim skip-
um hafa laun verið samkvæmt við-
miðun ITF. Sem dæmi er Skógar-
foss, skip Eimskipafélagsins, nú á
tímaleigu til danska skipafélagsins
Maersk, og ekjuskipið Vega var leigt
til spænskra aðila áður en það var
selt í vor. í samráði við Sjómannafé-
lag Reykjavíkur hefur Borgþór
Kærnestedt fulltrúi ITF á Islandi
staðfest með undh-skrift sinni samn-
ing milli Eimskips og ITF um að
kjör á þessum skipum séu í sam-
ræmi við viðmiðun ITF. Þeir samn-
ingar era samskonar og gildandi
samningar era milli ITF og eigenda
skipanna Hanseduo og Hansewall.
Fulltrúi Alþjóðasambands flutn-
ingaverkamanna á Islandi og Sjó-
mannafélag Reykjavíkur hafa
þannig staðið að samningum um að
Eimskip greiði erlendum sjómönn-
um laun samkvæmt viðmiðunum
ITF, sem þeir nú kalla „þrælakjör" í
fjölmiðlum þegar þýskt útgerðarfyr-
irtæki greiðir samskonar kjör til
áhafna á skipum í siglingum til Is-
lands. Það er furðuleg afstaða og
mikill tvískinnungsháttui' að ætla að
annað skuli gilda um skip í eigu
þýskra fyiii’tækja sem sigla til Is-
lands, en skip í eigu íslensks fyrir-
tækis sem sigla erlendis. Það er því
óskiljanlegt að beitt sé valdi við
skipshlið í Straumsvík og gripið til
ólöglegra aðgerða á þeim forsendum
að áhöfn búi við „þrælakjör".
Siðlausar og ólögmætar
aðgerðir
Þær aðgerðir sem Sjómannafélag
Reykjavíkur stóð fyrir í Straumsvík
fyrir viku eru ólögmætar að mati
Eimskipafélagsins, og var lagt lög-
bann á þær af hálfú embættis sýslu-
manns í Hafnarfirði. I staðfestingar-
máli sem höfðað verður í dag, fæst
endanleg niðurstaða fyrir dómstólum.
Þar fylgir Eimskip venjulegum leik-
reglum samfélagsins, og hefði að
sjálfsögðu verið eðlilegast í upphafi af
hálfu Sjómannafélags Reykjavíkm-,
að sækja rétt sinn eftir lögformlegum
leiðum ef það telur á sér brotið.
Mjög óviðeigandi er að beita að-
gerðum eins og Sjómannafélag
Reykjavíkur stóð fyrir inni á vinnu-
svæði Isals, fyrirtækis sem tengist
þessu máli ekkert. Steininn tekur
hins vegar úr í grein sem Jónas
Garðarsson formaður Sjómannafé-
lags Reykjavíkur ritar í Morgunblað-
ið sl. fóstudag þar sem hann dregur
inn í umræðu um þetta mál fóður for-
stjóra Islenska álfélagsins, sem nú er
látinn. Slík skrif eru lágkúralpg, og í
þeim felst mikið tillitsleysi. I grein-
inni er einnig reynt að sverta sýslu-
manninn í Hafnarfirði með röngum
fullyrðingum um fjölskyldutengsl
hans við „mann í ábyrgðarstöðu inn-
an ísal“. Vilji formaður Sjómannafé-
lags Reykjavíkur láta taka sig alvar-
lega er lágmarkskrafa að hann fari
rétt með staðreyndir og hafi ekki í
frammi fullyrðingar um siðleysi
byggðar á dylgjum og rangfærslum.
Með framkomu formanns Sjómanna-
félags Reykjavíkur er hann á siðlaus-
an hátt að beita sér fyrir lögbroti og
draga inn í þær aðgerðir aðila sem
tengjast málinu á engan hátt. Þessi
framkoma er með engu móti samboð-
in því gamla stéttarfélagi, Sjómanna-
félagi Reykjavíkur.
Höfundur er framkvæmdastjóri
flutningasviðs Eimskips.
Þórður
Sverrisson
Ráðstefna um vímu-
varnir á tímamótum
FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ í fíknivörn-
um býður til ráðstefnu dagana 5.-6.
nóvember nk. þar sem leitað verður
svara við því hvort vímuvarnir á Is-
landi séu á villigötum. Á ráðstefn-
unni verður m.a. fjallað um opinbera
stefnu í vímuvörnum, stöðu og þró-
un mála hér á landi í ljósi alþjóðlegr-
ar þróunar og hvaða möguleika sam-
félagið hefur til varna gegn neyslu
vímuefna. Ennfremur verður fjallað
um að hvaða leyti mögulegt er að
meta árangur af vímuvörnum, hvort
fræðsla um skaðsemi vímuefna sé
gagnslaus og hvort heimilin standi
sig í forvörnum.
Sérstakir gestir á ráðstefnunni
eru Gail Gleason Milgram Ed.D. og
Thomas Griffin M.S.W. frá Banda-
ríkjunum. Milgram hefur um 30 ára
starf að baki við rannsóknir og
kennslu í forvörnum. Hún er pró-
fessor við Rutger háskólann í New
Jersey og veitir forstöðu rannsókn-
ar- og kennsludeild háskólans um
áfengis- og fíkniefnaneyslu, forvarn-
ir og meðferð. Griffin á að baki 26
ára starf við skipulagningu og
kennslu í forvörnum fyrir skóla og
menntastofnanir. Hann hefur verið
forstjóri Minnesota Institute of
Public Health frá 1989.
í fréttatilkynningu segir: „Vímu-
varnir standa í ýmsum tilfellum á
tímamótum á Islandi. Áherslur hafa
verið að breytast á undanförnum ár-
um, farið er í auknum mæli að vinna
að vímuvörnum á vettvangi sveitar-
félaga og sl. vor voru samþykkt ný
áfengis- og vímuvarnalög sem m.a.
gera ráð fyrir stofnun nýs áfengis-
og vímuvarnaráðs. Vímuvarnir hafa
sætt nokkurri gagnrýni í ljósi auk-
innar fíkniefnaneyslu ungs fólks og
spurt er um árangur aðgerða gegn
vímuefnaneyslu."
Lögð er áhersla á að þátttakendur
fái að láta skoðanir sínar í ljós í al-
mennum umræðum, auk þess verða
á dagskrá hringborðsumræður fólks
sem kemur að vímuvörnum með
ýmsum hætti.
Ráðstefnan verður haldin í Borg-
artúni 6 í Reykjavík kl. 9 fimmtu-
daginn 5. nóvember en afhending
gagna er frá kl. 8.30. Skráning á
ráðstefnuna er hjá Fræðslumiðstöð í
fíknivörnum í síma 581 1582.